Morgunblaðið - 11.04.2020, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
Síðustu vikur hafa
svo sannarlega verið
fordæmalausar vegna
COVID-19-faraldursins
sem hefur haft áhrif á
okkur öll. Ég vil hér
stikla á stóru yfir þær
aðgerðir sem gripið hef-
ur verið til í félagsmála-
ráðuneytinu vegna far-
aldursins.
Réttur til greiðslu
hlutaatvinnuleysisbóta
hefur verið rýmkaður en launþegar,
sjálfstætt starfandi og námsmenn
geta nýtt úrræðið. Starfshlutfall laun-
þega getur minnkað niður í 25% og
eru tekjutengdar atvinnuleysisbætur
greiddar á móti í réttu hlutfalli. Þá
hef ég, auk mennta- og menningar-
málaráðherra, stofnað samhæfing-
arhóp til að skoða stöðu
atvinnuleitenda og
námsmanna við þær að-
stæður sem nú eru
uppi. Þeir sem ekki fá
laun frá vinnuveitanda
meðan sóttkví varir og
geta ekki unnið að
heiman fá greiðslur úr
ríkissjóði.
Ég lagði fram frum-
varp, unnið í samstarfi
við heilbrigðisráðu-
neytið, utanríkisráðu-
neytið og Vinnueftirlit
ríkisins, um tíma-
bundna undanþágu frá kröfu um CE-
merkingu á slíkri vöru vegna fyr-
irsjáanlegs skorts. Ekki er þó slegið
af öryggis- og heilbrigðiskröfum.
Félags- og velferðarþjónusta
Ég, samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra og Samband íslenskra
sveitarfélaga boðuðum til víðtæks
samstarfs ríkis, sveitarfélaga og
hagsmunaaðila um land allt til að
tryggja áframhald nauðsynlegrar
þjónustu. Með almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra var stofnað við-
bragðsteymi um þjónustu við við-
kvæma hópa sem vinnur í náinni sam-
vinnu við fjölda aðila. Teymið hefur
m.a. komið því til leiðar að vefurinn
covid.is hefur verið þýddur á fjölda
tungumála sem og að ýmsar upplýs-
ingar á vefnum hafa verið gerðar að-
gengilegri fólki með fatlanir.
Mönnun nauðsynlegrar starfsemi
getur orðið flókin vegna faraldursins,
t.d. á hjúkrunarheimilum og þjónustu
við fatlað fólk. Var því sett á fót bakv-
arðasveit í velferðarþjónustu þar sem
fólki gefst kostur á að skrá sig.
Skráðir nú eru rúmlega 1.300 ein-
staklingar.
Hjálparsíminn 1717 og vefurinn
1717.is eru nú opin allan sólarhring-
inn og þar starfa þjálfaðir sjálfboða-
liðar sem veita stuðning og geta allir
haft samband þangað. Auk þess er
hjálparsíminn nú tengdur við sér-
hæfðari aðila sem hægt er að vísa
fólki áfram til.
Aukin hætta á ofbeldi
inni á heimilum
Ég vil einnig minna á að við erum
öll barnavernd. Félagsmálaráðu-
neytið, í samstarfi við dómsmála-
ráðuneytið og Rauða kross Íslands,
hefur dreift myndböndum á helstu
samfélagsmiðlum til vitundarvakn-
ingar um aðstæður barna. Okkur ber
öllum skylda til að tilkynna gegnum
112 höfum við ástæðu til að ætla að
aðstæður barna séu ófullnægjandi.
Þá má m.a. bæta við að bændum
sem veikjast af COVID-19 hefur ver-
ið gert kleift að ráða til sín afleys-
ingar. Neyðarmóttökum fyrir tíma-
bundið heimilislausa hefur verið
komið upp í Reykjavík. Góð ráð til
foreldra hafa verið gefin út og ég hef
veitt 55 milljónir króna til frjálsra fé-
lagasamtaka vegna aukins álags.
Vegna ferðatakmarkana um gjörvall-
an heim hafa reglur um aðstoð við Ís-
lendinga erlendis verið útvíkkaðar
töluvert meðan ástandið varir og
reynt að aðstoða sem flesta við að
komast heim.
Næstu vikur verða krefjandi fyrir
íslenskt samfélag en saman klárum
við verkefnið. Gleðilega páska!
Markviss viðbrögð vegna COVID-19-faraldurs
Eftir Ásmund Einar
Daðason
Ásmundur Einar
Daðason
»Næstu vikur
verða krefjandi
fyrir íslenskt samfélag
en saman klárum við
verkefnið.
Höfundur er félags- og
barnamálaráðherra.
Nú er unnið að því
dag og nótt að tryggja
heilsu almennings á
tímum kórónuveir-
unnar. Landsmenn all-
ir verða fyrir áhrifum
með einum eða öðrum
hætti enda hefur dag-
legt líf farið úr skorð-
um og fyrirtæki í öllum
atvinnugreinum finna
fyrir samdrætti.
Samstaðan í samfélaginu er áþreif-
anleg og hún mun skila árangri; jafnt
í baráttunni við vágestinn, veiruna
sjálfa, sem breiðir nú úr sér yfir alla
heimsbyggðina en ekki síður til að ná
kröftugri viðspyrnu þegar tækifæri
gefst til. Stjórnvöld setja í forgang að
tryggja lífsafkomu fólks en það er
líka margt sem við getum saman gert
til að koma samfélaginu sterku í
gegnum þessar hremmingar. Mikil-
vægt framlag er að landsmenn allir,
fólkið í landinu og fyrirtækin, skipti
sem mest við innlend fyrirtæki, og
þar er engin atvinnugrein undan-
skilin. Með því að velja íslenskt og
skipta við innlend fyrirtæki verður til
keðjuverkun sem nær yfir allt sam-
félagið. Þannig verjum við störf og
stuðlum að uppbyggingu og tryggj-
um að heimilin, efnahagslífið og sam-
félagið allt haldist gangandi.
Verðmæt framleiðsla og hugvit
Við búum nú við gjörbreyttar að-
stæður frá því fyrir nokkrum vikum
og ríki heims eru m.a. háðari eigin
framleiðslu. Við erum lánsöm hér á
landi og njótum góðs af fjölbreyttum
iðnaði. Öflug og fjölbreytt matvæla-
framleiðsla tryggir landsmönnum
fæðuöryggi og góðar vörur. Með því
að velja íslensk matvæli verjum við
störf um land allt, í sveitum landsins
og sjávarplássum sem og á höfuð-
borgarsvæðinu, störf í fiskvinnslu,
við grænmetisræktun, í bakaríum og
allt þar á milli. Hönnun, líf- og heil-
brigðistækni, snyrtifræði, hús-
gagnasmíði og leikjaframleiðsla –
þetta er einungis brot af þeim lifandi
og fjölbreytta íslenska iðnaði sem við
getum stutt við með því að velja ís-
lenskt.
Þá má ekki gleyma að með hugviti
landsmanna hafa orðið til grænar
lausnir sem nýst geta heiminum öll-
um við að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda hérlendis sem og í
öðrum ríkjum heims.
Ísland, gjörið svo vel
Alla okkar mestu fjársjóði eigum
við hér heima, í fólkinu og nátt-
úrunni. Erlendir ferðamenn hafa
notið íslenskrar náttúru og menning-
ar undanfarin ár en í sumar ætlum
við upp til hópa að gerast ferðamenn
í okkar eigin landi. Á Íslandi er ekki
eingöngu hægt að upplifa stórbrotna
náttúru og bjartar sumarnætur,
heldur líka spennandi afþreyingu um
allt land, gististaði og veitingastaði
sem nota íslenskt hráefni. Með því að
kynnast landinu betur og heimsækja
jafnvel staði sem við höfum ekki sótt
heim áður sköpum við verðmæti og
störf í fjölmörgum greinum, ekki ein-
ungis í ferðaþjónustu.
Með því að skipta við íslenska
verslun, hvort sem hún er í hverfinu
eða heima í stofu í gegnum vefinn,
sköpum við störf fyrir nágranna okk-
ar, vini og fjölskyldumeðlimi. Fyrir-
tækin hafa aðlagast aðstæðum hratt
og gera vörur og þjónustu aðgengi-
legri til að mynda með því að bjóða
upp á heimsendingu. Þannig snúast
hjólin áfram og verðmæti verða til.
Með vali höfum við áhrif
Nýtum tímann vel til að byggja
okkur upp þannig að viðspyrnan
verði kröftug þegar þar að kemur.
Stjórnvöld og atvinnulíf hafa tekið
höndum saman um að hvetja lands-
menn, fólk og fyrirtæki, til að skipta
við innlend fyrirtæki og verja þannig
störf og skapa verðmæti á erfiðum
tímum. Þannig getum við öll lagt
okkar af mörkum.
Íslenskt, gjörið svo vel
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur og
Sigurð Hannesson
Sigurður Hannesson
»Með því að velja ís-
lenskt og skipta við
innlend fyrirtæki verður
til keðjuverkun sem nær
yfir allt samfélagið.
Katrín er forsætisráðherra. Sigurður
er framkvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins.
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er utanríkis- og þróunar-
samvinnuráðherra.
Þann 10. apríl voru áttatíu ár
liðin frá því að Íslendingar tóku
þá gæfuríku ákvörðun að taka
meðferð utanríkismála í eigin
hendur. Það var mikilvægt skref
í að tryggja sjálfstæði þjóð-
arinnar til framtíðar og markaði
upphaf íslensku utanríkisþjón-
ustunnar. Nú eins og þá er mik-
ilvægt að hafa áfram öfluga utan-
ríkisþjónustu.
Sé litið yfir áttatíu ára sögu ut-
anríkisþjónustunnar hefur starf-
semi hennar sjaldan verið Íslendingum sýni-
legri en á undanförnum vikum. Sér í lagi þeim
þúsundum einstaklinga sem hafa komið heim
frá öllum heimsins hornum með liðsinni borg-
araþjónustu utanríkisráðuneytisins og þeirra
ríflega tvöhundruð ræðismanna sem vinna
sem sjálfboðaliðar fyrir Ísland í níutíu löndum.
Á tímum sem þessum kemur skýrt í ljós að
Íslendingar einir geta staðið vörð um hags-
muni lands og þjóðar á erlendum vettvangi, oft
í gegnum alþjóðlegt samstarf og víðfeðmt
tengslanet utanríkisþjónustunnar. Þar kemur
fyrst upp í hugann norræn samvinna sem hef-
ur í gegnum tíðina reynst okkur dýrmæt.
Nærtækt dæmi er samvinna borgaraþjónusta
utanríkisráðuneyta Norðurlandanna sem hafa
að undanförnu unnið saman að flóknum verk-
efnum á borð við borgaraflug frá fjarlægum
stöðum, þaðan sem áætlunarferðum flugfélaga
hefur verið hætt. Fundir utanríkisráðherra
Norðurlandanna hafa verið tíðir á liðnum vik-
um og ljóst er að mikil ánægja ríkir með þá
samheldni sem norrænt samstarf á sviði borg-
araþjónustu hefur leitt í ljós.
Þrátt fyrir smæðina sinnir utanríkisþjón-
usta Íslendinga hlutverki sínu af krafti eins og
skýrt hefur komið fram í verki á undanförnum
vikum. Það skiptir miklu máli fyrir sjálfstæða
þjóð og hefur gert í 80 ára sögu ut-
anríkisþjónustunnar. Á grundvelli
sambandslagasamningsins frá
1918 fóru Danir með íslensk utan-
ríkismál í umboði Íslendinga, en
Íslendingar tóku þau í sínar hend-
ur eftir hernám Danmerkur 9. apr-
íl 1940. Líkt og nú voru aðstæður
þá ekki síður fordæmalausar.
Eftir sem áður eru meginverk-
efni íslenskrar utanríkisþjónustu
þau sömu: að gæta hagsmuna Ís-
lendinga og íslenskra fyrirtækja
erlendis. Utanríkisþjónustan er
útvörður þjóðarinnar hvað varðar
varnar- og öryggismál, utanríkisviðskipti og
menningarmál og gætir víðari hagsmuna með
öflugu málsvarastarfi og framlagi í þágu sjálf-
bærrar þróunar og mannréttinda. Þar skiptir
alþjóðleg samvinna höfuðmáli. Við þetta má
svo bæta virðingu fyrir alþjóðalögum, sem
skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hags-
muna sinna gagnvart hinum stóru. Alþjóðleg
samvinna felur enn fremur í sér viðurkenn-
ingu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og
fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasam-
starfið og fullveldið styðji hvort við annað.
Þegar faraldrinum linnir verður alþjóðleg
samvinna, viðskipti og virk hagsmunagæsla
sem fyrr, undirstaða þess að lífskjör og tæki-
færi hérlendis verði áfram með því sem best
sem gerist í heiminum.
Í þágu þjóðar í 80 ár
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
Guðlaugur Þór
Þórðason
» Á tímum sem þessum kem-
ur skýrt í ljós að Íslend-
ingar einir geta staðið vörð
um hagsmuni lands og þjóðar
á erlendum vettvangi.
Kristinn Magnússon
Hveragerði Snjóþungt var í bænum í vikunni en ruðningar hafa þó minnkað töluvert síðan.