Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 ✝ Leó Krist-jánsson fædd- ist á Ísafirði 26. júlí 1943. Hann lést á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi 13. mars 2020. For- eldrar Leós voru Kristján Ísfjörð Leós, f. 7.9. 1911, d. 14.5. 1988, og Halla Einarsdóttir, f. 4.7. 1914, d. 24.11. 1968. Leó kvæntist 24.5. 1969 eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Ólafsdóttur, f. 26.12. 1939. Börn þeirra eru: 1) Kristján Leósson, f. 24.12. 1970, maki Hildigunnur Sverrisdóttir, börn þeirra: Nanna, Tómas Leó og Kristján Nói og 2) Margrét Leósdóttir, f. 27.2. 1975, maki Kristján Bragason, börn þeirra: Elín og María Ósk. Tvíbura- bróðir Leós er Kristján Pétur Kristjánsson, maki Laila Irene Nilsen. Leó ólst upp á Ísafirði en lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1962. Hann útskrifaðist með BS- gráðu í eðlisfræði frá Edinborg- ulsviði jarðar undanfarin 15 milljón ár. Fyrir framlag sitt var hann gerður að heiðurs- félaga í American Geophysical Union árið 2002 og er hann eini Íslendingurinn sem hlotið hefur þann heiður. Leó vann jafn- framt að sögu rannsókna á ís- lenskum steindum og bergteg- undum, einkum silfurbergi og notkun þess í mælitækjum fyrr á öldum. Leó var höfundur fjölda greina í alþjóðlegum vísindaritum, auk þess sem hann skrifaði um sögu vísinda- rannsókna, útgáfu og kennslu í jarðvísindum og fleiri raun- greinum á Íslandi. Eftir hann liggja einnig fjölmargar alþýð- legar greinar, skýrslur, ritdóm- ar, ritskrár, og greinar um kennslumál. Á starfsferli sínum gegndi Leó fjölmörgum trúnaðar- störfum innan Háskóla Íslands, Raunvísindastofnunar Háskól- ans, Rannsóknaráðs ríkisins, Vísinda- og tækniráðs, Jarð- fræðafélags Íslands, Vísinda- félags Íslendinga, Vísinda- nefndar NATO, Vísinda- og tækniþróunarnefndar ESB o.fl., auk ýmissa ritstjórnarstarfa. Útför Leós hefur farið fram í kyrrþey í ljósi sérstakra að- stæðna í samfélaginu. arháskóla 1966 og MS-gráðu í jarðeðl- isfræði frá Háskól- anum í Newcastle upon Tyne 1967. Hann lauk dokt- orsprófi í jarðeðl- isfræði við Memori- al-háskóla í St. John’s í Kanada ár- ið 1973. Leó starfaði lengst af við grunnrannsóknir í jarðeðl- isfræði hjá Raunvísindastofnun Háskólans og Jarðvísinda- stofnun Háskólans, auk þess að sinna kennslu í almennri eðl- isfræði, jarðeðlisfræði, varma- fræði, aflfræði, rafsegulfræði og fleiri greinum við Háskóla Íslands yfir nær hálfrar aldar tímabil. Leó var frumkvöðull á sviði bergsegulmælinga á ís- lenskum hraunlögum og seg- ulsviðsmælinga á Íslandi og landgrunninu. Hann lagði grundvöll að aldursflokkun ís- lenska bergstaflans og var með- al virtustu vísindamanna á sviði bergsegulmælinga og rann- sókna á breytingum á jarðseg- Eftir fæðingu Leós Geirs Krist- jánssonar á Ísafirði 26. júlí 1943 sagði grunlaus ljósmóðirin: „Það kemur víst einn til.“ Það var sá, sem harmi sleginn ritar þessar lín- ur. Barndómsár okkar liðu áhyggjulaus vestra, við veiðar á bryggjum, fimmaurastikk, frí- merkjasöfnun og lestur bóka. Haustið 1950 mættum við í barnaskóla. Kennslustofur 1. bekkjar voru fullar. Við ráfuðum þá inn í 2. bekk. Roskin kennslu- kona í upphlut hvessti á okkur augun: „Strákar, eigiði ekki að vera í 1. bekk?“ „Það er fullt þar,“ önsuðum við. „Nú já. Kunnið þið að lesa?“ Við lásum í bók. „Þá megið þið bara vera hér.“ Sum- arvinnu unnum við í sveit, í frysti- húsum, við afgreiðslu í búðum og við uppskipun á fiski, á sements- pokum o.fl., því flestar vörur komu þá sjóleiðina vestur. Leó var miklum námsgáfum gæddur og var dúx bekkjar síns öll skólaár. Á stúdentsprófi í MA 1962 fékk hann hæstu meðalein- kunn sem gefin hafði verið í menntaskólum landsins. Hann varð einn fyrstur til að fá „stóra styrkinn“ svokallaða, ríflegan námsstyrk fyrir besta námsfólk landsins. Leó hóf nám í eðlisfræði við Ed- inborgarháskóla 1962 og hélt sama hætti sem efstur í 400 manna hópi við endaða önn. Eftir næstu önn varð hann næstefstur í greininni: „Ég er víst farinn að slappast,“ skrifaði hann mér þá. Hann lauk BSc-prófi (Honours) þar 1966 og eftir að hafa lokið MSc-prófi frá Newcastle flutti hann heim til Íslands og fékk starf sem sérfræðingur í jarðeðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskól- ans (RH) 1968. Sú vísindagrein og vinnustaður urðu hans alla starfs- ævina. Árið 1969 giftist Leó eftirlifandi konu sinni, Elínu Ólafsdóttur frá Reykjavík, lífefnafræðingi og lækni. Ungu hjónin tóku sig upp og fluttu til St. John’s á Ný- fundnalandi. Þeim fæddist þar sonurinn Kristján á jólum 1970. Leó lauk doktorsprófi í jarðeðlis- fræði 1973. Litla fjölskyldan fór svo heim og Leó hélt áfram starf- inu við RH. Fjölskyldan stækkaði með dótturinni Margréti 1975. Starf Leós fólst í jarðeðlis- fræðilegum grunnrannsóknum á Íslandi. Auk þess kenndi hann mörg fög í HÍ og var rómaður sem kennari. Fyrir 20 árum fór Leó að rannsaka sögu íslenska silfur- bergsins frá Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð í frístundum sín- um. Hann hefur leitað að hvernig það nýttist heiminum 1780-1930. Hann segir sjálfur: „ … án hins ís- lenska silfurbergs væri þróun margra sviða náttúruvísinda og tækni komin áratugum skemmra áleiðis nú en raunin er.“ Leó náði að lesa yfir handrit að nýrri skýrslu sinni um silfurbergið á sjúkrahúsi dagana áður en hann lést. Þar eru tilvitnanir í um 5.000 greinar vísindamanna um not heimsins af hinni merkilegu ís- lensku steind. Börn Leós og hans góðu konu Elínar, Kristján og Margrét, eru afburðafólk í sínum fræðum; Kristján sem doktor í eðlisverk- fræði og Margrét sem yfirlæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Malmö. Barnabörnin eru fimm. Leó var fyrri okkar tvíburanna inn í þennan heim og hann varð á undan yfir í þann næsta. Seinna verður sagt á ný, þá fyrir handan: „Það kemur víst einn til.“ Þangað til lifi ég í minningunni um ein- stakan bróður. Kristján Pétur Kristjánsson. Ég sá Leó fyrst á rölti um há- skólasvæðið haustið 1991. Hann var alveg dæmigerður há- skólaprófessor, í tvítjakka með olnbogabótum. Ég þekkti hann, hann ekki mig. Ég hafði byrjað með Kristjáni syni hans fyrr um haustið en náði ekki að hitta þau hjónin fyrr en hann kom aftur heim í jólafrí. Þessi góðlegi bros- mildi prófessor átti eftir að stika út og rölta með mér og mínum stóran hluta míns fullorðinslífs. Þau hjón tóku mér afar vel. Þegar mig vantaði vinnu eftir jólin hringdi Leó í mig og bauð mér að koma og mæla fyrir sig grjót sem hann hafði borað úr jarðlögum sumarið á undan. Þetta var afar skemmtilegur tími, ég setti sýnin í segulþvottavél og mældi í þeim segulstefnuvektorinn, á milli þess sem Leó tók mig með sér í kaffi og mat með félögum sínum á Raun- vísindastofnun. Það var dýrmætt að fá þannig að kynnast mannin- um sem seinna varð afi barnanna minna og afar kær tengdafaðir. Við Kristján bjuggum lengi í útlöndum en í fríum fengum við að búa í kjallaranum hjá Elínu og Leó. Þangað fluttum við svo frá útlöndum með dóttur okkar Nönnu, sem naut þess í botn að búa svo nálægt ömmu sinni og afa. Afi Leó og Nanna voru líka mestu mátar, hann hafði óendanlega þol- inmæði fyrir öllu hennar brölti – einu sinni kom ég að þeim þar sem þau léku ólympíuleika í fimleikum, þar sem afi dæmdi skilmerkilega fimi Nönnu sem Olgu frá Rúss- landi eða Mary frá Bretlandi – í annað skipti lék hann brú því Nanna hafði skipað svo fyrir. Þeg- ar ljóst var að von væri á tvíburum til viðbótar vorum við komin á bragðið og fluttum bókstaflega í næsta hús. Það var tekið úr girð- ingunni á milli og lítill stígur lagð- ur til að börnin gætu hlaupið fram og til baka. Litlu nýju tvíburarnir fengu nöfn afa og hans tvíbura- bróður, Leó og Kristján. Heima hjá ömmu og afa er allt- af opið, tölvan hans afa í boði til leiks og prents, ásamt athygli og spjalli um það sem þar fer fram. Þegar afi kom heim frá útlöndum hafði hann jafnan með sniðugt eðl- isfræðidót og þá var leikið, spáð og spekúlerað. Börnin mín hefðu ekki getað fengið yndislegri afa og mikil gjöf að hafa fengið að búa svona þétt saman, í nokkurs konar samyrkjubúi. Leó hefur alltaf sýnt okkur mikla hluttekningu og áhuga á því sem við tökum okkur fyrir hendur. Okkar sambúð hefur verið ljúf og góð og aldrei borið skugga þar á og þau hjónin verið mér og okkur ómetanlegur stuðn- ingur. Hér flækjumst við á milli fram og til baka, börn, foreldrar, amma og afi eftir smáhlutum, kaffi, spjalli eða á leið í boð hvert til annars. Afi Leó sat jafnan við tölvuna sína að grúska og fylgdist með því sem fram fór, rorraði um garðinn, eða út í búð, dyttaði að og málaði girðingu, alltaf einhvern veginn nálægur. Þannig hefur þessi yndislegi maður stikað þetta sambýli út, fyllt það með notalegri nærveru, hlýju og nostursemi, bú- ið okkur öryggi sem við munum búa að. Ég hefði óskað okkur öllum lengri tíma saman, en það er með djúpu þakklæti og gleði yfir öllum okkar stundum sem ég kveð nú elskulega einstaka tengdaföður minn. Hildigunnur. Afi Leó var besti afi sem maður getur hugsað sér. Við eigum ótal minningar um afa, bæði frá því þegar við heimsóttum Ísland og þegar hann heimsótti okkur í Sví- þjóð. Það var alltaf gaman að fara með afa Leó út á aparóló og niður á Ægisíðu þar sem við tíndum skeljar í fjörunni. Hann var alltaf tilbúinn til þess að leika við okkur og hann átti mörg skemmtileg spil og púsl. Fiskaspilið var í miklu uppáhaldi hjá okkur. Við eyddum löngum stundum á skrifstofunni hans afa þegar við vorum í heimsókn á Fornhaganum. Við eyddum heilu dögunum í að föndra, teikna og spila tölvuleiki í tölvunni hans. Þá var alltaf gaman þegar afi sýndi okkur gamlar ljósmyndir gegnum kíki. Afi Leó kenndi okkur líka fullt af áhugaverðum hlutum um tækni, vísindi, eðlisfræði og stærðfræði. Hann kenndi okkur að teikna hús í þrívídd og við feng- um að prufa alls konar spennandi tæki sem maður notar til að leita að málmum og til að mæla geisla- virkni og rafmagn. Við elskum þig afi Leó, Elín og María Ósk. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þetta eru tvær línur úr ljóðinu Þú komst í hlaðið eftir Davíð Stef- ánsson. Þegar ég var um það bil níu ára tók ég þátt í að setja upp leikrit um vináttu og vildi prenta út ljóð þess efnis. Afi hjálpaði mér fram á kvöld við að velja vináttu- ljóð og setja upp í skjal. Þetta lýsir afa vel, hann var alltaf til í að hjálpa mér og börnunum í fjöl- skyldunni við það sem við vorum að dunda. Hann var líka virkilega góður vinur og ljóðlínurnar tvær eiga hér vel við. Við frændsystk- inin erum svo heppin að hafa átt með honum margar góðar stundir og oftar en ekki fylgdi þeim smjör- krem, kakómalt eða rjómaís, góð- gæti sem ávallt verður tengt við hann. Eftir því sem tíminn leið og dægrastyttingarnar breyttust úr leikjum þar sem við földum hluti hvert fyrir öðru og yfir í stærð- fræðiheimavinnu var hjálpsemin og áhuginn fyrir því sem við vor- um að gera áfram fyrir hendi. Ef ég var að læra fyrir próf bað hann mig stundum að prenta út annað eintak af dæmunum fyrir sig til að leysa með mér. Það sem ég hef áttað mig á með tímanum er hversu ótrúlegur maður hann var í lifanda lífi, hversu mikið hann vissi, hversu mikið hann gaf af sér á sviði raunvísinda og hversu margir minnast hans nú með hlýj- um hug eftir að hafa orðið fyrir áhrifum frá honum á mismunandi stigum lífsins. Það hefur og mun halda áfram að vera mjög erfitt að kveðja afa Leó, afa okkar sem við hugsum til með bros á vör. Hvíldu í friði, elsku afi, og takk fyrir að vera vinur okkar. Nanna Kristjánsdóttir. Kveðja frá Raunvísindastofnun Háskólans Sumir samferðamenn marka dýpri spor en aðrir. Leó Krist- jánsson var einn þeirra, setti sterkan svip á Raunvísindastofn- un Háskólans í næstum hálfa öld með störfum sínum og nærveru. Hann var ráðinn sérfræðingur á Raunvísindastofnun árið 1968 að loknu M.Sc.-prófi á Englandi, tveimur árum eftir stofnun henn- ar. Hélt síðan til doktorsnáms í Kanada og var fastráðinn sér- fræðingur við stofnunina frá árinu 1974, fræðimaður frá 1987, vís- indamaður frá 1994 og emeritus frá 2013. Leó leysti tímabundið af sem dósent og prófessor í jarðeðl- isfræði við Raunvísindadeild lengri og skemmri tíma, en kaus ávallt að lokum starf vísinda- mannsins. Sinnti þó ávallt viða- mikilli stundakennslu í ýmsum greinum eðlis- og jarðeðlisfræði, enda eftirsóttur og vinsæll kenn- ari, kröfuharður við sjálfan sig og nemendur. Eins og flestir frum- kvöðlar Raunvísindastofnunar bar hann hag hennar og sam- starfsmanna ávallt fyrir brjósti. Leó var öndvegisvísindamað- ur, skarpur og klár, ósérhlífinn í óteljandi rannsóknarferðum sín- um í felti. Á rannsóknasviði sínu, bergsegul- og segulsviðsmæling- um á Íslandi og breytingum á jarðsegulsviði jarðar síðustu 15 milljón árin, var hann meðal virt- ustu vísindamanna í heimi og var gerður að heiðursfélaga í Americ- an Geophysical Union árið 2002 fyrir vikið, einn Íslendinga. Leó lagði einnig stund á sögu vísinda- rannsókna, einkum hina einstæðu eiginleika íslensks silfurbergs og þátt þess í að auka þekkingu á eðli ljóss og víxlverkunum þess og efnisheimsins. Hann birti einn og með öðrum fjölda vísindagreina í ritrýndum alþjóðlegum tímarit- um, hélt víða erindi á ráðstefnum, en var einnig sískrifandi alþýðleg- ar greinar um ýmis hugðarefni sín, ekki síst kennslu og útgáfu í jarðvísindum og fleiri raungrein- um á Íslandi. Á starfsferli sínum gegndi Leó fjölmörgum trúnaðar- störfum innan Háskólans og Raunvísindastofnunar auk ým- issa starfa fyrir innlent og erlent vísindasamfélag. Fyrir hönd stjórnar og starfs- manna Raunvísindastofnunar Háskólans þakka ég Leó Krist- jánssyni langa og farsæla samferð og færi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar. Ég man fyrst eftir Leó þegar ég var í þriðja bekk MA en hann var að verða stúdent í 6. bekk og naut mikillar virðingar sem yfir- burða skóladúx og gáfnaljós. Ekki minnist ég þess að við höfum nokkru sinni talast við þennan vetur en það átti eftir að breytast. Á þessum árum var rífandi gangur í atvinnulífinu á Suðureyri og margir námsmenn frá fjarlæg- um stöðum komu þangað í von um góðar tekjur. Þegar vinnan hófst í Fiskiðj- unni Freyju í Súgandafirði um sumarið var Leó óvænt mættur á móti mér við vinnuborðið og reyndist vel liðtækur við að spyrða smáfisk og hengja upp á trönur. Sjaldan hefur annað eins úrval lærdómsmanna unnið við að spyrða fisk í Súgandafirði. Ásamt Leó voru mættir Sigurð- ur Guðmundsson frá Flateyri, annálaður tungumálagarpur, Pálmi Frímannsson úr Hörgárdal síðar læknir í Stykkishólmi, Einar Kristinsson eðlisfræðingur og síð- ar háskólakennari og stundum slóst í hópinn Kristján Pétur bróð- ir Leós frá Ísafirði. Ekki má gleyma Hermanni Ólasyni sem ekki hafði gengið menntaveginn en var eldklár í öllu sem sneri að geimferðum og nútímatækni enda var hann nefndur Gagarín í okkar hópi. Oft voru uppi fræðilegar og flóknar umræður um ferðir í geimnum og þótt Hermann þekkti lítið til hreyfilögmála Newtons eða impúlssetningarinnar áttu hinir lærðu menn í mesta basli í rök- ræðum við hann. Oft voru afar at- hyglisverðar umræður í hópnum og mér eru minnisstæðar bráð- skemmtilegar rökræður Leós við Sigurð um tvinntölustafinn i. Ef ágreiningsatriði komu upp um flókin mál var Leó kvaddur til til að dæma í málinu. Leó var oft með skemmtilegar rökþrautir sem hann lagði fyrir mig en ein er langeftirminnilegust. Það er stærðfræðiþrautin x2 = abc90abc. Þessi þraut kom fram í stærðfræðikeppni Norðurlanda en engum tókst að finna lausn. Sumarið eftir fór Guðmundur Ei- ríksson frá Þingeyri sem þá var í vegavinnu að glíma við þrautina og fann glæsilega lausn. Með þátt- un og prímtölugreiningu tókst Guðmundi að leysa þrautina. Leó útskýrði lausnina eins og hann einn gat gert. Nú hefur fækkað í þessum eft- irminnilega hóp, því Sigurður og Pálmi yfirgáfu ungir þennan heim og nú bættist Leó í þann hóp. Löngu seinn þegar ég var farinn að reka Tölvu- og Stærðfræði- þjónustuna hafði ég oft samband við Leó út af ýmsum vafaatriðum. Alltaf var hann reiðubúinn að hjálpa til og svarið kom um leið og spurt var. Ég spurði hann eitt sinn um leiðarsteininn sem er nefndur í sögu Hrafns Sveinbjarnarsonar en sú skoðun var orðin almenn að hægt væri að sjá staðsetningu sól- ar í skýjuðu veðri með því að bera kristalinn fyrir auga. Þennan stein hafi sjófarendur notað til að rata um heimshöfin. Leó lét ekki blekkjast og vissi betur. Hann sendi mér stundum stór- merkilegar skýrslur sem hann hafði unnið t.d. um Helgustað- anámuna við Reyðarfjörð. Hann var fremstur allra við jarðlaga- og aldursgreiningu á vestfirsku fjöll- unum og það var alltaf jafn gaman að koma í vinnuherbergið hans í Háskóla Íslands þar sem allt úði og grúði af rannsóknarsýnishorn- um úr berginu sem hann var að rannsaka. Það var ætíð uppörvandi og skemmtilegt að hitta Leó á förn- um vegi. Hann breyttist ekkert þó árin liðu. Var alltaf smá kíminn og glaðvær og hláturinn var smit- andi. Nú er þessi merki vísindamað- ur horfinn til feðra sinna en í mín- um huga gleymist hann ekki. Ég sendi aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Ellert Ólafsson. Ég minnist Leós vegna mann- kosta. Aðrir munu segja frá vís- indaafrekum, hvernig hann lagði grunninn að bergsegulmælingum á Íslandi, raðaði upp hraunlögum landsins eftir aldri, lagði fram skerf Íslendinga til rannsókna á breytingum á segulsviði jarðar. Eftir að viðteknum starfsaldri lauk hittumst við í hópi félaga í Leó Kristjánsson Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.