Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Síða 17
Um heimsfaraldurinn sagði Biden: „We have to take care of the cure that will make the problem worse no matter what.“ (Ekki skal reynt að þýða þetta). Ekki heil brú, varla hálf heldur Segja má þó að ofangreind setning hljómi fyrst í stað eins og vit sé í henni. En í framhaldinu komu fleiri al- gjörlega meiningarlausar setningar. Biden var spurð- ur hvernig hann mundi hafa brugðist við kórónuveir- unni, væri hann forseti. Hann byrjaði á að segja „að væri hann núna orðinn forseti í nóvember næst kom- andi...“ þá myndi hann fylgja áætlun sem hann hefði birt 17. janúar sl. (Virðist þá vera að vísa í plagg sem birt var í hans nafni 27. janúar sl.) Í öðru samhengi var Biden spurður um málefni há- skólastúdenta. Hann sagði þá að strax eftir að hann lét af starfi sem öldungadeildarþingmaður hefði hann haf- ið kennslustörf við háskóla í Pennsylvaníu og því átt ríkuleg samskipti við háskólastúdenta. Vandinn við þetta svar var fleiri en einn. Biden hætti sem öldungadeildarþingmaður þegar hann var kosinn varaforseti Obama, og vakti það óneitanlega undrun að hann skyldi hafa gleymt því! En hin mikla kennsla hans virðist hafa orðið til í kolli hans vegna heiðurstit- ils af einhverju tagi sem honum hafði verið veitt við há- skóla í Pennsylvaníu, sem engin starfsskylda fylgdi. Er verið að brýna busana Bidens? Í viðtali við sjónvarpsstöð í vikunni var háttsettur ráð- gjafi í flokki demókrata spurður um þessar neyðarlegu uppákomur. Hann viðurkenndi að þetta væri allt frem- ur óheppilegt, en flokkurinn hefði treyst á að Biden myndi geta komist í gegnum þennan tíma fram í nóvember! Í rauninni hefði Joe Biden ekki getað svarað þessu betur þar sem verið er að biðja kjósendur um að kjósa manninn til að gegna starfi forseta Bandaríkjanna frá 20. janúar 2021 til 20. janúar 2025! Það eru fræg dæmi til af margvíslegum slysum Bidens á varaforsetaferlinum. En þau eru annars eðlis og geta og hafa hent fjölmarga forseta og varaforseta. Álagið á þessa menn er mikið og þeir reyna stundum að bjarga sér með því að látast vera með á nótunum. Óvenjumargar slíkar sögur eru til um Biden. Biden var á mjög fjölmennri samkomu þegar honum var færður miði í ræðustólinn um að Chuck Graham öldungadeildarmaður væri á samkomunni. Biden brást strax við: „Mér er sagt að Chuck Graham öldunga- deildarmaður sé hér á meðal okkar. Stattu upp Chuck, svo að við getum öll hyllt þig að verðleikum.“ Allir stóðu upp nema Chuck Graham sem var bundinn í hjólastól. Nú er mjög rætt um hvernig demókratar geti komið sér út úr þeirri klemmu sem þeir festust í þegar þeir gerðu Biden að „comeback kid“. Hér á Íslandi vitum við hvert og eitt hvað Trump er voðalegur, hættulegur og heimskur. Svo er „RÚV“ fyrir að þakka og óbilandi ásetningi þar á bæ. En fæstir vita um vandræðagang- inn vestra út af Joe Biden. Ekki þeir sem fylgjast ein- göngu með „RÚV“. Einum ekki alls varnað En jafnvel þeir sem fylgja sömu línu og lagsbræður á launaskránni geta sýnt að þeim sé brugðið. Egill Helgason fetar varlega slóð sem sýnir að hann hefur fengið eitthvert veður af vandanum vestra, en sveipar það í þokuslæðu sem fer ekki vel þeim mönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. Egill segir í sínum pistli: „Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að þróast í mjög sérkennilega átt.“ Næst kemur setning sem passar illa við þessa merki- legu yfirlýsingu. „Það er varla hægt að segja annað en að Donald Trump sé að höndla kórónuveirufaraldurinn skelfilega illa. Bandaríkin eru vanbúin til að takast á við veikina, Trump kennir öllum um nema sjálfum sér, skilaboðin frá honum eru misvísandi dag frá degi – á að opna eða loka? – hann var lengi að tala niður alvöru málsins en þessa dagana er hann gjarn á að fimbul- famba um lækningar sem hafa lítt verið kannaðar.“ En svo kemur: „Samt er traust á Trump að aukast í skoðanakönn- unum.“ Egill segir reyndar að sér sé þetta ráðgáta. Svo segir hann: „Andstæðingur hans í kosningunum virðist ætla að verða Joe Biden, fyrrverandi varafor- seti. Hann er nokkurn veginn búinn að sigra í hinu langa og stranga útnefningarferli hjá Demókrötum. En nú ber svo við að Biden hefur ekki mikla vigt á svona alvörutímum. Fjölmiðlar töluðu um að hann hefði horfið, þegar hann birtist svo aftur í viðtölum mismælti hann sig og hóstaði. Hann var einfaldlega ekki sérlega leiðtogalegur. Biden er orðinn gamall maður – og það er að verða æ ljósara hversu hæpið er að hann sé í standi til að sigra í kosningunum eða gegna embætti forseta í fjögur ár.“ Vantar heilindi Joe Biden hefur ekki gert neitt sem veikir hann nema að mismæla sig og hósta í einu viðtali! Samt á að skipta honum út, þótt hann sé í raun búinn að vinna slag um að verða forsetaframbjóðandi. Af hverju getur Egill ekki rætt vandann af einurð? Maður sem hóstar og mismælir sig er búinn að vera. Hver skilur það? Sérstaklega þegar þetta hér kemur í kjölfarið: „Þetta eru óvenjulegir tímar – jú, ég ætla að leyfa mér að segja fordæmalausir – maður veltir fyrir sér hvort það muni renna upp fyrir Demókrötum að þeir hafi gert stór mistök með því að velja Biden? Og þá, að hugsanlega verði gripið til þess ráðs að velja annan frambjóðanda. Svona tímar þurfa alvöru leiðtoga, menn með bein í nefinu, ekki stjórnmálamenn sem ná kjöri í góðæri og hvers helsti kostur er að þeir geti ekki valdið svo miklum skaða.“ Egill hefur að mestu hitt naglann á höfuðið. En þeir sem bara lesa hans texta og fylgjast ekki með öðrum erlendum fréttum en þeim sem berast frá furðufréttastofunni sem hann deilir launaskrá með geta ekki skilið hvernig í ósköpunum hann gat komist að þessari niðurstöðu. Kannski dreymt hana? Kannski. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Það eru fræg dæmi til af margvíslegumslysum Bidens á varaforsetaferlinum. Enþau eru annars eðlis og geta og hafa hent fjöl-marga forseta og varaforseta. Álagið á þessa menn er mikið og þeir reyna stundum að bjarga sér með því að látast vera með á nót- unum. Óvenjumargar slíkar sögur eru til um Biden. 29.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.