Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2020, Blaðsíða 14
KÓRÓNUVEIRAN 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2020 AFP Í eldlínunni erlendis Íslenskir læknar standa víðar í eldlínunni í baráttunni gegn kórónuveirunni en hér heima. Sunnudagsblaðið heyrði hljóðið í þremur læknum sem starfa í Bandaríkjunum, Noregi og Danmörku, þar sem slagurinn er hafinn af fullum þunga. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is | Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Það er mikið annríki hérna og ástandiðhefur farið mjög hratt versnandi; áundanförnum tveimur vikum hefur inniliggjandi kórónuveirusmituðum sjúkling- um fjölgað úr örfáum í yfir hundrað núna. Hjá okkur eru um tuttugu manns á gjörgæslu. Samt erum við bara rétt að byrja og búum okkur undir holskeflu. Þetta er eins og stríðs- ástand, satt að segja.“ Þetta segir dr. Erna Milunka Kojic, smit- sjúkdómalæknir og yfirlæknir á Mount Sinai- sjúkrahúsinu á Manhattan í New York. Önnur starfsemi á spítalanum er þegar víkj- andi og skapað hefur verið umtalsvert auka- rými til að taka á móti sjúklingum sem smit- aðir eru af kórónuveirunni. „Bæði hefur rúmum verið fjölgað mikið hérna inni á spít- alanum en auk þess er verið að opna tjald fyrir utan. Það munu allir fá sína umönnun, sem þurfa á því að halda. Ég á ekki von á öðru en að farsótt- in muni metta alla spítala landsins en við komum til með að gera það sem þarf að gera til að hjálpa öll- um sem þurfa á hjálp að halda.“ Hún segir margvísleg úrræði til skoðunar, til að mynda sé herskip á vettvangi á Hudson- ánni, tilbúið að taka við sjúklingum, ef þarf. Spurð um viðbrögð stjórnvalda við veirunni svarar Erna: „Það hefði margt getað farið bet- ur. Annars er best að segja sem minnst um það; þetta eru skrýtnir tímar í stjórnmálum hérna í Bandaríkjunum. Aðalatriðið er að allir eru búnir að átta sig á alvöru málsins núna.“ Erna leggur áherslu á að hún tali sem ein- staklingur og læknir á spítalanum enda hefur hún ekki umboð til að tjá sig fyrir hönd Mount Sinai. Erna rekur smitsjúkdómadeildina á Mount Sinai og er því hringiðunni. Hún er að sinna sjúklingum en hefur sjálf ekki verið mikið inni á hinum lokuðu smitdeildum. „Við læknarnir skiptum með okkur verkum, gefum ráð og leið- beiningar fyrir meðferð sjúklinga hér á spít- alanum.“ Einnig standa yfir rannsóknir og tilraunir á Mount Sinai með lyf sem mögulega virka gegn veirunni. „Við erum að prófa lyf sem virðast hafa virkað vel í Kína. Spurningin er á hinn bóginn sú hvort þau breyta sjúkdómsgang- inum. Það munum við ekki vita fyrir víst fyrr en faraldurinn er yf- irstaðinn.“ Erna staðfestir að smitprófin séu misjafn- lega áreiðanleg vestra og í New York séu sem stendur aðeins þeir sem eru með sjúkdóms- einkenni prófaðir. Hún vonar þó að þetta horfi til betri vegar. Fram hefur komið að ástandið í Bandaríkj- unum er hvergi verra en í New York, ekki síst á Manhattan. „Það kemur svo sem ekkert á óvart; hér er svakalegur mannfjöldi á mjög litlu svæði, þannig að Manhattan er algjört kjörlendi fyrir veiruna.“ Erna býr á miðri Manhattan og segir and- rúmsloftið í borginni gjörbreytt á aðeins einni viku. „Maður fór ekki að finna fyrir þessum breytingum að neinu ráði fyrr en í byrjun þessarar viku. Alla jafna þarf ég ekki að líta á úrið til að vita að klukkan er orðin sjö hérna á Manhattan; ég heyri það bara á hlerum, bílum og fólkinu sem komið er á ról. Núna er dauða- þögn. Það er enginn á götunum, hvorki fólk né bílar og strætó er galtómur. Það er stór- merkilegt að upplifa þetta.“ Finn fyrir mikilli samstöðu – Hvernig finnst þér fólk taka þessu? Er það hrætt og finnurðu fyrir samstöðu? „Ég finn fyrir mikilli samstöðu; það er aug- ljóst að fólk virðir tilmæli yfirvalda og heldur sig heima. Gott dæmi um það er að traffíkin í neðanjarðarlestunum hefur minnkað um 80%. Ég sé heldur ekki annað en að fólk haldi í sig tilskilinni fjarlægð hvað frá öðru, þurfi það á annað borð að vera á ferli. Fólk er duglegt að fara eftir þessum leiðbeiningum sem er alls ekki sjálfgefið. Það er auðvitað merki um ákveðna hræðslu, fólk myndi ekki gera þetta annars. Annars held ég að fólk hafi það al- mennt prýðilegt hérna í borginni. Allar búðir, sem selja nauðsynjavöru, eru opnar og hér er enginn skortur.“ Erna fór í sérnám í læknisfræði í Bandaríkj- unum árið 1996 og hefur búið þar síðan, síð- ustu þrjú og hálft árið á Manhattan. Hún á tvö börn; sonur hennar er við nám í MIT í Boston en dóttir hennar flutti til Íslands eftir að hafa lokið háskólanámi í Michigan. Talandi um Ísland, þá hefur Erna að vonum fylgst með framvindu mála hér heima. „Mér finnst hafa tekist vel að draga úr útbreiðslu veirunnar heima. Brugðist var hratt og vel við. Eins vel og hægt er.“ Eins og svo margir er Erna með orðið „for- dæmalaust“ á vörum. „Það er ekki hægt að bera þennan faraldur saman við neitt sem gerst hefur á okkar ævi. Enn sem komið er vit- um við mjög lítið um veiruna og hegðun henn- ar og munum ekki vita fyrr en eftir eitt ár eða svo. Mörgu er ósvarað í þessu sambandi.“ – Hvenær heldur þú að lífið verði farið að ganga sinn vanagang á ný? „Eins og ég segi þá erum við bara að byrja. Þessi barátta á eftir að standa lengi. Borg- arstjórinn hérna í New York sagði í vikunni að faraldurinn ætti eftir að ná hámarki í borginni eftir 43 daga og þá fyrst gætum við byrjað að telja niður. Það er nálægt lagi, held ég. Sum- arið á allt eftir að fara í þessa baráttu en von- andi verðum við farin að lifa nokkuð eðlilegu lífi með haustinu. Að halda öðru fram væri skammsýni.“ – Lífið verður kannski aldrei eins aftur? „Ég er hrædd um ekki. Þessi faraldur á eftir að hafa mikil og varanleg áhrif á líf okkar allra. Hver birtingarmyndin verður nákvæmlega á eftir að koma í ljós.“ DR. ERNA MILUNKA KOJIC, LÆKNIR Í NEW YORK Þetta er eins og stríðsástand Dr. Erna Milunka Kojic smitsjúkdómalæknir segir andrúmsloftið í New York gjörbreytt. ’Fólk er duglegt að fara eftirþessum leiðbeiningum sem eralls ekki sjálfgefið. Það er auðvit-að merki um ákveðna hræðslu, fólk myndi ekki gera þetta annars.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.