Morgunblaðið - 01.04.2020, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
NJÓTUMMINNINGANNA
www.aman.is
Tangarhöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 533 1020 • aman@aman.is
er okkar fag
Víngerð
Nýttu þér frábæra netverslun Ámunnar
www.aman.is
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR
Helgi Bjarnason
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Þór Steinarsson
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, segir mikilvægt að
skoða hvort einhver tengsl eru á milli
breytileika í erfðamengi kórónu-
veirunnar og þess hvernig fólk veik-
ist. Við raðgreiningu sýna hjá fyrir-
tækinu hafa komið í ljós að minnsta
kosti 40 stökkbreytingar á veirunni
og að minnsta kosti einn einstakling-
ur hefur greinst með tvö afbrigði af
henni.
„Það sem skiptir máli núna er ekki
bara að sjá allan þennan fjölbreyti-
leika í veirunni heldur að byrja að
skoða hvort það eru einhver tengsl á
milli breytileika í erfðamengi veir-
unnar og þess hvernig fólk fer út úr
sjúkdómnum,“ segir Kári og útskýrir
nánar:
„Sumir fá milt kvef en aðrir enda í
öndunarvél. Spurning er hvað það er
sem gerir það að verkum að menn
fara svona misjafnlega út úr veirunni.
Einn möguleiki er að það eigi rætur
að rekja í mismunandi raðir í erfða-
mengi veirunnar og það búi til mis-
munandi svar fólks sem sýkist. Hinn
möguleikinn er sá að það sé breyti-
leiki í erfðamengi fólksins eða ein-
hver samblanda af þessu tvennu.“
Skima úti á landi
Íslensk erfðagreining er að undir-
búa það að skima fólk víðar en á höf-
uðborgarsvæðinu. Kári nefnir Vest-
mannaeyjar og Austurland sem staði
sem hugsanlega yrði byrjað á og
Norðurland kæmi þar á eftir.
Enn er verið að taka sýni úr fólki
sem átti bókaðan tíma í Turninum í
Kópavogi en ekki var hægt að af-
greiða vegna skorts á pinnum. Kári
segir að opnað verði fyrir bókanir
mjög fljótlega.
Aðeins 29% þeirra sem greindust
með kórónuveirusmit á síðasta sólar-
hring voru í sóttkví. Er það talsvert
lægra hlutfall en verið hefur því hlut-
fallið hefur verið að meðaltali yfir
50% og það hefur verið talið benda til
góðs árangurs aðgerða yfirvalda.
Nú liggja 35 sjúklingar á spítala, 5
fleiri en í gær, og þar af 11 á gjör-
gæslu. Níu þeirra eru í öndunarvél.
Almannavarnir hafa verulegar
áhyggjur af því álagi sem gæti skap-
ast á heilbrigðiskerfið virði fólk ekki
leiðbeiningar um að ferðast sem
minnst um páskana. Víðir Reynisson,
yfirlögregluþjónn hjá almannavarna-
deild ríkislögreglustjóra, sagði á upp-
lýsingafundi í gær að fyrir þessum
tilmælum væru þrjár ástæður sem
allar snúa að hugsanlega auknu álagi
á lítillar heilsugæslu á stórum sum-
arhúsabyggðum.
Veruleg hætta væri á umferðar-
slysum þegar margir væru á ferðinni.
Þá gætu þúsundir safnast saman á
tiltölulega litlum svæðum. Loks væri
það mikið áhyggjuefni að fólk sem
hópaðist saman fjarri heimilum sín-
um gleymdi sér í nýju umhverfi,
breytti um venjur, og skapaði þannig
aukna smithættu.
Taldi Víðir þó ekki koma til greina
að herða samkomubannið fyrir páska
né að banna fólki að fara í sumarbú-
staði eins og gert er til dæmis í Nor-
egi við litlar vinsældir íbúanna.
Rakningarappið kynnt í dag
Hönnun og öryggisprófanir á smit-
rakningarappi er á lokastigum. Allar
líkur eru á því að smáforritið komist í
gagnið í dag. Þetta upplýsti Alma D.
Möller landlæknir á upplýsingafund-
inum í gær, en hún fjallar um appið í
grein í Morgunblaðinu í dag.
Notkun smáforritsins byggir á tvö-
földu samþykki. Fólk þarf að sam-
þykkja að hlaða því inn á símann.
Appið safnar þá uppýsingum um
ferðir fólks í gegn um GPS-tæknina
og geymir þær í símanum. Ef notandi
greinist með smit verður hann aftur
að veita smitrakningarteyminu leyfi
til að nota upplýsingarnar sem appið
hefur safnað.
Sagði Alma að mikið öryggi væri í
appinu og það hefði verið vottað af
óháðum aðila. »15
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 30 1.751
Útlönd 0 0
Austurland 5 190
Höfuðborgarsvæði 853 4.489
Suðurnes 51 393
Norðurland vestra 22 363
Norðurland eystra 33 399
Suðurland 114 782
Vestfirðir 4 194
Vesturland 23 318
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands Erlendis
Óþekktur
17.904 sýni hafa verið tekin
198 einstaklingar hafa náð bata
6.214 hafa lokið sóttkví
35 eru á sjúkrahúsi
2 einstaklingar eru látnir
11 á gjör-gæslu
935 manns eru í einangrun
Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar
Upplýsingar eru fengnar af
covid.is og landspitali.is
1.135 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
8.879 manns eru í sóttkví
1.000
800
600
400
200
1.135
28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30.
65%
9%
26%
Vill kanna ástæður veikinda
Kári Stefánsson segir mikilvægt að skoða ástæður þess að sumir veikjast lítið en aðrir mikið Áhrif
breytileika erfðamengis veirunnar könnuð Almannavarnir hvetja fólk til að ferðast sem minnst um páska
Ljósmynd/Lögreglan
Í sviðsljósinu Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma D. Möller, Páll Matthíasson og Hulda Hjartardóttir.
Spálíkan um heildarfjölda virkra smita
Fjöldi greindra smita að frádregnum fjölda þeirra sem hafa náð bata
Við erum hér
Líklegasta spá Svartsýn spá
Staðfestur fjöldi
Byggt á spálíkani á
covid.hi.is frá 30.3. 2020
LÍKLEGASTA SPÁ:
Hámark í fyrstu viku
apríl, um 1.200 manns
með virkan sjúkdóm
1.800
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
2.3. 9.3. 16.3. 23.3. 30.3. 6.4. 13.4. 20.4. 27.3.
SVARTSÝN SPÁ:
Um 1.800 með
virkan sjúkdóm
Fjörutíu og tveggja ára kona sem
var útskrifuð af bráðamóttöku
Landspítalans í Fossvogi á fimmtu-
daginn í síðustu viku lést innan við
sólarhring eftir heimkomu. Andlát-
ið hefur verið tilkynnt til embættis
landlæknis.
„Þetta er alvarlegt atvik,“ sagði
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, þegar hann var spurður
um málið á upplýsingafundi Al-
mannavarna í gær.
Málið er til skoðunar innan spít-
alans og telur Páll ekki viðeigandi
að hann tjái sig frekar um það á
þessu stigi.
Samkvæmt upplýsingum spít-
alans hefur álag á bráðamóttöku
verið með minna móti frá því kór-
ónuveirufaraldurinn hóf að breið-
ast út hér á landi en meðal annars
er skoðað hvort einhver álags-
toppur hafi haft áhrif í þessu tilviki.
erla@mbl.is
Andlát tilkynnt
til landlæknis
Ákveðið hef-
ur verið að
makar og
aðrir að-
standendur
fái ekki að
vera við-
staddir á
skurðstofu
þegar keis-
araskurðir
eru gerðir.
Kom þetta fram í máli Huldu
Hjartardóttur, yfirlæknis fæð-
ingarþjónustu á kvenna- og
barnasviði Landspítala, á upp-
lýsingafundi vegna kórónu-
veirufaraldursins.
Sagði hún að maki eða annar
frískur aðstandandi fengi að
heimsækja móður og barn þegar
þau væru komin aftur inn á
deild.
Hulda tók fram að ekkert
benti til þess að þungaðar konur
verði sérstaklega veikar, eins og
í fyrri sambærilegum faröldrum,
heldur virtust þær þvert á móti
veikjast eins og annað ungt fólk
og jafnvel síður en jafnaldrar.
Sama sé að segja um nýbura,
þeir virðist ekki fá veikindin og
þau smitist ekki í gegnum
fylgju.
Hún sagði að þær íþyngjandi
aðgerðir sem gripið hefur verið
til á deildinni og tilmæli til þung-
aðra kvenna um að gæta sín
væru til að vernda starfsemina.
Heilbrigðisþjónustan hér væri
viðkvæm og einangruð og fáir
sérfræðingar í hverri grein. Því
þurfi að gera allt sem mögulegt
er til að vernda starfsemina svo
hún geti sinnt sínu hlutverki.
Fylgjast ekki
með keisara
REGLUR Á FÆÐINGARDEILD
Hulda Hjartardóttir