Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Heimir Jónas-son fæddist í Reykjavík 13. apríl 1966. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 28. mars 2020, rúmum tveim- ur árum eftir að hafa greinst með taugahrörnunar- sjúkdóminn Cori- cobasal Degenera- tion (CBGD). Foreldrar hans eru Jónas Jó- hannsson, flugumsjónarmaður, f. 9. febrúar 1935, d. 27. janúar 2013, og Guðmunda Markúsína Þorleifsdóttir, f. 28. mars 1938. Bræður Heimis eru Þorleifur, f. 1958, kvæntur Ástu H. Braga- dóttur, f. 1963; Matthías Einar, f. 1962, kvæntur Jóhönnu Eyrúnu Sverrisdóttur, f. 1964; og Júlíus, f. 1964, kvæntur Helgu Helga- dóttur, f. 1965. Heimir kvæntist Berglindi Magnúsdóttur, f. 1.oktober 1972 ,þann 4. september 2004. For- eldrar hennar eru Magnús I. Ágústsson, f. 13. júní 1953, d. 4. mars 2012, og Hjördís Hafsteins- dóttir, f. 15. nóv- ember 1952. Börn Heimis og Berg- lindar eru Markús, f. 14. febrúar 1997, Áshildur Þóra, f. 14. desember 2003 og Silja Björk, f. 18. nóvember 2005. Heimir lauk stúd- entsprófi frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1986, útskrif- aðist úr University of Television and Film í München í Þýskalandi árið 1995 og lauk MBA-námi frá Háskóla Íslands árið 2017. Heim- ir starfaði sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 um árabil, vann á markaðsdeild Icelandair, var framleiðslustjóri á Latabæ, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, markaðssérfræðing- ur hjá Íslensku auglýsingastof- unni, þjálfari hjá Dale Carnegie og um árabil rak hann eigið markaðsfyrirtæki; Icelandic Cowboys. Útför Heimis verður í dag, 7. apríl 2020. Minningarathöfn verður haldin síðar. Í dag kveðjum við Heimi bróð- ur sem nýlega féll frá eftir erfið veikindi. Það er sárt að sjá á eftir þessum gleðigjafa en ég veit að það verður tekið vel á móti hon- um á nýjum stað. Við bræðurnir slitum barns- skónum í Bólstaðarhlíðinni þar sem við Heimir stóðum saman í baráttunni við eldri bræður. Heimir, með hárið rauðbirkið og liðað, talaði fyrir okkur báða og hvatti mig til að taka þátt í leik- þáttum með honum. Jú, maður lét það eftir honum enda erfitt að segja nei við þennan ákafa unga leikara. Það var mikill gestagangur á okkar heimili á þessum árum og Heimir tók ekki annað í mál en að skella í leiksýningu við hverja heimsókn. Ég var Halli og hann var Laddi. Lagið „Tvær úr tung- unum“ var sungið og leikið og auðvitað rúllaði hann þessu upp og naut sín vel. Ég man ennþá textann og svei mér þá ef dans- sporin eru ekki þarna líka ein- hvers staðar. Það skrítna var að gestirnir komu alltaf aftur í heim- sókn. Heimir var ekki bara listrænn heldur þótti hann einnig lunkinn knattspyrnumaður á sínum yngri árum, hægri kantmaður með mikinn hlaupastyrk. Hann spilaði að sjálfsögðu með Val og fór ég með mömmu og pabba á flestalla leiki. Í þá daga þótti þessi stuðn- ingur merkilegur enda ekki vana- legt að foreldrar og systkini sæktu leiki af þessum krafti á þeim tíma. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar þeir félagar í 5. flokki spiluðu úrslitaleiki við Skagamenn á Hlíðarenda/Skag- anum. Heimir átti góða leiki og var ég afar stoltur af honum og ekki í fyrsta skiptið. Sem ungir menn fluttum við bræður báðir til útlanda. Framan af vorum við ekki nálægt hvor öðrum en þó alltaf í góðu sam- bandi. Heimir talaði mikið um ást sína á þýskum pulsum og schnit- zel, en þrátt fyrir að elska pulsur og schnitzel var Heimir mikill sælkeri og afbragðskokkur. Eins og sannur Þjóðverji lagði hann mikið upp úr því að rétt glas væri notað við viðeigandi bjórtegund. Hvort þetta hafði áhrif á að ég fluttist sjálfur til Þýskalands skal ósagt látið. Ég á eftir að sakna þess að sitja með honum, borða currywurst mit pommes, horf- andi á Þýskaland keppa og drekka Paulaner-hvetibjór. Heimir bjó yfir miklum sam- skiptahæfileikum og naut sín vel hjá Dale Carnegie þar sem hann miðlaði reynslu sinni. Ég naut sjálfur góðs af því í mínum störf- um sem þjálfari þar sem fram- koma og trúverðugleiki skiptir máli. Þar kom fagmaðurinn Heimir Jónasson sterkur inn og skólaði stóra bróður til. Það eru rétt rúm tvö ár síðan Heimir greindist með skelfilegan taugasjúkdóm og tók hann því með ótrúlegu æðruleysi frá fyrsta degi. Róðurinn fór fljótt að þyngj- ast en Heimir barðist á móti, m.a. með hreyfingu og æfingum á meðan líkaminn leyfði. Það er mér ómetanlegt að hafa fengið að taka þátt í því ferli, reglulegar ferðir í ræktina þar sem var mikið hlegið á milli æfinga og gert gam- an. Ómetanlegur tími. Heimir var með ólíkindum geðgóður maður, hress, jákvæður og með markmiðin á hreinu. Hann vildi allt fyrir alla gera en gleymdi stundum sjálfum sér. Það var ekki fyrr en undir það allra síðasta sem maður fann fyr- ir pirringi og óþolinmæði sem tengdist kannski því að ég skildi hann ekki, en alltaf bað hann mig afsökunar á því um leið og hann bauð góða nótt. Kurteis að venju fram á síðustu stundu. Heimir fór inn á líknardeild í júní 2019 og átti það að vera hvíldarinnlögn. Svo fór að hann kom aldrei aftur heim þar sem heilsunni hrakaði hratt. Eins og oft áður heillaði hann það frá- bæra starfsfólk sem starfar á líknardeildinni og hugsaði um hann dag og nótt. Oft lagði hann mikið á sig til að gera sig skilj- anlegan og spurði hvernig þau hefðu það. Heimir hafði sem sagt meiri áhyggjur af líðan starfs- fólksins en eigin líðan, og er það lýsandi dæmi um hugulsemina sem einkenndi þetta gæðaeintak. Heimir elskaði sviðsljósið, tal- aði mikið og var yfirleitt hrókur alls fagnaðar. Það er því synd að þurfa að kveðja þennan eðald- reng í fámennum hópi vegna ástandsins. Ég er þó viss um að hann kemur til baka og verður með okkur í sviðljósinu þegar færi gefst til að fjölmenna. Elsku Berglind og fjölskylda, elsku mamma og fjölskylda. Við eigum eftir að sakna hans og þá er gott að eiga fjölmargar góðar minningar til að hlýja sér. Hvíldu í friði. Júlíus (Júlli) bróðir. Heimir var yngstur okkar bræðra og mátti fljótt finna fyrir stríðni okkar. Ég man eftir þegar Heimir var lítill, fallegur strákur með rauðar bollukinnar. Mér þótti gaman að stríða honum með því að slá létt í þær og láta þær dingla fram og til baka. Þetta varð hins vegar engin stríðni fyrir honum, því Heimi þótti þetta fyndið og skemmtilegt líka. Hann kunni að taka stríðni og sneri því yfirleitt upp í einhver skemmti- legheit og gamansemi. Heimir var alltaf kátur og já- kvæður og fljótlega tók hann öll völd á heimilinu með leikaraskap og fíflalátum eins og amma Jóa kallaði þetta stundum, en innst inn þótti henni þetta ekkert leið- inlegra en okkur hinum bræðrun- um. Heimir lék eftir auglýsingar og fékk okkur í lið með sér að leika og herma eftir hinum og þessum lögum og man ég sér- staklega eftir Roy Rogers með Halla og Ladda: Ég er Roy Rogers, ég er sætur og klár búinn að vera í þessum bransa í sautján ár. Ég eltist við bófa og ræningja og kem þeim í hendur á fógeta. Það var örugglega ein af ástæðunum fyrir því að fyrir- tækið hans fékk nafnið Icelandic Cowboys. Já gleðin var við völd í Bólstaðarhlíðinni og á Selbraut- inni á Seltjarnarnesinu og það var alveg sama hvar hann stakk niður fætinum; hann náði að heilla alla upp úr skónum. Á fjöl- skyldumótum, stórafmælum og brúðkaupum sá Heimir um ræð- urnar og flutti þær alltaf með til- þrifum, leik og gríni, þar náði hann sér niður á okkur hinum bræðrum fyrir stríðnina sem hann varð fyrir á yngri árum. Okkur Eyrúnu þótti mjög vænt um að hann kom með stelp- urnar sínar til okkar í sveitina tvær verslunarmannahelgar áður en hann veiktist. Þetta var eitt- hvað sem átti að gerast oftar en örlögin settu hann á annan stað. Hann kom auðvitað með gleðina og jákvæðnina með sér, klæddur í Lederhosen-búninginn sinn með þýskar pylsur, meðlæti og bjór frá Andra vini sínum, annað tald- ist ekki vera bjór. Það var ým- islegt brallað og meðal annars var gróðursettur systralundur til heiðurs Áshildi Þóru og Silju Björk, en þær áttu að sjá um að vökva þegar þær kæmu í heim- sókn í sveitina. Við Eyrún lofuð- um honum því að þar yrði í sumar líka gróðursett fallegt reynitré með stelpunum til minningar um hann og varð hann mjög þakklát- ur fyrir það. Fram undan er því val á fallegu tré sem stelpurnar hans munu setja niður með við- höfn í hans anda. Þýskar pylsur með Heinz-chilisósu og Bolabjór verður örugglega með á matar- borðinu um kvöldið. Elsku Heimir, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, minningarnar um góðan og skemmtilegan bróður munu lifa áfram með okkur fjölskyldunni. Þinn bróðir Matti skratti eins og þú kallaði mig oft í gríni. Matthías. Í dag kveðjum við yndislegan mann, hann Heimi. Það er ekki eins og það væri óvænt þar sem hann greindist með ólæknandi sjúkdóm fyrir örfáum árum, en samt er sorgin nístandi, að þessi yndislegi maður sem ég hef þekkt í yfir fjörutíu ár sé ekki lengur á meðal okkar. Heimir var aðeins 11 ára þegar ég kom inn í fjölskyldu hans, en þá hófust kynni mín og elsta bróður hans. Fljótlega var ég flutt heim til þeirra og var það nú ekki mikið mál fyrir foreldra hans. Það var ansi líflegt á heim- ilinu í þá daga og Heimir var fjör- kálfurinn, sá sem var alltaf bros- andi, kunni ótal brandara og fór létt með að herma eftir öðrum. Síðar var hann viljugur að passa litlu frændur sína, og seinna meir áttum við griðastað hjá honum í Þýskalandi. Alltaf var tekið vel á móti okkur og fannst honum lítið mál að fá fimm manna fjölskyldu í gistingu. Eftir að allir voru fluttir aftur heim til Íslands hittumst við oftar og er ég þakklát fyrir þann tíma. Heimir reyndist mér einnig einkar vel á erfiðu tímabili í lífi mínu og veitti mér ómetanleg og góð ráð. Hann var traustur vinur þegar á þurfti að halda. Þannig var Heimir, alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Fljótlega eftir að við Ólafur kynntumst komu Berglind og Heimir norður og við áttum saman eftirminnilega kvöldstund þar sem Heimir fór m.a. á kostum um bæverska menningu, lystisemdir, og þá ekki síst um hina alþekktu bjór- menningu þarlendra. Það var eft- irminnilegt. En nú er komið að leiðarlok- um. Við Þökkum Heimi fyrir öll árin og ómetanlega vináttu, en hann var mér, Magnfríði, eins og yngri bróðir. Elsku Berglind, Markús, Ás- hildur og Silja, missir ykkar er mikill og vottum við ykkur okkar dýpstu samúð. Einnig vottum við móður Heimis, frú Guðmundu M. Þorleifsdóttur, bræðrum hans og fjölskyldum þeirra, okkar samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Magnfríður og Ólafur. Elsku gamli félagi, þó það hafi verið mjög sárt að frétta af and- láti þínu var gott að vita að þú hafðir loks sloppið undan sjúk- dómnum sem hafði haldið þér svo lengi í heljargreipum. Ég vil þakka þér fyrir góðar stundir saman í nær 50 ár. Minn- ingarnar eru margar, Ísaksskóli, Valsheimilið, Versló og HÍ ásamt vina- og fjölskyldustundum í seinni tíð. Við urðum Íslands- meistarar saman, útskrifuðumst saman úr menntaskóla, skemmt- um okkur, töluðum um lífið og fylgdumst með börnum hvor ann- ars. Við höfðum áhuga á lífi hvor annars. Þú varst sannur vinur, reynd- ist mér vel alla tíð og varst til staðar þegar á þurfti að halda. Þín verður svo sannarlega sárt saknað, minn kæri, vonlaust að fylla það skarð sem þú skilur eftir þig. Ég bið guð um kraft fyrir alla þá sem syrgja Heimi, þó sérstak- lega Berglindi og börn þeirra, Markús, Áshildi og Silju, móður hans og bræður. Hvíl í friði, elsku vinur, og við munum halda minningu þinni á lofti. Anthony Karl Gregory. Leiðir okkar Heimis lágu sam- an haustið 1977 í Mýrarhúsa- skóla, hann Valsarinn nýfluttur úr Hlíðunum vestur á Seltjarnar- nes og ég KR-ingurinn að hefja skólagöngu á Nesinu. Fyrstu kynnin voru ánægjuleg, glaðværð og léttleiki einkenndi öll sam- skipti okkar frá fyrstu tíð og þannig var það næstu 10 árin í gegnum Valhúsaskóla og Versló. Það var alltaf mikil tilhlökkun að heimsækja fjölskylduna á Sel- braut 30, foreldrarnir Guðmunda og Jónas reistu fjölskyldunni fal- leg húsakynni þar sem bræðurnir fjórir ásamt „ömmu Jóu“ undu sínum hag. Það var full vinna að halda utan um fjóra stæðilega unga menn og það tókst þeim hjónum einstaklega vel af mikilli yfirvegun og með einstakt jafn- aðargeð þrátt fyrir mikla vakta- vinnu á sjúkrahúsinu og flug- félaginu. Ljúfmennið hann Heimir fékk það besta frá báðum foreldrum sínum og hann smitaði allt um- hverfi sitt með jákvæðni og þægi- legri nærveru. Við kynntumst tónlist Dire Straits sumarið 1980 þegar Heimir kom úr drengja- landsliðsferð í körfubolta frá Hol- landi og tónlistin dundi í bílskúrn- um þar sem nýstofnuð bón- og þvottaþjónusta, „Fúsk og fok- dýrt“, blómstraði. Á verslunarskólaárunum var hvergi slegið slöku við í félagslíf- inu, og þar sló Heimir strax í gegn á fyrsta ári. Hæfileikar hans fengu að njóta sín á mánaðarleg- um skemmtikvöldum sem og á ár- legum nemendamótum skólans bæði á Grundarstígnum og við Ofanleiti. Á þessum árum kom berlega í ljós að Heimir var óhræddur við að takast á við nýj- ar áskoranir. Honum bauðst starf hjá nýstofnaðri sjónvarpsstöð, Stöð 2, eftir að hafa verið í hópi nýútskrifaðra verslinga sem köll- uðu sig „Spékoppana“ og skrif- uðu handrit að skemmtiþáttum fyrir stöðina. Eftir stutt nám í viðskipta- og markaðsfræðum í BNA og HÍ fluttist Heimir til Þýskalands þar sem hann hóf nám í sjónvarps- og kvikmynda- framleiðslu og útskrifaðist 1995. Eftir að Heimir fluttist til Íslands starfaði hann víða við markaðs-, kynningar- og framleiðslustörf. Heimir var þeim einstöku kostum búinn að vera hrókur alls fagnaðar strax frá unga aldri, það var alltaf líf og gleði í kringum hann. Hann gerði lífið skemmti- legra og hans helsti mannkostur var að gefa af sér. Ófáir eru þeir sem kynnst hafa Heimi og þegið góða og uppbyggilega ráðgjöf hans, og jafnframt alltaf fundið einstaka hlýju hans og einlægni á sama tíma. Það var mikið högg í byrjun árs 2019 að fá þær fregnir að æskuvinur minn hefði greinst með afar sjaldgæfan hrörnunar- sjúkdóm. Hetjuleg barátta hans við sjúkdóminn lýsti manni með stórt og sterkt hjarta. Hjarta er neitaði að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Megi góður Guð fylgja ykkur og blessa elsku Berglind, Markús, Áshildur Þóra og Silja Björk. Ég minnist ennþá okkar fornu kynna, og ennþá man ég ljómann drauma þinna, er bernskan móti báðum okkur hló. Hver dagur nýrri frægð og frama spáði, og fögur, mikil verk þinn hugur þráði. Á köllun þína engum efa sló. (Tómas Guðmundsson) Kristján Pálsson. Ja, guten Abenteuer! Á þess- um orðum hófst iðulega samtal okkar Heimis allt frá því að við bjuggum í Þýskalandi i kringum aldamótin. Það má alveg heim- færa að lífið með Heimi hafi verði gott ævintýri því þar sem hans naut við var alltaf gaman. Hann hafði einstaka nærveru og notaði sitt sterkasta vopn, húmorinn, til að kæta alla sem í kringum hann voru. Fyrsta minning mín af Heimi er frá árinu 1982 þegar ég sá hann í fyrsta skipti á sviði á skemmtikvöldi í Versló. Þar stal hann senunni og átti eftir að gera það oft og mörgum sinnum í lífinu eftir það. Heimir hafði ekki bara húmor, hann hafði ótakmarkað magn af hugmyndum um hvernig mátti gera lífið skemmtilegra. Kraftur hans og áræði varð svo til þess að mjög mikið af því sem hann fann upp á var framkvæmt, okkur hinum til ánægju. Síðan á Verslóárunum hef ég tilheyrt hópi félaga sem hittast reglulega til að hafa gaman og þar fór Heimir fremstur í flokki á meðan hans naut við. Leiðir okkar Heimis hafa legið saman á nokkrum stöðum í lífinu og þegar ég lít til baka átta ég mig á því hverslags forréttindi það eru. Mest samskipti höfðum við líklega þegar við bjuggum báðir á sama svæði í Þýskalandi í nokkur ár og svo þegar við unn- um saman á sölu- og markaðs- sviði Icelandair. Það eru margar minningar frá þessum tíma, en allar einkennast þær af góðri og skemmtilegri nærveru sem ein- kenndi Heimi. Þegar ég horfi til baka er það fyrsta sem kemur upp í hugann þakkir fyrir það að hafa átt vin eins og Heimi. Heimir var einstök persóna og auk þess að gleðja alla í kringum sig með fjöri setti hann alltaf fókusinn á það hvernig hann gæti orðið öðrum að liði. Hann var alltaf að búa til og skapa til að hjálpa öðrum. Því er kannski best lýst úr heimsókn til hans í síðasta skiptið sem ég hitti hann. Þá var hann orðin máttlítill og erfitt að skilja það sem hann vildi segja. En hann sýndi okkur Kidda samt verkefni sem hann var að vinna í. Þann litla kraft sem hann átti eftir notaði hann í að klippa til myndband til að vekja máls á parkinsonveikinni. Það er höggvið stórt skarð í vinahópinn og Heimis verður sárt saknað. Þó er það huggun harmi gegn að við sem eftir sitjum vit- um að honum líður nú betur á nýjum stað og horfir yfir sviðið og spottar út það spaugilega í kring- um okkur. Þótt skarðið sé stórt skilur hann eftir sig fjall af skemmtilegum og ómetanlegum minningum; minningum um kát- an, hjálpsaman og einstakan vin. Ég held ég tali fyrir marga þegar ég segi að hinn eiginlegi grafreit- ur Heimis verður í hjörtum okkar sem eftir sitjum og söknum hans. Fjölskyldu Heimis votta ég mína dýpstu samúð. Berglindi, börnunum þremur, Mundu móð- ur hans og bræðrum hans, sem öll hafa staðið eins og klettur við bakið á honum. Ég bið alla góða vætti að styrkja þau í sorginni vegna fráfalls þessa góða drengs. Gunnar Már Sigurfinnsson. Stundum hittir maður fólk á lífsleiðinni sem hefur meiri áhrif á mann en aðrir og Heimir var einn af þeim. Við hjónin vorum svo heppin að fá að eiga Heimi bæði sem vin og samstarfsfélaga þannig að við náðum að kynnast honum frá ansi mörgum hliðum. Heimir var stór persónuleiki, hann hafði sjálfstraust í að vera hann sjálfur, mikill húmoristi og einstaklega einlægur. Í samskiptum okkar við Heimi fengum við að kynnast svo mörg- um af hans góðu hliðum. Hann fékk mann alltaf til að brosa eða hlæja og sá spaugilegu hliðina á öllu mögulegu og þeim eiginleika hélt hann meira að segja í í gegn- um veikindin sín. Heimir var ein- lægur með eindæmum, það var gott að tala við hann og hann hafði þann einstaka eiginleika að vera góður hlustandi og sýna þér áhuga, það var honum einhvern vegin ekkert óviðkomandi. Heimir hafði mikinn áhuga á að hjálpa öðru fólki að ná árangri í lífinu og í starfi sínu hjá Dale Carnegie nýtti hann sterka per- sónuleika sinn og náði til fólks á öllum aldri. Heimir sýndi okkur hjónum líka mikinn áhuga, var góður hlustandi og kom oft í kaffi til okkar til að ræða málin. Sérstak- lega eru okkur minnisstæðar all- ar þær hugmyndir, heilræði og hjálp sem hann sýndi okkur fyrir nokkrum árum þegar við vorum að stofna nýtt fyrirtæki. Þegar Heimir varð veikur þá hafði hann hugrekki til þess að Heimir Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.