Morgunblaðið - 01.04.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 01.04.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Heilu fjölskyldurnar einangrað sig  Innflytjendur vilja láta loka skólum líkt og í heimalandinu  Hafa áhyggjur af því að skorta bakland Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Staða þessara barna er mikið áhyggjuefni. Á sama tíma berast okkur þau tíðindi að foreldrarnir hafi einnig lokað sig af. En þeir segja; ef ég veikist þá höfum við ekkert bakland hér á landi,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborg- ar. Vísar hann í máli sínu til foreldra og barna af erlendum uppruna. Hefur þessi hópur einangrast mjög undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi. Er svo komið að tekið er að fjara undan tengslum þessara barna við skóla sína. Hafa skólastjórnendur meðal annars lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa í samtölum sínum við Morgunblaðið síðustu daga. „Við ætlum að setja á laggirnar sérstaka vakt í kringum þennan hóp. Ástandið er ekki að breytast á næstunni og ljóst að skólahald verður með takmörkunum eftir páska. Það skiptir gríðarlega miklu máli að halda góðum tengslum og vita hvað þau eru að gera svo fólk heltist ekki úr lestinni,“ segir Helgi. Krefjast harðari aðgerða Sabine Leskopf, formaður fjöl- menningarráðs Reykjavíkurborgar, segir hljóðið í innflytjendum vera „allt öðruvísi“ en í Íslendingum. „Þessir foreldrar senda börn sín síður í skólann, hafa miklar áhyggj- ur og vilja frekar hafa börnin heima. Frá sínum heimalöndum fá þau fréttir af lokuðum skólum og krefjast þess einnig hér til að vernda börnin. Annað atriði sem kann að skýra þetta er mikil áhersla innflytjenda á börnin. Ís- lenskt samfélag leggur skiljanlega áherslu á þá sem eldri eru, en eldri ættingjar innflytjenda eru aftur á móti ekki hér,“ segir Sabine. Þá segir hún einnig vantraust í garð kerfisins vera fremur ríkjandi meðal innflytjenda á Íslandi og kann það að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að halda börnum sínum heima. „Þessi hópur ber oft saman skólakerfið hér og í heimalandinu og það er margt öðruvísi. Þetta er mjög vandmeðfarið og flókið verk- efni.“ Helgi Grímsson Sabine Leskopf Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að skráð atvinnuleysi hafi verið 7,5 til 8% í nýliðnum mánuði, mars, en fari hækkandi og verði 12-13% í apríl en 11-12% í maí. Spáir Vinnumála- stofnun því að atvinnuleysi verði að meðaltali 8% á árinu. Kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu frá félagsmálaráðuneytinu. Vinnumálastofnun höfðu við lok dags í gær borist 25 þúsund umsókn- ir um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli, með svo- kallaðri hlutastarfaleið. Um helm- ingur umsókna er frá fólki sem starf- ar við ferðaþjónustu og tengdri starfsemi, 17% umsókna er frá fólki sem starfaði við verslun og vöru- flutninga og 11% frá þeim sem starfa við iðnað, byggingar, sjávarútveg eða landbúnað. Flestar eru umsóknirnar af höf- uðborgarsvæðinu, tæplega 17 þús- und, 3 þúsund eru af Suðurnesjum og 1.750 af Suðurlandi. Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni félags- málaráðherra í tilkynningunni að þessi fjöldi umsókna sýni að aðgerð- irnar virki. Boðar hann frekari við- brögð. 900 manns sagt upp Í mars tilkynntu 22 fyrirtæki um hópuppsagnir og missa 900 manns vinnuna í kjölfar þess. Vinnumála- stofnun vinnur að greiningu á hóp- uppsögnunum, að sögn Unnar Sverrisdóttur forstjóra. Eitt þeirra fyrirtækja sem til- kynntu um hópuppsögn er Penninn ehf. Þar var 90 starfsmönnum af alls 250 sagt upp störfum. Starfshlutfall annarra starfsmanna hefur verið skert. Uppsagnirnar ná til allra deilda en aðallega er um að ræða starfsfólk sem ekki nær 45% starfs- hlutfalli og fellur því ekki undir hlutastarfaúrræði stjórnvalda. Fyrirtækið hefur þurft að loka versl- unum vegna ástandsins. helgi@mbl.is Spá 12-13% atvinnuleysi  25 þúsund manns minnka starfshlutfall Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Verslun Penninn hefur þurft að loka verslunum og skerða afgreiðslutíma. Kalt verður í veðri næstu daga og fram eftir morgni í dag, miðvikudag, verður hraglandi af norðri víða um landið norðan- og austanvert. Á láglendi verður vægt frost en kaldara inn til landsins. Nokkurn snjó gæti sett niður og færð á hæstu fjallvegum spillst. „Þetta skot stendur ekki lengi og snjóinn tekur fljótt upp aftur,“ seg- ir Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur. „Páskanir eru oft þessa fyrstu daga í apríl, en fáeinum dög- um síðar nú. Við getum því nefnt þetta páskahret,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið. Skírdagur er á fimmtudag í næstu viku og veðrátta nyrðra helst brokkgeng fram á páskahelg- ina. Veður verður þó skárra sunn- anlands en nyrðra. „Upp úr pásk- um gera langtímahorfur ráð fyrir að veður fari hlýnandi. Lágum loft- þrýstingi á Grænlandshafi fylgir væntanlega sunnanátt sem opnar fyrir hlýja strauma sunnan úr Atl- antshafi og og því ætti að fylgja betri tíð. Allt er þetta byggt á spá- reikningum og þegar þeir gilda nokkra daga fram í tímann eru þeir spá og ekki annað,“ segir Einar. sbs@mbl.is Hraglandi og kuldi Einar Sveinbjörnsson  Hret nyrðra  Suð- læg átt eftir páska Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vegna kórónuveirunnar er ferðatíðni Air Iceland Connect í dag nú aðeins 10-15% af því sem uppsett áætlun fyrirtækisins gerði ráð fyrir. Far- þegar eru sömuleiðis mun færri en áður. Á vegum félagsins eru nú flognar tvær ferðir á dag til Ak- ureyrar þrjá til fjóra daga vikunnar, þá í kringum helgar. Annars er ein ferð á dag milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar og eins Egilsstaða. Til Ísa- fjarðar er flogið aðeins þrisvar í viku. Flug til Grænlands sem hefur verið stór þáttur í starfsemi félagsins ligg- ur niðri, utan leiguferðir með frakt. „Samkomu- bannið hefur gert að verkum að ým- is mannamót; ráð- stefnur, tónleikar, íþróttamót og fleira slíkt hefur dottið út og fólk er því minna á ferðinni. Fækkunin er mjög mikil,“ sagði Árni Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Air Iceland Con- nect, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ekki hafi verið annar valkostur í stöðunni en að fækka ferðum, enda þurfi í flugrekstri jafnan að bregðast fljótt við síbreytilegum aðstæðum. – Ekki hefur komið til uppsagna starfsfólks en starfshlutföll hafa ver- ið lækkuð – í mótleik við ráðstafanir ríkisins. Í ferðirnar sem nú eru flognar á vegum Air Iceland Connect eru not- aðar vélar af minni gerðinni í flota fé- lagsins, Bombardier Q 200. Þær taka 39 farþega en í hverri ferð nú eru þeir aðeins um 30, vegna reglna um fjarlægðir með tilliti til smithættu. Í gær var tilkynnt að samþætta ætti rekstur Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, og móðurfélagsins Icelandair. Félögin verða þó áfram með sitthvort flug- rekstrarleyfið og áhafnir Air Iceland Connect verða áfram starfsmenn þess félags – en rekstrarsvið og upp- lýsingatækni verða sameinuð. Þessu fylgir að Árni Gunnarsson hættir hjá Air Iceland Connect og tekur við sem framkvæmdastjóri Iceland Tra- vel á næstu vikum. „Í því ástandi sem nú ríkir erum við að leita allra leiða til hagræðingar í rekstri Icelandair Group og teljum við mikil tækifæri í því að samþætta flugrekstur okkar enn frekar,“ segir Bogi Nils Boga- son, forstjóri Icelandair Group, í til- kynningu sem gefin var út í gær. Ferðir Air Iceland Connect nú aðeins 10-15% af áætlun  1-2 Akureyrarferðir á dag  Móðurfélagið Icelandair yfirtekur reksturinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Flugvélar Air Iceland Connect á Reykjavíkurvelli. Blásarar með barka dæla heitu lofti inn í vélarnar sem eru varðar fyrir skemmdum með þessu móti. Árni Gunnarsson Skannaðu kóðann til að lesa lengri útgáfu á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.