Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 15

Morgunblaðið - 07.04.2020, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Hella Snjó kyngdi niður víða á Suðurlandi í fyrradag og fauk hann í skafla. Í gær var búið að ryðja götur og moka snjónum í stóra hauga. Krakkarnir kunnu vel að meta snjóinn. Eggert Íslenskar landbún- aðarafurðir eru kaskó- trygging þjóðarinnar. Þær koma beint frá hreinni náttúru og heil- brigðum búfjárstofnum og góðum bændum. Kuldinn er ekkert síðri auðlind en heita og kalda vatnið. Landið er ómengað. Hann snerti hjarta- streng í brjósti mínu og lífshugsjón margra, læknirinn og matgæðing- urinn, Ragnar Freyr Ingvarsson, í þættinum „Okkar á milli,“ hjá Sig- mari Guðmundssyni. Ragnar Freyr hefur búið í Svíþjóð og víðar í Evr- ópu og skilur þess vegna enn betur hverslags lífsgæði við búum við og komst svo að orði: „Bæði er það að íslenskt hráefni er alveg rosalega gott, það er hollt og við notum lítið af aukaefnum. Kjötið okkar, eða dýrin, fá lítið af lyfjum, rosalega lít- ið. Við mengum ekki grænmetis framleiðsluna okkar, erum ekki að sprauta yfir hana eiturefnum og notum hreint vatn. Hráefnið er hollt og umhverfisvænt, við erum ekki að flytja það langar leiðir.“ Læknirinn veit einnig að maturinn er líftrygging og matur er ekki alltaf matur eða hollustuvara. Þar liggur eitt stærsta vandamál mannkyns- ins í dag og verður eft- ir COVID-19 meira rætt en áður. Lífs- hættulegur landbúnaður verður stoppaður af á þessari öld, svo sem pensilínmengað kjöt. Bannað verður að gefa dýrum pensilín í fóður og eiturúðað grænmeti og ávextir verð- ur annars flokks vara. Ísland og Noregur búa við mikla sérstöðu í framleiðslu landbúnaðarvara. Því er fróðlegt að skoða hve íslensk garð- yrkja er að fara halloka eftir að við vorum neydd til að innleiða mat- vælalöggjöf ESB. Útiræktun er á hverfanda hveli sem og ylræktin í gróðurhúsum. Þessi uggvænlega þróun hefur gerst á síðustu tíu ár- um. Gróðurhúsagrænmetið víkur fyrir innflutningi Hér sjáum við svart á hvítu afleið- ingar þess að innleiða matvælalög- gjöf ESB. Birtingarmyndin er sú að við erum á góðri leið að færa garð- yrkjuna úr landi. Tökum gróðurhúsaframleiðsluna á síðasta ári sem dæmi. Við fluttum inn 1.500 tonn af tómötum eða 56% neysl- unnar. Af papriku fluttum við inn 1.600 tonn eða 89% þess sem neytt er í landinu. Af salati 1.300 tonn eða 76%. Gúrkan ein heldur velli, en af henni eru aðeins flutt inn 55 tonn eða um 3% neyslunnar. Af sveppum eru flutt inn 330 tonn eða 37%. Við flytj- um inn 1.055 tonn af blómum. Inn- flutningurinn hefur aukist gríð- arlega ár frá ári eftir 2011. Nú kalla breyttar aðstæður á heima- framleiðsluna, og hvatningu til að virkja græna fingur grænmetis- bænda. Útiræktað grænmeti að hverfa Hið holla og magnaða útiræktaða grænmeti úr hreinni móður jörð fór að gefa verulega eftir þegar mat- vælalöggjöf ESB tók að bíta. Inn voru flutt af blómkáli 620 tonn árið 2019, eða 89% neyslunnar. Af gulrót- um 980 tonn eða 52. Af hvítkáli 607 tonn eða 71%. Af kínakáli 154 tonn eða 84%. Af spergilkáli 500 tonn eða 83%. Gulrófur og kartöflur standa sig vel, aðeins 13% af neyslunni af hvorri tegund eru flutt inn. Sumargjöf ríkisstjórnarinnar á diskinn okkar Hvað gróðurhúsin varðar á að lækka verulega rafmagn til grænnar stóriðju sem er matvælaframleiðsla. Við eigum að ráða við að framleiða allt það grænmeti sem í dag er flutt inn og ræktað í erlendum gróður- húsum, með okkar eigin vistvæna rafmagni og jarðhita. Á þetta hefur Kári Stefánsson bent. Nú liggur fyr- ir að um 50 lönd hafa stöðvað vöru- flutninga til umheimsins. Vöruskort- ur getur orðið afleiðing af kórónuveirunni. Hver þjóð hugsar til heimaframleiðslu og opnar fyrir hvata til framleiðslu. Hvað ætli rík- isstjórnin bjóði bændum nú? Nú er tækifæri til að styrkja innviði græn- metisframleiðslunnar og bæta sam- keppnisstöðu matvæla sem fram- leidd eru í guðs grænni náttúrunni í gróðurhúsum við jarðhita og lýsingu frá orkulindum Íslands. Betri gjöf gæti ríkisstjórnin ekki gefið þjóð sinni á tímum hinnar breyttu heims- myndar. „Betra að gera meira en minna“ Sumargjöfin í ár er meira græn- meti, meira kjöt og meira af mjólk- urvörum í heimaframleiðslu. Við eig- um eitt besta matvælaland heimsins. Það staðfesti læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson í sjónvarpinu nú á dögunum. Eftir Guðna Ágústsson »Hér sjáum við svart á hvítu afleiðingar þess að innleiða mat- vælalöggjöf ESB. Birt- ingarmyndin er sú að við erum á góðri leið að færa garðyrkjuna úr landi. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Íslenskt grænmeti í gróðurhús og garða í vor Í febrúarmánuði árið 1979 var ég starfandi aðstoðarlæknir, svo- kallaður „lækna- kandidat“, á Slysavarð- stofunni á Borgar- spítalanum, á sama stað og núverandi bráðamóttaka Land- spítala – Háskóla- sjúkrahúss hefur að- setur í dag. Það var dýrmæt reynsla að hafa starfað þar og áður á Fæðingarheimili Reykjavíkur við Eiríksgötu í Reykjavík þegar þáver- andi landlæknir, Ólafur Ólafsson, og aðstoðarlandlæknir hans, Guðjón Magnússon, kölluðu mig fyrirvara- laust til starfa sem héraðslækni Vestur-Húnvatnssýslu og Bæjar- hrepps í Strandasýslu með aðsetur á Hvammstanga. Ég og þáverandi kona mín sem var ófrísk héldum norður yfir Holta- vörðuheiðina í aftakaveðri, fannfergi og skafrenningi í fylgd með litlum flutningabíl, með hluta búslóðar okkar. Fyrir ofan Fornahvamm í Norðurárdal sat bílalestin föst í miklum snjósköflum en svo vel vildi til að stór vöruflutningabifreið tók konu mína upp í, enda ófrísk, og flutti hana alla leið yfir heiðina niður í Hrútafjörð og um Hrútafjarðarháls þaðan yfir til Mið- fjarðar og Hvamms- tanga. Ég varð hins vegar eftir í bílalestinni og komst eftir mikla hrakninga, hálfkalinn á tám, til Hvammstanga þar sem ljósin blöstu við mér undir stjörnu- björtum himni, seint að kveldi, eftir 11 klst. ferð frá Reykja- vík. Ólíkar aðstæður árið 1979 og nú Á þessum tímum var það allt ann- að ferðalag en í dag að halda að vetri til norður yfir heiðar frá höfuðborg- inni. Hvalfjörðurinn var langdreginn vegarkafli, án núverandi Hvalfjarð- arganga og lítið um bundið slitlag þar, eins og á mestöllum þjóðveg- inum, norður í land. Náttúruöflin voru afar óblíð þenn- an vetur og barst hafís inn á Húna- flóann með íshraglanda sem lagðist að ströndum Miðfjarðar þar sem Hvammstangi lá austan fjarðarins gegnt Heggstaðanesinu. Erfiðar samgöngur fylgdu þessu í lofti, á láði og á legi og næsti nothæfi sjúkraflugvöllur var í 60 km fjar- lægð austur á Blönduósi sem til- heyrði öðru læknisumdæmi, Austur- Húnavatnssýslu. Við norðurenda Víðidalsfjalls skilur Gljúfurá að Húnavatnssýslurnar tvær. Fyrir mér eru þær þó sem eitt, enda varð ég héraðslæknir Austur-Húnvetn- inga árin 1984-1986 við önnur og betri skilyrði varðandi samgöngur og læknismönnun. En það er önnur saga. Þessa dagana hvarflar hugur minn oft norður yfir heiðar til bæði Havmmstanga og Blönduóss sem hafa orðið illa úti í náttúruhamförum og rafmagnsleysi með tilheyrandi kulda í híbýlum frá í liðnum desem- bermáuði, 2019. Raunar hverfur hugur minn líka til Dalvíkur af sömu ástæðum en þaðan á ég líka dásam- legar minningar úr héraðslækn- isstarfi frá árinu 1980. Hvammstangi illa leikinn af kórónuveirufaraldrinum Ég hugsa þó enn meir til fyrsta læknishéraðs míns, Hvammstanga, en annarra læknisaðsetra minna í dreifbýli þessa dagana en um þessar mundir hefur farsóttin, sem upp- haflega dreifðist frá Wuhan-héraði í Kína og er kölluð á alþjóðamáli CO- VID-19, dreift sér um allan heim. Vonandi verður þessi COVID-19- veira horfin af sjónarsviðinu í lok þessa árs, þó að aldrei sé á vísan að róa í sambandi við nýja og einkar slæga og útsjónarsama veiru, sem kennd er við kórónu og Kína. En víkjum sögunni aftur til Hvammstanga. Þar átti ég eina hamingjuríkustu daga ævi minnar sem ungur læknir og fjölskyldufaðir, aðeins 26 ára að aldri. Strax í fyrsta mánuðinum tók ég á móti fyrsta Vestur-Húnvetningnum á mínum læknisferli. Á Hvammstanga var heilsugæslustöð í sama húsi og apó- tek og langlegu- og bráðadeild í sjúkrahúsinu þar rétt við fjöru- borðið í Miðfirði. Læknisbústaður minn var í næsta húsi, á Strandgötu, alveg ofan í fjörunni við Miðfjörðinn. Mikið vetrarríki var og stundum raf- magnslaust. Fyrri hluta árs, 1979, verður minnst vegna kals í túnum um allt land og hafíss á Húnaflóa, eins og áður er getið. Í dreifbýlislæknisstarfinu fólst að vera einn af fólkinu og fylgja því frá vöggu til grafar, í orðsins fyllstu merkingu. Seint verður það full- þakkað og ekki síður að engin bana- slys eða andvana fæðingar urðu í héraðslæknisstörfum mínum á Hvammstanga, árið 1979, á Dalvík, sumarið 1980, eða á Blönduósi, árin 1984-1986. Eins og áður sagði er hugur minn svo sannarlega hjá íbúum Hvamms- tanga og fyrrverandi skjóstæðingum mínum frá áttunda áratug liðinnar aldar. Samfélagið þar hefur þegar orðið illa úti í hinum skæða kór- ónuveirufaraldri ættuðum frá Kína en dreifðum um alla heimsbyggðina. Þegar þetta er ritað hafa aðeins tveir einstaklingar dáið hélendis af völdum þessa grimma faraldurs. Þeir væru orðnir miklu fleiri ef við ættum ekki frábært almanna- og heilsuvarnakerfi, með hið dásamlega þríeyki í fararbroddi, þau Víði Reyn- isson yfirlögregluþjón, Ölmu Möller landlækni og ágætan vin minn frá fyrri læknisárum, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Stöndum nú saman og hjálpumst að í stormi og neyð, kæru landar. Samstaða meðal þjóðarinnar er besta vörnin gegn þeirri farsóttarvá, sem nú geisar. Eftir Ólaf F. Magnússon » Samstaða meðal þjóðarinnar er besta vörnin gegn þeirri far- sóttarvá sem nú geisar. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Hugsað til Hvammstanga á neyðartímum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.