Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 Þeir sem fara á Laugaveginnþessa dagana sjá mikla breyt- ingu frá því sem var fyrir fáein- um mánuðum, jafnvel vikum. Er- lendu ferðamennirnir sem áður settu mikinn svip á götuna eru svo að segja horfnir og Ís- lendingar eru lítið á ferðinni. Það kemur þess vegna ekki á óvart að kaupmenn við Laugaveg beri sig enn verr en áð- ur og kalli eftir því að borgin bregðist við.    Nú dettur vitaskuld engum íhug að borgin beri ábyrgð á því að ferðamenn hafa horfið, en borgin gæti engu að síður gert sitt til að minnka höggið sem Laugavegurinn hefur orðið fyrir.    Ein augljós leið er að snúa viðþeim kafla götunnar þar sem nú er ekið á móti umferðarstefn- unni og fjarlægja þær lokanir sem eru neðar á Laugaveginum.    Rökstuðningurinn fyrir lok-ununum hefur verið að gefa gangandi fólki aukið rými, en í fámenninu er engin ástæða til þess. Um það hljóta allir að geta verið sammála, líka þeir sem við venjulegar aðstæður styðja lok- anir.    Borgin hefur, líkt og ríkið ogönnur sveitarfélög, kynnt að- gerðir til að létta fólki og fyrir- tækjum róðurinn á þessum erfiðu tímum. Það að opna Laugaveginn og aðrar götur miðbæjarins, þó ekki væri nema tímabundið, kost- ar ekkert en mundi styðja kaup- menn í miðbænum.    Er nokkuð sem mælir á mótiþví að stíga slíkt skref nú? Er hægt að hafna ókeypis aðgerð? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Tryggingafélagið Vörður hefur ákveðið að lækka iðgjöld allra trygg- inga einstaklinga og heimila í maí- mánuði um 33%. Rekja má lækkunina til færri tjónatilkynninga í mánuðin- um sökum áhrifa og útbreiðslu kór- ónuveirunnar. Þetta segir Guðmund- ur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, í samtali við Morgunblaðið. Mun lækk- unin ná til liðlega 55 þúsund við- skiptavina Varðar, en lögð er áhersla á að hún nái til allra einstaklinga í við- skiptum hjá fyrirtækinu. Að sögn Guðmundar hefur veruleg breyting orðið á tjónamynstri fólks allt frá því að kórónuveiran fór fyrst að gera vart við sig hér á landi. „Fólk er mikið til heima hjá sér og það breytir tjónamynstrinu. Við erum al- mennt að sjá færri tjón,“ segir Guð- mundur og bætir við að af þeim sök- um hafi verið ákveðið að bjóða jafna lækkun í öllum flokkum er varða tryggingar heimilisins. „Við metum það þannig að samsetning á heimilis- haldi fólks sé mjög misjöfn í dag. Þó að flestir séu t.d. með bíla þá á það ekki við um alla. Á meðan við erum að sjá aðstæðurnar ná til fleiri flokka þá finnst okkur ekkert því til fyrirstöðu að bjóða lækkun þar,“ segir Guð- mundur. Spurður hvort gera megi ráð fyrir sambærilegri lækkun næstu mánuði segir Guðmundur að meta verði stöð- una þegar þar að kemur. „Þetta er fordæmalaust ástand þannig að við verðum að sjá hvernig málin þróast. Við munum fylgjast grannt með stöð- unni,“ segir Guðmundur ennfremur. aronthordur@mbl.is Vörður lækkar iðgjöld um 33%  Lækka iðgjöld trygginga einstaklinga og heimila  Tjónamynstur hefur breyst Pétur Steingrímsson sá lamba- kóng og lambadrottningu á göngu sinni á Heimaklett í Vest- mannaeyjum í fyrradag, og lýsir hann því sem sannkölluðum vor- boða. „Ég fór þarna upp eftir hádegi í gær [fyrradag], ég var búinn að sjá þá að heiman,“ sagði hann. Um var að ræða svartan hrút og hvíta gimbur, sem fæddust á fimmtudagsmorgun. „Mér fannst gimbrin voðalega falleg, snjóhvít með svarta hringi í kringum augun. Það var eins og hún væri með Ray-ban gleraugu í sólskininu úti,“ sagði hann og bæt- ir við að um 50 manns hafi gengið á klettinn þann daginn, bæði stór- ir og smáir og ungir sem aldnir. „Það var nánast allt fallegt og gott við daginn, sól og blíða og kórónuveiran á undanhaldi, von- andi,“ sagði hann í pistli á Face- book eftir gönguna góðu. „Ég klappaði greyjunum og mamman var ekkert sérstaklega ánægð með það. Þær eru vanalega ekki ánægðar með að við séum að vesenast í lömbunum,“ sagði hann. Ljósmynd/Pétur Steingrímsson Gimbur Hvít og baugótt gimbur lét fara vel um sig á Heimakletti í Eyjum. Sá tvo litla vorboða á Heimakletti í Eyjum  Hvít gimbur og svartur hrútur á gangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.