Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Dymbilvika, sem senn er áenda, er ekki endilegamjög gagnsætt orð og það er svo sem ekki líklegt að fólk velti því sérstaklega fyrir sér. Merkingin er þó athyglis- verð, því að hún er sú að hringt hafi verið til kirkju með trékólfi til að dempa hinn hefðbundna klukknahljóm. Þetta er til marks um að í þessari viku sé rétt að ganga ekki fram með neinum lát- um, enda vikan líka nefnd kyrra- vika. Þessi vika, einkum bænadag- arnir, er almennt vel til þess fall- in að staldra við og íhuga það sem daglegt amstur ýtir allt of oft til hliðar. Kristin íhugun fær ekki alltaf mikla athygli, marg- vísleg annars konar hugleiðsla er sennilega meira rædd, en íhugun er þó vitaskuld snar þáttur kristninnar, hvort sem er í gegn- um hefðbundið bænahald eða með öðrum hætti. Um þetta hef- ur til að mynda verið rituð fróð- leg bók, Ákall úr djúpinu – um kristna íhugun, eftir Wilfred Stinissen, sem Skálholtsútgáfan gaf út fyrir rúmum fjórum ára- tugum. Óhætt er að segja að sjaldan í seinni tíð hafi fólki verið auðveld- ara en einmitt á þessum bæna- dögum að velta fyrir sér lífinu og tilverunni, enda fátt annað að gera en að halda sig heima, einn með sjálfum sér og sínum nán- ustu. Vonandi njóta þess sem flestir, minnugir orðanna: Heima er best. Sumir bera sig illa yfir því að þurfa að sitja á sér um skeið vegna þeirrar ósýnilegu vár sem herjar á heiminn. Í því sambandi hafa aðrir bent á að lítil fórn sé að sitja heima miðað við fórn þeirra sem áður, jafnvel í miðri og mannskæðri pest, þurftu að skríða ofan í skotgrafir og hírast þar við hörmulegar aðstæður eða, sem enn verra var, að hlaupa á móti kúlnaregni. Þá má hafa í huga að sumir hafa unað hag sínum vel einir og jafnvel fjarri mannabyggðum. Flestum þykir þetta skrýtið, en öðrum eðlilegt og sjálfsagt ef að- stæður haga málum með þeim hætti. Einn sá sem núlifandi Ís- lendingum er kunnastur þeirra sem lifðu við slíkar aðstæður er eflaust Gísli á Uppsölum. Í ágætu kveri, Æðruleysi, kjarkur, vit – orð til uppörvunar á erfiðum tím- um, er ljóð eða bæn eftir Gísla: Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar, þegar eg á aðeins þig, einn með sorgir mínar, gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi Drottinn, lýstu mér svo lífsins veg ég finni, láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. Þetta kver tók saman Karl Sigurbjörnsson biskup árið 2009, skömmu eftir fall bankanna. Á þeim tíma þurftu margir á hjálp- arhönd og hughreystingu að halda og ekki er að efa að þetta kver hafi styrkt marga sem það lásu. Það hefur verið tekið fram nú og gefið þeim sem heimsækja Kirkjuhúsið og er það vel til fundið. Kirkjan þá, líkt og nú, hefur hlutverki að gegna við að aðstoða landsmenn í gegnum erfiða tíma og hún hefur leitast við að gera það með ýmsum hætti og óhefð- bundnum nú, enda gerir sam- komubannið kirkjunni erfitt fyrir eins og gefur að skilja. Þetta ástand minnir um leið á mikil- vægi þess að hlúa vel að kirkj- unni og gæta stöðu hennar í sam- félaginu. Hún þarf að hafa burði til að geta tekið á móti fólki þeg- ar á bjátar, hvort sem er hjá ein- staklingnum eða samfélaginu í heild sinni. Það ástand sem nú ríkir með heimsfaraldri, lokun landa, samkomubanni og jafnvel út- göngubanni þar sem lengst er gengið, er nokkuð sem fáa óraði fyrir að eiga eftir að upplifa. Þetta er um leið svo langt fyrir utan hefðbundin efnahagsleg áföll að þeir sem þykjast kunna að spá fyrir um þróun efnahags- mála eru venju fremur utangátta, sem von er. Spár um samdrátt og aðra efnahagslega óáran, ekki síst atvinnuleysi, eru á breiðu bili sem endurspeglar óvissuna. Þær tölur sem þó liggja fyrir um þessa hluti, svo sem hrun í eftir- spurn eftir olíu og ógnvekjandi vöxt atvinnuleysis, gefa skýrt til kynna að ekki er um venjulega niðursveiflu að ræða. Þetta þarf þó ekki að fela í sér að niðursveiflan verði óskaplega löng og að afleiðingarnar muni vara árum saman. Um það er ekkert hægt að fullyrða nú, en þó má ætla að með því að koma hag- kerfi landsins aftur í gang, jafn- vel þó að ferðalög á milli landa yrðu að sæta hömlum áfram þar til aðstæður leyfðu að þau yrðu frjáls á ný, geti hjólin farið að snúast á nýjan leik og það jafnvel á allgóðum hraða. Þó er varasamt að gera ráð fyrir erlendum ferða- mönnum í einhverjum mæli á næstunni, jafnvel á þessu ári, en ferðalög Íslendinga sjálfra inn- anlands ættu að geta vegið upp á móti því. Á morgun minnumst við upp- risunnar, þýðingarmesta atburð- ar sögunnar í huga kristinna manna. Sú upprisa leiddi mönn- um fyrir sjónir að þeirra beið annað og meira en myrkrið eitt. Sú efnahagslega upprisa sem beðið er eftir verður vitaskuld ekki jafn þýðingarmikil og sú sem átti sér stað fyrir tæpum 2000 árum, en ef rétt er á málum haldið kann engu að síður vel að vera að hún verði skyndileg og kröftug og komist í sögubæk- urnar ekki síður en veiran sem valdið hefur hinum efnahagslegu ógöngum. Það er að minnsta kosti sjálfsagt að vonast eftir því og gera allt sem hægt er til að svo megi verða. Ef allir leggja sig fram og hika ekki við að fara þær óhefðbundnu leiðir sem aðstæður krefjast um hríð, er engin ástæða til að óttast. Gleðilega páska. Upprisan Í stríði þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem betur fer virðist kórónuveiran nú hopa á Íslandi. Samt veit enginn hve- nær við höfum gengið frá henni, svo að hún skjóti ekki upp kollinum síðar. Sumir tala eins og þjóðin verði í stofufangelsi mánuðum saman, landinu læst og fólki hvorki hleypt út né inn. Ekki þarf að deila um að af- leiðingarnar fyrir efnahag fyrirtækja og starfs- manna þeirra eru skuggalegar. Þar sem ekki er hægt að vinna verða engin verðmæti til. Víða um lönd töluðu stjórnmálamenn eins og veiran skæða yrði ekkert vandamál, væri þvæla eða í besta falli efni í brandara. Boris Johnson sagði frá því að það myndi „kæta fólk að vita að hann hefði heilsað öllum með handabandi“ þeg- ar hann heimsótti smitaða sjúklinga í byrjun mars. Sem betur fer hafa flestir íslenskir stjórnmálamenn haldið sér hæfilega til hlés til þessa. Dæmin sanna að það er farsælla að tala án þess að segja neitt heldur en að fara með fleipur. Flas er aldrei til fagnaðar. Við þurfum að nýta þekkingu og beita skynsemi, ekki bara í baráttunni við veiruna held- ur ekki síður þegar byggja þarf upp eftir stríðið. Við- reisnin byggir á hugviti. Ástandið má nýta til þess að koma á breytingum á ör- skömmum tíma. Við sjáum það í skólum, í fyrirtækjum, í listum og samskiptum manna á milli. Ástandið neyðir okk- ur til þess að finna nýjar lausnir. Andstaðan við úrbætur minnkar tímabundið. En hún kemur aftur. Hættan er að kreppan verði nýtt sem skálkaskjól. Stjórnmálamenn vilja koma hag- kerfinu í fullan gang aftur. Þá eru ýmsir til- búnir með hugmyndir sem nýtast fáum eða engum til frambúðar en „skapa vinnu“. Nú reynir á að velja verkefni sem verða arðbær. Við getum auðveldlega skapað mikla vinnu með því að byggja tugi bragga. Allir sjá að það er heimskulegt vegna þess að þeir munu ekki nýtast til gagns í framtíðinni. Nú er tíminn til þess að búa til verðmæti. Á meðan á fram- kvæmdum stendur verður vissulega til vinna, en hvað svo? Allt of mörg úrræði stjórnmálamanna eru lituð af kreppunni miklu árið 1930. Þeir átta sig ekki á því að þjóðfélagið hefur þróast frá handverki til hugvits. Einmitt núna ættum við að styrkja nýsköpun, uppbyggingu á tækni og hugbúnaði, efla úrvinnslu upplýsinga. Búum til verðmæt störf til framtíðar, ekki minnisvarða um misvitra stjórnmálamenn. Það versta sem hægt er að hugsa sér er að einangra landið, varpa vísindum fyrir róða, búa til rík- isstyrki og hygla vinveittum aðilum. Almennar aðgerðir geta virkað eins og vítamínsprauta á atvinnulífið, líka þá sem standa betur, því að þeir eflast til frambúðar, þjóðinni til góðs. Við þurfum að bregðast skjótt við, en það er dýrt að henda peningum í súginn. Þeir peningar verða ekki nýttir til góðs í framtíðinni. Því er farsælast að flýta sér hægt. Benedikt Jóhannesson Pistill Festina lente Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarorkukostnaðurheimila vegna raforku oghúshitunar er hvergihærri en í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða eða 314 þúsund krónur á seinasta ári og hefur svo verið á undanförnum árum samkvæmt samanburði Orku- stofnunar á orkukostnaði heimila sem gerður var fyrir Byggðastofnun. „Heildarkostnaður í þéttbýli var hæstur á Hólmavík 286.766 kr. árið 2018 en er nú 285.091 kr. sem er lækkun um 0,6%. Miðað við þá staði sem nú er horft til var heildarkostn- aðurinn lægstur á Seltjarnarnesi 138.557 kr. og er enn lægstur nú 142.655 kr. sem er hækkun upp á tæp 3%. Hæsta verð í þéttbýli er því 100% hærra en það lægsta,“ segir í skýrslu, sem birt hefur verið á vef- síðu Byggðastofnunar. Stofnunin hefur allt frá 2013 fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli við raf- orkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum þétt- býlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli. Kannað er lægsta mögu- lega verð sem notendum stendur til boða á þesum stöðum fyrir raforku og húshitun og svo samanlagður heildarkostnaður vegna raforku og húshitunar. Næstlægsta heildarverð vegna húshitunar og raforkunotkunar var á Flúðum í fyrra og því næst Mos- fellsbæ. Bent er á í skýrslunni að ef borinn er saman heildarorkukostn- aður síðustu þrjú ár á lægsta mögu- lega verði á hverju svæði kemur í ljós verulegur verðmunur á milli svæða. Ef öll svæði sem núna eru með beina rafhitun myndu skipta yf- ir í varmadælur myndi munurinn minnka verulega. Samanburður á raforkukostn- aði leiðir m.a. í ljós að verulegur munur er á milli dreifbýlis og þétt- býlis. Lægsta mögulega raforkuverð sem notendum stendur til boða á hverjum stað, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst í Mos- fellsbæ, í Reykjavík, á Seltjarn- arnesi og á Akranesi, um 78 þúsund kr. Hæsta gjald í þéttbýli er á Pat- reksfirði 91 þúsund kr. en áberandi hærra er verðið í dreifbýli. Hjá Orkubúi Vestfjarða er lægsta mögu- lega verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð, að því er seg- ir í samantekt Byggðastofnunar. Hægt að lækka kostnaðinn mikið með varmadælum Þegar sjónum er eingöngu beint að húshitunarkostnaðinum kemur enn meiri verðmunur í ljós. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Flúð- um eða 63.616 krónur sem er nokkur hækkun frá árinu 2018 þegar hann var 60.492. Næst í röðinni yfir lægsta húshitunarkostnaðinn kemur Seltjarnarnes þar sem kostar 64.468 kr. að hita heimilið en það kostaði 59.924 kr. árið 2018. Fram kemur að þessir tveir staðir eru með áberandi lægsta kostnaðinn og að húshit- unarkostnaður á Flúðum er innan við þriðjungur af húshitunarkostnaði þar sem hann er hæstur. Munurinn á milli hæsta og lægsta gjalds vegna húshitunar á milli svæða er verulegur eða um 205%. Lægsta mögulega verð er hæst í dreifbýli án hitaveitu hjá RA- RIK og Orkubúi Vestfjarða, á Hólmavík, í Grundarfirði, í Nes- kaupstað, á Reyðarfirði og í Vopna- fjarðarhreppi eða tæplega 194 þús- und kr. Eins og áður segir er unnt að lækka húshitunarkostnað með notk- un varmadæla. Bent er á 13 byggð- arlög og svæði þar sem íbúðarhús eru með rafhitun og geta sótt um styrk til Orkustofnunar um að setja upp varmadælu. Þá gæti orkukostn- aðurinn lækkað um 100 þúsund kr. á heimili á ársgrundvelli. 205% munur er á kostnaði við húshitun Kostnaður við rafmagnsnotkun og húshitun Heildarkostnaður, krónur á ári* – lægsta mögulega verð** Dreifbýli án hitav. – Orkubú Vestfjarða Dreifbýli án hitaveitu – RARIK Bolungarvík Hólmavík Ísafjörður Patreksfjörður Reyðarfjörður Grundarfjörður Neskaupstaður Vopnafjarðarhreppur Höfn Seyðisfjörður Blönduós Dalabyggð Siglufjörður Fjarðabyggð Hvolsvöllur Dreifbýli – Veitur ohf. Vestmannaeyjar Dreifbýli án hitav. + varmadæla – Orkubú Vestfj. Dreifbýli á Norðurlandi – með hitaveitu Dreifbýli án hitaveitu + varmadæla – RARIK Egilsstaðir Hvammstangi Hveragerði Reykjavík Hafnarfjörður Akranes Þéttbýli án hitav. + varmadæla – Orkubú Vestfjarða Eyrarbakki Stykkishólmur Húsavík Reyðarfjörður – varmadæla Þéttbýli án hitaveitu + varmadæla – RARIK Dalvík Borgarnes Þorlákshöfn Selfoss Akureyri Sauðárkrókur Reykjanesbær Grindavík Mosfellsbær Flúðir Seltjarnarnes 310.540 305.030 282.684 282.684 282.684 282.684 277.393 276.479 276.479 276.479 256.918 256.918 237.890 237.890 237.890 236.186 231.358 229.237 219.182 214.707 214.469 209.197 195.574 194.722 193.870 189.692 187.658 187.420 186.851 183.682 183.362 181.658 181.560 180.646 179.670 176.262 172.002 171.754 170.061 168.878 167.494 165.506 163.564 145.022 137.720 *Miðað við einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350 m3, 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun. **Samkvæmt gjaldskrá 1. sept. 2019. Heimild: Byggða stofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.