Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 12
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff, nældi sér í veiruna í gönguskíðaferð. Hún er því í einangrun og dætur hennar í sóttkví. „Að vera svona innilokaður er erfitt og það reynir á sambúðina við fjölskylduna, en hún gengur samt oftast vel,“ seg- ir hún. „Ég er enn með þurran hósta og hef misst allt bragð- og lyktarskyn. Ég er samt heppin að hafa sloppið við að fá hita og önnur einkenni,“ segir hún og segir erfiðast að mega ekki fara út. „Ég er að hugsa um að fara út í garð og anda að mér fersku lofti og sveifla aðeins höndunum. Ég hugleiði á hverjum degi sem er mjög gott. Auðvitað er maður svolítið hnugginn en miðað við marga aðra hef ég það gott. Ég fæ aðstoð úr ýmsum áttum og finn fyrir miklum stuðningi og reyni að halda í húmorinn og gleðina; það er það mikilvægasta,“ segir hún og kíkir út um gluggann ásamt Önnu dóttur sinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður er ein af þeim sem lenti í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Vin- kona þeirra kom í heimsókn sem greindist stuttu síðar. „Við losnum á föstudaginn eftir viku. Mamma mín sem er níræð er heima hjá sér en hún er eldhress sem betur fer. Engin ein- kenni hjá neinum; sjö, níu, þrettán,“ segir hún. „Meginatriði í sóttkvínni er að koma sér upp rútínu. Við hjónin erum mikið á fundum og erum að kynnast alveg nýju fundafyrirkomulagi. Þetta er áskorun fyrir okkur en geng- ur ágætlega. Þetta er gott tækifæri til að læra á tæknina. Eins erum við að hjálpa dóttur okkur með heimavinnu en hún er fötluð og þarf á rútínu að halda. Svo erum við að reyna að hreyfa okkur og fara út að ganga,“ segir Þorgerður og segist vel geta sinnt starfi sínu að heiman og er hún í góðu sambandi við aðra alþingis- menn. „En ég viðurkenni að maður dettur í annan rytma, sem er ágætt. Maður leitar meira inn á við, þetta er jú fúlasta alvara.“ Árelía Eydís Guðmundsdóttir, háskólakennari og rithöf- undur, þurfti að fara í sóttkví vegna þess að hún var að koma að utan. „Við vorum með hóp af nemendum í Barcelona og sama dag var fyrirskipað að þeir sem kæmu frá Spáni ættu að fara í sóttkví. Ég er að losna núna um helgina og verð eins og kýrnar sem komast út á vorin. Krakkarnir mínir fóru til pabba síns þannig að ég er ein heima með kettinum. En það munar auðvitað öllu að geta farið út að ganga á hverjum degi,“ segir hún. „Ég er búin að fá þvílíkar matarsendingar, eldaðan mat, kökur og snúða. Fólk hringir mikið til að athuga með mig þannig að ég finn fyrir sterkum kærleik. Svo leggst maður í sjálfsskoðun og nú er ég búin að hleypa öllu út þannig að það er allt orðið tómt,“ segir Árelía og hlær dátt. „Ég er búin að lofta út öllum mínum innri skrattakollum.“ Hún segist halda rútínu, vakna snemma og sinna verkefnum í tölvunni. „Ég er með skáldsögu í smíðum en mér finnst erfitt að einbeita mér. En mikið hlakka ég til að knúsa krakkana og hitta vinkonur.“ ’ Einangrunin gengurfáránlega vel, enn þá.Strax á þriðja degifannst manni skrítið að sjá myndir af fólki sem var einhvers staðar sam- an; að það væri ekki að taka þessu nógu alvar- lega. Maður verður mjög sjálfhverfur. Sara Dögg. KÓRÓNUVEIRAN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.