Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 15
29.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Þetta eru skrítnir tímar,“ er það fyrstasem læknirinn Kristín Sólveig Krist-jánsdóttir segir þegar hringt er í hana til Danmerkur. Kristín er í sérnámi í bráða- lækningum í Aabenraa sem er sextíu þúsund manna bær á Suður-Jótlandi nálægt þýsku landamærunum. „Ég vinn hér á bráðamóttökunni, eða rétt- ara sagt ég vann þar þar til fyrir viku að ég var tekin út úr öllu og sett í teymi sem er að búa til kórónudeild. Nú erum við að búa til CO- VID-19-deild frá grunni. Sá sem stjórnar er prófessor í bráðalækningum og einnig smit- sjúkdómalæknir og hefur reynslu frá Afríku þar sem hann starfaði í ebólu-faröldrum. Hann er svakalega klár og fékk hann að velja þá lækna og hjúkrunarfræðinga sem hann vildi fá í sitt teymi. Við erum fjór- tán læknar sem hafa setið stíft frá því síðasta mánudag og skipulagt nýju deildina sem verður opnuð á mánudag. Það þarf að huga að því hvernig á að vinna þetta. Í raun þarf að skipuleggja allt frá a til ö,“ segir hún. „Það vildi svo heppilega til að nýbúið var að vígja nýtt hús undir bæklunardeild. Þau fengu að vera þar í tvær vikur en var svo hent út fyr- ir okkur. Þarna verður pláss fyrir 48 CO- VID-19 sjúklinga, alla á einkastofum. Þarna verður ein göngudeild og ein legudeild, en öll deildin verður einangrunardeild,“ segir hún og nefnir að upptökusvæðið sé álíka stórt og Ís- land. Það er engin uppskrift Kristín segir að vinnulag sé svipað og hér á landi að því leyti að öllum aðgerðum sem geta beðið hefur verið aflýst. Einnig verður reynt að afgreiða sem mest í gegnum síma. „Við vilj- um ekki að fólk með alls konar sjúkdóma komi beint inn á sjúkrahúsið. Í þriðja lagi er það að gerast að fólk er ekki að koma á bráðadeildina eða heilsugæsluna með smotterí, því þar gæti einhver leynst með CO- VID,“ segir hún. „Við erum að vinna alveg sturlaða vinnu við það að búa til nýja þessa deild og við höfum engin fordæmi. Það er engin uppskrift. Það fer mikill tími í það hjá hópnum að lesa allt um nýjustu rannsóknir um ýmislegt, eins og hvaða meðferðir virka og hvaða ekki. Þetta er allt að gerast í beinni útsendingu,“ segir hún. „Ítalir eru búnir að reyna að safna gögnum og Kínverjar líka. Það hjálpar okkur og við sitjum sveitt að lesa. Allir hér fara heim eftir langan vinnudag og lesa fullt af nýjum grein- um. Ég viðurkenni að þetta eru langir dagar en ég er gömul hjálparsveitarkerling og get haldið mér gangandi,“ segir hún. „Við erum helst að horfa á hvaða undirliggj- andi sjúkdómar hafa áhrif á veikindin, hvaða meðferð virðist skila árangri, hversu margir fá annars stigs bakteríusýkingu ofan í veirusýk- inguna og hvernig á að meðhöndla hana,“ segir hún. Kristín segir að nóg sé til af öndunarvélum í landinu ef spár ganga eftir um fjölda smitaðra. „En ef fleiri verða veikir og lengur gætum við lent í því að það vanti öndunarvélar.“ Skammir frá drottningu Í Danmörku ríkir nú samkomubann þar sem ekki fleiri en tíu mega koma saman. „Fólk er beðið um að halda sig heima og takmarka um- gang eftir bestu getu. Fyrst var það Metta Frederiksen forsætisráðherra sem bað fólk um það en fólk hagaði sér ekki alveg nógu vel. Svo kom drottningin fram í sjónvarpi og skammaði alla, það var æðislegt! Hún sagði fólki að gyrða sig í brók,“ segir hún og hlær. „Það þótti merkilegt hér að Margrét Þór- hildur mætti í sjónvarpið en það gerir hún aldrei nema á gamlárskvöld. En fólk tekur þetta núna alvarlega,“ segir hún. Kristín segist ekki vera hrædd um að smit- ast í vinnunni. „Það hefur sýnt sig að það eru þrisvar sinnum meiri líkur á að smitast heima en í vinnunni. Hér er maður pakkaður inn í sinn geimbúning og alltaf að passa sig,“ segir hún. Kristín á von á að komandi vikur verði erf- iðar. „Það er allt gert til að bakka okkur upp. Ég er til í þetta og vinn með frábærum hópi. Þetta er verkefni þar sem allir eru að leggja sig fram og auðvitað vil ég gera mitt besta.“ KRISTÍN S. KRISTJÁNSDÓTTIR, LÆKNIR Á SUÐUR-JÓTLANDI „Við erum að vinna alveg sturlaða vinnu við það að búa til nýja þessa deild,“ segir Kristín. ’Allir hér fara heim eftir lang-an vinnudag og lesa fullt afnýjum greinum. Ég viðurkenniað þetta eru langir dagar en ég er gömul hjálparsveitarkerling og get haldið mér gangandi. Þetta er allt að gerast í beinni útsendingu Karl Kristinsson er á heimleið að loknumvinnudegi þegar Sunnudagsblaðið nærtali af honum síðdegis. „Skólarnir eru lokaðir og konan mín er heima með syni okkar, sex og þriggja ára, og mér finnst ég þurfa að leggja eitthvað af mörkum á heimilinu líka á þessum undarlegu tímum,“ segir hann. Karl er svæfinga- og gjörgæslulæknir við Ríkisspítalann í Ósló og mikið hefur mætt á honum að undanförnu, eins og öðrum heilbrigð- isstarfsmönnum vítt og breitt um heiminn. Síst mun þó draga úr álagi á næstunni. „Það er búin að vera hálfgerð biðstaða á spítalanum und- anfarnar eina til tvær vikur og manni finnst það vera lognið á undan storminum,“ segir Karl. Á föstudaginn voru 3.443 smitaðir af kór- ónuveirunni í Noregi og þar af 76 á gjörgæslu. Ríkisspítalinn er sérhæfður spítali; þar er engin bráðamóttaka og sjúklingar koma fyrir vikið ekki inn af götunni, heldur eru fluttir þangað í sérhæfða meðferð frá öðrum spítölum í landinu. Má þar nefna stærri skurð- aðgerðir og líffæraígræðslu. Eins og svo margir spít- alar hefur Ríkisspítalinn lát- ið tímabundið af öllum val- kvæðum aðgerðum, aðeins bráðaaðgerðir verða fram- kvæmdar á næstunni. Það er gert til að skapa aukið rými fyrir sjúklinga sem smitaðir eru af kórónuveirunni og þurfa á innlögn að halda. Fyrstu kórónuveirusjúklingarnir lögðust inn á spítalann um síðustu helgi og þegar samtalið fór fram voru þeir fjórir talsins. Karl gengur út frá því að þeim muni fjölga hratt. „Gjörgæslu- pláss hérna eru alla jafna á bilinu þrjátíu til fjörutíu en við höfum bætt talsverðu við og reiknum með að taka við öðrum eins fjölda til viðbótar, að minnsta kosti.“ Að sögn Karls eru aðrir spítalar í Ósló búnir að gera sambærilegar ráðstafanir. „Það er meira og minna búið að umbylta öllum spítölum hér í landi,“ segir hann. Ekki er þó nóg að skapa rými, einnig þarf að manna gjörgæsludeildirnar og í þau störf geng- ur ekki hver sem er. „Starfið á gjörgæslu snýst um öndunarvélar og annað slíkt og fólk þarf að búa að ákveðinni sérþekkingu, gjörgæsluhjúkr- unarfræðingar eru lykilstarfsfólk í þessari með- ferð. Ég vona að áætlanir manna í þessum efn- um séu raunhæfar.“ Þegar er búið að breyta einni gjörgæsludeild á Ríkisspítalanum í afmarkaða smitgjörgæslu fyrir kórónuveirusjúklinga. Legurými þar eru tólf og þegar þau fyllast tekur önnur deild við með átta legurýmum og síðan sú þriðja með tuttugu legurýmum. Þess utan er unnið hörðum höndum að því að breyta skurðstofum í legu- rými. Inni á deildunum þar sem kórónuveiru- sjúklingarnir liggja eru að vonum allir starfs- menn í sérstökum hlífðarbúnaði og með maska fyrir vitum og gleraugu. Eins og við þekkjum hér heima eru Norð- menn að reyna að hægja á útbreiðslu veirunnar til að heilbrigðiskerfið hafi undan. Þeir eru einnig að vinna með bestu og verstu sviðsmynd og segir Karl allan und- irbúning miðast við síð- arnefndu aðstæðurnar. Eins og hér spá Norðmenn því að álag á spítala landsins verði mest fyrri hluta apríl en þá muni faraldurinn ná hámarki á Norðurlöndunum. „Um leið og menn eru raunsæir er mikilvægt að fara ekki á taugum. Mæta þarf þessum faraldri af fullum þunga og yfirvegun,“ segir Karl. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að taka veiruna alvarlega. „Það er nóg að horfa til Ítalíu og Spánar, þar blasir alvaran aldeilis við. Hér í Noregi höfum við grætt á því að fylgjast með því hvernig faraldurinn hefur leikið önnur lönd, ekki síst Kína og Ítalíu, og höfum haft góð- an tíma til að undirbúa okkur.“ Að sögn Karls getur verið flókið að með- höndla alvarlega veikt fólk í smitvarnabúningi, til dæmis fólk með bráðaandnauðarheilkenni, eins og algengt er hjá veikustu sjúklingunum í faraldrinum. Þá er smithætta gríðarlega mikil þegar sjúklingur er lagður á öndunarvél. „Við höfum æft þá aðgerð mjög vel og reynt að læra af mistökum sem gerð voru til að byrja með í Kína og á Ítalíu. Brögð voru líka að því að fólk smitaðist þegar það var að fara í og úr bún- ingnum enda er það mjög flókið í framkvæmd. Í þessum efnum höfum við grætt gríðarlega mik- ið á reynslu annarra,“ segir Karl en norskt heil- brigðisstarfsfólk hefur fundað beint með ítölsk- um kollegum sínum gegnum netið, auk þess að fylgjast með framvindunni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Höfum ekkert viðmið Spurður hvernig honum líði í þessum miklu at- burðum miðjum svarar Karl: „Ég er áhyggju- fullur. Ekkert okkar hefur orðið vitni að neinu í líkingu við þessa farsótt, þar með taldir eldri kollegar mínir. Segja má að svínaflensan hafi komist næst þessu, hún var eins konar smækk- uð útgáfa af kórónuveirunni. Fyrir vikið höfum við ekkert viðmið sem eykur auðvitað á óviss- una. Þess heldur er mikilvægt að við stöndum öll saman.“ Veiran virðist leggjast milt á börn og fyrir það er Karl þakklátur. „Andrúmsloftið í heim- inum væri allt annað ef börn væru að veikjast alvarlega líka. Að því sögðu þá er brýnt að muna að veiran leggst ekki bara á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Við höfum séð fólk milli fertugs og fimmtugs veikjast al- varlega og allt niður í tvítugt.“ Hann hvetur smitaða til að leita sem fyrst til læknis, vakni grunur um alvarleg einkenni. Mjög erfitt sé að sækja fárveikt fólk með önd- unarbilun og nálægt því að fara í hjartastopp heim til þess. Sem betur fer jafna langflestir sig alveg af veirunni. Ekki eru þó allir sem lifa hana svo heppnir. „Fólk er mjög upptekið af dánartíðn- inni, sem eðlilegt er, en minna hefur verið talað um annað; það er að helmingur þeirra sem fá ARDS eða brátt andnauðarheilkenni fá fylgi- kvilla eftir veikindin og koma til með að búa við skert lífsgæði. Það er sláandi.“ Spurður hvenær hann haldi að lífið verði aft- ur komið í eðlilegt horf svarar Karl: „Það er engin leið að segja til um það. Hér er búið að loka öllu fram í miðjan apríl en mér segir svo hugur að sá tími verði mun lengri. Faraldurinn virðist vera í rénun í Kína sem er góð vísbend- ing fyrir okkur. En ef ég á að vera alveg hrein- skilinn á ég samt ekki von á því að lífið geti farið að ganga sinn vanagang hér á Norðurlöndunum fyrr en í haust. Við þurfum sumarið til að ráða niðurlögum þessa vágests.“ KARL KRISTINSSON, LÆKNIR Í ÓSLÓ „Það er nóg að horfa til Ítalíu og Spánar, þar blasir alvaran aldeilis við. Hér í Nor- egi höfum við grætt á því að fylgjast með því hvernig faraldurinn hefur leikið önnur lönd,“ segir Karl Kristinsson. ’Um helmingur þeirrasjúklinga sem lenda íöndunarvél hlýtur var-anlegan skaða eftir veik- indin og kemur til með að búa við skert lífsgæði. Höfum lært mikið af reynslu annarra

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.