Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 29. MARS 2020 www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 DANSKIR DAGAR | HÚSGAGNAHÖLLIN | 1 Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 www.husgagnahollin.is DANSKIR DAGAR Í HÖLLINNI Við fögnum 55 ára sameiginlegri sögu Húsgagnahallarinnar og danskrar hönnunar. Við bjóðum upp á spennandi tilboð fyrir lifandi heimi li. Vertu eins og heima hjá þér – komdu við og fáðu þér sæti. AFSLÁTTUR 20%ALLARDANSKAR VÖRUR* * Gildir ekki af sérpöntunum og einungis af völ dum vörum frá Skovby. www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N A LLTAF OP IN FRÍ HEIM SENDING NÝTT VIRKAR ÞANNIG Þú finnur bæklinginn fyrir Danska daga á husgagnahollin.is Þar finnur þú líka upplýsingar um fría sendingu. LOKAHELGI DANSKRA DAGA SENDUM HEIM SAMDÆGURS Á HÖFUÐBORGAR- SVÆÐINU – FRÍTT – EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 16. Bogi Bjarnason, blaðamaður og frisbígolf- ari, var stöðvaður og settur tímabundið á svartan lista í Bandaríkjunum eftir að hann reyndi að fljúga þangað frá Ník- aragva síðasta mánudag. Þetta gerðist þrátt fyrir að útreikningar utanríkisráðu- neytisins sýndu að Bogi væri kominn fram yfir fjórtán dagana sem fólk þarf að hafa verið utan Schengensvæðisins áður en það kemur til Bandaríkjanna. Bogi ætlaði að fljúga heim til Íslands gegnum Miami og Lundúnir. Þegar sunnudagsblaðið náði tali af Boga fyrir helgina var hann enn í Níkaragva. „Það eru tvær mögulegar leiðir út, báðar á laugardaginn; annars vegar með Aeroméx- ico til Mexíkóborgar og þaðan til Amster- dam og hins vegar með þýsku borgaraflugi til Frankfurt. Á þessari stundu veit ég ekki hvort af þessum ferðum verður. Sendiráðið tjáir mér síðan að einu flugin sem eru enn í boði til Íslands séu frá Lundúnum, þannig að þangað þarf ég að koma mér hvort sem er frá Amsterdam eða Frankfurt. Í Hol- landi á ég alla vega systur sem ég get gist hjá en í Frankfurt ekki neitt. “ Þrátt fyrir þessar hremmingar var nokkuð létt yfir Boga þegar blaðamaður hafði samband til að fylgja viðtali, í Sunnu- dagsblaðinu um síðustu helgi, eftir. „Það verður að fá botn í þennan „cliffhanger“,“ svaraði hann sposkur. Bogi Bjarnason fór til Níkaragva til að keppa í frisbígolfi. Ljósmynd/Morgan Studio Nicaragua Strandaglópur í Níkaragva Bogi Bjarnason fékk ekki að koma til Bandaríkjanna í vikunni og er fyrir vikið fastur í Níkaragva. Hann vonast til að komast til Evrópu um helgina. „Ég trúi því ekki að leikhús eigi eða geti lamið skoðanir sínar inn í fólk. Miklu fremur eigi það að vekja fólk til umhugsunar um þann þjóðfélagslega veruleika sem það býr við,“ sagði leik- skáldið Vésteinn Lúðvíksson í samtali við Morgunblaðið undir lok mars 1980 en tilefni samtals- ins var frumsýning á glænýju verki hans, Hemma, í Iðnó. Vésteinn bætti við að ef til vill mætti líkja þessu við fiðlu: „Fiðl- an er frábært hljóðfæri til að ná fram fallegri tónlist, ein hins veg- ar afleitt verkfæri til að reka nagla í vegg.“ Vésteinn sagði í samtalinu, að leikritið gerðist í einhverjum óákveðnum nútíma, eins og hann orðaði það. Ungur maður, Hermann Sverrisson, eða Hemmi, er við nám erlendis og kemur heim í plássið sitt, Skipa- vík sem er rétt hjá Fiskifirði, í sumarleyfi. Fljótlega eftir að hann er kominn heim, uppgötv- ar hann að á bak við fágað yf- irborð fjölskyldu hans eru fólgnir heldur hrikalegir atburðir. Svo hrikalegir að Hemmi verður aldrei samur maður aftur. GAMLA FRÉTTIN Neglir ekki nagla með fiðlu Höfundur ásamt leikstjóra, leikmyndahöfundi og leikhljóða við Iðnó, María Kristjánsdóttir, Vésteinn, Sigurður Rúnar Jónsson og Magnús Pálsson. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Einar Andri Einarsson handboltaþjálfari Stefán Már Magnússon gítarleikari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.