Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 mörg fyrirtæki hafa sagt upp fólki í stórum stíl og jafnvel farið í gjald- þrot, og miklu auðveldara að endur- ræsa fyrirtæki sem hafa fengið að halda sínu fólki í hlutastarfi og verið gefið fjárhagslegt svigrúm á meðan vöntun er á tekjum.“ En er til einhver leið til að gera eins og gert var við Hans Óla í Stjörnustríðs-myndunum: snögg- frysta þau fyrirtæki sem eru í vanda og svo afþíða þau þegar markaður- inn byrjar að vakna aftur til lífsins? „Til þessa hafa leikreglurnar ekki gert ráð fyrir því að félög geti hrein- lega lagst í híði, hætt að greiða laun og reikninga, og svo komið úr dvala einhverntíma síðar. En kannski þarf núna einmitt að stilla upp einhvers konar möguleika af þeim toga.“ Aðlögunartímabil gæti þurft að vara í nokkur ár Þórir Garðarsson, stjórnarfor- maður Allrahanda Gray Line, tekur undir að það myndi torvelda endur- reisn þjóðarbúsins og einnig vera ríkissjóði mjög kostnaðarsamt ef stór hluti íslenskra ferðaþjónustu- fyrirtækja færi í þrot og fjármála- stofnarnir leystu til sín eignir félag- anna. „Það er ekki einfalt eða vænlegt til að hámarka árangur að fara aftur af stað með nýju fólki, enda er ferðaþjónustan grein sem byggir að stóru leyti á persónulegum viðskiptasamböndum sem teygja sig út um allan heim. Ferðaþjónustufyr- irtæki reiða sig á mannauðinn og sambönd sem hefur tekið langan tíma að byggja upp, og það að end- urræsa félag í þessari grein er verk- efni sem er allt annars eðlis en að ætla t.d. að opna nýja búð.“ Spurður að því hvers konar ráð- stafanir gætu hjálpað íslenskri ferðaþjónustu að komast yfir versta kúfinn segist Þórir reikna með að það muni líða að minnsta kosti ár þangað til ferðamenn taka að streyma til landsins í einhverjum mæli og að fyrst um sinn verði þeir töluvert færri en áður. „Tíminn á eft- ir að leiða í ljós hvort tölurnar verða eins og 2010 eða 2017. Mikilvægt er að greininni verði gefið svigrúm til að bíða með greiðslur af skuldum þar til ferðamennirnir snúa aftur, og að þá verði greiðslurnar í takt við það sem fyrirtækin geta staðið undir. Gæti aðlögunartímabilið spannað nokkur ár.“ Bendir Þórir á að mörg fyrirtæki í greininni séu þónokkuð skuldsett vegna fjárfestinga á árunum 2016 til 2018. „Svo kom skellur snemma árs 2019 þegar WOW varð gjaldþrota, en flestum hafði þó tekist að leysa vel úr því áfalli strax síðasta sumar og haust og byrjuðu þetta ár bjart- sýn á framtíðina.“ Samhliða frestun á greiðslu skulda segir Þórir að greinin myndi þurfa að nýta sér þann möguleika að hafa fólk í hlutastarfi, á móti hlutabótum frá hinu opinbera. „Þannig getum við nýtt starfskrafta þess að einhverju marki og svo smám saman hækkað starfshlutfallið þegar umsvifin í greininni byrja að aukast. Væri það betri lausn en ef um 12.000 manns yrðu atvinnulaus í einu vetfangi enda útilokað að atvinnulífið geti sisvona búið til ný störf fyrir svo stóran hóp fólks.“ Langtímavandi í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Eggert Söknuður Þess er langt að bíða, en verður óneitanlega gaman að sjá skærlitu úlpurnar aftur á götum Reykjavíkur.  Greinin verður lengi að ná sér aftur á strik eftir að reglubundið farþegaflug hefst að nýju  Ferða- þjónustufyrirtæki þurfa svigrúm til að aðlagast, s.s. með frestun á afborgunum lána og hlutabótum Þórir Garðarsson Gylfi Magnússon BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gylfi Magnússon, dósent við Há- skóla Íslands, bendir á að jafnvel þótt íslensk stjórnvöld ákveði að setja engar skorður á ferðalög til og frá landinu þá sé það undir öðrum þjóðum komið hvaða leiðir út í heim standa opnar og viðbúið að þegar farþegaflug byrjar að taka aftur á sig eðlilega mynd þá muni taka langan tíma að ná sömu farþegatöl- um og ferðatíðni og landsmenn áttu að venjast áður en veirufaraldurinn skall á heimsbyggðinni. Bendir Gylfi á að af þessum sök- um megi vænta þess að vandi ís- lenskrar ferðaþjónustu verði lang- dreginn, og hæpið að greinin komist aftur í samt horf með hraði – jafnvel strax með sumrinu eins og sumir virðast vona. „Flugsamgöngur munu væntanlega opnast í áföng- um, og lönd opna landamæri sín mishratt, og jafnvel bara það að ætla að opna t.d. á samgöngur á milli landa þar sem búið er að ná einhverjum tökum á faraldrinum gæti verið snúið pólitískt viðfangs- efni.“ Hafi Gylfi á réttu að standa geta ferðaþjónstufyrirtækin í landinu vænst lítillar sem engrar eftir- spurnar á komandi mánuðum, og hægfara vaxtar á komandi misser- um. Segir Gylfi að þetta gæti kallað á fleiri og róttækari ráðstafanir en stjórnvöld hafi gripið til fram að þessu. Brýnt sé að vernda bæði fyrirtækin og heimilin í landinu og auðvelda þeim að standa af sér þrengingarnar framundan, m.a. svo að viðsnúningurinn gangi betur fyr- ir sig þegar faraldurinn er liðinn hjá. „Það er mjög tímafrekt og erf- itt að ætla að vinda ofan af því ef Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður birti nýlega færslu á Facebook- vegg sínum þar sem hann viðraði áhugaverða hug- mynd sem gæti mögulega komið flugvélunum aft- ur í loftið. Í stuttu máli leggur Sigur- steinn til að taka sýni úr öllum ferðalöngum á leið úr landi og skima eftir veir- unni. Ætti hugs- anlega að vera hægt að prófa sýnin svo hratt að niðurstöður liggi fyrir áður en vélin er komin á áfanga- stað og þá hægt að grípa til ráð- stafana sem hæfa hverju tilviki fyr- ir sig. Sigursteinn segir þessa hugmynd byggjast á nokkrum forsendum: „Óhætt er að hleypa ferðamönnum inn í landið af þeirri ástæðu að þeir eiga í tiltölulega litlu samneyti við heimamenn og hafa ekki komið upp nein smit hér á landi sem rekja má til erlendra gesta. Hin forsendan er sú að á tímum kórónuveirusmits er flug, þrátt fyrir allt, sennilega einn öruggasti ferðamáti sem völ er á, m.a. vegna þess hve gott loftræsti- kerfi er um borð í flugvélum. Enda bendir flest til að sárafá ef þá nokkur dæmi séu um að fólk hafi smitast af öðrum farþegum um borð í flugvél.“ Má reikna með að mjög lágt hlutfall farþega myndi greinast með kórónuveiru en ef smit kæmi í ljós fengi ferðalangurinn að vita af því um leið. „Það væri samnings- atriði í hverju landi fyrir sig hvað yrði gert þá. Ef um Íslending er að ræða væri hann væntanlega sendur aftur heim með næstu vél til að fara í sóttkví, og þá klæddur í við- eigandi hlífðarbúnað.“ Eflaust má finna ýmsa vankanta á hugmynd Sigursteins, og ljóst að hún væri ekki einföld í fram- kvæmd, en á móti kemur að ef hugmyndin reynist raunhæf gæti Ísland orðið að gátt á milli Norður- Ameríku og Evrópu og myndi flýta fyrir því að flugsamgöngur til og frá landinu kæmust í eðlilegt horf. „Þarna er komin ein leið fyrir okk- ur til að taka frumkvæðið og opna flugsamgöngur á milli heimsálfa með ábyrgum hætti, rjúfa ein- angrun landsins og beina jákvæðri alþjóðlegri athygli að Íslandi,“ seg- ir hann. Ísland yrði gátt á milli heimsálfa  Tekin sýni úr öllum við brottför Sigursteinn Másson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.