Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Safnið ber titillinn Syngdu eitthvað gamalt!,
titill sem Megas átti hugmyndina að sjálfur.
Þar sem ég hjólaði á skrifstofuna mína í
morgun fór ég í gegnum það í huganum
hvernig ég ætti að bera mig að á þessum
tímamótum. Hvað er hægt að segja um Meg-
as? Höfundur er á þeim aldri að hann missti
af því þegar Megas sprengdi allt upp á átt-
unda áratugnum og setti fram ný viðmið og
nýja hugsun gagnvart því hvað hægt væri að
gera í gegnum popptónlist. Fluggáfaður mað-
urinn var vel að sér í menningar- sem bók-
menntasögu landsins en virtist um leið ekki
bera mikla virðingu fyrir þessum hlutum eða
öllu heldur, nálgaðist þá á ferskan máta,
ræddi um hluti tæpitungulaust og án nokk-
urrar skinhelgi. Sem er óneitanlega kerskið,
því að þannig nálguðust margir Megas þegar
ég var að slíta unglingsskóm og gera margir
enn. „Venjulega“ fólkið afskrifaði hann sem
vitleysing á meðan menntaelítan snobbaði
fyrir honum af miklum móð og þegar kom að
því að tjá sig um hann opinberlega voru bara
stífkrumpaðir bókmenntafræðingar með orð-
ið.
Nei, ég þurfti að finna út úr þessu sjálfur.
Það varð mér til gæfu að ég var sendur út í
Skálholt árið 2001 til þess að taka viðtal við
hann, sæmilega blautur á bak við eyrun.
Hann ætlaði að flytja Passíusálmana daginn
eftir (sem og hann gerði). Viðtalið var ágætt
en seinna um daginn hringdi hann í mig og
hrósaði mér fyrir góða söguþekkingu og ís-
lenskukunnáttu. Ég held svei mér þá að þetta
sé mesta hrós sem ég hef öðlast á ferlinum.
Ég rýndi seinna í upptökurnar frá tónleik-
unum og sagði þetta m.a.: „Brennandi áhugi
Megasar fyrir sálmunum er auðheyranlegur í
svo gott sem hverri línu sem hann syngur.
Hann ygglir sig af ástríðu er við á en við hef-
ur blíðmælgi þegar það er við hæfi.“ Þessar
upptökur eru hreint út sagt stórkostlegar,
get ég sagt ykkur (Tindur/Íslenskir tónar
gáfu út á geisladiski árið 2006).
Vegna afmælisins sem ég minntist á í
upphafi er komið út gerðarlegt safn. Ég hef
verið að handleika vínylútgáfuna undanfarna
Komdu og skoðaðu í kistuna mína …
Morgunblaðið/Einar Falur
Öndvegismenn Megas á Austurvelli fyrir átta árum, Jón forseti fylgist með myndatökunni.
daga og mikið sem þetta er aðlaðandi pakki.
Það er ekki sama hvernig þetta er gert. Það
er svona hrár bragur yfir sem er virkilega að
gera sig. Ekkert pjatt, bara beint af kúnni og
það virkar. Leturgerðin er stórkarlaleg og
hvöss og það er eiginlega „pönk“-blær yfir
þessu. Ljósmyndin er eftir Harald S. Blöndal,
þann sama er tók myndina af Megasi á fyrstu
plötunni hans. Hallgrímskirkja í byggingu
aftan við, þvílík táknfræði! Pappírinn er gróf-
kenndur, umslagið með þykkum kili og já,
vínylnördar vita upp á hár hvað ég er að
segja. Hönnuður er Sverrir Örn Pálsson, inn-
anbúðarmaður hjá Öldu (og gamall nemandi
minn líka!). Merkilegt að lagasafnið er dálítið
í þessum anda líka. Ég rúllaði safninu öllu á
sunnudagseftirmiðdegi og þvílík dásemd. Það
er hressilegur bragur yfir, get ekki orðað það
öðruvísi, þar sem hver slagarinn rekur ann-
an. Fókus er á stutt lög og snaggaraleg finnst
manni, lögin glefsa í mann og klófesta og
maður týnist einfaldlega í stemningu. Upp-
röðunin er slík að þetta er safnið sem þeir
sem vita ekkert um manninn ættu að hlusta á.
Staða Megasar í íslenskri tónlistarmenn-
ingu er sterk og eftir 200 ár mun fólk sjá að
hann var einfaldlega „maðurinn“. Það er ekki
að ósekju að honum sé líkt við goðsagnir eins
og Gainsbourg og Dylan. Megas er alltaf á
jaðrinum en um leið algerlega miðlægur
einhvern veginn.
Meistari Megas fagnaði 75 ára afmæli í vikunni, nánar tiltekið
hinn 7. apríl. Alda gefur út bústna safnplötu af því tilefni, á
vínylplötum, geisladiskum og að sjálfsögðu á streymisveitum.
Afmælisútgáfa Platan góða sem gefin hef-
ur verið út í tilefni af 75 ára afmæli Megasar.
Alls voru á þriðja tug gamanmynda
sendar inn í 48 stunda gaman-
myndakeppnina sem Gaman-
myndahátíð Flateyrar og Reykjavík
Foto standa fyrir og eru þær nú all-
ar aðgengilegar á heimasíðu Gaman-
myndahátíðar Flateyrar, www.Icel-
andComedyFilmFestival.com. Þema
myndanna er „heppni/óheppni“ og
eiga allar myndirnar sameiginlegt
að hafa verið gerðar á tveimur sólar-
hringum að hámarki. Áhorfendur
geta nú kostið um fyndnustu gam-
anmyndina og hlýtur sigurvegarinn
Canon-myndavél frá Reykjavík Foto
í verðlaun. Allir þátttakendur fá há-
tíðararmband á Gamanmyndahátíð
Flateyrar sem verður haldin í
fimmta sinn í ágúst.
Í tilkynningu kemur fram að
keppendur voru á öllum aldri og frá
öllum landshlutum, allt frá börnum
að stíga fyrstu skref sín í kvik-
myndagerð yfir í reyndari kvik-
myndagerðarmenn. Þátttaka var
umfram væntingar skipuleggjenda
og segja þeir virkilega gaman að sjá
hversu fjölbreyttar og skemmtilegar
myndirnar eru. „Þá var einnig gam-
an að heyra sögurnar á bakvið
myndirnar þar sem heilu fjölskyld-
urnar gleymdu Covid um stund og
eyddu helgi saman í gamanmynda-
gerð,“ segir í tilkynningunni.
Kosningu um fyndnustu myndina
líkur 20. apríl og hægt er að horfa á
myndirnar og kjósa þá sem þykir
fyndnust á slóðinni icelandcomedy-
filmfestival.com/48-stunda-
gamanmyndakeppni.
Tækifæri Úr gamanmyndinni Stóra breikið sem er ein þeirra sem sendar
voru inn í keppnina. Kosningu um fyndnustu myndina lýkur 20. apríl.
Kosið um þá fyndnustu