Morgunblaðið - 07.04.2020, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tap Rekstur álversins í Straumsvík
hefur gengið brösulega síðustu ár.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Rio Tinto leitar nú allra leiða til að
draga úr tapi sínu af rekstri álvers-
ins í Straumsvík. Heimildir Morg-
unblaðsins herma að ein sviðsmynd
sem nú er unnið með gangi út á að
stöðva framleiðsluna í tvö ár í von
um að á þeim tíma muni alþjóðlegir
markaðir með ál hafa jafnað sig. Ál-
verið tapaði tæpum 13 milljörðum í
fyrra og lagðist það tap ofan á sjö
ára taprekstur árin þar á undan.
Forsvarsmenn Rio Tinto telja að ein
af forsendum þess að hægt verði að
halda starfseminni áfram gangandi
sé að raforkukaupasamningur við
Landsvirkjun verði endurskoðaður.
Er framlenging nýs kjarasamnings
sem gerður hefur verið við starfs-
fólk álversins bundin því skilyrði að
nýr samningur takist við orku-
fyrirtækið.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að samhliða tilraunum til að ná nýj-
um samningi undirbúi lögfræðingar
Rio Tinto málaferli gegn Lands-
virkjun sem ætlað er að losa fyrir-
tækið undan stórum hluta þeirrar
kaupskyldu á rafmagni sem fyrir-
tækið er undir. Meðal þess sem þar
er horft til séu meint vörusvik
Landsvirkjunar. Rio Tinto hafi
keypt raforkuna á þeim forsendum
að hún væri framleidd með vatnsafli
en frá árinu 2014 hafa raforkureikn-
ingar frá Landsvirkjun sýnt að ork-
an sé framleidd með kjarnorku- og
kolavinnslu. Skýrist það af sölu svo-
kallaðra upprunavottana sem
Landsvirkjun hefur haft milljarða
tekjur af á síðustu árum.
Óviss framtíð álversins
Rio Tinto skoðar þann möguleika að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár
Nýr kjarasamningur bundinn því skilyrði að Landsvirkjun semji upp á nýtt
MSkoða lokun til tveggja ára »12
Þ R I Ð J U D A G U R 7. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 83. tölublað 108. árgangur
MARGT Í LÍFINU
MIKILVÆGARA
EN FÓTBOLTI
AÐSTÆÐUR
KALLA Á ÖÐRU-
VÍSI LAUSNIR
SÁLFRÆÐIKENN-
INGAR Á SÖGU-
PERSÓNUR
200 MÍLUR 24 SÍÐUR DOKTOR Í VIGDÍSI 28GLÓDÍS Í SVÍÞJÓÐ 26
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við erum komin með það sem við þurfum í bili,“
sagði Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofn-
unar Vestfjarða (HVEST), um liðsauka sem
stofnuninni barst í gær. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar TF-GRO flutti tíu úr bakvarðasveit
heilbrigðiskerfisins til Ísafjarðar, hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða. Gylfi sagði að fimm aðrir
væru einnig komnir í hópinn þannig að liðsauk-
inn væri orðinn um fimmtán manns. Með þyrl-
unni komu einnig sýnatökupinnar og andlits-
maskar. Nokkrir tugir sýna voru fluttir til
Reykjavíkur í gær með þyrlunni. Auk þess fóru
sýni frá sunnanverðum Vestfjörðum með flugi
frá Bíldudal.
Gylfi sagði að það fylgdi því mikill léttir að
hafa náð utan um mannahaldið. Þá var útlit fyrir
að náðst hefði utan um smitrakningu og smitin á
Ísafirði og í Bolungarvík. Hertar aðgerðir tóku
gildi í gær á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og
Þingeyri þannig að sömu takmarkanir gilda nú á
öllum norðanverðum Vestfjörðum. Þar á meðal
er samkomubann fyrir fleiri en fimm manns.
Sjúklingur var fluttur á sjúkrahúsið á Ísa-
firði í gær með einkenni um kórónuveirusmit.
Ákveðið var að flytja hann á Landspítalann og
fór hann suður með sjúkraflugvél í gærkvöld.
Í gær höfðu greinst 42 smit á Vestfjörðum
og 335 voru í sóttkví. Flestir þeirra sem voru í
sóttkví bjuggu í Bolungarvík eða 242 íbúar. Þar
höfðu 34 lokið sóttkví. Fimm voru í sóttkví á
hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, tveir
höfðu greinst smitaðir og þrír voru í einangrun
vegna sjúkdómseinkenna. Beðið er niðurstaðna
úr sýnatöku.
Fimmtán starfsmenn HVEST voru í ein-
angrun í gær, sex höfðu greinst með kór-
ónuveirusmit og fimmtán voru í sóttkví.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bakverðir Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti heilbrigðisstarfsfólk til Ísafjarðar. Hjá HVEST eru 36 starfsmenn í sóttkví, einangrun eða smitaðir.
Langþráður liðsauki
Tíu hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar til liðs við Heilbrigðisstofnun Vest-
fjarða Í gær voru 335 Vestfirðingar í sóttkví, þar af 242 í Bolungarvík
MKórónuveiran »2-6, 10, 13-15
Dregið hefur
úr pöntunum á
sjávarafurðum
sem Icelandic
Asia, dótturfélag
Brims, selur í As-
íu í kjölfar út-
breiðslu kór-
ónuveirunnar.
Agnes Guð-
mundsdóttir,
markaðs- og
sölustjóri félagsins, segir mikilvægt
að breyta áherslum til þess að mæta
þessari áskorun, meðal annars með
því að færast fjær heildsölu og nær
neytandanum með netsölu og sölu í
matvöruverslunum. »200 mílur
Leita nýrra tæki-
færa í samdrætti
Agnes
Guðmundsdóttir
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ef ekkert verður að gert gæti svo
farið að um helmingur ferðaþjón-
ustufyrirtækja hér á landi yrði
gjaldþrota. Þetta segir Jóhannes
Þór Skúlason, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustu (SAF).
Að sögn hans fer staðan versnandi
dag frá degi. Fátt bendi til annars en
að næstu mánuðir verði tekjulausir.
„Almennt sjá fyrirtækin fram á al-
gjört tekjuhrun næstu þrjá mánuði
hið minnsta. Raunhæft séð er ekki
hægt að ná tekjuháönn fyrr en sum-
arið 2021,“ segir Jóhannes og bætir
við að til að bregðast við ástandinu
þurfi að grípa til afgerandi aðgerða.
Fyrsti aðgerðapakki ríkisstjórnar-
innar hafi aflétt ákveðinni óvissu,
sem þó verði að teljast skammgóður
vermir.
„Að hluta til má segja að óvissan
haldi áfram enda er um frestun að
ræða. Fyrirtæki sem ekki á peninga
til að greiða opinber gjöld og skatta í
dag mun ekki eiga neina möguleika
á því að vera í betri stöðu eftir þrjá
mánuði. Það liggur því alveg ljóst
fyrir út frá stöðunni að fella þarf nið-
ur eitthvað, og í raun eins mikið og
hægt er, af opinberum gjöldum og
sköttum,“ segir Jóhannes. »6
Morgunblaðið/Eggert
Tómlegt Fáir eru á ferli í miðborg
Reykjavíkur þessa dagana.
Kallar á
afgerandi
aðgerðir
Algjört tekjuhrun