Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 10

Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið 544 5151tímapantanir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Í LJÓSI AÐSTÆÐNA COVID19 Við hjá Bíljöfur höfum tekið upp nýjar vinnureglur varðandi bifreiðar sem koma til viðgerða, bæði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Bifreiðar sprittaðar fyrir og eftir viðgerðir. Einnig bjóðum við upp á að: • Fólk borgi reikning með símgreiðslu/millifærslu. • Bifreið sé sótt heim eða í vinnu til eiganda á höfuðborgarsvæðinu og henni skilað aftur eftir viðgerð. Er kominn tími til að fara með bílinn í bifreiðaskoðun? Við getum séð um það fyrir þig. Sjá nánara fyrirkomulag á facebooksíðunni okkar Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ný 93 metra brú yfir Þverá í Rangárvallasýslu hefur nú verið opnuð fyrir umferð. Brúin tengir saman Odda- hverfi á Rangárvöllum og svonefnda Bakkabæi sem eru um tíu talsins og sunnan við Þverá. Bæir þessir eru í Rangárþingi ytra og brúin því innansveitarvegur og tenging innan sveitarfélags. Landfræðilega eru Bakkabæirnir þó í Landeyjunum sem eru hluti af Rangárþingi eystra. Hugsanleg skýring á tengslum Bakkabæja við Rangárvelli og Rangárþing ytra en ekki Landeyjar er að Þverá hafi fyrrum runnið sunnan við bæina en svo leitað í nýjan farveg. Samstarf sveitarfélags og Vegagerðar Um þrjú ár eru síðan brúargerðin hófst, en verkið var tekið í áföngum og allra leiða til hagkvæmni leitað. Heildarkostnaður við verkið er 170 milljónir króna. Þar greiðir sveitar- félagið 50 milljónir en Vegagerðin 120 milljónir. Brúin er með timbur- gólfi og er einbreið í sparnaðarskyni. Er þó þannig hönnuð að lítið mál verður að breikka hana til dæmis ef umferð eykst eða aðrar aðstæður kalla. „Samstarf sveitarfélags og ríksins í svona verkefnum er óvenjulegt en þó ekki einsdæmi. Við töldum verk- efnið hins vegar mikilvægt, þannig að sveitarfélagið yrði ein heild, og í öryggisskyni var mikilvægt að bæta tengingar Bakkabæja við Rangárvelli,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Áformað er að opna Oddabrú formlega þegar samkomubanni lýkur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brú Leiðin er greið frá Odda og yfir nýju brúna á Þverá sem verður opnuð formlega þegar samkomubanni lýkur. Oddabrúin nýja er nú opin fyrir umferð bíla  Samgöngubót  Bakkabæir tengjast við Rangárvellina Ágúst Sigurðsson BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Margir framhaldsskólar á höf- uðborgarsvæðinu, þar á meðal Menntaskólinn í Reykjavík, Versl- unarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Kvennaskólinn, stefna á að fara til Playa Del Carmen í Mexíkó í tveggja vikna útskrift- arferð í maí og júní nk. með viðkomu í New York í Bandaríkjunum, eins og mbl.is fjallaði um fyrr á árinu. Ferðirnar eru farnar í gegnum ferðaskrifstofuna Trans-Atlantic. Kórónuveirufaraldurinn er hins- vegar farinn að setja verulegt strik í reikninginn, og mögulega verður ferðunum frestað þar til síðar í sum- ar. „Við ætluðum að fljúga út 28. maí nk.,“ segir Óttar Ómarsson, formað- ur ferðanefndar Verslunarskólans, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að nú sé mikil óvissa um framhaldið og enginn viti neitt. Hann segir að Verslingar hafi ver- ið búnir að greiða staðfestingargjald og lokagreiðslu hafi átt að greiða í lok mars. Henni hafi hinsvegar verið frestað. „Það er betra að hafa einhverja ferð en enga,“ segir Óttar, og vísar þar til mögulegrar frestunar. „Við stefnum fulla ferð áfram, á að fara í ferð. Ég hugsa að ef kannski 50 hætta við, og komast ekki síðar í sumar, þá myndum við hin 200 samt vilja fara.“ Um er að ræða 12 daga ferð á svokallað „resort“ með öllu inniföldu. Kostar ferðin 279.900 krónur. Óttar segir að það sé súrt hvernig málin eru að þróast, enda sé búið að aflýsa mörgum spennandi við- burðum hjá nemendum á lokaári í Verslunarskólanum. „Þetta áttu að vera bestu vikurnar. Í dag [á fimmtudag í síðustu viku] hefðum við þriðja árs nemar átt að vera að leggja af stað til Póllands í hina ár- legu Helför, sem alla dreymir um að fara í. Þar ætluðum við að skoða út- rýmingarbúðirnar í Auschwitch meðal annars, en við erum í áfanga sem fjallar um nasismann og helför- ina.“ Óttar segir að nemendurnir hafi verið búnir að borga ungverska flug- félaginu Wizz air 60 þúsund krónur fyrir ferðina, sem óvíst er hvort og hvenær fáist endurgreiddar. 200 manns frá MR Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, sem er fulltrúi í bekkjarráði 6. Bekkjar í MR, segir að nemendur geti lítið gert annað en beðið og séð hvað verður. „Við erum búin að borga staðfestingargjald, og getum ekki fengið endurgreitt nema ferða- skrifstofan hætti við ferðina. Við er- um að velta fyrir okkur hvort við frestum ferðinni, frekar en að hætta við.“ Um 200 manns ætluðu að fara í ferðina frá MR. „Við áttum að fljúga fimm flugferðir með Icelandair til New York, og þaðan til Cancun.“ Ómar R. Banine, framkvæmda- stjóri Trans-Atlantic, segist í samtali við Morgunblaðið eiga von á að búið verði að opna á flug til Bandaríkj- anna um mánaðamótin maí-júní nk. þegar skólarnir fara í sínar ferðir. „Við erum engu að síðu að skoða með að færa ferðirnar fram í ágúst,“ segir Ómar. Hann segir að allir taki jákvætt í slíka frestun, nema að engin svör berist frá Icelandair. „Hótelin í New York og í Mexíkó, sem og erlenda flugfélagið, hafa öll tekið jákvætt í slíkar breytingar.“ Hann segir að Trans-Atlantic geri allt sem hægt sé til að bjarga mál- unum. „Veiran hefur verið tiltölu- lega lítið í Mexíkó, og mér skilst að hún lifi illa í hita. Við erum að gera okkur vonir um að hún muni ekki dreifast mikið þar.“ Ómar segir að hans fólk í Mexíkó segi að engir túristar séu að koma þessa dagana þangað, hvorki frá Evrópu né Bandaríkjunum. Hann segir að Icelandair hafi lof- að svari eftir páska, um mögu- leikann á frestun. „Við rukkum nem- endurna ekki um lokagreiðslu fyrr en allt er orðið skothelt.“ Ómar segir að Trans-Atlantic hafi farið í ferðir til Mexíkó síðan árið 2005, og hann þekki svæðið þar eins og lófann á sér. „Það er mjög mikil ánægja með þetta svæði.“ Fyrirtækið er sveigjanlegt Spurður um rekstrarstöðuna hjá Trans-Atlantic, í ljósi hins erfiða ástands vegna veirunnar, segir Óm- ar að fyrirtækið sé sveigjanlegt. Tveir starfsmenn vinni fast á skrif- stofu allt árið, en öðru sé útvistað. „Svo erum við með 15 fararstjóra.“ Hann segir að fyrirtækið sé einnig að flytja inn ferðamenn til Íslands, og hafi nýlega sett þá starfsemi í sérstakt félag. Engar bókanir komi þar inn núna fyrir sumarið, og búið sé afbóka allt fram í maí. „Þetta er ekki gott ástand.“ Útskriftarferðirnar eru í uppnámi  Framhaldsskólanemar á leið til Mexíkó skoða frestun þar til í ágúst  Vikurnar fram undan áttu að vera bestu vikurnar  Vonar að kórónuveirufaraldurinn nái sér ekki mikið á strik í Mexíkó Mexíkó Baðstrendurnar eru tómlegar þessa dagana vegna veirunnar. Sól og menning » Á áfangastaðnum í Mexíkó geta útskriftarnemendur legið í sólbaði á ströndinni, skoðað svæði Maja indjána og pýra- mída, farið í skemmtigarða og kynnt sér náttúru og dýralíf. » Útskriftarferð til Mexíkó kostar 279.900 krónur, með öllu inniföldu. » Hundruð nemenda frá mörgum skólum á höfuðborg- arsvæðinu eru skráð. AFP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.