Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020 N óttin er komin í minnihluta í mín- útum talið og sól hækkar á lofti svo um munar. Mars þráast enn við að ganga erinda vetrar sem veit að kaldranalegt veldi hans er að tapast. Við þekkjum þessa baráttu frá vorum sem lengi virtust við það að springa út. Maður hélt með þeim og taldi aftur og aftur að nú kæmi það. Óbrigðul vitni eru mætt. Tjaldur sást fyrir nokkru, enda aldrei í felulitum. Og lóan gaf sín hljóð- merki sem þarf ekki loftskeytamann til að ráða í. En samt reigir mars sig og ergir mann. Mars hefur ekki verið í sparibuxunum núna og gefur engar skýringar frekar en fyrri daginn. Gamli þulurinn sem skaut Sesari skelk í bringu slengdi því á alvaldinn að hann skyldi hafa vara á sér þann 15. Sá marcius rann upp og Sesar á leið til fundar í Öldungadeildinni sá glitta í þulinn í þvögunni og skaut á hann að sá marsdagur sem hann hefði haft í hótunum með væri nú fyrir nokkru upp runninn. Þulur jánkaði, en bætti því við að 15. væri ekki liðinn. Sesar las þá frétt í allmörgum hnífsblöðum síðdegis. Enn lifa fjórir dagar þessa mars, og spáin er fremur góð. Veiruleikafirrt Sjálfsagt erum við flest veik fyrir núna eða að minnsta kosti órótt. Það væri bjálfamerki að vera það ekki. Alla daga hvers árs eiga einstaklingar sína sérstöku tíð með hinni sem er sameiginleg. Það árar sjaldnast eftir persónulegri pöntun hvers og eins. En jafnframt er okkur svo skammtað á sameiginlegan disk. Þar koma fyrirbæri eins og vorhretin í mars. Jarðskjálftar og aflabrestur. Í þessum flokki eru sjaldgæfir sólskins- dagar fyrir alla landsmenn. Og þar eru líka pestirnar árlegu sem komnar eru langt að og fá stundum far með nytsömum sakleysingjum. Þær leggjast á okkur flest en stundum dregur sprautan að mestu úr. Og dánartíðni er sögð hækka á þeim árstíma. Og sé pestin óáran eins og núna getur hún veitt öllum fjöldanum fjárhagslegt högg. Þótt ríkisvaldi hér og þar takist að bregða skildi yfir fólk mætir kostnaðurinn því fyrr eða síðar í margvís- legu gervi. Ekki skal gert lítið úr opinberum björg- unaraðgerðum af fjárhagslegu tagi. Þær eru svipaðar ráðum sóttvarnamanna, sem reyna ekki endilega að koma í veg fyrir faraldurinn heldur að knýja hann til að ganga fram í skipulagðri röð. Ef fjárhagslega högg- ið nær ekki að verða rothögg standa flestir það af sér. Verði veirukúfurinn ekki óheyrilega brattur gildir sama lögmál um hann. Við komu óboðinna pestar- gesta, sem við þekkjum lítið til, verður okkur ekki um. Árlegu pestirnar koma á hverjum vetri, nokkuð á und- an jólasveinunum, og angra okkur út febrúar. Við leggjumst í tugþúsundatali, hóstandi og með beinverki og erum stundum í hálfan mánuð að hrista það af okk- ur. En við fréttum lítt af því þótt nánir vinir eða frænd- fólk gangi í gegnum þetta. Þessar alkunnu pestir þykja hvorki upphefð, hættuspil eða frægðarauki. Ekkert okkar myndi frétta af því þótt prinsinn af Wales, Boris Johnson og svo heilbrigðisráðherra hans nældu sér í flensu. Þetta er allt annað atriði Kórónuveiran er frétt. Það getur verið varasamt að brúka veiruna sem vopn í pólitík. Demókratar vestra reyndu framan af að persónugera hana við Trump, eins og flóð eða skot- árásir í skólum, en það hefur ekki gengið. Meirihluti Bandaríkjamanna telur að forsetinn haldi vel á málinu. Andstæðingar hans skutu margar mílur framhjá marki þegar þeir sökuðu Trump um rasisma fyrir að nefna að vírusinn kæmi frá Kína. Opinberar fréttastof- ur þar höfðu fullyrt að bandaríski herinn hefði komið veirunni til Kína. Blaðamenn CNN og af öðrum „adáendaklúbbum“ Trumps hjóluðu í hann og spurðu með þjósti hvernig hann vogaði sér að segja að veiran hefði komið frá Kína. Trump svaraði með hægð að ástæða væri sú að veiran hefði komið frá Kína. En við- bótartilefni væri fullyrðingar fréttastofa þar í landi að bandaríski herinn hefði plantað veirunni í Wuhan. Æðsti klerkur Írans fullyrti raunar að Bandaríkin hefðu komið nokkrum afbrigðum af veirunni fyrir í því landi! Fréttastofa „RÚV“, sem líka hefur Trump á heil- anum, hefur að sjálfsögðu gert hefðbundnar árásir á forsetann út af veirunni. Trump var reyndar fyrstur til að loka risaveldi sínu fyrir farþegum frá Kína og Evr- ópu og allar fyrrnefndar fréttastofur umturnuðust út af því, og sumir bentu á að þessi ákvörðun hefði verið tekin án samráðs við Guðlaug Þór. Jóhann Harðarson virðist hafa árásir á forseta Bandaríkjanna sem sérverkefni af hálfu „RÚV“. Hann sinnir því af ástríðu. Sá sagði Trump hafa gert sig að viðundri er hann nefndi að malaríulyf væru notuð til að berjast gegn veirunni hjá þeim sem veikastir yrðu. Vitnaði hann í sérvalinn heilsuspeking en hafði de Blasio, hinn misheppnaða borgarstjóra í New York, í mynd. Fréttastofa „RÚV“ baðst ekki afsökunar á rugli sínu þegar helsti sérfræðingur Landspítalans í veiru- fræðum upplýsti í viðtali að sambærilegt lyf væri not- að hér í baráttu fyrir sýkta af kórónuveirunni. Heims- þekktir sérfræðingar í Bretlandi lýstu svipuðu í sjónvarpi þar. En fyrst Donald Trump nefndi þetta, að sjálfsögðu upplýstur af einhverjum, þá var það þegar í stað flokk- að sem galið af hinni undarlegu fréttastofu. Bidenvandinn Í sjónvarpsstöðvum vestra hefur síðustu vikur mjög verið fjallað um vandræðagang væntanlegs forseta- efnis demókrata. Joe Biden hafði í raun verið afskrif- aður sem frambjóðandi í prófkjöri flokks síns, og reis ekki, en var reistur upp. Það gerðist eftir að flokks- eigendafélag demókrata komst að þeirri niðurstöðu að dauðadæmt væri að tefla Bernie Sanders fram gegn Trump forseta. Bandaríkin væru ekki tilbúin til þess að gera sósíalista/kommúnista að forseta. Þetta sjón- armið hafði styrkst jafnt og þétt, en útslagið var þegar Sanders tók að hampa Fidel Kastró. Réttlætingin var að Kastró hefði stuðlað að læsi í því landi. Þeir sem eldri eru muna eftir margs konar réttlætingu á Sovét- inu, þrátt fyrir alræði, kúgun og ónýtan efnahag. Full- yrt var að þar væru fleiri læknar á hvern mann en á Vesturlöndum. Þegar allt hrundi þar eystra kom í ljós að ekki var fótur fyrir fullyrðingunni. Einungis örfá sjúkrahús náðu samanburði við miðlungsstofnanir á Vesturlöndum og þau voru ætluð hinni fámennu stétt (Nomenklatura) í efsta lagi Kommúnistaflokksins. Í Florida eru flóttamenn frá Kúbu og afkomendur þeirra sérlega öflugir. Í hverjum forsetakosningum af öðrum hafa kjósendur í Florida skipt miklu eða öllu um úrslit. Það var magnað að sjá hversu fljót flokksmaskína demókrata var að snúa við þróuninni í baráttu Sanders og Biden. Sanders var leiðandi frambjóðandi þegar þar var komið, en tapaði nú hverju fylkinu af öðru. Nær óbærilegur þrýstingur var þá kallaður fram til að knýja Bernie Sanders til að „láta af brölti sem einungis gagnaðist óvininum, Donald Trump“. En Sanders hef- ur sýnt að hann er þrjóskari en flestir og neitar enn að gefast upp þótt tala kjörmanna sé orðin honum mjög óhagstæð. Týndur og sauður Síðustu vikur hefur Biden eiginlega horfið Bandaríkja- mönnum á meðan Trump talar á hverjum degi til þjóð- arinnar úr Hvíta húsinu. Þetta var orðið mjög óþægi- legt. Flokkurinn hafði ákveðið að fela og hvíla sinn gamla frambjóðanda. Og það þyrfti að gera á meðan heimsfaraldur þar sem dauðinn var ekki ókunnur fylginautur væri tekinn að herja á Bandaríkin Í prófkjörsbaráttunni hafði Biden iðulega virst úti á þekju gagnvart kjósendum og fréttafólki. Hann flask- aði nokkrum sinnum á því í hvaða fylki hann var stadd- ur. Hann fullyrti yfir fjölmenni að hann hefði persónu- lega farið til Suður-Afríku og frelsað Nelson Mandela úr fangelsi! Fáum dögum síðar skálmaði hann hressi- legur í ræðustólinn og sagði: „Þið þekkið mig. Ég er Joe Biden og er að berjast fyrir því að verða öldunga- deildarþingmaður nú í nóvember.“ Og fyrir stærsta prófkjörsdaginn sagði hann: „Stóri þriðjudagurinn verður nú á fimmtudag.“ Leikrit sem féll Sumt af þessu rugli mátti afsaka með eðlilegri þreytu í harkalegri innanflokksbaráttu. En nú þegar að ekkert hafði heyrst eða sést til væntanlegs forsetaframbjóðanda á örlagatímum var af hreinni neyð settur upp fundur heima hjá Biden. Reynt var að tryggja honum öruggt skjól. Hann flytti ávarp og svaraði síðan spurningum einstakra blaða- manna. En þótt forsetaefnið ætti að lesa ávarp sitt af lestrarvél reyndist þetta augnablikið þegar Titanic átti stefnumót við ísjakann. Vélin hikstaði og „hinn reyndi varaforseti“ hafði ekki grænan grun um hvað honum var ætlað að segja. Hann veifaði höndum í átt til að- stoðarmanna eftir hjálp og hélt augljóslega að þær væru utan myndar. Á meðan muldraði hann eitthvað sem var með öllu samhengislaust. Það eru erfiðir tímar, það er ömurlegt kvef Reykjavíkurbréf27.03.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.