Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 41
einu sinni að koma boltanum fram yf-
ir miðju á tíu sekúndum og liðið skor-
aði ekki í fjórar mínútur. Svo fór að
Jordan skoraði um 40 stig í leiknum
og tveggja stiga forskotið varð að
tuttugu og fimm stiga tapi. Garnett
segist aldrei aftur hafa sagt styggð-
aryrði við Jordan á ferlinum.
„Farðu varlega“
Þriggja stiga skyttan Reggie Mill-
er var umtalaður fyrir að láta dæluna
ganga á vellinum. Sem nýliði mætti
hann Jordan í æfingaleik fyrir tíma-
bilið með Indiana Pacers en Jordan
var á fjórða ári í deildinni.
„Reyndir leikmenn hafa takmark-
aðan áhuga á leikjunum á undirbún-
ingstímabilinu og bíða eftir því að
deildin hefjist. Jordan var á sjálfstýr-
ingu en ég var æstur nýliði og blautur
á bak við eyrun. Chuck Person [leik-
maður Indiana] segir við mig: Þessi
Michael Jordan á að geta gengið á
vatni og það eru allir að tala um hann.
Þú ert að slátra honum, Reggie. Ég
tók þetta á lofti og fór að segja eitt og
annað við Jordan. Hann horfði á mig
og hristi höfuðið en að loknum fyrri
hálfleik var ég með 10 stig en hann
aðeins 4 stig. Hann skoraði 44 stig í
leiknum þegar upp var staðið og ég
með 12 stig. Á milli okkar fór seinni
hálfleikur því 40:2. Í leikslok sagði
Jordan við mig: Farðu varlega. Svona
talarðu ekki við hinn svarta Jesú.
Miller segist aldrei hafa sagt neitt við
Jordan á vellinum það sem eftir var
ferilsins. Frá þessu sagði hann í sjón-
varpsþætti Jimmy Kimmel.
Frammistaðan gegn Atlanta
Dominique Wilkins var helsta
stjarna Atlanta Hawks um árabil.
NBA-spekingar kannast við að Jor-
dan skoraði 61 stig gegn Atlanta í
Chicago tímabilið 1986-87. Lið Atl-
anta var mjög sterkt en lið Chicago
var ekki orðið nógu sterkt á þeim
tíma til að slá bestu liðunum við í úr-
slitakeppninni. Nýlega rifjaði Wilkins
það upp að fyrir umræddan leik sátu
hann og Kevin Willis í búnings-
herberginu í höllinni í Chicago og
voru enn í jakkafötunum. Jordan
kom inn í klefann og þeir félagar
horfðu forviða á hann. Wilkins segir
að þetta sé í eina skiptið sem hann
hafi séð leikmann andstæðinganna
koma inn í búningsklefann fyrir leik.
Jordan sagði við þá: „Þetta verður
langt kvöld fyrir ykkur.“
Svo fór að Atlanta vann með
þriggja stiga mun í venjulegum leik-
tíma og Jordan skoraði 61 stig eins og
áður segir.
Andlegur styrkur engu líkur
Michael Jordan dró sig tvívegis í
hlé í íþróttinni og snéri aftur. Í seinna
skiptið lék hann tvö tímabil með
Washington Wizards, liði sem hann
hafði keypt, og var þá 39 og 40 ára. Þá
hafði hann ekki spilað í þrjú ár og var
auk þess lélegur í öðru hnénu. Ein
ástæða þess að stundum er talað um
Jordan sem aðra dýrategund er sú að
síðasta árið lék hann alla 82 leiki
Washington, 37 mínútur að meðaltali
og skoraði 20 stig að meðaltali yfir
tímabilið.
Doug Collins var þjálfari Wash-
ington og hafði þjálfað Jordan um
tíma hjá Bulls. Í leik á móti Indiana
tók hann Jordan út af. Liðið var tölu-
vert undir og Collins sagði Jordan að
hann vildi hvíla hann. Margir leikir
væru framundan. Hann vissi ekki að
Jordan hafði skorað 8 stig í leiknum
og var það í fyrsta skipti í mörg
hundruð leikjum þar sem Jordan náði
ekki tveggja stiga tölu í stigaskorun. Í
rútunni á leið út á flugvöll spurði Jor-
dan hvort Collins hefði enn trú á því
að hann væri samkeppnishæfur sem
leikmaður. Collins sagði svo vera.
Tvímælalaust. Jordan sagði eitthvað
á þá leið að ákvörðunin um að taka sig
út hefði verið rétt og honum stæði á
sama hversu mörg stig hann skoraði.
En hann þyrfti einungis að fullvissa
sig um að þjálfarinn hefði enn trú á
honum, fertugum manninum.
Michael fékk sér nokkra áfenga
drykki í fluginu heim og fékk sér
vindil eftir að vélin lenti að sögn Coll-
ins. Gerði í raun allt sem leikmenn
ættu ekki að gera. Klukkan var orðin
3:30 um nóttina þegar liðsmenn
Washington skiluðu sér heim eftir
ferðalagið. Klukkan 7:30 morguninn
eftir var Jordan mættur á æfingu hjá
styrktarþjálfaranum og var hraust-
lega tekið á. Kvöldið eftir mætti
Washington liði New Jersey Nets og
Jordan skoraði 51 stig. Í næsta leik á
eftir skoraði Jordan 46 stig og sagði
þá við Collins: Ég sagði þér að ég
gæti enn spilað.
„Ég var frá mér numinn yfir því
sem þessi maður gat framkvæmt á
þessum aldri, með slæmt hné og hafði
skorið sig á fingri ofan á allt annað.
Andlegi styrkurinn var engu líkur.“
Lét gott heita eftir 1. leikhluta
Grant Hill viðurkenndi að hann
hefði ætlað sér að ná alvöru frammi-
stöðu gegn Jordan á síðasta tímabili
Jordans með Washington. Nú væri
lag þegar maðurinn væri orðinn fer-
tugur.
„Við mættum þeim í Orlando og
mér gekk virkilega vel í vörninni. Ég
varði til dæmis þrjú skot frá honum.
Við mættum þeim aftur í Washington
um mánuði síðar og þá var ég meidd-
ur á ökkla. En þetta var síðasta tæki-
færið til að spila gegn Jordan og ég
gaf því kost á mér. Egóið fór illa með
mig því ég hélt að ég gæti haldið aftur
af honum vegna þess að mér gekk vel
gegn honum mánuði áður. Hann
skoraði 20 stig gegn mér í fyrsta leik-
hlutanum. Að leikhlutanum loknum
fékk ég mér ekki sæti á bekknum
heldur fór bara inn í búningsklefa og í
sturtu. Tveimur dögum síðar fór ég í
aðgerð á ökklanum,“ sagði Hill.
REUTERS
Reiður? Ekki var heppilegt að æsa þennan mann upp þegar hann var upp á sitt besta með Chicago Bulls.
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
Þótt heimsbyggðin glími við
stöðu þar sem um líf og dauða er
að tefla þá virðast ýmsir í
íþróttahreyfingunni erlendis vera
með hugann við að ljúka
keppnistímabilinu 2019-2020.
Knattspyrnusamband
Evrópu hefur að manni skilst
sett talsverða pressu á að leikir
verði spilaðir í deildakeppnum til
að hægt sé að ljúka keppnum. Að
öðrum kosti eiga þá aðildar-
löndin að skera úr um niðurstöð-
una. Hverjir verða meistarar,
hvaða lið fara á milli deilda
o.s.frv.
NBA-deildin er að skoða að
ljúka tímabilinu í einni borg og
svipaðar hugmyndir eru á
fundarborðinu hjá forystu-
mönnum Euroleague, sterkustu
Evrópukeppni félagsliða í körfu-
knattleiknum.
Þessir tilburðir eru vafalítið til-
komnir vegna hinna fjárhagslegu
hagsmuna sem fylgja greiðslum
vegna sjónvarpsútsendinga og
því hvaða lið fara í Evrópukeppni
á næsta tímabili.
Enski heimspekingurinn og
renaissance-maðurinn Francis
Bacon sagði: Peningar eru góður
þjónn en harður húsbóndi. Manni
virðist nú sem peningarnir séu
orðnir húsbóndinn í þessum
keppnum en ekki þjónninn.
Er það frekar undarleg tilhugsun
að menn vilji setja íþróttamenn-
ina og ýmsa aðra í smithættu
þegar kórónuveiran er illviðráð-
anleg víða í heiminum.
Einnig geta komið upp ýmis
flækjustig, til dæmis ef veiran
stingur sér niður í herbúðum ein-
hverra liða. Hvernig á að nálgast
slíka stöðu? Eru ekki sanngirn-
issjónarmið þá fokin út í veður
og vind? Eða yrði slíkt bara af-
greitt eins og meiðsli?
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Handknattleiksdeild Vals hefur
framlengt samninga sína við
nokkra lykilmenn í meistaraflokks-
liðunum.
Ber þar hæst að landsliðskonan
Lovísa Thompson gerði tveggja ára
samning. Ragnhildur Edda Þórðar-
dóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir
sömdu einnig.
Magnús Óli Magnússon og Ró-
bert Aron Hostert framlengdu
samninga sína um tvö ár, en þeir
voru á meðal bestu leikmanna liðs-
ins sem varð deildarmeistari síð-
asta mánudag. sport@mbl.is
Blek sett á blað á
Hlíðarenda
Morgunblaðið/Eggert
Samdi Lovísa Thompson var nánast
óstöðvandi á tímabilinu.
Sir Kenny Dalglish, fyrrverandi
leikmaður og knattspyrnustjóri
Liverpool á Englandi, hefur verið
greindur með kórónuveiruna. Var
hann lagður inn á sjúkrahús síðast-
liðinn miðvikudag. Fram að því
hafði hann verið í sjálfskipaðri
sóttkví, en Skotinn er 69 ára.
Norman Hunter, einn af leikja-
hæstu leikmönnum Leeds United,
sem var í leikmannahópi enska
landsliðsins í knattspyrnu þegar
það varð heimsmeistari árið 1966,
liggur einnig á sjúkrahúsi með kór-
ónuveiruna. sport@mbl.is
Gamlar kempur
sýktar af veirunni
Reuters
Sýktur Skotinn Kenny Dalglish er á
sjúkrahúsi með kórónuveiruna.
Breytingar hafa
orðið á þjálf-
arateymi KA í
handknattleik
karla en Jónatan
Magnússon verð-
ur einn aðalþjálf-
ari liðsins og hon-
um til aðstoðar
verður Sverre
Andreas Jak-
obsson, fyrrver-
andi landsliðs- og
atvinnumaður.
Þeir Jónatan og Stefán Árnason
þjálfuðu saman liðið í vetur en Stef-
án, sem tók við liðinu 2017, hefur
stigið til hliðar. Hann verður áfram
yfir afreksstarfi handknattleiks-
deildarinnar en Sverre, sem þjálfaði
ungmennalið KA, stígur nú upp í
meistaraflokk.
Sverre lék um árabil með landslið-
inu, var m.a. í silfurliðinu á Ólympíu-
leikunum í Peking 2008 og bronslið-
inu á EM í Austurríki 2010. Hann
lék lengi í Þýskalandi með Gum-
mersbach og Grosswallstadt en
einnig með KA, Akureyri, HK,
Fram og Aftureldingu. Hann þjálf-
aði lið Akureyrar í þrjú ár en hefur
síðan starfað hjá KA.
Liðið var í 10. sæti Íslandsmótsins
þegar keppni var aflýst vegna kór-
ónuveirunnar, með 11 stig eftir 20
umferðir.
Sverre verður
Jónatan til
aðstoðar
Sverre Andreas
Jakobsson