Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020
LÍFSSTÍLL
Mitt í kórónuveirufaraldriopnaði Helgi Sverrisson20&SJÖ Mathús og bar í
Víkurhvarfi í Kópavogi. Enginn sá
heimsfaraldurinn fyrir og ákvað
Helgi að láta hann ekki stoppa sig,
enda þarf fólk alltaf að borða.
Helgi er kvikmyndagerðarmaður
og rithöfundur en hefur alltaf haft
brennandi áhuga á matargerð. „Það
hringir oftar síminn hjá kokkinum en
kvikmyndargerðarmanninum. Ég hef
eldað mikið allt mitt líf og svo sá ég
um eldhús á hóteli úti á landi í nokkur
ár. Svo kom þetta tækifæri að opna
hér veitingastað. Hann var ekki endi-
lega opnaður með það í huga að
græða peninga heldur var ástæðan
frekar að fá útrás fyrir sköpunina og
gera eitthvað skemmtilegt. Þetta er
fallegur staður með flottu útsýni í
góðu hverfi,“ segir hann og bendir út
um gluggann þar sem sólin skín á
snjóhvít fjöll í fjarska.
„Þetta er huggulegur fjölskyldu-
staður í fínni kantinum. Hér er ekki
skyndibiti. Þetta er frábær staður
fyrir þá sem búa hér í kring, eins og í
Norðlingaholti, Breiðholti og efri
byggðum Kópavogs,“ segir hann og
nefnir að staðurinn sé opinn á kvöldin
frá miðvikudegi til sunnudags. Boðið
er upp á tapasrétti á milli 16 og 18 og
mögulega verður afgreiðslutíma
breytt að lokinni kórónuveiru og boð-
ið upp á hádegisverð.
„Fólk er auðvitað ekki að fara mik-
ið út að borða þessa dagana en hægt
er að koma og taka með sér heim,“
segir hann og nefnir að það standi til
að opna litla Deli-verslun þar sem
hægt verður að kaupa létta rétti og
aðrar vörur.
Flatbrauð og svartur húmmus
Maturinn á 20&SJÖ Mathús og bar
er blanda af bandarískum Suður-
ríkjamat og Miðjarðarhafsmat. Til
þess að ná rétta bragðinu af svínarifj-
um og öðru kjöti fjárfesti Helgi í for-
láta ofni frá Alamo í Tennessee.
„Þetta er amerískur „barbeque“ ofn
þar sem viður er brenndur í botninum
til að fá gott reykjarbragð. Við eldum
þar hefðbundna ameríska rétti;
„barbeque“ svínarif, „brisket“, sem er
brjóstvöðvi nautsins og pastrami sem
gert er úr sama vöðva. Pastrami er
gyðingaréttur eins og borðaður er í
New York og er bæði kryddaður og
saltur. Svo eldum við í þessum ofni
líka veganrif og vegan lasagna sem við
reykjum í ofni,“ segir hann og nefnir
að margt sé á boðstólum fyrir vegan-
ista og einnig sé vínlistinn veglegur.
„Stefnan er að vera stefnulaus. Við
erum hér á þessum stað, í úthverfi, og
við viljum að fjölskyldur geti komið
og að allir geti fundið eitthvað við sitt
hæfi. Við horfum líka til Miðjarðar-
hafslanda og erum með flatbrauð
með flestum réttum. Við búum hér til
svartan húmmus úr svörtum sesam-
fræjum en við búum til tahini sjálf.
Svo notum við svartar baunir og
svartan hvítlauk,“ segir hann og gef-
ur einmitt uppskrift að húmmus hér á
næstu síðu.
„Við erum alveg til að svíkja allt í
stefnum. Það á bara að vera góður
matur hér.“
Valið úr þúsundum nafna
Uppáhaldsréttur Helga er tómatsúpa
með svörtum kardimommum sem
lesendur geta spreytt sig á að elda nú
þegar allir hafa nægan tíma til að
dunda sér í eldhúsinu.
„Þessar svörtu kardimommur eru
indverskt krydd og það er mikið olíu-
bragð af þeim. Með súpunni berum
við fram líbanskt flatbrauð með grill-
uðum osti.“
Áður en blaðamaður kveður er
ekki úr vegi að spyrja út í nafnið, en
þess má geta að þar er ekki vísað í
húsnúmer.
„Þetta er margslungin tala, 27,
stærðfræðilega. Þrír í þriðja veldi, til
dæmis, og fleira. Svo er 27 sætistala
kóbalts og þess vegna eru hér veggir
málaðir kóbaltbláir. Einnig segja
sumir að þetta sé grunntala norrænn-
ar goðafræði og tákni eld. Ég gæti
talað lengi um þessa tölu,“ segir hann
brosandi og segir fjölskylduna hafa
velt fyrir sér nafni á veitingastað ár-
um saman.
„Við vorum búin að skrifa niður
nokkur þúsund nöfn og þetta var
fyrsta og eina nafnið sem allir voru
sammála um.“
Morgunblaðið/Ásdís
Stefnan er að
vera stefnulaus
Helgi Sverrisson lét kórónuveiruna ekki
stoppa sig og opnaði nýjan veitingastað
sem hentar vel fyrir fjölskyldur.
Í Kópavogi má finna glænýjan veitingastað sem ber
nafnið 20&SJÖ Mathús og bar. Þar má finna eitt-
hvað við allra hæfi en kokkurinn Helgi Sverrisson
sækir innblástur aðallega til Bandaríkjanna og Mið-
jarðarhafsins. Sérstakur reykofn var fluttur inn frá
Tennessee til að fá alvöru reykjarbragð í matinn.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Það er bæði smart og huggulegt á
20&SJÖ Mathús og bar.
Fyrir 4
1 rauðlaukur
2 dósir San Marzano-
tómatar
3 hvítlauksrif
1 msk. fersk basilíka
1 tsk. pipar
1 rauður chilipipar,
settur heill í pottinn
2 msk. balsamik edik
1/3 úr flösku af góðu
rauðvíni
2 msk. grænmetis-
kraftur
1 svört kardimomma
2 stönglar sellerí, skor-
ið í litla bita
fennel, lítið stykki sax-
að smátt.
Byrjað er á að glæra
laukinn á pönnu og
svo afganginn af
grænmetinu. Því
næst er grænmetið
og annað innihald
sett í pott. Gott er að
fylla aðra tómatdós-
ina af vatni og hella út
í. Súpan er látin malla
við hægan hita í
minnsta kosti klukku-
tíma, má vera lengur.
Síðan er súpan sigtuð
vel, sett aftur í pott-
inn og hituð upp. Þá
er hún smökkuð til,
salti og pipar bætt við
eftir smekk.
Súpan er borin
fram með slettu af
sýrðum rjóma og
ferskri basilíku.
Tómatsúpa með svörtum
kardimommum