Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þú finnur
gæðin!
Skoðaðu úrvalið
í netverslun
isleifur.is
á flugstöðinni verði flughlaðið á Ak-
ureyrarflugvelli stækkað til að koma
á móts við aukin umsvif og öryggi
vallarins. Áætlað er að við báðar
þessar framkvæmdir verði til um 90
ársverk, í hönnunar- og verktaka-
vinnu.
Fram kemur í skýrslunni að þeir
verkþættir sem hægt er að byrja á
þegar á þessu ári séu hönnun, færsla
olíutankanna og jarðvinna. Kostn-
aður við þessi verk er áætlaður 170
milljónir án VSK.
Vegna óvissu um eiginleika bygg-
ingarsvæðisins og hugsanlegs sig-
tíma jarðvegsfyllingarinnar sé mik-
ilvægt að hefja jarðvinnuna sem
fyrst. Byggingartími frá því lóðin er
tilbúin er metinn á annað ár.
Um Akureyrarflugvöll fóru
168.212 farþegar í innanlandsflugi
og 16.050 í millilandaflugi árið 2019.
Áform eru uppi meðal íslenskra að-
ila um að hefja reglubundið áætl-
unarflug til þriggja borga Evrópu
um Akureyrarflugvöll, að því er
fram kemur í skýrslunni. Miðað við
hóflega nýtingu og fjórar ferðir í
viku allt árið megi reikna með að
farþegafjöldi um flugstöðina myndi
aukast um 45-60.000 manns. Verið
er að vinna könnun á heimamarkaði
til að átta sig betur á eftirspurn
heimafyrir. Líkur voru taldar á að
hægt væri að hefja flug í október-
mánuði 2020 en um það er vissulega
óvissa vegna veirufaraldursins.
Kynna áfangastaðina
Isavia mun á næstu 36 mánuðum
leggja áherslu á að kynna áfanga-
staðinn Norðausturland sem eina
heild og flugvellina á Akureyri og
Egilsstöðum sem tvo möguleika á
beinu aðgengi að þessum helmingi
landsins. Veittur verður verulegur
afsláttur af flugvallargjöldum fyrstu
þrjú árin. Flugfélög verða m.a. hvött
til að skoða möguleika á að nýta
næturflug.
Flugstöðin á Akureyrarflugvelli
var vígð 2. desember 1961. Síðan
hefur hún verið stækkuð og endur-
bætt nokkrum sinnum til að mæta
fjölgun farþega og auknum kröfum
varðandi flug. Stækkun var m.a.
óhjákvæmileg þegar millilandaflug
hófst og aðskilja þurfti það frá inn-
anlandsflugi. Jafnframt var sett upp
fríhöfn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyrarflugvöllur Flugstöðin er að stofni til frá 1961 en byggt hefur verið við hana. Viðbyggingin verður norðanmegin og því þarf að færa olíutankana.
Langþráð stækkun flugstöðvar
Tölvumynd/AVH
Ósk Akureyringa um stækkun flugstöðvarinnar er að verða að veruleika Lagt er til að ráðist
verði í hönnun 1.000 fermetra viðbyggingar Hægt verður að afgreiða allt að 300 farþega samtímis
Viðbyggingin Þannig hugsa arkitektarnir sér að viðbyggingin norðanmegin við flugstöðina muni mögulega líta út.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hafist verður handa innan tíðar við
að stækka flugstöðina á Akureyri og
stækka flughlað. Þetta er meðal
framkvæmda sem ríkisstjórnin ætl-
ar að leggja áherslu á að hefjist inn-
an tíðar og er það hluti af viðleitni til
að bregðast við efnahagslegum
áhrifum vegna kórónuveirunnar.
Nauðsynlegt er að byggja við
flugstöðina á Akureyrarflugvelli til
að geta veitt viðunandi þjónustu
samtímis fyrir millilanda- og innan-
landsflug. Þetta eru niðurstöður
skýrslu aðgerðahóps sem sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
skipaði til að meta þörf fyrir aðstöðu
og þjónustu í flugstöð á Akureyrar-
flugvelli.
Heimamenn hafa í áratugi kallað
eftir bættri aðstöðu á Akureyrar-
flugvelli. Nú er ósk þeirra loksins að
rætast.
Hópurinn telur núverandi flug-
stöð vera of litla og aðstöðu ófull-
nægjandi til að sinna hlutverki sínu
til framtíðar. Lagt er til að ráðist
verði í hönnun 1.000 fermetra við-
byggingar svo hægt verði að af-
greiða allt að 220 sæta millilandavél
á innan við klukkutíma samhliða 70
sæta innanlandsvél.
Áætla kostnað 900 milljónir
Í skýrslunni er gert ráð fyrir við-
byggingu norðan við núverandi flug-
stöð og að hönnun hennar verði
sveigjanleg til að hægt verði að
stækka bygginguna eða breyta nýt-
ingu einstakra svæða. Kostnaður er
áætlaður um 900 milljónir króna og
lagt er til að þegar í stað verði ráðist
í hönnun, færslu olíutanka og jarð-
vinnu þannig að byggingarfram-
kvæmdir geti hafist strax að hönnun
lokinni. Áætlað er að við fram-
kvæmdir við viðbygginguna verði til
um 50 ársverk.
„Það er ánægjulegt að geta stigið
mikilvægt og myndarlegt skref að
frekari uppbyggingu á Akureyrar-
flugvelli sem gátt inn til landsins,“
segir Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra. Hann segir að á
síðustu árum hafi verið unnið að því
að efla Akureyrarflugvöll og að leng-
ing flugbrautarinnar hafi verið
fyrsta skrefið. Árið 2018 hafi síðan
verið tryggt fjármagn fyrir aðflugs-
búnað, ILS, sem þegar hafi sannað
gildi sitt.
Hann segir að samhliða stækkun
Iðnfyrirtækið
Límtré Vírnet
endurnýjaði á
dögunum samn-
ing við Fjölnet.
Fyrirtækin hafa
unnið náið saman
síðan í janúar
2016.
Fjölnet mun
því áfram sjá um
rekstur mið-
lægra kerfa hjá
fyrirtækinu ásamt notendaþjón-
ustu, afritun og útstöðvarþjónustu.
Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyr-
irtæki og byggist starfsemin á
margreyndum framleiðsluferlum.
Starfsfólk fyrirtækisins er einnig
með áratuga starfsreynslu við
framleiðslu og sölu á gæðavörum
fyrir íslenskan byggingariðnað.
Fjölnet hefur starfað í rúm 20 ár
í upplýsingatækni og sérhæfir sig í
hýsingu og rekstri tölvukerfa auk
þess að bjóða upp á alhliða tölvu-
þjónustu, ráðgjöf og kennslu.
Samstarf Fyrir-
tækin halda áfram
samstarfi.
Límtré og Fjölnet
endurnýja samning