Morgunblaðið - 07.04.2020, Síða 16
L
ífið er bakstur. Ég set
á mig svuntuna og næ
í áhöldin. Skál, sleif
og mæliglas. Tek til
hráefnin sem ég ætla
að nota. Sérhvern morgun ákveð
ég hvað ég ætla að baka í dag. Og
dagsformið mitt ræður oft hver út-
koman verður. Ég mæli hráefnin í
réttum hlutföllum og slæ þessu
saman. Læt það hefast og svo
hnoða ég deigið. Það endurnýjar
huga minn og hjarta að leyfa deig-
inu að leika í höndum mínum. Hug-
arflækjur leysast og draumar og
áform verða til.
Stundum langar mig að baka
eitthvað sem ég hef ekki gert áður,
en gömlu og góðu uppskriftirnar
mínar verða oftar fyrir valinu. Það
veitir mér gleði og hamingju að sjá
bakkelsið renna ljúft ofan í litla og
stóra munna.
Líklegast eigum við öll okkar
sannfæringar um lífið. Ég hef
heyrt ýmsar: Lífið er bókasafn; líf-
ið er hjólatúr; lífið er ævintýri; lífið
er golfvöllur. Og þannig mætti
áfram telja.
Hver er þín sannfæring um lífið?
Segir það eitthvað um, hvernig þú
tekst á við aðstæður daganna, hver
afstaða þín til lífsins er?
Í lífinu eigum við okkur fyrir-
myndir, sem hjálpa okkur til að ná
markmiðum okkar og velja farsæl-
ar leiðir á lífsins leið. Amma mín
og nafna var ein af mínum góðu
fyrirmyndum sem ég lærði mikið
af og naut að verða samferða í
rúma fjóra áratugi. Amma fæddist
árið 1919 og upplifði ótrúlegar
breytingar á lífsháttum fólks og
miklar tækniframfarir. Fróðlegt
var að heyra ömmu rifja upp ýmis-
legt frá því að hún var ung og
greina frá því sem hafði gert hana
að þeirri konu sem hún var, þegar
hún kvaddi södd lífdaga og sátt við
lífshlaup sitt rúmlega níræð.
Bakstur var ein af ástríðum
ömmu, sem bakaði mikið og var
þess fullviss að leiðin að hjartanu
lægi í gegnum magann. Alltaf átti
hún eitthvað til með kaffinu og
okkur ömmubörnunum hennar
þóttu hveitikökurnar og ástar-
pungarnir alltaf það besta. Bæði á
gleði- og sorgarstundum bakaði
amma hveitikökurnar sínar. Dag-
inn sem tengdasonur hennar og
pabbi minn dó bakaði amma hveiti-
kökur og bragðbætti með tárum
sínum.
Amma bjó yfir mörgum styrk-
leikum sem hún hafði
eflt og þroskað með
sér. Mér fannst gott
að finna í fari hennar
húmor, hlýju og góð-
vild. Amma kunni svo
vel að njóta hvers
dags og leita lausna.
Hún þurfti ekki ný
tæki og tól til að fanga
hamingjuna. Hún
leysti hugarflækjur
og endurnýjaði kraft
og þrótt með því að
fletja út deig og seðja
svanga munna, prjóna
eða taka í spil.
Amma átti einlæga
og sterka trú. Hún fór
með bænirnar sínar
og hvíldi í þeirri
öruggu vissu að yfir
sér og sínum væri
vakað. Á hverju kvöldi
þakkaði hún fyrir
daginn, bað fyrir fjöl-
skyldunni og hafði
yfir faðirvorið. Amma
raulaði mikið við hin
daglegu störf, gjarnan
sálma og í sérstöku
uppáhaldi var sálmurinn Ó, þá náð
að eiga Jesú.
Núna finnum við mörg fyrir óró-
leika og ótta. Covid-19-veikin
skekur heiminn okkar og tilveru.
Það er margt sem leitar á hugann
og fær okkur til að spyrja spurn-
inga sem varða öryggi okkar og
framtíð. Við erum hrædd um okk-
ar nánustu, sérstaklega þau sem
eru í áhættuhópum. Við vitum ekk-
ert hvað morgundagurinn ber í
skauti sér. En þannig er það nú yf-
irleitt, við getum bara dvalið í
núinu, stundinni hér og nú.
Alla daga er gott að lesa í Biblí-
unni, en kannski sérstaklega á
dögum ótta og ringulreiðar. Þar er
að finna huggun og hvatningu,
reynslu og leiðir til farsældar. Víða
í guðspjöllunum heyrum við Jesú
benda á leiðina til að
takast á við aðstæð-
ur lífsins. Hvernig
mæta eigi meðbyr
og mótlæti, takast á
við gleði og sorg.
Jesús segir okkur að
hamingjuna sé að
finna hið innra, í
huga okkar og
hjarta. Hér má
nefna sem dæmi
sæluboðin í upphafi
5. kafla Matteus-
arguðspjalls.
Jesús talar til
fólks með ólíkan
bakgrunn, fólks sem
hafði upplifað mót-
læti í lífinu og stund-
um verið með vind-
inn í fangið. Líka til
fólks sem hafði
gengið vel og náð
markmiðum sínum.
Við fáum að vera
meðal þeirra, sem
Jesús talar til. Við
með okkar ólíku
reynslu. Við sem
hvern dag erum að
reyna að standa okkur og gera
okkar besta. Og Jesús hvetur okk-
ur til að halda áfram og hann vill
leiða okkur og styðja sérhverja
stund. Og það er okkar að þiggja.
Mundu að þú ert ekki ein eða
einn. Guð hefur sent okkur hvert
annað til að fylgjast að á lífsins leið
og við eigum að hvetja og styðja
hvert annað. Mundu að þú býrð yf-
ir mörgum styrkleikum til að tak-
ast á við aðstæður daganna. Megir
þú mæta deginum í dag með þakk-
læti og vongleði. Njóttu dagsins og
nærðu huga þinn og hjarta,
kannski með því að líta í góða bók,
baka eða fara í hjólatúr.
Kirkjan til fólksins
Morgunblaðið/Ómar
Þú ert ekki ein/n
Hugvekja
Sigríður Munda
Jónsdóttir
Höfundur er sóknarprestur
í Ólafsfjarðarprestakalli.
sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is
Sigríður Munda
Jónsdóttir
Mundu að þú ert
ekki ein eða
einn. Guð hefur
sent okkur hvert
annað til að
fylgjast að á lífs-
ins leið og við
eigum að hvetja
og styðja hvert
annað
Daglegt líf „Guð hefur sent
okkur hvert annað til að
fylgjast að á lífsins leið og
við eigum að hvetja og
styðja hvert annað.“
Kynlegur
sparnaður
Hundraða milljóna
króna sparnaður hjá
spítalanum við Hring-
braut (HRBR) segir
Gunnar Svavarsson,
framkvæmdastjóri
NLSH ohf., í Mbl. 8.
febrúar. Ekki veitir af
eftir alla fram-
úrkeyrsluna og taf-
irnar við að koma já-
eindaskannanum sem
Kári gaf í gagnið og
byggingu sjúkrahót-
els, sem ekki er flókin bygging.
Sparnaðinn rökstyður hann með
lágmörkun umhverfisáhrifa skv.
Breeam-umhverfisvottun. Allar
framkvæmdir við spítalann við
HRBR fara í gegnum Breeam-um-
hverfisvottun. Úr grunninum koma
25.000 vörubílshlöss af sprengdu
grjóti. Hærra Breeam-skor er að
keyra grjótið í Sundahöfn en keyrsla
og urðun í Bolaöldum við Vífilfell.
Heilbrigð skynsemi segir styttri
keyrslu hagstæðari og óþarfi til að
geta tekið ákvörðun að setja þessa
tvo möguleika inn í Breeam-reikni-
líkan.
Sprengt grjót er verðmæti sem
Reykjavíkurhöfn keypti hér áður
fyrr. Margir kostir eru betri en að
henda grjótinu í sjóinn utan við
Sundahöfn:
Borgin hefur kynnt tengingu
Reykjavíkur og Kópavogs með brú
yfir Fossvog. Báðum megin þarf
landfyllingu að brúnni. Reykjavík-
urmegin er margfalt styttri akstur
að brúarstæði en í Sundahöfn og þar
með minni kostnaður og minna slit á
vegum. Kópavogsmegin er nákvæm-
lega jafn langt frá HRBR og frá
HRBR í Sundahöfn.
Hvað skyldi Breeam-skor vera
miklu hærra fyrir þennan kost? Í
bónus verður ekki mikill kostnaður
við öflun sprengds grjóts fyrir brú-
artenginguna.
Einnig væri hægt að keyra grjótið
út á Granda og geyma þar til kemur
að landfyllingu frá Granda að Sel-
tjarnarnesi. Grjótið yrði notað í ytri
garð og lausu efni dælt inn fyrir
hann. Landið sem þar fengist fyrir
iðnað og íbúðir gæti orðið stæra en
það sem fæst með eyðileggingu flug-
vallarins í Vatnsmýrinni.
Grjótið mætti líka nota í vegteng-
ingu frá Örfirisey yfir á Sæbraut. Þá
þyrfti ekki að keyra olíubíla frá Ör-
firisey í gegnum miðbæinn eða íbúð-
arhverfi. Í leiðinni leysist umferðar-
teppan við Hafnartorg sem
Seltirningar segja að jafngildi því að
Seltjarnarnes sé fangi Reykjavíkur.
Einnig væri hægt að gera við-
legukant fyrir skemmtiferðaskip ut-
an við Sæbraut. Farþegarnir gætu
þá gengið að Hörpu og í
miðbæinn undir brú
sem kæmi yfir hafnar-
kjaftinn.
Líklegast hefur upp-
gröftur úr grunnum
fyrir Marriot- og
Landsbankabyggingar í
höfninni verið keyrður
upp í Bolaöldur við
Vífilfell.
Sparnaður borg-
arinnar hefði getað orð-
ið margfalt meiri en við
grunn spítalans ef upp-
gröfturinn hefði farið í
pramma og verið losaður fyrir utan
Granda. Sjórinn hefði séð um að
færa efnið upp á grynningarnar.
Spurning er hvort mengaður upp-
gröftur úr höfninni gæti haft áhrif á
Gvendarbrunnavatnsbólið.
Einhvers staðar sá ég að það ætti
að byggja skrifstofur fyrir Faxaflóa-
hafnir á fyllingunni við Sundahöfn.
Sé það rétt vil ég benda á að hús
Orkuveitunnar á Ártúnshöfða stend-
ur mikið til autt. Hægt væri að setja
skrifstofurnar þar með útsýni yfir
Faxaflóann. Þar væri líka hægt að
setja vita í staðinn fyrir þann á Sjó-
mannaskólanum, sem borgin byggði
fyrir.
Fyrir mörgum árum skrifaði ég
og rökstuddi hversu miklu hag-
kvæmara væri að byggja spítalann í
Fossvogi en við Hringbraut. Það var
ekki eitt heldur allt.
Umhverfismál voru ekki eins mik-
ið í umræðunni þá og nú. Í saman-
burðinum benti ég þó á að í Fossvogi
væri mestmegnis mokað upp gróð-
urmold, sem mætti nýta í borgar-
landinu.
Við Hringbraut aftur á móti væru
miklar og dýrar sprengingar. Síðan
þyrfti að keyra sprengda grjótið
burt, sem myndi skemma göturnar.
Við það bættust umferðartruflanir
og ónæðið af sprengingunum. Nú
hefur allt á Hringbraut skolfið og
nötrað í hátt á annað ár. Þeir sem
hafa verið hjá ástvinum á gjörgæslu-
deild Landspítalans hafa kynnst því.
Allan daginn eru loftpressur og
högghamrar á fullu. Viðvörunarvæl
kemur áður en sprengt er.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að
Breeam-umhverfisvottun fyrir allan
spítalann frá A til Z í upphafi hefði
gefið miklu hærra Breeam-skor fyr-
ir Fossvoginn en Hringbraut. Sýnt
betri og ódýrari spítala með lægri
rekstrarkostnað um alla framtíð.
Þar fyrir utan hefði verið hægt að
byrja grunninn fljótlega eftir hrun,
sem hefði verið góð innspýting í hag-
kerfið. Í stað þess voru jarð-
vinnslutæki hirt af verktökum og
seld úr landi.
Eftir Sigurð
Oddsson
»…Breeam-umhverf-
isvottun fyrir allan
spítalann frá A til Z í
upphafi hefði gefið
miklu hærra Breeam-
skor fyrir Fossvoginn
en Hringbraut
Höfundur er verkfræðingur
og eldri borgari.
Sigurður
Oddsson
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020
Fasteignir
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
Við erum hér til að aðstoða þig! --
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir í síma 533 1314
LÉLEG
RAFHLAÐA?
Við skiptum
um rafhlöðu
samdægurs
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a