Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.03.2020, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2020 og fékk til verksins styrk úr Tón- skáldasjóði RÚV. Teygir og togar þekkt stef Þegar Leifur er spurður að því hvaða tónverk hafi orðið fyrir valinu sem kveikjur að lögunum, svarar hann að það hafi til að mynda verið uphafsstef 5. sinfóníu Shostakovitsj. „Það þurfti í raun oft mjög lítið til að kveikja á sköpunarferlinu. Oft varð nánast abstrakt úrvinnsla á stuttu stefi að lagi,“ segir hann. „Ég viður- kenni að ég er engin sérfræðinguir í klassík, þótt ég þekki auðvitað tón- verk eins og þau sem ég lék í á bass- ann með Ungfóníunni í gamla daga. Ég þjóskaðist lengi við það að fara að nota streymisveitur eins og Spotify en fékk mér áskrift þegar ég byrjaði á þessu verkefni og fór að hlusta á valin klassísk verk. Fljótlega greip algrímið inní, þegar það sá hvað ég var að hlusta á, og fór að velja önnur til viðbótar fyrir mig og þau færðu mér enn fleiri hugmyndir.“ Og Leifur segir eitt lag sprottið af tilfinningunni í upphafsstefi Salut d́amour eftir Elgar; þá hafi hann hljómgreint kafla úr Tunglskinssón- ötu Beethovens og túlki hann frjáls- lega í sinni útgáfu; eitt lagið sæki í Svanavatn Tsjajkovskíjs og enn eitt í Intermezzo no. 3 eftir Brahms „en úr því teygi ég og toga til stef,“ segir hann. Mikilvægi grunntónsins Þegar Leifur er spurður að því hvernig hann semji þá segir hann það gerast oftast við píanóið eða beint á tölvu. Þó stundum líka á kontrabass- ann, sem er hans hljóðfæri og segir Leifur samband þeirra styrkjast sí- fellt – hann taki til að mynda raf- magnsbassann sífellt minna fram, þótt það komi fyrir sé hann beðinn um það. „Það er eitthvað við bassatóninn sem er svo heillandi, hann er pínu óræður og þýður í senn,“ segir Leif- ur. „Svo er þetta stórgert tréverk og ég er mikill viðarunnandi! Hef alltaf haft gaman af trésmíði og þegar ég bjó enn í foreldrahúsum þá var ég með trésmíðaverkstæði í bílskúrnum. Var með rennibekk og ýmis verk- færi, og smíðaði hljóðfæri og sitthvað annað. Ég hugsa að væri ég ekki í tónlist þá væri ég smiður, húsgagna- eða hreinlega hljóðfærasmiður.“ Í samspili er bassinn sökkullinn, bassaleikarinn gefur vanalega dýpt- ina og mótar grunninn. „Bassatónn- inn er já rótin í hljómnum. Allt sem kemur þar ofan á byggir á þeim grunni. Ef hús er byggt á slæmar undirstöður þá er voðinn vís! Ef grunntónninn er ekki réttur þá skekkir það alla hljómmyndina. Mikilvægi grunntónsins er gríðar- legt,“ segir Leifur. Allt í einu ekkert að gera Þegar hann er spurður út í upp- tökuferlið við diskinn sinn nýja segist Leifur ekki mæta í upptökur með fé- lögunum sem hann kallar til liðs við sig með útskrifaðan part fyrir öll hljóðfærin. „Ég mæti frekar með hljómsetta melódíu og einhverjar hugmyndir fyrir undirleik en það er mikið rými fyrir persónulega túlkun og hug- myndir frá meðspilurum. Ég hugsa að flestir sem búa til svona tónlist með plássi fyrir spuna, djassmúsík, treysti alltaf mikið á einleik meðspil- aranna. Það er það sem gerir listina í núinu,“ útskýrir hann. Leifur hugsar sig síðan um og bæt- ir við að hann hafi fyrir fram, þegar hann var búinn að setja lögin á blað, gert sér í hugarlund hvernig tónlistin gæti hljómað. „En hins vegar er aldr- ei hægt að stóla á það hvernig hver og einn hljóðfæraleikari er stemmd- ur eða innstilltur þegar kemur að samspilinu. Þetta er stund sannleik- ans. Og er alltaf spurning um dags- formið. Maður hefur því fyrir fram hugmyndir um hvernig þetta hljómi og samt ekki! En ég leyfi mér núna að segja að mér finnst útkoman miklu betri en ég þorði að vona,“ segir hann og brosir. Bætir reyndar við að fyrst eftir upptökurnar hafi hann alls ekki getað hlustað á afraksturinn, þurfti fyrst að láta svo- lítinn tíma líða. „En þegar ég fór að rifja þetta upp aftur varð tilfinningin nokkuð góð, og sérstaklega þegar Kjartan Kjartansson, hljóðmeist- arinn slyngi, var búinn að fara ljúfum höndum um hnappana.“ Þegar Leifur er spurður að því hvort hann hyggist halda áfram að semja lög út frá stefjum og stemn- ingu í verkum klassískra tónskálda, þá liggur hann ekki á svarinu: „Já, al- gjörlega! Ég er þegar kominn með langan lista af verkum sem eru orðin ný uppáhaldsverk.“ Tónverk sem Spotify hefur meðal annars bent hon- um á. „Það getur allt eins verið að ég finni núna á næstu vikum góðan tíma til að semja. Það er allt í einu svo rúmur tími, ekkert að gera.“ Eins og margir tónlistarmenn er Leifur lausráðinn listamaður og samkomubannið bitnar á innkom- unni. „Ég hafði aldrei verið bókaður í jafn mörg verkefni í apríl og inn í maí og núna. Og sit síðan skyndilega uppi með ekkert en verkefnunum hefur verið frestað og verða vonandi síðar. Ég vinn líka í hlutastarfi við kennslu og get þannig látið lífið ganga upp.“ Leifur kennir á þremur stöðum, samspil eldri nemenda í MÍT og FÍH en grunnskólanemendum í Tónskóla Hörpunnar. Kennslan er líka í upp- lausn, ekki er ljóst hvað er hægt að kenna í fjarkennslu. „Já, þetta eru merkilegir tímar,“ segir Leifur. Gestgjafi á hádegistónleikum Síðustu fimm ár hefur Leifur hald- ið úti í samstarfi við Borgarbóka- safnið tónleikaröðinni Jazz í hádeg- inu og er þar listrænn stjórnandi. Fyrstu árin var um að ræða mán- aðarlega hádegistónleika í Gerðu- bergi en síðustu ár einnig í bókasöfn- unum í Grófinni og Spönginni. Leifur segir tónleikaröðina hafa gengið von- um framar. „Og við eigum mjög dyggan hóp gesta sem koma á tón- leika aftur og aftur. Þetta hefur verið afskaplega gaman.“ Leifur segir ganga mjög vel að fá djassmenn með sér að spila á þessum hádegistónleikum. „Ég er alltaf gest- gjafinn og býð fólki að koma fram með mér. Mikill fjöldi af góðum ólík- um tónlistarmönum hefur spilað með mér á þessum árum og verið góður félagsskapur.“ Þegar spurt er hvernig sé með slík tónlistarleg stefnumót þar sem Leif- ur mætir gestum með bassann í fang- inu, þá segir hann báða þurfa að laga sig að hugmyndum hins. „Maður er alltaf leitandi í músíkinni og það er óhjákvæmilegt við slíkar aðstæður. Alltaf að hlusta og bregðast við, sem er gaman.“ Í kjölfar útgáfu disksins nýja gefur Leifur nóturnar að tónlistinni á disknum út í einföldu nótnahefti. STEF styður við útgáfuna og fagnar Leifur því, við það verði verkin að- gengileg öðrum. Stefnir á auka-útgáfutónleika Á dögunum hélt Leifur útgáfu- tónleika í Jazzklúbbnum Múlanum í Hörpu með þeim Snorra, Sunnu og Scott sem leika með honum á disk- inum. Eru fleiri tónleikar með þeim á döfinni? „Já, ég ætla að reyna að halda auka-útgáfutónleika í tengslum við nótnaheftið. Margir í kringum mig treystu sér ekki á útgáfutónleikana, því veiran var þá að nálgast, og ætli við spilum ekki aftur í lok maí von- andi. Það er ekki búið að finna því stund eða stað. En þangað til dunda ég mér við að koma diskinum í þær fáu plötubúðir sem eru eftir,“ segir bassaleikarinn og getur þess að þeg- ar fáist hann í verslun 12 tóna auk þess sem hægt er að hlýða á lögin á Spotifystreymisveitunni. „Þetta er stund sannleikans“  Bassaleikarinn og tónskáldið Leifur Gunnarsson hefur sent frá sér geisladisk með nýjum lögum  Samdi út frá stefjum í klassískum tónverkum  „Maður er alltaf leitandi í músíkinni,“ segir hann Morgunblaðið/Árni Sæberg Bassaleikarinn Leifur segir bassatóninn vera heillandi, „hann er pínu óræður og þýður í senn,“ segir hann. VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Það var kominn tími til að taka upp disk með instrúmental efni,“ segir djassbassaleikarinn og tónskáldið Leifur Gunnarsson um nýjan geisla- disk sinn, Tónn úr tómi. Á diskinum eru níu tónsmíðar Leifs sem hann flytur sjálfur ásamt Snorra Sigurðs- syni, sem leikur á trompet og flugel- horn, Sunnu Gunnlaugsdóttur á pí- anó og trommuleikaranum Scott McLemore. Þetta er annar hljóð- versdiskur Leifs á en á hinum fyrri, Húsið sefur sem kom út fyrir fimm árum eru lög sem hann samdi við ís- lensk ljóð meðan hann var í námi í Kaupmannahöfn. Leifur segist hafa samið fleiri sönglög síðan, þau hafi leitað á sig og meðal annars hefur hann samið við ljóð eftir Snorra Hjartarson, en útgáfa þessara instrú- mental laga var meira aðkallandi núna. Stef og hugmyndir að meirihluta laganna á Tóni úr tómi sækir Leifur til nokkurra klassískra tónverka. Hann segist lengi hafa gengið með þá hugmynd í kollinum að smíða tónlist fyrir hrynsveit og sólista byggða á efniviði úr sígildri tónlist. Fyrir nokkrum árum gerði hann fyrstu til- raunina með það og skrifaði verk sem byggir á mótívum úr og sækir inn- blástur í form og uppbyggingu tón- verksins „Myndir á sýningu“ eftir Mussorgsky. Leifur segir að þrátt fyrir áhrifin og stefjanotkun sé um „algjörlega nýja tónsmíð að ræða“. Það lag er á diskinum og jafnframt fjögur önnur lög sem hann samdi með sama hætti Nú kr. 9.990.- Kr. 18.990.- MS FIRETAIL 3 GTX Nú kr. 9.990.- Kr. 17.990.- WS LITE TRAIN K Dömu Herra MS ULTRA FLEX MID GTX Herra Nú kr. 17.493.- Kr. 24.990.- SKÓDAGAR 20-50% afsláttur af öl lum skóm Herra: Grafite/Nero Drifter GV EVO Nú kr. 19.995.- Kr. 29.990.- Herra: Donkey/Grafite Falcon GV Nú kr. 19.243.- Kr. 27.490.- Dömu: Grafite/Eng Falcon GV Nú kr. 19.243.- Kr. 27.490.- SMÁRALIND OG LAUGAVEGUR 91 icewear.isfrí heimsending Herra: Caffe/Argento Shiver GV Nú kr. 9.995.- Kr. 19.990.- Dömu: Argento/Grigio Runout GV Nú kr. 16.793.- Kr. 23.990.- Herra/Dömu: Grigio/Lime/Stone Asolo Grid GV Nú kr. 9.995.- Kr. 19.990.- Herra: Cendre/Marrone Drifter GV Nú kr. 14.995.- Kr. 29.990.- 50%50% 50%50% 50% ICQC 2020-2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.