Morgunblaðið - 07.04.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 07.04.2020, Síða 11
hjá sérfræðinganefnd um framandi lífverur sem skipuð er sérfræðingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Landbúnaðarháskólanum, Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Ís- lands, Hafrannsóknastofnun og sameiginlegum fulltrúa Skógrækt- arinnar og Landgræðslunnar. Auk sýningar og fræðslu verða kóngulærnar mögulega notaðar við meðferð á ofsahræðslu við kóngu- lær. Talið er að þær lifi ekki af nátt- úrulegar aðstæður hér á landi ef ske kynni að þær slyppu úr búrum. Umhverfisstofnun veitti nýverið aðskilin leyfi til innflutnings á annars vegar fjórum risa- kóngulóm (tarantúlum) frá Þýskalandi og hins vegar fjórum fés- uglum frá Bretlandi. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fær kóngulærnar til sýnis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá fær Sigrún Kærne- sted Óladóttir leyfi til innflutnings á fjórum fésuglum til að hafa til sýnis og fræðslu í sérútbúnu húsi með áföstu búri. Báðar umsóknir fengu umfjöllun Risakóngulær fluttar inn  Umhverfisstofnun gaf einnig leyfi fyrir fjórum fésuglum Risakónguló Fjórar á leiðinni. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Kjartan Lárus Páls- son, fararstjóri og blaðamaður lést á Landspítalanum síð- astliðinn föstudag, 3. apríl, áttræður að aldri. Kjartan fæddist í Keflavík 6. október 1939, sonur þeirra Páls Ebenesers Sigurðs- sonar og Ingibjargar Bergmann Eyvinds- dóttur. Var elstur þriggja systkina, sem bæði lifa bróður sinn. Eftir að námi við Melaskólann í Reykjavík lauk réð Kjartan sig á togara. Sextán ára munstraði hann sig á norskt farskip og sigldi til Evrópuhafna, Asíu og suður fyrir Afríku. Tvítugur hætti hann svo til sjós, kom í land og stofnaði fjölskyldu. Gerðist þá strætisvagna- og leigubílstjóri en mál þróuðust þannig að hann hellti sér út í blaðamennsku. Kom þar til að Kjartan var mikill áhugamaður um íþróttir og snemma á sjöunda áratugnum hóf hann að skrifa íþróttafréttir fyrir Vísi undir skammstöfunum -klp-. Kjartan starfaði sem blaðamaður í um 25 ár og skrifaði á löngum ferli sínum ýmist íþróttafréttir og almennar fréttir fyrir Vísi, Tímann og DV. Kjartan var flakkari í eðli sínu og svo atvikaðist að hann gerðist fararstjóri, fyrst samhliða blaða- mannsstarfinu en síð- an tók fararstjórn ann- að yfir. Kjartan vann fyrst hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn og síðar hjá Úrvali- Útsýn. Hann starfaði við fararstjórn til að mynda á Spáni, á Ír- landi, Hollandi og Taí- landi. Kjartan fékk golf- bakteríuna þegar hann tók fyrst þátt í firma- móti blaðamanna árið 1969 og stundaði þá íþrótt af kappi eftir það. Hann var liðsstjóri unglingalands- liðs karla í golfi árið 1973 og á ár- unum 1979-1986 var hann einvaldur og liðstjóri karlalandsliðsins í golfi. Hann átti um tíma Íslandsmet yfir fjölda af holum í höggi og átti því sæti í frægðarhöll Einherjaklúbbs- ins, hvar hann gegndi formennsku um árabil. Þá var Kjartan gjarnan fararstjóri í golfferðum Íslendinga erlendis. Kjartan lætur eftir sig eiginkonu, Jónínu S. Kristófersdóttur. Börn þeirra eru Dagbjört L. Kjartans- dóttir Bergmann og Jón Bergmann Kjartansson, sem tók sér lista- mannsnafnið Ransu. Barnabörnin eru fimm og barnabarnabörnin sjö. Andlát Kjartan L. Pálsson Frumvarp tveggja þingmanna Flokks fólksins um breytingar á höfundalögum fær óblíðar viðtökur hjá öllum þeim sem sent hafa Al- þingi umsögn um það. Frumvarpið, sem borið er fram af Guðmundi Ingi Kristinssyni og Ingu Sæland, felur í sér aukinn rétt húseigenda til að gera breyt- ingar á eigin húsum og skerðir jafnframt rétt höfunda mannvirkja. Í greinargerð segir að markmiðið sé að ekki þurfi lengur að leita samþykkis höfundar ef breyta eigi mannvirki. Þannig geti eigendur mannvirkja breytt þeim án þess að þurfa að leita samþykkis annarra. Eftir sem áður sé vernd höfund- arréttarins til staðar, enda sé hin upprunalega hönnun vernduð og myndir, teikningar og tölvugögn um hönnunina varðveitt. Flutningsmenn benda á til sam- anburðar að ekki sé gert að skil- yrði þegar tónverk er flutt að að- eins megi flytja það með þeim hljóðfærum sem höfundur þess til- greinir eða í þeirri tóntegund. Gagnrýna samlíkingu Í umsögn Bandalags íslenskra listamanna segir að hugmyndir flutningsmanna lýsi verulegu skiln- ingsleysi á höfundarréttarlögum sem og byggingarlist. Bent er á að í núgildandi höfund- arréttarlögum séu fyrir verulegar heimildir til breytinga á mann- virkjum. Eiganda sé heimilt að breyta mannvirki án samþykkis höfundar, að því leyti sem það verði talið nauðsynlegt vegna af- nota þess, eða af tæknilegum ástæðum. Það sé ágætlega skýrt hvaða skilyrði og takmörk séu á þeim heimildum í núverandi lögum og greinargerð sem þeim lögum fylgi. Samtök arkitektastofa segja að tilgangur frumvarpsins sé í raun að afnema höfundarrétt hönnuða af mannvirkjum. Gagnrýna þau sér- staklega samlíkingu flutnings- manna við tónverk. Samþykki tón- höfundar þurfi ef tónverk sé stytt, klipptur bútur úr því, bætt við við- lögum eða erindum eða texta breytt. Rökin eigi því á engan hátt við sem forsenda fyrir þessum breytingartillögum. Í umsögn Arkitektafélagsins er lagst gegn því að frumvarpið verði samþykkt. Félagið segist þó hlynnt því að höfundalögin verði endur- skoðuð. „Þau mætti skerpa allverulega, bæði út frá hagsmunum höfunda og hagsmunum eiganda, því allt of oft virðist höfundaréttur á Íslandi á reiki engum til heilla,“ segir í um- sögninni. Frumvarp fær óblíðar viðtökur  Sagt lýsa verulegu skilningsleysi Morgunblaðið/Styrmir Kári Arkitektúr Skuggi Hótel á Hverf- isgötu er íslensk hönnun. Frumvarp gagnrýnt » Nokkrar umsagnir hafa bor- ist um frumvarp Flokks fólks- ins um breytingar á höfundar- lögum. » Flutningsmenn frumvarps- ins eru Guðmundur Ingi Krist- jánsson og Inga Sæland. » Meðal þeirra sem hafa sent inn umsögn eru Arkitektafélag Íslands, Samtök arkitektastofa og Bandalag íslenskra lista- manna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.