Morgunblaðið - 01.04.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 01.04.2020, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn er ekkifarið aðsjást til sólar í heimsfar- aldrinum, og hef- ur fjölgun tilfella á heims- vísu síðustu daga verið geigvænleg. Þá eru fyr- irsjáanleg eftirköst hans jafnvel enn meira ógnvekj- andi, en á þessari stundu lítur út fyrir að það geti tekið helstu iðnríki heims langan tíma að ná sér að fullu eftir hið snögga stopp, sem faraldurinn hefur or- sakað. Þessara áhrifa gætir ekki síst innan ríkja Evrópu- sambandsins sem logar nú stafnanna á milli vegna deilna milli aðildarríkjanna um hvernig eigi að takast á við efnahagsvandann. Ekki síst gætir mikillar reiði á Ítalíu og á Spáni, sem hafa þurft að bera þyngstu byrð- arnar í baráttunni gegn kórónuveirunni, þar sem viðbrögð Evrópusambands- ins við neyðarkalli ríkjanna voru hæg og báru þess merki að fáir af embætt- ismönnunum í Brussel skildu við hvað var að eiga eða höfðu áhuga á að Evr- ópusambandið tækist á við vandann. Ítalir vilja nú að Evrópu- sambandsríkin standi sam- eiginlega að endurreisn efnahags aðildarríkjanna, sér í lagi efnahag þeirra sem farið hafa hvað verst úr kórónuveirunni, með því að veita neyðarlán úr vara- sjóðum evrópska seðla- bankans upp á um 500 millj- arða evra. Hefur Guiseppe Conte forsætisráðherra varað við því að Evrópu- samstarfið sjálft eigi á hættu að glata tilverurétti sínum ef ekki verði brugðist rétt við. Þá lofaði Conte því, að Ítalir myndu ekki þiggja lán með svipuðum afarkost- um og Grikkir fengu á sín- um tíma í evrukrísunni 2012. Þá þegar sáust brestir milli ríkjanna í norðri og suðri þar sem Þjóðverjar kröfðust aga í fjármálum gagnvart öðrum ríkjum og settu efnahagslega veik- burða ríkjum afarkosti sem urðu til þess að þau sukku í skuldafen sem þau hafa ekki komist út úr. Hollendingar standa nú með Þjóðverjum gegn því að gefin verði út „kórónuskulda- bréf“, og hefur Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, frekar talað fyrir ströngum skilyrðum fyrir öllum lán- veitingum. Í liðinni viku sáust brest- irnir enn skýrar. Ítalir og Spánverjar neituðu að sam- þykkja ályktun leiðtoga- fundar Evrópusambands- ins, og hótuðu því að sambandið yrði að finna lausnir fyrir næstu helgi eða taka afleiðingunum. Í slíkum orðum kristall- ast mikil reiði, og skilj- anlega, því að öll viðbrögð sambandsins sem og aðild- arríkjanna við kórónuveiru- araldrinum hafa í raun veg- ið að hugmyndinni um samstarf Evrópuríkjanna. Nær öll innri landamæri ríkjanna eru nú lokuð, og þau fyrstu sem lokuðu voru landamæri Ítalíu að Aust- urríki og Slóveníu, sem ákváðu lokunina einhliða. Ítalir óskuðu því næst formlega eftir öndunar- grímum og öðrum búnaði sem gæti hjálpað þeim að berjast við faraldurinn, en komu sömuleiðis að lok- uðum dyrum hjá öllum Evr- ópusambandsríkjunum, sem sum hver bönnuðu út- flutning á slíkum vörum, jafnvel innan sambandsins. Kínverjar komu þá Ítölum til bjargar og útveguðu það sem reyndist „innri mark- aðnum“ um megn. Kórónuveiran hefur þannig í raun vegið illilega að hugmyndinni um aukinn samruna Evrópusambands- ríkjanna. Hver er sjálfum sér næstur, segir orðtakið, og sú hefur verið upplifun Ítalíu, eins af stofnríkjum Evrópubandalagsins og þess sem varðveitir sjálfan Rómarsáttmálann. Þar hafa enda heyrst úr óvæntum áttum raddir í þá átt, að mögulega eigi Ítalir að huga að því, hvort framtíð þeirra og hagsmunum sé virkilega best borgið innan vébanda sambands, sem bregst þegar mest liggur við. Slæleg viðbrögð í Brussel ógna tilverurétti ESB} Hriktir í stoðum Evrópusambandsins Þ eir sem villast af réttri leið þurfa að finna hana aftur, en það er ekki alltaf auðvelt. Margir töldu að í kjölfar hrunsins myndi koma fram ný tegund stjórnmálamanna. Fólk sem einbeitti sér að lausnum á vanda sam- félagsins, en ekki eigin pólitískum markmiðum og karpi um aukaatriði. Vandaðir stjórn- arhættir yrðu settir í forgang. Raunin hefur orðið önnur. Lýðskrum hefur aldrei verið meira og kjósendur fagna lodd- urum með einfaldar lausnir eins Trump, þó að einnig megi finna nærtækari dæmi. Sem betur fer báru íslenskir stjórnmálamenn gæfu til þess að greiða niður skuldir til þess að búa þjóð- arbúið undir næstu kreppu, jafnvel þó að nú- verandi ríkisstjórn hafi eytt um efni fram. Á örlagatímum er mikilvægt að líta um öxl og læra af reynslunni. Meðalið má ekki verða hættulegra en sjúkdómurinn. Mörg dæmi eru um það að eftir hrunið hafi bankamenn fært eignarhald á fyrirtækjum til vildarvina. Því fór fjarri að allir sætu við sama borð. Nú kreppir aftur að og strax eru blikur á lofti um að einhverjir ætli að nýta sér stöðuna sér til framdráttar. Því er gott að stjórnvöld hafi nokkrar einfaldar reglur í huga: 1. Ekki reyna að gera of margt í einu Ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur tókst á við mörg stórverkefni samtímis og lauk engu þeirra. Það var ekki einu sinni samstaða innan stjórnarliðsins, hvað þá að reynt væri að ná til stjórnarandstöðunnar. 2. Útskýrið vandann fyrir almenningi Ef menn ætla að fara í grundvallarbreytingar er nauðsynlegt að hafa sterkan talsmann. Almenningur vill gjarnan flykkja sér að baki leiðtoga sem skýrir hvert ber að stefna. 3. Notið mál sem almenningur skilur Stjórn- málamenn með mikla reynslu segja frá því, að um leið og einhver nefnir hagvöxt, fram- leiðni eða raungengi sé eins og þoka setjist milli ræðumanns og áheyrenda. 4. Endurtakið skref 2 og 3 Stuðningur al- mennings er ekki föst stærð. Þess vegna þurfa menn að flytja fagnaðarerindið aftur og aftur. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. 5. Stillið væntingum í hóf Þessu ráði er erfitt að fylgja. Þolinmæði er fágæt dyggð. 6. Fylgist með viðhorfi almennings, for- dómum og misskilningi Stjórnmálamenn eiga ekki að elta almenningsálitið, en þeir þurfa samt að fylgjast með því. Það er ekki létt verk að ætla að breyta lífsviðhorfi fólks, en það getur þó gerst þegar meiriháttar viðburðir eins og hrunið verða. Þeir stjórnmálamenn sem skilja það verða ofan á. 7. Setjið sanngirni í forgang Ef það er eitthvað sem al- menningur þolir ekki þá er það að mismunað sé milli Jóns og séra Jóns. Leiðin til þess að komast hjá þessu er að ástunda vandaða stjórnsýslu, gagnsæi og jafnræði. Ekkert er stjórnmálamanni jafnmikils virði og traust. Menn eru lengi að ávinna sér það og fljótir að tapa því aftur. Benedikt Jóhannesson Pistill Sjö ráð í kreppu Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Brýnt er að halda til hagaupplýsingum, heimildumog frásögnum um þá at-burði sem nú eru að gerast fyrir þá sem á eftir koma,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands og sagnfræðingur, þegar hann er spurður hvernig kórónuveiru- faraldurinn sem nú skekur Ísland og heimsbyggðina alla, horfir við honum sem sagnfræð- ingi. „Við þekkjum þetta frá fyrri tíð, metum til dæmis mikils frásagnir úr spænsku veik- inni 1918 og brotakenndar heimildir um far- sóttir fyrri alda. Að sama skapi er sárt þegar ein- faldar upplýsingar vantar úr liðinni tíð, upplýsingar sem hefði verið svo auðvelt að veita. Þannig hefðu skrif- arar Íslendingasagna vel mátt hefja þær hverju sinni á því að geta þess hver eða hverjir væru höfundar þeirra. Væntanlega þótti þeim það bara ekki í frásögur færandi eða þeir höfðu það ekki á hreinu þegar fram liðu stundir,“ segir Guðni. Hann segir að fjölmiðlar hafi gegnt lykilhlutverki við skráningu sögunnar þegar henni vindur fram. „Blaða- og fréttamenn vinna fyrsta uppkast sögunnar, var eitt sinn sagt. Um okkar daga bætast samfélags- miðlarnir við. Þar úir og grúir af fróðlegum frásögnum en kannski sumum sagnfræðingum framtíðar- innar muni fallast hendur andspænis þeirri ofgnótt allri. Er þá ekki betra að þurfa aðeins að vinsa úr bréfa- bunkum, nokkrum dagblöðum og stöku dagbókarfærslum svo að horft sé til þess sem lifir frá dögum spænsku veikinnar hér á landi?“ hugsa kannski margir sagnfræð- ingar. Of nærri viðburðunum Guðni segir að annar vandi sam- tímasögu felist í því að við stöndum of nærri viðburðunum. Um þetta kveðst hann gjarnan vitna í franska sagnfræðinginn Fernand Braudel sem sagði: „Við þurfum að varast þá sagnfræði sem er enn þrungin til- finningum þeirra sem upplifðu at- burðina. [...] Hún ber með sér reiði þeirra, drauma og glámskyggni.“ „Annars er öll saga samtímasaga þegar vel er að gáð,“ segir Guðni og vitnar í bók Ingu Huldar Há- konardóttur sagnfræðings, Fjarri hlýju hjónasængur, sem hann segir frábært rit um samskipti kynjanna og kúgun kvenna fyrr á öldum: „Öll sagnfræðiverk endurspegla samtíð höfundarins, hversu langt aftur í ald- ir sem viðfangsefnin eru sótt, og ég sé […] hvernig ég hef drukkið í mig áhrif af róttæku endurmati gilda sem átti sér stað upp úr 1968.“ Og Guðni vekur athygli á því að handritadeild Landsbókasafnsins hafi á dögunum sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er hvatt til að halda til haga persónu- legum heimildum um áhrif faraldurs- ins á sig og sína, t.d. hugleiðingar um viðburði hvers dags. „Þessar hugleið- ingar mætti handskrifa eða prenta úr tölvu og afhenda handritasafni. Hægt er að loka aðgengi að slíkum frásögnum ef gefandi vill, en þessar heimildir verða mikilvægur vitnis- burður fyrir sagnaritara framtíð- arinnar sem munu fjalla um þessa viðburði,“ segir í tilkynningu safns- ins. Fljótt fjallað um hrunið Ólíklegt að við þurfum að bíða í áratugi eftir fyrstu sagnfræðilegu umfjölluninni um kórónuveiruna. Hrunið 2008, sem að ýmsu leyti er sambærilegur atburður hér á landi hvað umfang og áhrif snertir, varð mjög fljótt viðfangsefni fræðimanna á mörgum sviðum hugvísinda. Þegar í júní 2009 sendi Guðni Th. Jóhann- esson frá sér fyrstu bókina um efnið, Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar. Þar dró hann upp mynd af atburðarásinni og studdist við heimildir af nýju tagi, tölvupósta, bloggskrif og færslur á samfélags- miðlum, auk frétta, blaðaskrifa og áð- ur óbirtra minnisblaða innan úr stjórnsýslunni. Í kjölfarið fylgdu margar bækur um einstaka þætti hrunsins og efnt var til ráðstefna og málþinga. Sumt af því efni sem Guðni studdist við, einkum persónulegar heimildir, er ekki lengur aðgengilegt á netinu og hætt er við því að söm verði einnig örlög ýmissa heimilda sem við höfum nú aðgang að. Ætla verður þó að mikilvægustu gögnin um faraldurinn, sem flest verða til í stjórnsýslunni, séu varðveitt til fram- tíðar, enda gilda um varðveislu op- inberra gagna strangar reglur sem Þjóðskjalasafnið hefur sett. Brýnt að halda heimildunum til haga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heimildir Upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn er miðlað til almenn- ings á daglegum blaðamannafundum almannavarna og sóttvarnayfirvalda. Guðni Th. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.