Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 27

Morgunblaðið - 01.04.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 2020 HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is „Segja má að ástandið sem skapast hefur í þjóð- félaginu hafi ýtt á okkur að ljúka þessari vinnu. Nú virðast flestir hafa meiri tíma en áður vegna kórónuveirunnar,“ sagði Magnús Kári Jónsson, starfsmaður Handknattleikssambands Íslands, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær um fræðslumálin hjá HSÍ. Sambandið hefur nú gerbreytt því hvernig kennsla fer fram á þjálfaranámskeiðum HSÍ. Á næstunni verða þrjú þjálfaranámskeið haldin, frá 1. stigi til 3. stigs allt eftir því hvar fólk er statt á þeim menntavegi, en nú þarf ekki lengur að mæta í Laugardalinn á völdum dagsetningum til að eiga möguleika á að ná í þessa menntun. Námskeiðin voru í formi helgarnámskeiða en verða hér eftir í fjarnámi yfir nokkurra mánaða tímabil. Fara þau fram fram í samstarfi við Há- skólann í Reykjavík og er notast við sama tölvu- kerfi og HR notar í sinni kennslu. „Þetta var í raun ákveðið í haust og fyrir ára- mót voru fyrirlestrarnir búnir til sem eru meðal annars þess námsefnis sem notað er í kennsl- unni. Mesta vinnan í kringum þetta var í kring- um lokaverkefni þeirra sem luku námi í EHF Mastercoach og útskrifuðust í desember. Loka- verkefnin fólust í að vinna fyrirlestra fyrir þessi námskeið. Að eiga slíka fyrirlestra geta verið verðmæti fyrir íslenskan handbolta næstu árin og nýtist upprennandi þjálfurum. Gæðin eiga að vera til staðar þar sem margir af okkar bestu þjálfurum voru í þessum fyrsta sem tekur Mast- ercoach-gráðuna hérna heima. Áður voru átta eða níu með gráðuna en höfðu menntað sig er- lendis. Í desember útskrifuðust yfir tuttugu manns og okkur tókst að slá tvær flugur í einu höggi,“ sagði Magnús sem hafði umsjón með endurskipulagningunni ásamt Gunnari Magn- ússyni, íþróttastjóra HSÍ. Við þetta má bæta að fleiri fyrirlesarar koma að námskeiðunum en nemarnir í Mastercoach-námskeiðinu. Menntun þjálfara er grunnur að framtíð handboltans HSÍ auglýsti námskeiðin þrjú í gær og er skráning hafin. Magnús bindur vonir við að breytt fyrirkomulag geri fólki auðveldara fyrir að taka námskeiðin. „Uppistaðan í kennslunni eru fjölbreyttir fyr- irlestrar og verkefni í kringum það. Aðalatriðið er að nú þurfa ekki allir að vera á sama stað á sama tíma. eins og áður. Við fengum ekki alltaf nógu miklar skráningar á helgarnámskeiðin og þá var ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim. Nú er svo gott sem sama vinnan á bak við þetta burtséð frá þeim fjölda sem skráir sig. Und- anfarin ár hafa verið teknar skorpur í nám- skeiðahaldi. Markaðurinn er ekki stór og því datt námskeiðahaldið niður á milli. Við erum fljót að metta markaðinn í handboltanum hér- lendis því við erum ekki það stór. Okkar von er sú að með þessu getum við haldið þessu betur uppi. Góð menntun þjálfara er grunnur að framtíð handboltans og því augljóst hversu mikilvægt er að halda kennslunni gangandi,“ sagð Magnús Kári í samtali við Morgunblaðið í gær. Veiran ýtti frekar á fjarnámið  HSÍ breytir þjálfaranámskeiðum í fjarnám í stað helgarnámskeiða Ljósmynd/Sigfús Gunnar Íþróttastjórinn Gunnar Magnússon hafði umsjón með endurskipulagningunni. Knattspyrnumaðurinn Andri Rafn Yeoman mun leika með Breiðabliki frá upphafi komandi tímabils. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Óvíst var um þátttöku hans í Íslandsmótinu í sumar en Andri hefur stundað nám í verk- fræði á Ítalíu í vetur. Hann er hins vegar kominn til landsins og er nú í sóttkví. Andri Rafn er fæddur árið 1992 og er hann leikjahæsti leik- maður Breiðabliks í efstu deild frá upphafi. Þar á hann að baki 210 leiki í deildinni þar sem hann hefur skorað 14 mörk. Andri Rafn með frá upphafi Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kópavogsvöllur Andri Rafn Yeom- an er kominn heim í Kópavoginn. Borche Ilievski skrifaði í gær undir nýjan samning við körfuknattleiks- deild ÍR og mun hann þjálfa meist- araflokk karla hjá félaginu til árs- ins 2023. Borche hefur stýrt ÍR frá 2015 og náð eftirtektarverðum ár- angri með liðinu. ÍR hefur komist í úrslitakeppnina síðustu fjögur ár og fór það alla leið í úrslit um Ís- landsmeistaratitilinn í fyrra, en tapaði að lokum fyrir KR í odda- leik. ÍR var í sjöunda sæti Dominos- deildarinnar og búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þegar tíma- bilinu var aflýst í síðasta mánuði. Borche áfram í Breiðholtinu Þórir Tryggvason Þjálfari Borche Ilievski þjálfar ÍR- inga í Breiðholti næstu þrjú árin. allan ferilinn og hafði mikil áhrif. Witt þykir sjarmerandi persóna og Müller mun hafa hjálpað henni að draga það fram á ísnum. Fyrsti sigur Witt á stórmóti kom á Evrópumótinu árið 1983 og hún fylgdi því eftir með frábærum ár- angri árið eftir sem fyrr segir. Witt varð raunar Evrópumeistari sex ár í röð, frá 1983 – 1988, og jafnaði þar af- rek Sonju Henie frá Noregi. Sex sigr- ar í röð á EM er enn met en Irina Slutskaya frá Rússlandi sló þeim við í fjölda titla og vann EM sjö sinnum. Witt varð einnig heimsmeistari ár- ið 1985 og 1987 þegar hún end- urheimti titilinn. Debi Thomas hafn- aði í 2. sæti á HM á 1987 á bandarískri grundu en mótið fór fram í Cincinatti. Ýtti þetta frekar undir þær vangaveltur um að baráttan um gullið í Calgary myndi standa á milli þeirra. Í Calgary hafði Witt betur og kom sér endanlega þægilega fyrir í sögubókunum. Ekki að ástæðulausu því hún vann tólf af þrettán stórmót- um á árunum 1983-1988. Thomas tókst ekki að framkvæma æfingar sínar nægilega vel í Calgary og varð að gera sér bronsið að góðu. Ef til vill hafði reynslan nokkuð að segja því Witt sigldi í gegnum sínar æfingar án mikilla vandræða en Thomas þótti reyna erfiðari æfingar sem gengu ekki fullkomlega upp. Vakti athygli á stríðinu Witt hætti keppni árið 1988 en hún hafði náð að afreka það að vinna ól- ympíugull á tvennum leikum í röð. Hún hafði þá keppt í ellefu ár. Raun- ar hafði Witt ætlað sér að láta staðar numið árið 1986 en sigur Thomas á HM 1986 breytti þeim áformum. Witt vildi ekki hætta á þeim nótum. Witt kom geysilega á óvart þegar hún tilkynnti fimm árum síðar að hún hefði sett stefnuna á að vera með á ÓL í Lillehammer. Var því haldið fram í fjölmiðlum að um ein- hvers konar brellu væri að ræða til að vekja á sér at- hygli. Witt myndi draga sig úr keppni áður en að leikunum kæmi. Hún vann sig hins vegar inn á leik- ana og keppti þar en Witt langaði meðal annars að keppa fyrir sam- einað Þýskaland. Áratugur var liðinn frá því hún vann gullið í Sarajevo. Hún minnti á að nú geisaði þér grimmileg borgarastyrjöld og fram- kvæmdi æfingar sínar við lagið Where have all the flowers gone. Hafnaði hún í 7. sæti í Lillehammer. Reuters  Króatíski knattspyrnumaðurinn Dej- an Lovren mun að öllum líkindum yf- irgefa Liverpool í sumar eftir sex ár á Anfield. Arsenal og Tottenham eru bæði sögð áhugasöm um miðvörðinn sem er þrítugur að árum. Hann gekk til liðs við Liverpool frá Southampton árið 2014. Lovren hefur færst aftar í goggunarröð- ina upp á síðkastið en þeir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip eru allir á undan honum í goggunarröðinni. Þá hefur Króatinn einnig verið mikið meiddur, undanfarin tvö tímabil, og því hefur honum gengið illa að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu.  Akureyringurinn Haraldur Ingólfs- son hefur ákveðið að hlaupa 310 kíló- metra í aprílmánuði til styrktar úrvals- deildarliði Þórs/KA og liði Hamranna sem leikur í 2. deildinni í fótbolta. Fólki mun gefast tækifæri til þess að heita á Harald í þeim tilgangi að styrkja knatt- spyrnustarf stelpnanna á Akureyri sem hefur verið afar öflugt í gegnum tíðina.  Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur engan áhuga á því að fá Philippe Coutinho aftur á Anfield en hann hefur verið orðaður við endurkomu til félags- ins að undanförnu. Er hann er sem stendur lánsmaður hjá Þýskalands- meisturum Bayern München. Coutinho gekk til liðs við Barcelona frá Liverpool í janúar 2018 en spænska félagið borg- aði 142 milljónir evra fyrir brasilíska miðjumanninn. Coutinho hefur engan vegin náð sér á strik á Spáni og spænska liðið vill nú losna við bras- ilíska miðjumanninn. Þrátt fyrir að hafa spilað vel í Þýskalandi á tímabilinu ætl- ar Bayern ekki að nýta sér forkaupsrétt sinn á leikmanninum.  Markvörðurinn Pepe Reina, sem er sem stendur lánsmaður hjá enska knattspyrnufélaginu Aston Villa frá AC Mílan greindist með kórónuveiruna á dögunum en er nú óðum að jafna sig. Reina upplifði miklar kvalir á meðan hann barðist við veiruna en hann átti erfitt með andardrátt á köflum og ótt- aðist um líf sitt.  Rangt var farið með titla hjá körfu- knattleiksliði Íþróttafélags Stúdenta, ÍS, í dálkinum „Á þessum degi“ í blaðinu í gær. Auk þess að verða bik- armeistari 1978 varð karlalið félagsins Íslandsmeistari árið 1959.  Slóvakíska knattspyrnufélagið Zilina er á leið í gjaldþrot vegna kórónuveiruf- araldsins og er fyrsta atvinnumanna- félagið, sem vitað er um, til þess að lýsa yfir gjaldþroti vegna faraldursins.  Cristiano Ronaldo, leikmaður Juven- tus á Ítalíu, gæti verið seldur frá félag- inu í sumar vegna kórónuveiru- faraldursins sem nú geisar en það eru ítalskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Mikill sam- dráttur hefur verið í knatt- spyrnu- heiminum enda öll- um deild- arkeppnum Evrópu verið frestað um óákveðinn tíma nema í Hvíta- Rússlandi. Ronaldo er launahæsti leik- maður Juventus og gæti félagið neyðst til að selja sína helstu stjörnu. Eitt ogannað Calgary Katarina Witt með verðlaunin um hálsinn á ÓL1988.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.