Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020 Í ensku er til hugtak sem heitir silfurrönd(silver lining). Það kom fyrst fyrir í ljóði á17. öld og þýðir í raun að það gæti verið hægt að finna eitthvað jákvætt við atburði sem eru það alls ekki, eða með öðrum orðum: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég held að það sé aldrei mikilvægara en nú að reyna að hugsa á þennan hátt. Ef ég væri svokallaður áhrifavaldur þá myndi ég hrinda af stað mikilli herferð þar sem allir kæmu fram með einhver dæmi um það hvernig við getum séð bjartar hliðar á þessu erfiðu tímum. Og ég skal byrja. Fundir. Mér reiknast til að ég hafi sennilega eytt tveimur árum ævi minnar á fundum. Fund- um! Sennilega einhverju ofmetnasta fyrirbæri sögunnar. Vissulega þarf stundum að koma saman, ræða mál og ákveða, en þetta form samskipta er stórkostlega of- og misnotað. Ég hef alltaf átt erfitt með fundi. Erfitt með að halda athyglinni nógu lengi til að hlusta á fólk tala sem þekkir engan hljóm feg- urri en sína eigin rödd. Tala um það sem í stóru myndinni skiptir engu máli. Þarna situr maður eins og dæmdur og veit að það er ekki nokkur leið að koma sér út úr þessu. Maður bítur á jaxlinn og reynir að þrauka og hugsa um eitthvað annað. Er ekki bara hægt að setja þetta í tölvupóst? Stundum held ég að fundir séu bara haldn- ir til að fólk geti sett eitthvað í dagbókina hjá sér. Búið sér til dagskrá sem geri það að verkum að það líti út fyrir að það sé gasalega upptekið og algjörlega ómögulegt að komast af án þess. Tilgangurinn er ekki aðalatriðið, miklu frekar að geta bókað gott fundar- herbergi til að drekka vont kaffi og hlusta á fólk sem hefur í raun ekkert sérlega mikið til málanna á leggja. Ef þið haldið að langir fundir skili einhverju ættuð þið kannski að skella ykkur á tíu tíma fund í borgarstjórn. Það eru nokkrar týpur fundamanna sem mér finnst erfiðastar. Þeir sem vilja alltaf tala. Þeir byrja gjarnan ræður sínar á að taka undir það sem sá síðasti sagði og helst endur- segja það. Þar geta þeir náð sterkum mínút- um án þess að koma með neitt frá eigin brjósti. Þá líður þeim best. Svo finnst þeim gott að fara yfir þekktar staðreyndir málsins áður en þeir renna í langa samantekt. Svo eru þeir sem eru haldnir gagnablæti og vilja helst drekkja öllum fundum í allskonar skýrslum og úttektum og kalla fyrir fundi allskonar fólk. Þetta fólk er sennilega með ákvörðunarfælni og óttast ekkert meira en að fundurinn kom- ist að raunveru- legri niðurstöðu. Jafnvel á þann hátt að það verði ekki bókaðir fleiri fundir. Það væri hræðilegt. Svo eru þeir sem mæta bara á fundi af því þeim er sagt að mæta. Þeir hafa ekkert til málanna að leggja, hlusta jafnvel ekkert og eru víðsfjarri í huganum. Bíða bara eftir að þessi fundir klárist svo þeir komist á þann næsta. En nú er staðan sú að það eru engir fundir nema í tölvunni. Fundarherbergin standa auð, löngu ræðurnar virka ekkert sérlega vel í fjarfundarbúnaði og smám saman virðist það vera að renna upp fyrir fólki að kannski séu bara of margir tilgangslausir fundir. Mögulega, þegar allt verður komið í eðli- legt horf, getum við þá hætt að bregðast við öllum málum með því að bóka fundarher- bergi? Það væri varanleg silfurrönd. ’Þetta fólk er sennilega meðákvörðunarfælni og óttastekkert meira en að fundurinnkomist að raunverulegri nið- urstöðu. Jafnvel á þann hátt að það verði ekki bókaðir fleiri fundir. Það væri hræðilegt. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Silfurröndin Allt er nú opið til endurskoð-unar. Skyndilega er fjár-málakerfi heimsins opnað upp á gátt. Gallharðir frjáls- hyggjumenn skrifa í hægrisinnuð málgögn sín að nú verði allir að ger- ast sósíalistar ef bjarga eigi hag- kerfi kapítalismans. „Bara í bili,“ flýta þeir sér að bæta við, „annars gætum við setið uppi með sósíal- ismann.“ Ekki þykir þeim það góð tilhugsun. Í hið hægrisinnaða breska stór- blað, Telegraph, skrifar stækur hægri maður, að hið gamla húsráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um nið- urskurð inn að beini í kreppu, dugi ekki, enda hafi slíkar ráðleggingar reynst „galdralækningar“ sem lask- að hafi samfélögin en ekki lagað neitt! Öryrki grípur allt þetta á lofti og spyr á samfélags- miðlum, undir mynd af manni frá Nasaret, hvort nú, þegar í ljós komi að engar fjárveitingar úr ríkissjóðum séu taldar of háar, og mælast þær þó í hundruðum og þús- undum milljarða, reiknað í hvaða gjaldmiðli sem er megi þá ekki bæta kjör öryrkja og lág- tekjuhópa svo um muni; hann kveðst ekki skilja hvað gerst hafi því fyrir aðeins fáeinum vikum hafi verið talið útilokað, og stefna efnahag samfélaganna í bráða hættu, að veita þessum hóp- um brota-brota-brotabrot af því sem nú rynni út úr fjárhirslunum á ábyrgð ríkissjóðanna. Við þessu á enginn svar, enda það sem svart var í gær, nú orðið hvítt. Og það á líka við um ímynd forn- eskjunnar, sjálfan Guðna Ágústs- son, þann mann sem öðrum fremur hefur barið bumbur í fjölmiðlum landsins um mikilvægi matvæla- öryggis og að lífsnauðsynlegt sé að tryggja íslenskum landbúnaði líf- vænleg skilyrði; talað þar fyrir dauf- um eyrum í Stjórnarráði Íslands og setið undir háðsglósum álitsgjafa sem svo kalla sig, hann er nú á góðri leið með að verða maður framtíð- arinnar! Ekki er enn komið að því að Al- þingi endurkalli heilmildir til að flytja inn hrámeti sem okkar bestu sérfræðingar hafa varað við að ógni velferð dýra og lýðheilsu í landinu. En að því mun koma. Því eftir þær hamfarir í heilabúi mannkynsins sem við verðum nú vitni að, gengur ekki lengur að segja okkur að vegna ákvæða einhvers staðar í regluverki einstakra ríkja eða ríkjasamstæða verði engu hnikað um alla framtíð. Við erum í þann veginn að setja slíka nauðhyggju á ís. Sama mun gilda um sjávarútveg- inn. Þar mun vanahugsun ekki leng- ur verða liðin. Krafist verður rót- tækrar endurskoðunar á kerfinu öllu, hver áhrif það hefur á þróun samfélags og byggðar og einnig á lífríki sjávar. Eða er líklegt að tals- menn stórútgerðanna, sem eru í þann veginn að hreinsa upp allar þær smærri og þar með leggja heilu sjávarbyggðirnar í auðn í atvinnu- legu tillliti, treysti sér til að horfast í augu við íslenskan almenning og segja, aðeins mitt kerfi er í boði? Augljóst er að allt þetta mun koma til endurmats, einfaldlega vegna þess að það liggur í loftinu. Kröfurnar eru þegar farnar að rísa. Svo er spurningin, hvað gerist þegar komið er út fyrir nær- umhverfi okkar. Þar er ég ekki eins bjartsýnn. Þegar veira herjar á okk- ur þá skiljum við það. Þegar veirur herja á fjarlægar þjóðir þá skiljum við það síður. Og allra síst skiljum við þegar herjað er á fjarlægar þjóð- ir til að hafa af þeim auðlindir þeirra og það í okkar nafni, þá viljum við sem minnst af því vita og alls ekki til að taka á því ábyrgð. Alla vega reyna fáir að setja slík- ar hremmingar í sitt rétta sam- hengi. Sagðar eru fréttir af þreng- ingum almennings vegna skorts á lyfjum og nauðsynjum en látið undir höfuð leggjast að greina frá því að þetta sé til komið að verulegu leyti vegna viðkipta- þvingana af hálfu ríkja sem vilja svipta fólkið auð- lindum sínum. Þetta er sjaldnast rætt eða hvenær voru Íslendingar spurðir hvort þeir væru samþykkir því að beita al- menning í Írak, Sýrlandi eða Vene- súela við- skiptaþvingunum, svo herfilegum að leitt hafa til hræðilegra hörmunga og mannfellis? Það er góður samhljómur með Bandaríkjunum, flaggskipi heims- valdastefnu 21. aldarinnar, NATÓ og Evrópusambandinu, um hvaða ríki skuli skilgreind sem hryðju- verkaríki, hvaða samtök skuli skoð- ast hryðjuverkasamtök og ein- staklingar að sama skapi. Virk andstaða við heimsvaldastefnu þeirra er nánast skilgreiningin á hryðjuverki. Á vef utanríkisráðuneytisns segir að það geti verið „íþyngjandi“ að vera látinn heyra undir slíka skil- greiningu en hægt sé að sækja um að vera tekinn af listanum með því að leggja inn umsókn sem stíluð væri: Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir Utanríkisráðuneytið Rauðarárstíg 25 105 Reykjavík Ísland … eða til Evrópusambandsins: Council of the European Union General Secretariat DG C 1C Rue de la Loi/Wetstraat 175 1048 Bruxelles/Brussel Póstfang er hvorki gefið upp hjá Trump né NATÓ og vita þó allir að þar eru ákvarðanirnar teknar. Gæti verið að okkar þrengingar nú muni opna augu almennings fyrir því að ekki aðeins veirur geti valdið eyðileggingu og þjáningum; að líka séu til hamfarir af mannavöldum og að stundum séum við einmitt menn- irnir sem þar eigi hlut að máli? Tími endurmats ’ Sama mun gildaum sjávarútveg-inn. Þar mun vana-hugsun ekki lengur verða liðin. Krafist verður róttækrar end- urskoðunar á kerfinu öllu, hver áhrif það hefur á þróun sam- félags og byggðar og einnig á lífríki sjávar. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@- ogmundur.is Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is ALLT FYRIR PÁSKANA Netverslunin opin allan sólarhringinn - alltikoku.is Matur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.