Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 29
og úr því við erum byrjuð að baða okkur hvers vegna ekki að fara þá bara beint í sápu allra sápa, Löður? Fyrir liggur að spé stenst misjafn- lega vel tímans tönn en trú mín er eigi að síður sú að Campbell og Tate-fjölskyldurnar hafi alla burði til að kæta okkur á ný enda þótt meira en fjörutíu ár séu síðan Löður hóf göngu sína. Var í loftinu frá 1977 til 1981 í Bandaríkjunum en eitt- hvað seinna hér í fásinninu. Það var allt í málinu, eins og ágætur kollegi minn myndi orða það. Systraþel, launráð, leyndarmál, glæpir, fyrsti opinberlega samkyn- hneigði maðurinn í sjónvarpi, búk- talari og brúða hans, elliær majór, maður sem trúði því að hann væri geimvera og virðulegur bryti sem vissi hvað hann söng. Þið munið eft- ir þessu gengi. Harðsnúinn dúett Fátt er betur til þess fallið að forða manni frá líðandi stund en æsileg spenna. Góðir glæpaþættir eru þess vegna ómissandi í þessu árferði. Og, jú, jú, ég er strax búinn að taka saman atkvæði ykkar; þetta var eins rússnesk kosning og orðið getur. Við erum auðvitað að tala um hinn eina sanna Derrick. Hverjum gæti þessi þjóð mögulega treyst betur til að ráða fyrir sig gáturnar en þeim mikla meistara og hjartaknús- aranum Harry litla Klein. Hug- myndaríkari og harðsnúnari dúett er vandfundinn á byggðu bóli. „Harry, hol schon mal den Wagen!“ Réttið upp hönd ef þið eruð ekki komin með gæsahúð? Allir gengu þessir þættir árum saman á áttunda og níunda áratugn- um og fram á þann tíunda. Derrick var framleiddur í 24 ár. Vissuð þið það? Áttundi áratugurinn var líka gullöld vanmetins og vannýtts forms í sjónvarpsþáttagerð, smáseríunnar. Við erum að tala um kannski tíu til tólf þætti sem oftar en ekki röktu sögu ákveðinnar fjölskyldu, eins og Rætur og Gæfa eða gjörvileiki. Frjáls þrátt fyrir hlekki Þegar maður hugsar út í það þá er enginn betur til þess fallinn að þjappa heimsbyggðinni saman á þessum síðustu og verstu tímum en aðalsöguhetjan í Rótum og ein merkasta persóna sjónvarpssög- unnar, Kunta Kinte. Alla tíð stóð hann keikur andspænis ótrúlegu mótlæti og var uns yfir lauk frjáls í sinni enda þótt hann yrði að laga sig að hlekkjunum. Höfum við í annan tíma haft meiri þörf fyrir leiðsögn í slíkri þrautseigju? Kunta Kinte er persóna sem mótaði afstöðu heillar kynslóðar til hugtaka á borð við kynþáttafordóma, æðruleysi og frelsi. Rætur er mikil örlagasaga en af- komendur Kunta Kinte áttu heldur ekki sjö dagana sæla, alltént ekki framan af. Þannig þurfti dóttir hans, Kizzy, að leggjast með „eig- anda“ sínum og ól honum son, öð- linginn Kjúklinga-George sem fékk létta lund í vöggugjöf og var hvers manns hugljúfi. Um síðir sá fjöl- skyldan þó til sólar og endurheimti frelsið sem níðingar höfðu hrifsað með valdi af ættföðurnum. Gæfa eða gjörvileiki (Rich Man, Poor Man) voru þættir af allt öðru tagi en einnig eftirminnilega við skap íslensku þjóðarinnar. Var þar hermt af Jordache-bræðrunum Rudy og Tom. (Það er að verða rán- dýrt „name-droppið“ hérna á opn- unni.) Fylgst var með bræðrunum, sem voru eins og dagur og nótt, þroskast frá því í stríðslok og fram á sjöunda áratuginn í Bandaríkjunum. Sá ríki, Rudy, var vel menntaður og naut velgengni í ástum og starfi meðan sá fátæki, Tom, var ut- angarðsmaður sem átti undir högg að sækja í lífinu. Til uppgjörs hlaut að koma. Gæfa eða gjörvileiki bjó einnig að einu mesta illmenni sjónvarpssög- unnar, óberminu Anthony Falco- netti, sem leit á það sem sitt hlut- skipti í lífinu að koma þeim Jordache-bræðrum á kné. Klækjatól sem lét Joð Err Ewing líta út eins og kórdreng. Verst að Derrick var bundinn í öðrum verkefnum; ella hefði hann ugglaust getað handtekið ófreskjuna. Nú eða Burt Campbell látið geimverur eyða henni. Lendi sjónvarpsstöðvarnar í vandræðum með að finna smáserí- urnar sem hér um ræðir þá á ég þær á DVD-formi og er fús að lána þær án endurgjalds. Ég er í skránni. Ewing-fjölskyldan í sínu fínasta pússi á Southfork-búgarðinum. CBS 29.3. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ÚTHALD Gömlu rokkhundarnir í Deep Purple eru ekki af baki dottn- ir, en þeir gera ráð fyrir að senda frá sér sína 21. hljóðversskífu í júní, Whoosh! Sveitin var stofnuð 1968 og lykilmenn nú á áttræðisaldri. Þrír úr gullaldarliði Purple eru enn um borð, söngvarinn Ian Gillan, bassaleikarinn Roger Glover og trymbillinn Ian Paice en auk þeirra eiga gítarleikarinn Steve Morse og hljómborðsleikarinn Don Airey að- ild að bandinu. Jon Lord lést 2012 og Ritchie Blackmore hætti 1993. Ný plata frá Deep Purple Ian Gillan í Laugardalshöllinni 2004. Morgunblaðið/Sverrir BÓKSALA 18.-24. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Glæpur við fæðingu Trevor Noah 2 Bláleiftur Ann Cleeves 3 Brúin yfir Tangagötuna Eiríkur Örn Norðdahl 4 Hvítt haf Roy Jacobsen 5 Andlitslausa konan Jónína Leósdóttir 6 Ennþá ég Jojo Moyes 7 Íslenska litabókin Gunnarsbörn 8 Blekkingaleikur Kristina Ohlsson 9 Geitungurinn 1 Árni Árnason / Halldór Baldursson 10 Kötturinn sem átti milljón líf Yoko Sano 1 Ljóð 2007-2018 Valdimar Tómasson 2 Faðmlög Sigurbjörn Þorkelsson 3 Steinn Steinarr Ljóðasafn Steinn Steinarr 4 Edda ljóðabók Harpa Rún Kristjánsdóttir 5 Leðurjakkaveður Fríða Ísberg 6 Hafið starfar í þögn minni Pablo Neruda 7 Passíusálmar Hallgrímur Pétursson 8 Til þeirra sem málið varðar Einar Már Guðmundsson 9 Bestu limrurnar Ragnar Ingi Aðalsteinsson 10 Innræti Arndís Þórarinsdóttir Allar bækur Ljóðabækur George R.R. Martin skrifaði: „Sá sem les hefur lifað þúsund ævi- skeið áður en hann deyr. Sá sem aldrei les lifir aðeins eitt.“ Þessi tilvitnun birtist mér fyrir nokkrum árum í smáforritinu Goodreads og hefur setið í mér síðan. Goodreads reynist mér gott verkfæri til að halda utan um lest- ur bóka og finna innblástur að bók- um til að lesa. Í smáforritinu getur maður sett sér lestrarmarkmið fyrir árið sem hef- ur haft mjög hvetj- andi áhrif á mig. Einnig fór ég að taka þátt í #26bækur bóka- áskorun sem lét mig fara út fyrir þægindarammann í vali á bókum til að lesa. Sem dæmi þurfti ég að finna bók um vísindi og datt inn á stórkostlega bók sem heitir The Immortal Life of Henrietta Lacks eftir Rebecca Skloot. Í bókinni eru gerð skil á lífi eiganda fræg- ustu frumna í heimi, HeLa- frumna. Bókin fjallar í raun um mannlega þáttinn að baki vís- indum. Ég les að mestu leyti allar bækur á ensku en vissulega læðist inn ein og ein íslensk bók. Í fyrra fór ég ásamt fjölskyldu minni að heimsækja systur mína sem býr í Berlín. Við fórum á slóðir útrým- ingarbúða nasista í Sachsenhau- sen og í kjölfarið las ég hinar átakanlegu Minningar Leifs Müll- er, Býr Íslendingur hér?, sem ég tel vera algjöra skyldulesningu. Í bókahillunni minni eru um tíu bækur eftir einn af mínum uppáhalds- höfundum, Haruki Murakami. Þessar bækur geymi ég eins og ormur á gulli. Það sem heillar mig við Murakami er að maður fer inn í ákveðna stemn- ingu þar sem svipuð þemu (horfn- ar konur, kettir, jazz og brunnar o.fl.) eru í flestum hans skáldsög- um. Heimur Murakami er oft óraunverulegur þar sem ekkert er sem sýnist og lesandinn verður að taka þátt í leiknum. Sagan endar í óvissu, snýr upp á sig og endurnýjast við hvern lestur. Ein af mínum uppáhaldsbókum er Call Me By Your Name eftir André Aciman sem er gullfallega skrifuð ástarsaga sem ger- ist að sumri til á Ítalíu. Það fær mann til að rifja upp hvernig það er að vera ungur og ástfanginn í fyrsta sinn. DRÍFA ÍSLEIFSDÓTTIR ER AÐ LESA Drífa Ísleifs- dóttir starfar á viðskiptasviði IKEA. Hef alla tíð haft áhuga á sögum ICQC 2020-2022 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í sal eða heimahúsi Nánar á veislulist.is Erfidrykkja

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.