Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Fjarþjónusta fyrir betri heyrn ReSound Smart3D Afgreiðslutími 10:00-14:00 • Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Við bendum þeim á sem komast ekki í heyrnarþjónustu til okkar að nýta sér forritið ReSound Smart3D í snjalltækjum og fá þar heyrnartækin sín fínstillt og uppfærð. Með fjarþjónustunni er snjalltæki notað til að senda heyrnarfræðingum beiðni um að breyta stillingu ReSound Linx 3D og Quattro heyrnartækjanna. Við svörum eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar er á finna á www.heyrn.is eða í síma 534 9600. Niðurstöður könnunar Samtakaatvinnulífsins, sem Morgun- blaðið sagði frá í gær, eru ískyggilegar. Könnunin er gerð meðal forsvarsmanna fyrirtækja og telja 90% þeirra að tekjur muni minnka á milli ára á öðrum fjórð- ungi ársins, að meðaltali um helm- ing.    Hjá 80% fyrirtækjanna minnk-uðu tekjurnar í mars og var samdrátturinn 36% að meðaltali. Samkvæmt þessu telja forsvars- menn fyrirtækja ástandið fara versnandi. Þá áætla forsvarsmenn fyrirtækja verulegar uppsagnir og þeirra hefur þegar séð stað.    Ekki er síst áhugavert að sjáhve langvarandi þessir aðilar telja að áhrif kórónuveirufarald- ursins verði. Innan við 10% telja að áhrifanna muni aðeins gæta í einn til tvo mánuði, en 37% telja að þetta tímabil muni vara í átta mánuði eða lengur. Aðrir eru þarna á milli, líta á þetta sem nokkurra mánaða áfall.    Um þetta veit auðvitað enginnfyrir víst, en þessi niðurstaða sýnir alvöru málsins og í það minnsta hve miklar áhyggjur for- svarsmenn fyrirtækja hafa.    Svo er að sjá sem sumir í for-ystu launþegasamtakanna hafi minni áhyggjur eða að þeir telji ef til vill að staða fyrirtækjanna hafi lítið eða ekkert með kjör starfs- manna fyrirtækjanna að gera.    Það er þá alveg stórfurðulegsýn á samspil atvinnulífs og kjara launamanna. Hvernig getur sýn- in verið svo ólík? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Innrennsli í miðlanir Landsvirkj- unar á hálendinu hefur verið mjög slakt í vetur, enda hefur tíðin verið mög óhagstæð. Á Þjórsársvæði hefur veturinn verið kaldur og mjög þurr og inn- rennsli með minnsta móti, segir í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar. Yfirborð Þórisvatns er nú rúmum fimm metrum lægra en það var í byrjun apríl í fyrra. Við Blöndu hefur staðan verið lítið betri. Vatnsyfirborð Blöndulóns er nú um einum metra lægra en það var á sama tíma í fyrra. Innrennsli á Austurlandi hefur komið best út en hefur samt verið undir meðallagi, segir Landsvirkjun. Vatnsyfirborð þessa mikla lóns er nú um átta metr- um lægra en það var í byrjun apríl í fyrra. Niðurdráttur miðlunarlóna hófst upp úr miðjum október og hefur ver- ið eindreginn síðan. Vetrarblotar hafa ekki náð upp á hálendið og staða miðlunarforða í lok vetrar er undir meðallagi. Staðan nú um 700 GWh verri en á sama tíma í fyrra. Í hönd kemur óvissa um tíðarfar og tímasetningu vorflóða. Þrátt fyrir stöðuna nú telur Landsvirkjun að ekki þurfi að grípa til sérstakra ráð- stafana til að spara vatn í miðlunar- lónum og ef tíðarfar verður hagfellt í sumar muni miðlunarlón ná að fyll- ast í haust. sisi@mbl.is Mjög hefur gengið á vetrarforðann  Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar á hálendinu hefur verið slakt í vetur Morgunblaðið/RAX Hálslón Mun minna vatn en í fyrra. Gissur Sigurðsson fréttamaður lést á Landspítalanum laug- ardaginn 5. apríl síð- astliðinn, 72 ára að aldri, eftir stutta sjúkrahúslegu vegna lungnasjúkdóms. Gissur fæddist 7. desember 1947 í Hraungerði í Flóa. Foreldrar hans voru Stefanía Gissurardóttir og séra Sigurður Páls- son vígslubiskup og var Gissur næstyngstur sjö systkina. Níu ára gam- all flutti Gissur með fjölskyldu sinni á Selfoss og átti heima þar í bæ fram undir tvítugt. Á unglingsárum starfaði Gissur við hin ýmsu störf til sjós og lands, stundaði flugnám og aflaði sér rétt- inda sem einkaflugmaður. Hinn 1. október 1970 hóf Gissur störf sem blaðamaður á Alþýðu- blaðinu og starfaði þar í tæplega fjögur ár. Var svo um skeið rit- stjóri Sjávarfrétta, en kom til starfa á Dagblaðinu í byrjun árs 1976. Gissur varð fréttamaður á Ríkisútvarpinu árið 1984 og gat sér þar orð meðal annars fyrir ýmsar mannlífs- og sjáv- arútvegsfréttir. Hann færði sig svo yfir á Bylgjuna 1997 og starfaði þar fram á síðasta ár. Þar var hann umsjónarmaður morgun- og hádeg- isfrétta í um ald- arfjórðung. Vakti þar eftirtekt og naut hylli fyrir skemmtilega pistla og frásagn- argleði í morgunþætt- inum Í bítið hjá þeim Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni. Til hliðar við fréttamennskuna kom Gissur meðal annars að gerð fræðslu- og kynningarefnis og greinaskrifum. Þá brá leikaranum Gissuri fyrir sem vofu Hauks Mort- hens söngvara í myndinni Úr ösk- unni í eldinn sem sýnd var í sjón- varpi árið 2000. Gissur lætur eftir sig fjögur börn, sem eru Guðbjörg útgefandi, Gissur Páll óperusöngvari, Jón Grétar, kvikmynda- og þáttagerð- armaður, og Hrafnhildur, myndlist- armaður og sýningarstjóri. Fóst- urdóttir Gissurar er Helga Auðardóttir sálfræðingur. Andlát Gissur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.