Morgunblaðið - 01.04.2020, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 78. tölublað 108. árgangur
VILL SPILA
Í STERKARI
DEILD
MUNU
EKKI LÆKKA
LEIGUNA
SKÁLD ERU
EINS OG
KVIKA
VIÐSKIPTAMOGGINN JÓN KALMAN 28ELÍAS MÁR ÓMARSSON 26
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Það er passað vel upp á hreinlæti í leikskólum
landsins þessa dagana vegna kórónuveirufarald-
ursins. Víðast hvar þvo börnin rækilega á sér
hendur þegar þau mæta á morgnana og yfir dag-
inn eins og þörf krefur að mati starfsmanna.
Þeir Mikael Ingi og Hrafn Viðar á leikskólanum
Austurkór í Kópavogi vönduðu vel til þessara
verka í vikunni og gátu í kjölfarið gengið glaðir
til sinna verka.
Vanda sig við handþvottinn á leikskólanum
Morgunblaðið/Ásdís
Helgi Bjarnason
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Þrátt fyrir að forysta Alþýðusam-
bands hafi hafnað því að fresta hækk-
un launa nú um mánaðamótin vegna
erfiðleika fyrirtækjanna í landinu
hafa verið óformlegar samningaum-
leitanir milli einstakra verkalýðsfor-
ingja og forystumanna úr atvinnulífi
um aðrar tilslakanir sem gætu komið
að sömu notum.
Samtök atvinnulífsins lögðu beinar
tillögur þessa efnis fyrir ASÍ í fyrra-
dag, skv. heimildum blaðsins, og gáfu
stuttan frest til svara. Hann mun lið-
inn en þreifingar héldu áfram í gær.
„Boltinn liggur hjá Alþýðusambandi
Íslands,“ sagði Halldór Benjamín
Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA,
við mbl.is í gærkvöldi og bætti við:
„Ég mun tjá mig um þetta á morgun.“
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fólst meðal annars í tilboði
SA að mótframlag atvinnurekenda í
lífeyrisgreiðslum yrði lækkað tíma-
bundið. Það er mjög í anda þess sem
Vilhjálmur Birgisson, 1. varaforseti
ASÍ, sagði við Morgunblaðið í fyrra-
kvöld. Hann sagði að enginn myndi
finna fyrir skerðingu mótframlagsins
en hún myndi skila atvinnulífinu sama
ávinningi og frestun launahækkana.
Samkvæmt heimildum blaðsins hafa
verkalýðsforingjar viðrað slíkar hug-
myndir við stjórnarþingmenn og
spurt hvort eitthvað væri hægt að
liðka fyrir. Stjórnvöld halda hins veg-
ar að sér höndum.
Tillaga um skerð-
ingu mótframlags
Óformlegar samningaumleitanir um lækkun launakostnaðar
„Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki
við skráningu sögunnar þegar
henni vindur fram. Blaða- og
fréttamenn vinna fyrsta uppkast
sögunnar,“ segir Guðni Th. Jóhann-
esson, forseti Íslands, í viðtali við
Morgunblaðið um kórónuveiru-
faraldurinn sem sagnfræðilegt við-
fangsefni. Hann segir brýnt að
halda til haga upplýsingum, heim-
ildum og frásögnum um þá atburði
sem nú eru að gerast fyrir þá sem á
eftir koma. Það sé hins vegar
vandaverk að skrifa samtímasögu
enda litist þá dómar manna af til-
finningum fólks sem standi of nærri
viðburðunum til að hafa yfirsýn yfir
þá.
Guðni skrifaði bók um hrunið
haustið 2008 og kom hún út í júni
árið eftir og var m.a. byggð á nýj-
um tegundum heimilda, svo sem
skrifum á samfélagsmiðla og blogg-
færslum auk áður óþekktra gagna
úr stjórnsýslunni. »14
Brýnt að
varðveita
heimildir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Saga Guðni Th. Jóhannesson telur
mikilvægt að skrásetja atburðina.
Skóla- og frí-
stundasvið
Reykjavíkur-
borgar ætlar að
setja á laggirnar
sérstaka vakt
fyrir foreldra og
börn af erlendum
uppruna. Hefur
þessi hópur ein-
angrast mjög
undanfarið
vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á
landi. Er svo komið að tekið er að
fjara undan tengslum þessara
barna við skóla sinn.
„Staða þessara barna er mikið
áhyggjuefni. Á sama tíma berast
okkur þau tíðindi að foreldrarnir
hafi einnig lokað sig af. En þeir
segja; ef ég veikist þá höfum við
ekkert bakland hér,“ segir Helgi
Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frí-
stundasviðs Reykjavíkurborgar.
Sabine Leskopf, formaður fjöl-
menningarráðs Reykjavíkur-
borgar, segir hljóðið í innflytjend-
um vera „allt öðruvísi“ en í
Íslendingum. Þeir hafi miklar
áhyggjur af kórónuveirunni og vilji
frekar hafa börnin heima en í skól-
anum. »2-6, 11-14
Fólk Innflytjendur
einangra sig frekar.
Borgin mun vakta
sérstaklega börn
innflytjenda