Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020
✝ Eysteinn Sig-urðsson fædd-
ist 11. nóvember
1939 í Reykjavík.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 21.
mars 2020. For-
eldrar hans voru
hjónin Þóra Eyj-
ólfsdóttir húsmóð-
ir, f. í Reykjavík
18.9. 1907, d. 9.12.
1995, og Sigurður
Sveinsson, fæddur á Kolstöðum
í Dölum 17.10. 1904, d. 13.6.
2006. Eysteinn var elstur fjög-
urra systkina. Systkini hans eru
Helga, f. 30.12. 1941, d. 23.3.
1985, Auður, f. 27.2. 1944, og
Hallsteinn, f. 1.4. 1945.
Eysteinn kvæntist 7. júlí 1962
Elísabetu Sigríði Magnúsdóttur,
næringarfræðingi og kennara,
f. 30.8. 1940. Þau skildu 1994.
Foreldrar hennar voru Sigríður
Benónýsdóttir húsmóðir, f.
12.11. 1915, d. 17.10. 2005, og
Magnús G. Guðbjartsson, vél-
stjóri og framkvæmdastjóri, f.
17.3. 1899, d. 14.6. 1976. Dætur
Eysteins og Elísabetar eru: 1)
Sigríður Erla, f. 14. apríl 1967,
rekstrarhagfræðingur. Eigin-
maður hennar er Jóhannes Her-
mannsson, sjávarútvegs-
Hann lauk cand. mag.-prófi í ís-
lenskum fræðum árið 1967. Ár-
ið 1973 hóf Eysteinn doktors-
nám í íslenskum bókmenntum
við Lundúnaháskóla, University
College, og lauk þaðan Ph.D.-
prófgráðu árið 1977.
Á námsárum sínum vann Ey-
steinn í ýmsum deildum Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga
(SÍS). Eftir að hann lauk námi
frá HÍ var hann blaðamaður á
dagblaðinu Tímanum en hóf svo
fljótlega störf í fræðsludeild SÍS
við ritstörf. Í nokkur ár kenndi
hann íslensku við Samvinnu-
skólann. Eysteinn lauk námi í
uppeldis- og kennslufræðum við
HÍ 1986 og starfsferli sínum
lauk hann síðan árið 2007 við ís-
lenskukennslu í Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík, Vélskóla
Íslands og Fjöltækniskóla Ís-
lands, eftir sameiningu tveggja
fyrrgreindra skóla.
Frá unga aldri tók Eysteinn
virkan þátt í skátastarfi og var
hann í ritstjórn og síðar ritstjóri
Skátablaðsins um tíma. Ey-
steinn var virkur í starfi Sam-
bands ungra framsóknarmanna
og gekk til liðs við Frímúrara-
regluna. Á seinni árum stundaði
Eysteinn útivist og fjallgöngur
af kappi og naut þess vel. Þar
kynntist hann sambýliskonu
sinni, Sigrúnu Jónsdóttur.
Eysteinn veiktist alvarlega fyrir
rúmum þremur árum.
Útför hans fór fram í kyrr-
þey sökum aðstæðna í samfélag-
inu.
fræðingur, f. 7.2.
1960. Sonur þeirra
er Eysteinn Örn, f.
16. ágúst 2005.
Stjúpbörn Sigríðar
og börn Jóhann-
esar af fyrra hjóna-
bandi hans eru:
Hrafn, f. 1981,
Húni, f. 1982, Her-
mann, f. 1989,
Hulda, f. 1990, og
Erlendur, f. 1991.
Barnabörn Sigríðar og Jóhann-
esar eru tíu. 2) Þóra Björk, f.
17. janúar 1975, viðskiptafræð-
ingur. Eiginmaður hennar er
Gunnar Wedholm Helgason,
framkvæmdastjóri, f. 16. febr-
úar 1975. Synir þeirra eru Helgi
Valur Wedholm, f. 28. janúar
2004, og Baltasar Máni Wed-
holm, f. 12. desember 2005.
Sambýliskona Eysteins var
Sigrún Jónsdóttir, matráður, f.
1939. Þau slitu samvistum.
Eysteinn bjó frá unga aldri í
Fossvogsdalnum. Skólaganga
Eysteins hófst í Laugarnesskóla
og þaðan lá leiðin í Verzlunar-
skóla Íslands. Hann lauk fyrst
verslunarprófi 1958 og stúd-
entsprófi 1960. Eftir stúdents-
próf hóf Eysteinn nám í ís-
lensku við Háskóla Íslands.
Elsku pabbi.
Nú komið er að leiðarlokum.
Ég er þér þakklát fyrir þau
gildi sem þú ólst mig upp í, sið-
ferðisleg, varðandi menntun og
hvernig þú kenndir mér að
koma fram við náungann. Upp-
lýstir mig um skyldu mína til
þjónustu og framlags til sam-
félagsins. Þú varst algjörlega
ótengdur við efnishyggju og
nægjusemin var í hávegum
höfð. Þú trúðir því að menntun
og menning væru gleðigjafar
lífsins og að þeim gildum bý ég
og er þakklát fyrir þau.
Ég er þér þakklát fyrir það
sem þú gerðir fyrir strákana
mína og hvernig þú kenndir
þeim að meta íslenska náttúru
og kenndir þeim tungumál. Sin-
fóníuáhuginn og áhugi á klass-
ískri tónlist og óperum var þér
hugleikinn og ég fékk þann
áhuga beint í æð eftir að hafa
kynnst því inni á æskuheimil-
inu.
Síðustu árin þín, eftir
veikindin, voru þeir frekar erfið
og við áttum margar samveru-
stundir á Hrafnistu þar sem ég
reyndi að gleðja þig og hressa
þig við. En fjöllin, náttúran og
ferska loftið kölluðu sífellt á þig
og var það erfitt fyrir þig að
komast ekki út í náttúruna í
göngur.
Minning um þig lifir sem
kraftmikinn og afkastamikinn
fræðimann og náttúruunnanda.
Far þú í friði, elsku pabbi, og
takk fyrir allt og allt.
Þín
Þóra.
Ég hitti dr. Eystein fyrst
haustið 1999 þegar mér var
boðið í veislu hans. Eðlilega var
ég örlítið stressaður að hitta
föður dömunnar sem ég var ný-
lega byrjaður í sambandi við.
En í stuttu máli sagt þá voru
þær áhyggjur óþarfar þar sem
við Eysteinn náðum strax mjög
vel saman og skemmdi það ekki
fyrir að ég var kominn af mikl-
um framsóknarættum og að
nokkrir úr föðurfjölskyldu
minni höfðu unnið með honum í
Sambandinu á sínum tíma.
Áhugamál okkar beggja er
varðar fjallgöngur um náttúru
landsins, ég með byssu í hendi
og hann með göngustafi, sköp-
uðu oft skemmtilegar umræður
um staði á landinu sem við höfð-
um báðir komið á og upplifað
fallegar minningar. Oftar en
ekki þekkti hann sögu staðanna
og kom með skemmtilega inn-
sýn á staðhætti.
Eysteinn var mikil fjallageit
og voru fáir staðir sem hann
hafði ekki komið á og margar
greinar og rit sem sem hann
skrifaði um gönguferðir og stað-
hætti um Ísland.
Þegar synir okkar Þóru
komu í heiminn var það eitt af
því fyrsta sem hann gerði þegar
þeir fóru að labba að fara með
þá í gönguferðir um náttúru Ís-
lands. Gönguferðir upp á Esju
og Helgafell voru algengar og
þá voru alltaf hafðar með
súkkulaðirúsínur til að múta
litlum löppum til að fara aðeins
lengra upp á fjallið.
Eysteinn var mikill tungu-
málamaður og var hann dugleg-
ur að taka strákana heim til sín
og fræða þá um hinu ýmsu
tungumál eins og esperantó,
ensku og kínversku.
Sagna Eysteins um landið
okkar verður sárt saknað hjá
okkur strákunum sem og
gönguferðanna.
Hvíl í friði, elsku tengda-
pabbi.
Gunnar Wedholm.
Elsku afi, ég þakka þér inni-
lega fyrir allar þessar skemmti-
legu minningar um fjallaferð-
irnar sem við fórum saman
þegar við fórum upp á Helga-
fell, Úlfarsfell og mörg fleiri
fjöll. Ég man svo vel eftir að fá
alltaf prins póló og kókómjólk á
toppnum. Svo fórstu oft með
mig í IKEA og við fengum okk-
ur ís. Meðan ég, mamma og
pabbi bjuggum í Kína og kom-
um til Íslands í heimsókn fannst
mér alltaf svo hlýleg tilfinning
að sjá þig hinumegin við hliðið í
Keflavík að koma og sækja okk-
ur. Það er samt eitt sem ég skil
ekki enn, að þú vildir alltaf
kenna mér frönsku í tölvunni
þinni með geisladiskinum sem
þú keyptir í Frakklandi. Þú
vildir fara með mig í Eysteins-
dal á Snæfellsnesi en við náðum
ekki að klára það áður en þú
fórst svo ég fer þangað og
hugsa til þín.
Elsku afi, hafðu það gott þar
sem þú ert núna og ég hugsa til
þín, þinn
Eysteinn Örn.
Elsku afi Eysteinn, takk fyrir
allt.
Ég mun alltaf muna eftir öll-
um gönguferðunum okkar, sér-
staklega þeirri þegar við geng-
um upp á Helgafell. Það sem
var einnig gífurlega skemmti-
legt við fjallgöngurnar var það
hvað þú komst alltaf með mikið
og gott nesti, sérstaklega prins
póló og kókómjólk. Þegar ég lít
til baka þá átta ég mig á því að
þessar tilteknu gönguferðir eru
með fyrstu minningum mínum
um útiveru í náttúrunni, þú átt
stóran part af því af hverju ég
elska íslenska náttúru.
Þú komst oft á fótboltamót
hjá okkur bræðrunum og fyrir
það er ég ævinlega þakklátur.
Einnig hjálpaðirðu mér mikið
við námið og það var alltaf hægt
að leita til þín.
Ein af mörgum skemmtilegu
minningum er þegar þú sóttir
mig reglulega eftir skóla í 3.
bekk og við keyrðum í Hafnar-
fjörðinn, fórum í IKEA og borð-
uðum pylsu og ís. Eftir það var
keyrt heim til þín og við reynd-
um okkar besta við að læra kín-
versku, því markmiðið var að
heimsækja Eystein frænda sem
bjó í Kína.
Takk fyrir allt, elsku afi, þín
verður sárt saknað.
Helgi Valur Wedholm.
Sumarið 1955 fórum við 12
skátar á aldrinum 14 til 17 ára á
tvö skátamót í Bretlandi, áttum
saman ógleymanlegt ævintýri,
sem byrjaði strax á þriðja far-
rými á Gullfossi. Við áttum
fyrst skemmtilega daga í Ed-
inborg. Alþjóðlega flokkamótið í
Gilwell Park, þar sem höfuð-
stöðvar skátahreyfingarinnar
eru til húsa, var engu líkt og
skátamótið í Seven Oaks á
Kentskaga fullkomnaði einstakt
ferðalag. Við áttum góða daga
með breskum fjölskyldum í
Lundúnum og í Maidstone og
eignuðumst vini til lífstíðar í
Edinborg, og þar tókum við
m.a. þátt í heiðursverði á Ed-
inborgarhátíðinni.
Þessi sex vikna ferð og undir-
búningurinn fyrir hana, sem var
mikill og strangur, var upphafið
að órjúfanlegri vináttu. Við lifð-
um nærveru hver annars og
samveru svo sterkt, að við
hnýttum þau bönd, sem halda
langt út yfir gröf og dauða. Ey-
steinn er sá þriðji okkar, sem
yfirgefur hið jarðneska líf, hann
er farinn heim, eins og við skát-
arnir nefnum þessa umbreyt-
ingu.
Eysteinn var góður félagi,
það var engin lognmolla í kring-
um hann. Við áttum dýrmætar
stundir saman, ungir menn,
vorum allir saman í ritstjórn
Skátablaðsins um tíma og þar
lét Eysteinn sitt ekki eftir
liggja, var óþrjótandi við að
skrifa greinar eða þýða. Hann
tók svo við sem ritstjóri blaðs-
ins og fórst það mjög vel úr
hendi.
Árin liðu, lífsbaráttan tók við
og tími til samfunda minnkaði.
Nokkrir okkar bjuggu erlendis í
lengri eða skemmri tíma. Alltaf
vissum við þó hver af öðrum og
fylgdumst með, og þegar fór að
hægjast um og við komnir á efri
ár náðum við saman aftur, átt-
um góða fundi saman, fórum í
ferðalög, nutum þess að tengja
æskuárin við ellina, sem okkur
fannst þó víðs fjarri. Sérstak-
lega minnist ég samverustund-
ar, þegar við minntumst þess,
að 50 ár voru liðin frá Bret-
landsferðinni.
Gráhausanafnið mun hafa
orðið til þegar líða tók á ferð-
ina. Fjárráðin voru lítil, gjald-
eyrishöftin leyfðu einungis tæp-
lega 23 pund á mann og flestir
okkar höfðu einungis þá upp-
hæð til að lifa fyrir í sex vikur.
Það kom í minn hlut að deila
hluta þessarar fjárhæðar út
vikulega við litlar vinsældir.
Töldu nokkrir félaganna sig
vera orðnir gráhærðir af
áhyggjum vegna fjárskorts, og
smám saman gengu allir í Grá-
hausafélagið, sem átti engan
stofnsjóð, en ánægjan og sam-
veran var ríkidæmi, sem mölur
og ryð fá ekki grandað.
Skátaflokkurinn Gráhausar
er fátækari eftir fráfall Ey-
steins. Minningin um hann
þjappar okkur saman og minnir
okkur á, að hver stund í þessu
jarðlífi er dýrmæt og hana þarf
að nýta vel. Við vottum fjöl-
skyldu hans dýpstu samúð okk-
ar og óskum þeim velfarnaðar.
Sigurveig, eiginkona mín, og
Elísabet, fyrrverandi eiginkona
hans, eru einnig saman í skáta-
flokki, sem hefur haldið þétt
saman og hist reglulega og farið
ásamt eiginmönnum í fjölda
ferða gegnum árin. Eysteinn
var þar, sem annars staðar,
skemmtilegur ferðafélagi, með-
an hans naut við. Einnig áttum
við góðar stundir saman á fund-
um í Frímúrarareglunni, en við
vorum um tíma í sömu stúku.
Við Sigurveig sendum dætr-
um hans og fjölskyldunni allri
samúðarkveðjur og þakklæti.
Pálmar Ólason.
Eysteinn er einn af þeim sem
ég hef þekkt allra manna
lengst. Við fórum fyrst saman á
skátamót í Gilwell Park, rétt
hjá London, 1955, og bjuggum
saman hjá Hunt-fjölskyldunni í
London í nokkra daga fyrir
mótið. Við fengum þar fyrstu
lexíuna í talaðri ensku, sem
dugði okkur vel á síðari dögum
ævinnar. Við vorum skátar af
lífi og sál, og vorum það enn
fram á síðasta dag.
Nú á síðustu árum hallaði
undan hjá Eysteini. Heilsu hans
hrakaði og var hann óánægður
með það hlutskipti. Hann lét sig
dreyma um að komast burt af
Hrafnistu, aftur á heimili sitt og
fá að aka bílnum sínum. Hann
var mikill fjallgöngumaður á ár-
um áður, skrifaði m.a. bók um
gönguleiðir á Esju, sem er góð
handbók fyrir alla fjallaunn-
endur. Hann dreymdi um að
komast aftur á fjöll og við töl-
uðum mikið um skíðaútilegu
eina að vetri til sem við fórum
einhvern tíma á sjötta ára-
tugnum, þar sem við tjölduðum
undir Kolviðarhóli og reyndum
okkar besta í erfiðu veðri að
príla brekkurnar. En innst inni
vissi hann að það yrði bið á því.
En alla daga í samtölum okk-
ar hann hress og kátur. Við
fengum okkur alltaf bjór saman
og þá liðkaðist um málbeinið.
Eysteinn var fróður um Íslend-
ingasögur, kunni Njálu utan að
og gat rætt um einstök smáat-
riði hennar. Við ræddum oft um
þjófsaugu Hallgerðar, kynþokka
hennar og hvernig hún gat orð-
ið þrem eiginmönnum að falli.
Einnig vakti Eysteinn máls á að
barnabarn Njáls og Bergþóru
lést í brunanum á Bergþórs-
hvoli undir nautshúð með afa
sínum og ömmu. Aðeins fingur
drengsins brann þar sem hann
stóð út undan húðinni. Er það
eina frásögn Njálu um barn. Ég
hafði ekki áttað mig á þessu, en
þetta rennir stoðum um þá til-
gátu Eysteins að höfundur
Njálu hafi verið skáldsögudra-
matíker af betri gerðinni.
Sömuleiðis að sættirnar í lok
Njálu hafi verið merki um frið-
arhneigð höfundar. Þetta var
Eysteini mikið umtalsefni.
Eysteinn hafði mikinn hug á
að komast í Eysteinsdal, norð-
vestan undir Snæfellsjökli.
Hann átti afastrák og nafna
sem hann ætlaði að hafa með
sér í það ferðalag strax og vor-
aði. Ég hafði boðist til að aka
honum en nú verður ekki af því.
Nafnið á dalnum var Eysteini
mikið rannsóknarefni, en aldrei
gat hann fundið uppruna þessa
örnefnis.
Nú undir ævilokin var Ey-
steinn að lesa ævisögu Jónasar
á Hriflu. Sem ævilangur fram-
sóknarmaður hreifst hann af
ferli þessa stjórnmálamanns og
sérstæða foringja. Þar greindi
okkur á, en öll var sú umræða í
góðu.
Og nú er hann horfinn, þessi
fjölfróði drengur, skátabróðir
og ævivinur. Hann er laus úr
þeim veikindum sem hrjáðu
hann og er horfinn til betri
heima.
Far vel, góði ævivinur. Það
verður ekki langt þar til við
sjáumst aftur hinum megin við
móðuna miklu.
Björn Matthíasson.
Eysteinn Sigurðsson stund-
aði nám í íslenskum fræðum við
Háskóla Íslands 1960-1967, um
sama leyti og við sem undir
þessi orð rita. Eysteinn var
einkum áhugasamur um bók-
menntir síðari alda. Bólu-
Hjálmar og skáldskapur hans
urðu kjörsvið Eysteins og efni
kandídatsritgerðar og loks gaf
hann út ævisögu Bólu-Hjálm-
ars, mikið rit, 1987. Hann lauk
doktorsnámi við University Col-
lege í London árið 1977. Dokt-
orsritgerð hans nefnist „Con-
temporary foreign
subject-matter in Icelandic po-
etry ca. 1750-1930“. Eysteinn
starfaði lengst af við kennslu og
naut sín þar vel.
Á námsárum okkar í ís-
lenskudeildinni tókum við sjö
skólafélagar að hittast til að
lesa saman gotnesku, sem mikil
áhersla var lögð á í málfræði-
kennslu þess tíma. Um skeið
urðu þetta reglulegar kvöld-
heimsóknir á heimilum okkar til
skiptis. Eftir að prófum lauk
dreifðumst við smám saman í
ýmsar áttir, skrifuðumst þó á
og hittumst einstaka sinnum.
En fyrir rúmum áratug tókum
við aftur upp þráðinn og hófum
að hittast reglulega ásamt mök-
um okkar. Síðan þá hafa stór
skörð verið höggvin í hópinn.
Eysteinn tók fullan þátt í fé-
lagsskap okkar meðan heilsan
leyfði og naut þess að blanda
geði við hópinn og segja frá
hugðarefnum sínum og ferða-
lögum, en hann var alla tíð mik-
ill ferða- og göngugarpur og fór
víða um sitt fagra land.
Við kveðjum gamlan félaga
með söknuði og sendum ástvin-
um hans samúðarkveðjur.
Páll, Svavar, Tryggvi,
Vésteinn.
Eysteinn
Sigurðsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginkona, móðir og dóttir,
NÍNA ÞÓRA RAFNSDÓTTIR
framhaldsskólakennari,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 29. mars.
Vegna ástandsins í samfélaginu mun
útförin fara fram í kyrrþey.
Unnar Rafn Ingvarsson
Sigríður Eygló Unnarsdóttir
Aldís Ósk Unnarsdóttir
Unnbjörg Eygló Sigurjónsdóttir
Ástkær föðurbróðir okkar,
PÁLL SKÚLASON
lögfræðingur
Prestastíg 9, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 25. mars.
Útförin, sem fer fram þriðjudaginn 7. apríl,
er vegna aðstæðna í þjóðfélaginu aðeins fyrir nánustu
fjölskyldu.
Jarðsett verður í Bræðratungu.
Bræðrabörn