Morgunblaðið - 07.04.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 2020
„Við lifum á fordæmalausum
tímum“ er setning sem heyrist
oft þessa dagana. Það má alveg
ganga svo langt að segja að orð-
ið fordæmalaust sé ofnotað
þessa dagana vegna kórónuveir-
unnar sem nú herjar á heims-
byggðina. Ógnvekjandi tímar
kalla á einstakar aðgerðir og allt
það og ef fólki líður betur með
að viðra orðaforða sinn með
slíkum hætti er það bara vel.
Mikið hefur verið rætt og rit-
að um fjárhag íslenskra íþrótta-
félaga að undanförnu. „Að
spenna bogann of hátt“ er önn-
ur setning sem hefur farið mik-
inn í tíðarandaum. Margir hafa
látið í sér heyra, misfróðir, um
það hversu illa íslensk íþrótta-
félög eru rekin og að hér sé
íþróttafólk sem er í meðallagi
gott að þiggja allt of há laun fyr-
ir sína vinnu, ef vinnu skyldi
kalla.
Það þarf ekki að horfa neitt
lengra en til nágranna okkar á
Englandi til þess að átta sig á
stöðu mála. Þar blasir lítið ann-
að en gjaldþrot við mörgum fé-
lögum sem leika í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu, ef
tímabilið verður ekki klárað.
Leikmenn í stærstu knatt-
spyrnuliðum heims hafa þurft
að taka á sig launalækkanir
hægri vinstri undanfarna daga
svo skipið sigli ekki í strand.
Stundum ganga hlutirnir
vel og stundum ganga þeir illa,
hvað svo sem veldur því. Núna
er það þessi fjandans veira sem
er að gera okkur lífið leitt og ís-
lenskt íþróttalíf er í brekku
þessa stundina. Þess vegna eiga
allir sem vettlingi geta valdið að
koma til hjálpar á þessum for-
dæmalausu tímum. Flestir ef
ekki allir þekkja einhvern sem
hefur stundað eða stundar
íþróttir og hefur þar af leiðandi
séð öll góðu áhrifin sem íþrótt-
irnar hafa á samfélagið okkar.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
VETRARFÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Verða það KR, Valur og Breiðablik
sem slást um Íslandsmeistaratitil
karla í fótbolta þegar keppnis-
tímabilið 2020 getur loks hafist?
Geta KA-menn, Víkingar og Stjörn-
unnar gert sig gildandi í efri hluta
úrvalsdeildarinnar?
Undirbúningstímabilið segir ekki
alltaf alla söguna um hvernig liðin
muni standa sig á komandi sumri en
þessi niðurröðun á mögulegum lið-
um í efri hluta deildarinnar er alfar-
ið byggð á því hvernig þeim gekk í
vetrarmótunum, frá nóvember 2019
og fram í miðjan mars 2020.
Stóra spurningin er síðan hvaða
áhrif yfirstandandi hlé vegna kór-
ónuveirunnar hefur á liðin og mótið,
og hvernig þau koma undan nýju
undirbúningstímabili sem ekki var á
dagskránni. Einhver þeirra gætu
mögulega misst frá sér leikmenn af
fjárhagsástæðum, þá helst erlenda.
Þegar úrslit vetrarleikja liðanna
tólf sem skipa Pepsi Max-deild karla
2020 eru tekin saman kemur í ljós
þessi uppröðun á liðunum sem hér
fer á eftir, hvað sex þau efstu varðar.
Lítum nánar á ástæður þess að þau
raða sér í sex efstu sætin en í blaðinu
á morgun skoðum við hin sex liðin
sem eru í sjöunda til tólfta sæti í
„vetrardeild“ Íslandsmóts karla.
1: KR
KR-ingar eru
með bestan
árangur allra liða
deildarinnar í
vetur. Þeir urðu
Reykjavíkur-
meistarar, kom-
ust í úrslitaleik
Bose-mótsins og
höfðu unnið alla
fjóra leiki sína í
Lengjubikarnum
þegar keppnin var blásin af.
Alls unnu KR-ingar tólf af fjórtán
leikjum sínum í vetur og eina tapið
var gegn Val í úrslitaleik Bose-
mótsins í desember, 3:2. Þeir unnu
úrvalsdeildarlið FH, Gróttu, Vík-
ings, Fylkis, Fjölnis, Vals og ÍA en
sigurinn á Val var í úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins, 2:0.
Markatala KR í leikjunum fjórtán
er 41:16 og þeirra markahæstu menn
í vetur voru Tobias Thomsen með 7
mörk, Ægir Jarl Jónasson og Krist-
ján Flóki Finnbogason með 6 mörk
hvor.
Rúnar Kristinsson er áfram með
meistaralið KR sem hefur lítið
breyst. Skúli Jón Friðgeirsson er
hættur, Emil Ásmundsson kom frá
Fylki en missir líklega af tímabilinu
vegna meiðsla og Guðjón Orri Sig-
urjónsson er kominn til að slást við
Beiti Ólafsson um markmannsstöð-
una. Beitir var nýbyrjaður að spila
eftir meiðsli þegar keppni var hætt.
Þá ristarbrotnaði miðvörðurinn ungi
Finnur Tómas Pálmason í janúar.
Alex Freyr Hilmarsson sleit kross-
band síðasta sumar og var ekki byrj-
aður að spila.
2: Valur
Eftir mikil von-
brigði með
keppnistímabilið
2019 virðast Vals-
menn hafa náð
vopnum sínum að
nokkru leyti á ný
í vetur undir
stjórn Heimis
Guðjónssonar.
Þeir unnu Bose-
mótið fyrir áramótin, léku úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins í byrjun febr-
úar og voru í baráttu um sæti í und-
anúrslitum Lengjubikarsins þegar
keppni var hætt í mars.
Valsmenn unnu níu af þrettán
mótsleikjum sínum í vetur, gerðu tvö
jafntefli og töpuðu tveimur leikjum,
þar af úrslitaleik Reykjavíkurmóts-
ins gegn KR. Sigurleikir gegn úr-
valsdeildarliðum voru gegn Stjörn-
unni, KA, KR, Fjölni og Víkingi.
Markatala Vals í leikjunum þrett-
án er 33:16 og Patrick Pedersen var
á miklu flugi í vetur og skoraði 10 af
þessum mörkum, er markahæstur
allra í vetrarmótunum, en Sigurður
Egill Lárusson kom næstur með 4
mörk, öll í Lengjubikarnum.
Heimir tók við Val af Ólafi Jó-
hannessyni og hópurinn hefur
styrkst. Rasmus Christiansen er
kominn aftur frá Fjölni, Magnus Eg-
ilsson frá HB í Færeyjum og Birkir
Heimisson frá Heerenveen í Hol-
landi. Reyndasti maður liðsins,
Bjarni Ólafur Eiríksson, er hins-
vegar farinn til Vestmannaeyja.
3: Breiðablik
Blikar unnu ekki
leik í Bose-
mótinu, í þremur
fyrstu leikjunum
undir stjórn Ósk-
ars Hrafns Þor-
valdssonar, en
léku síðan til úr-
slita í fótbolti.net-
mótinu eftir þrjá
sigurleiki í riðla-
keppninni. Þeir
höfðu unnið alla fjóra leikina í
Lengjubikarnum þegar keppni var
hætt, þar á meðal 7:1 stórsigur á
Skagamönnum.
Breiðablik vann sjö af ellefu móts-
leikjum vetrarins, gerði tvö jafntefli
og tapaði tveimur leikjum. Auk sig-
ursins á ÍA vann Breiðablik úrvals-
deildarlið HK og FH.
Markatala Breiðabliks í þessum
ellefu leikjum er 38:19.Thomas
Mikkelsen skoraði flest markanna, 9
talsins, Gísli Eyjólfsson kom næstur
með 6 mörk og Höskuldur Gunn-
laugsson og Viktor Karl Einarsson
með 4 mörk hvor.
Óskar Hrafn tók við Breiðabliki af
Ágústi Gylfasyni og Kópavogsliðið
hefur endurheimt tvo af sínum mönn-
um, Oliver Sigurjónsson frá Bodö/
Glimt og Kristin Steindórsson frá
FH. Gunnleifur Gunnleifsson víkur
úr markinu fyrir Antoni Ara Ein-
arssyni sem kom frá Val en er áfram í
leikmannahópnum. Andri Rafn
Yeoman, leikjahæsti leikmaður Blika,
er þegar kominn heim frá Ítalíu en til
stóð að hann myndi missa af fyrri
hluta tímabilsins og Kwame Quee er
kominn aftur eftir lánsdvöl hjá Vík-
ingi. Hægri bakvörðurinn Alfons
Sampsted er farinn aftur af landi
brott eftir lánsdvöl í Kópavogi.
4: KA
Akureyrarliðið
vann níu af fjór-
tán mótsleikjum
sínum í vetur en
þess ber að geta
að sex þeirra
voru gegn liðum
úr 1. og 2. deild í
Kjarnafæðis-
mótinu. KA gerði
eitt jafntefli og
tapaði fjórum
leikjum í vetur. Eini sigurinn gegn
úrvalsdeildarliði var gegn Breiða-
bliki í nóvember.
Markatala KA í þessum fjórtán
leikjum er 38:22. Markahæstir norð-
anmanna voru Gunnar Örvar Stef-
ánsson og Bjarni Aðalsteinsson með
5 mörk hvor, Steinþór Freyr Þor-
steinsson og Nökkvi Már Þórisson
með 4 hvor.
KA varð fyrir því áfalli að Elfar
Árni Aðalsteinsson, helsti marka-
skorari liðsins, sleit krossband í hné
í byrjun febrúar og missir vænt-
anlega alveg af tímabilinu.
Lið KA, þar sem Óli Stefán Fló-
ventsson er áfram við stjórnvölinn, er
nokkuð breytt. Fjórir erlendir leik-
menn eru farnir og Torfi Gunnarsson
sneri aftur í Fjölni. Miðjumaðurinn
Rodrigo Gómez er kominn frá
Grindavík og tveir Danir eru í láni hjá
Akureyrarliðinu, varnarmaðurinn
Mikkel Qvist frá Horsens og fram-
hejrinn Jibril Abubakar frá Midtjyll-
and. Margir ungir leikmenn hafa
fengið tækifæri með liðinu í vetur.
5: Víkingur R.
Bikarmeistarar
Víkings voru ekki
sannfærandi
framan af vetri,
unnu tvo leiki af
fimm í Bose-
mótinu og
Reykjavíkur-
mótinu, en
sprungu út í
deildabikarnum
þar sem þeir höfðu unnið alla fjóra
leiki sína þegar keppni var hætt og
skorað fimmtán mörk gegn engu.
Þar unnu þeir m.a. stórsigur á KA,
6:0.
Víkingar unnu sex af tíu móts-
leikjum vetrarins, gerðu eitt jafntefli
og töpuðu þremur. Auk sigursins á
KA lögðu þeir úrvalsdeildarlið
Gróttu og Fylkis.
Markatala Víkinga í þessum tíu
leikjum er 27:14. Óttar Magnús
Karlsson var markahæsti leikmaður
þeirra í vetur með 8 mörk, sjö þeirra
í Lengjubikarnum, og Atli Hrafn
Andrason skoraði 5 mörk.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Vík-
inga náði í enn einn unga leikmann-
inn erlendis frá þegar Húsvíking-
urinn Atli Barkarson kom til þeirra
frá Fredrikstad í Noregi, og þá kom
framherjinn ungi Helgi Guðjónsson
frá Fram en hann gerði 15 mörk í 1.
deildinni í fyrra. Ingvar Jónsson,
einn af bestu markvörðum landsins,
kom frá Viborg í Danmörku. Guð-
mundur Andri Tryggvason er farinn
aftur til Start í Noregi eftir lánsdvöl
í Fossvogi.
6: Stjarnan
Garðbæingar
voru með í öllum
þremur mótunum
og náðu lengst í
fotbolti.net-mót-
inu þar sem þeir
sigruðu ÍBV 3:1 í
leik um þriðja
sætið. Þeir áttu
ennþá möguleika
á að komast í und-
anúrslit Lengju-
bikarsins þegar keppni var hætt.
Stjörnumenn unnu fimm af ellefu
mótsleikjum vetrarins, gerðu þrjú
jafntefli og töpuðu þremur leikjum.
Þeir unnu þrjú úrvalsdeildarlið,
Gróttu, KA og Fjölni.
Markatala Stjörnunnar í þessum
ellefu leikjum var 31:18 og Hilmar
Árni Halldórsson var markahæsti
maður liðsins með 9 mörk. Guðjón
Baldvinsson kom næstur með 4
mörk.
Ólafur Jóhannesson er kominn til
liðs við Rúnar Pál Sigmundsson og
þeir stýra nú Stjörnuliðinu saman.
Baldur Sigurðsson fyrirliði síðustu
ára er farinn til FH og Guðmundur
Steinn Hafsteinsson fór til Koblenz í
þýsku D-deildinni. Halldór Orri
Björnsson er hinsvegar kominn aft-
ur eftir dvöl hjá FH-ingum og þeir
Emil Atlason og Björn Berg Bryde
frá HK en Björn var í láni í Kópa-
vogi á síðasta tímabili.
KR-ingar sigruðu sjö
úrvalsdeildarlið í vetur
Efstir í „vetrardeild“ á undan Val og Blikum Pedersen markahæstur í vetur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Toppliðin? Guðjón Orri Sigurjónsson markvörður KR ver frá Valsmanninum Sigurði Agli Lárussyni í úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins. KR og Valur raða sér í tvö efstu sætin þegar árangur í vetrarmótunum er tekinn saman.
Tobias
Thomsen
Patrick
Pedersen
Gunnar Örvar
Stefánsson
Thomas
Mikkelsen
Hilmar Árni
Halldórsson
Óttar Magnús
Karlsson
Ýmsar stórar
ákvarðanir voru
tilkynntar í gær
af þeim sem
mestu ráða varð-
andi mótahald í
golfíþróttinni í
heiminum. The
Open Champ-
ionship var aflýst
og hefur það ekki
gerst í 75 ár. Mót-
ið hefur verið haldið síðan 1860 og
féll niður meðan á heimsstyrjöldun-
um tveimur stóð. Þar fyrir utan hef-
ur því því aðeins einu sinni verið af-
lýst og var það árið 1871. Tom
Morris yngri hafði þá unnið beltið
(verðlaunagripinn sem þá var keppt
um) til eignar eftir að hafa sigrað
þrjú ár í röð. Eftir það var keppt um
silfurkönnuna frægu en mótið er eitt
elsta íþróttamót í heiminum sem enn
er við lýði.
Golfsamband Íslands verður af
einhverjum tekjum vegna þessa þar
sem hagnaður af mótinu hefur að
einhverju leyti verið látinn renna til
golfsambanda vítt og breitt um
heiminn.
Stefnt er að því að halda Masters í
nóvember, Opna bandaríska mótið í
september og PGA-meistaramótið í
ágúst. Þá er enn sem komið er
óbreytt dagsetning í Ryder-bikarn-
um í september.
GSÍ verður af
tekjum vegna
The Open
Tiger sigraði á
Masters 2019.