Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 8
KÓRÓNUVEIRAN 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020 Búdapest | Á 28 ára afmæli sínu árið 1846 var Ignaz Philipp Semmelweis ráðinn aðstoðarlæknir við Allgemeines Kranken- haus – Almenningssjúkrahúsið – í Vín. Þetta voru tímar sjúkdóma, glundroða og yfirfullra sjúkrahúsa í Evrópu. Áður en leið á löngu fór Semmelweis, sem fæddur var í Ungverjalandi, að ítreka einfaldan en mikilvægan boðskap. Boð- skap, sem komst til skila í tveimur orðum og hverjum einasta heilbrigðisstarfsmanni finnst nú blasa við: „Þvoið hendur.“ Neyðarástandið vegna kórónuveirunnar hefur gert að verkum að á ný er orðið nauðsynlegt að brýna íbúa heimsins til að halda höndunum hreinum. Enn í dag getur þurft sérstakt átak til að sannfæra alla um að jafn einfaldur hlutur og þvo á sér hendurnar getur í raun bjargað mannslífum. Á tímum Semmelweis um miðja nítjándu öld þurfti hinn ungi læknir að glíma við efasemdarmenn í höfuðborg Austurrísk-ungverska keisaradæmisins. Tímamótakenning hans um handþvott var afrakstur athug- ana, sem hinn nýráðni aðstoðarlæknir gerði á annarri af tveimur fæðingardeildum spítalans. Semmelweis tók eftir því að afgerandi munur var á dánartíðni milli deildanna tveggja. Á Fyrstu fæðingardeildinni þar sem Semmelweis starfaði var tekið á móti verðandi mæðrum úr efri millistétt til að fæða börn sín. Af þeirri ástæðu var helstu læknum sjúkrahússins, sem allir voru karlar, falið að sjá um þær. Á Annarri fæðingardeildinni tóku hins vegar ljósmæður, eingöngu konur, á móti börnunum vegna þess að hún var fyrir fátækar mæður af lægri stéttum íbúa Vínar- borgar. En öndvert við það sem mátt hefði ætla var það á fæðingar- deild læknanna, ekki ljósmæðranna, sem dánartíðnin var há. Rúmlega ein af hverjum tíu konum dó á Fyrstu fæðingardeild- inni skömmu eftir barnsburð. Þær létust af dularfullum sjúk- dómi, sem kallaður var barnsfarasótt. Aðeins tvö prósent kvenna á ljósmæðradeildinni létu lífið. Óhreinar hendur, óhreinindavinna Hinn ungi Semmelweis ákvað að leysa þessa ráðgátu. Var það munurinn á því í hvaða stöðu konurnar voru þegar þær fæddu á deildunum tveimur? Eða var það kannski út af því að þeim fannst vandræðalegt að láta karllækni skoða sig? Eða gat verið að bjall- an, sem prestarnir hringdu á leið eftir læknaganginum til sjúk- lings á banasæng, hefði slík áhrif á konurnar að þær yrðu fyrir einhvers konar banvænu losti? Eftir að hafa skoðað þessar fyrstu tilgátur sínar komst Semmelweis að þeirri niðurstöðu að engin þeirra hefði áhrif. Ungi aðstoðarlæknirinn varð nánast heltekinn af því að finna rökrétta skýringu á fyrstu mánuðum sínum við Almennings- sjúkrahúsið og það hafði djúp áhrif á hann að svo margar konur skyldu láta lífið af óvissum og órökréttum ástæðum. „Ég var mjög sorgmæddur yfir því að lífið gæti verið svo lítils virði,“ skrifaði hinn niðurdregni læknir síðar í minningum sínum. Vorið 1847 varð Semmelweis hins vegar fyrir hugljómun í leit sinni að svörum. Jakob Kolletschka, góðvinur hans og starfs- bróðir, lést af sýkingu, sem hann fékk þegar hann skar sig á fingri á skurðarhnífi. Óhappið átti sér stað þegar hann var að kryfja konu, sem látist hafði á fyrstu fæðingardeildinni. Það kom flatt upp á Semmelweis að við krufningu reyndist Kolletschka bera mörg sömu einkenni veikinnar sem dregið hafði konuna til dauða – barnsfarasóttar. Semmelweis leiddi þegar getum að því að það hlyti að vera samband milli barnsfarasóttar og „náefnisins“ eins og hann kallaði óskilgreindar agnir, sem fundust á líkinu. Á þessum tíma þekktu hvorki Semmelweis né nokkur annar til baktería eða vissu hvað þær voru. Nokkrir áratugir voru í að ör- verufræðin ryddu sér til rúms. En Semmelweis komst að því að líklega bæru starfsfélagar sínir þessar skítugu agnir á höndunum þegar þeir færu úr krufningarstofunni og beint á fæðingardeild- ina til að skoða óléttu konurnar. Það væri þetta – óhreinlætið – sem ylli hinni banvænu sótt. Ljósmæðurnar hins vegar kæmust aldrei í snertingu við lík í krufningastofunni. Í huga Semmelweis skýrði þetta hvers vegna dánartíðnin væri mun lægri á deild ljós- mæðranna. Þess vegna innleiddi hann nýtt verklag á deildinni og fyrirskipaði handþvott í klórlausn milli krufningar og starfa á fæðingardeildinni. „Þvoið hendur,“ sagði hinn ungi læknir ítrekað við eldri starfs- bræður sína og á aðeins nokkrum vikum vorið 1847 mátti sjá áhrif af handþvottinum í tölum sjúkrahússins. Dánartíðni var nú svipuð á Fyrstu og Annarri fæðingardeild- inni. Þökk sé Semmelweis og einföldum boðskap hans lifðu nú nánast allar mæður á Almenningssjúkrahúsinu fæðinguna af, ríkar jafnt sem fátækar. Yfir landamærin Ætla mætti að eftir slíka grundvallaruppgötvun hefði draumafer- ill blasað við hinum unga lækni. Nú þurfti hann aðeins að koma einföldum boðskap til skila um allan heim. Því miður sígur hér á ógæfuhliðina í sögu Semmelweiss. Dana Tulodziecki, prófessor í heimspeki við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum, sökkti sér um árabil í sögu ungverska læknisins. „Þótt þessi skipun hafi fljótt leitt til þess að dánartíðnin féll svo um munaði á fæðingardeild læknanna var Semmelweis kominn á háskalegar slóðir. Læknastéttin í Vín var, svo ekki sé meira sagt, lítið hrifin af að Semmelweis gæfi til kynna að hefðbundið verklag hennar væri sóðalegt og henni mætti kenna um hinn mikla fjölda dauðsfalla á deildinni. Þetta var eldfimur boðskapur fyrir marga af kollegum hans í röðum lækna,“ útskýrir Dana Tulodziecki. Semmelweis mætti mótspyrnu af mörgum ástæðum. Kenning hans að það væri aðeins ein ástæða – að það eina sem skipti máli væri hreinlæti – virtist nokkuð öfgakennd á þeim tíma. Að auki var sú staðreynd að Semmelweis kom aldrei með nein læknis- fræðileg rök fyrir því hvernig sóttin smitaðist ekki til að styrkja málflutning hans. „Læknarnir voru tortryggnir í garð afdráttarlauss boðskapar hans. Þar byrjaði ágreiningurinn,“ segir bandaríski prófessorinn. Slagurinn milli læknanna í Vín og ungverska einfarans birtist með margvíslegum hætti á næstu árum. Hann var að mestu leyti hunsaður og hafður að háði og spotti. Enn veiktist staða Semmel- weis verulega þegar ágreiningurinn milli Austurríkis og Ung- verjalands varð að báli byltingarárið 1848. Sjálfur tók hann ekki þátt í byltingunni gegn Austurríkismönnum, en það gerðu sumir bræðra hans og þar sem Semmelweis var stoltur Ungverji var sú ályktun dregin að hann væri hliðhollur byltingarhreyfingunni. Yfirmaður hans á sjúkrahúsinu í Vín, Johann Klein, íhalds- samur Austurríkismaður, var ósáttur við sjálfstæðisbaráttu Ung- verjalands og treysti ekki Semmelweis. Þegar endurnýja átti leyfi ungverska læknisins við sjúkrahúsið árið eftir ákvað Klein að upp frá því yrðu störf Semmelweis takmörkuð við kennslu læknanema – hann skyldi ekki lengur hafa neitt að segja af veik- um mæðrum eða líkum. Semmelweis bálreiddist yfir þessari ákvörðun, yfirgaf Austurríki og flutti til Ungverjalands án þess að kveðja. „Ég fór vegna þess að ég þoldi ekki meira mótlæti af hálfu læknastéttarinnar í Vín,“ skrifaði hann í endurminningar sínar áratug síðar. Semmelweis áhrifin Þegar Semmelweis var kominn heim að nýju fór hann með föggur sínar yfir nýopnaða keðjubrúna yfir Dóná til borgarhlutans Pest. Þar fékk hann starf við mæðraklíník við Szént Rokus-sjúkrahúsið þar sem margar konur höfðu látist af barnsfarasótt. Semmelweis innleiddi þegar stefnu sína um að þrífa hendur rækilega og þau sex ár, sem hann starfaði á klíníkinni létu aðeins átta mæður af 933 lífið. Engu að síður var Semmelweis áfram fullur af beiskju. Árum saman hafði hann sent opin bréf um alla Evrópu til að gera fæð- ingarlæknum og skurðlæknum grein fyrir mikilvægi handþvott- ar, en hugmyndum hans var ýmist hafnað eða þær virtar að vett- ugi. Aðeins nokkrir nemenda hans gerðu boðskap hans um handþvott að sínum og segir Dana Tulodziecki að þegar hann loks gaf út sína eigin læknahandbók um efnið árið 1861 hafi text- inn frekar verið samhengis- og sundurlaus en hnitmiðaður og vel skrifaður. „Semmelweis var þrjóskur og mjög kreddufastur maður. Hann hefði getað sett mál sitt fram með betri hætti,“ telur hún. Tulodziecki er þeirrar hyggju að það sé ástæðan fyrir því að Semmelweis var ekki viðurkenndur fyrir kenningu sína meðan hann lifði. Sumarið 1865 var mótlætið farið að leggjast svo á sinn- ið á honum að hann var lagður inn á geðsjúkrahús. Skömmu síðar lést hann af blóðeitrun, aðeins 47 ára gamall. Síðan hefur Ignaz Semmelweis hins vegar fengið maklega viður- kenningu fyrir framlag sitt til læknavísindanna. Hann var einfald- lega á undan samtíma sínum. Eftir 1860 tóku Frakkinn Louis Pas- teur og Bretinn Joseph Lister að þróa hina einföldu kenningu Ungverjans. Árið 1938 fékk stuttmyndin Að mæður fengju lifað Óskarsverðlaun. Þar var Semmelweis lýstur „bjargvættur mæðra“. Síðar var farið að tala um Semmelweis-áhrifin til að lýsa til- hneigingunni til að hafna nýrri þekkingu þegar hún stangast á við viðtekin gildi. „Sagan og vísindin hafa gefið verkum hans gildi. Í dag vitum við að Semmelweis hafði rétt fyrir sér,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, í ræðu í fyrra. Dagur til að minnast Semmelweis er orðinn ein af þjóðhetjum Ungverjalands. Öll ung- versk börn læra um hann í skóla og vita hver hann var. Vitaskuld er læknaháskólinn í Búdapest kenndur við hann og eins þó nokkrir af spítölum landsins. „Hann er númer eitt í okkar huga,“ segir ungverski svæfinga- læknirinn Ágota Nóra Kazup, sem vinnur á sjúkrahúsi í austur- hluta Ungverjalands. „Fyrsti júlí er afmælisdagur Semmelweis og þann dag minnumst við alltaf mikilvægis þess starfs sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir í heilbrigðisgeiranum inna af hendi,“ segir Kazup. Hún biður þess nú að kreppan vegna kórónuveirunnar verði afstaðin þegar afmælisdagur Semmelweis rennur upp eftir rétt rúma þrjá mánuði. Hún vonar að þá verði hægt að votta heil- brigðisstarfsfólki viðurkenningu fyrir framlag þess. Þegar prófessor Tulodziecki er spurð hvaða áhrif Semmelweis hafi haft á sögu læknavísindanna er hún ekki í nokkrum vafa um að hann sé hetja okkar tíma og öll getum við lært af örlagaríkri sögu hans – jafnvel þótt hann steli oft sviðsljósinu frá öðrum sem á sama tíma vöruðu við afleiðingum þess að gæta ekki hreinlætis handa. „Vonandi verður saga Semmelweis til þess að jafnvel enn fleiri þvoi á sér hendurnar. Það er jafn mikilvægt í dag og það var á nítjándu öld,“ segir hún að lokum. Maðurinn sem kenndi okkur að þvo á okkur hendurnar Reistur hefur verið minnis- varði Ignaz Semmelweis til heiðurs við Almennings- sjúkrahúsið í Vín sem hann hrökklaðist frá á sínum tíma. AFP Semmelweis er í há- vegum hafður í Ung- verjalandi. Skólar og sjúkrahús eru kennd við hann og sérstök frímerki gefin út honum til heiðurs. Handþvottur hefur ekki alltaf þótt sjálf- sagður. Starfsfélagar ungverska lækn- isins Ignaz Semmelweis við sjúkrahúsið í Vín niðurlægðu hann þegar hann komst að því að skortur á hreinlæti hefði dregið sjúklinga til dauða. Á tímum kórónuveir- unnar er hans einfaldi en brýni boð- skapur mikilvægari en nokkru sinni. Lasse Skytt Höfundur er blaðamaður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.