Morgunblaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Netverslun með lyf hefur aukist um- talsvert upp á síðkastið að sögn Hauks Ingasonar, lyfsala í Garðs apóteki. Auk apóteksins hefur hann rekið lyfsöluvefinn appotek.is í þrjú ár og er frum- kvöðull á því sviði hérlendis. „Það hafa margir skráð sig undanfarið og það er fólk á öllum aldri, ekkert síður eldra fólk en yngra. Viðskiptavinirn- ir eru bæði af höfuðborgarsvæðinu og utan af landi,“ sagði Haukur. Hann sagði að appotek.is hefði lengi verið eitt á lista Lyfjastofnunar yfir apótek sem hafa heimild til lyfsölu á netinu. Nítján apótek hafa nú til- kynnt netverslun með lyf, sam- kvæmt upplýsingum frá Lyfjastofn- un. Haukur sagði að vefurinn appo- tek.is hefði frá upphafi gætt vel að öryggismálum gagnvart viðskipta- vinum sínum. Gerð var öryggisút- tekt á appotek.is vefverslun Garðs apóteks og var hún staðfest af Emb- ætti landlæknis. „Þú þarft að hafa rafræn skilríki til að skrá þig inn hjá okkur,“ sagði Haukur. „Hjá okkur geta innskráðir séð lyfseðla sína og barna sinna 15 ára og yngri. Einnig getur fólk séð lyfjagreiðslutímabil sitt og greiðslu- stöðu á tímabilinu.“ Hægt er að fá lyfin send heim á höfuðborgarsvæð- inu. Sé pantað fyrir kl. 12.00 er lyfj- unum ekið heim til viðskiptavina samdægurs, annars daginn eftir. Lyf eru send út á land með Póstinum. Þó ekki eftirritunarskyld lyf, en í þeim flokki eru m.a. ávanabindandi lyf. Einnig getur fólk pantað lyf á net- inu, látið taka þau til og greitt í gegn- um vefinn og sótt þau í Garðs apótek. Þá tekur afgreiðslan mjög stutta stund, sem er kostur á þessum tímum. Haukur segir að margir not- færi sér þessa leið við lyfjakaup. Netlyfsala er tilkynningarskyld Heimild til netverslunar með lyf, það er leyfi til að stunda póstverslun með lyf og fjarsölu til almennings í gegnum netið, fylgir lyfsöluleyfi, samkvæmt svari Lyfjastofnunar við spurningum Morgunblaðsins. „Einungis þeim sem hlotið hafa lyfsöluleyfi Lyfjastofnunar er heim- ilt að stunda netverslun með lyf og er þeim skylt að tilkynna til stofnunar- innar sé fyrirhugað að stunda slíka starfsemi. Ekki er því um sérstakt leyfi að ræða frá stofnuninni heldur einungis tilkynningarskyldu sem lyf- söluleyfishafar þurfa að sinna eigi síðar en þegar netverslun hefst.“ Lyfjastofnun bendir á að þeim sem starfrækja póst- og netverslun með lyf er skylt að hafa á vef sínum sameiginlegt kennimerki (logo) Evr- ópusambandsins, sem sýnir með skýrum hætti á hverri síðu vef- setursins hvaða lyf eru í boði til al- mennings í fjarsölu gegnum netið. „Kennimerkið gerir almenningi kleift að átta sig á því í hvaða ríki netverslunin er staðsett og jafnframt hvar hún er eftirlitsskyld. Kenni- merkið ber þjóðfána þess ríkis þar sem netverslunin er starfrækt, og með því að smella á merkið mun vef- ur lyfjastofnunar landsins opnast og sýna lista yfir þær netverslanir sem heimilar eru. Auðkenni Lyfjastofn- unar er þannig ætlað að auðkenna öruggan lyfsala í fjarsölu, ekki er um vottun á rafrænu gagnaöryggi send- inga að ræða né vottun á öryggi í meðhöndlun persónuupplýsinga.“ Sömu kröfur eru gerðar til öryggis við afhendingu og afgreiðslu lyfja og þegar þau eru afgreidd og afhent í lyfjabúð, bæði hvað varðar lausa- sölulyf og lyfseðilsskyld lyf, að sögn Lyfjastofnunar. Lyfsala á netinu eykst umtalsvert  Nítján apótek hafa tilkynnt um netverslun sína til Lyfjastofnunar  Appotek.is hefur selt lyf á netinu í þrjú ár  Fólk á öllum aldri kaupir lyf á netinu  Lyfin ýmist send heim eða fólk sækir þau í apótek Morgunblaðið/Sverrir Lyf Lyfseðilsskyld lyf og lausasölulyf fást á netinu, eins og aðrar vörur sem lyfjabúðir selja. Hægt er að fá lyf send heim með sendli eða í pósti. Netlyfsala Evrópska kennimerkið. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð við myglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 18.890 Verð kr. 49.920 Verð kr. 35.850Verð kr.15.960 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Raforkan sem ætlunin er að fram- leiða í vindorkugörðum á Norð- austurlandi verður notuð til að fram- leiða ammoníak á iðnaðarsvæðinu í Finnafirði. Ammoníakið verður not- að sem eldsneyti á skip. Afurðir sem til falla við framleiðsluna verða með- al annars notaðar við laxeldi á landi. Vindorkugarðarnir verða þannig lið- ur í hringrásarhagkerfi á svæðinu, samkvæmt áætlunum Þróunarfélags Finnafjarðar. Athygli vakti þegar Orkustofnun kynnti þá orkukosti sem fara til mats hjá verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar að Langa- nesbyggð var skrifuð fyrir sex vind- orkugörðum með framleiðslugetu upp á 640 megavött. Eru þessi vind- orkuver áformuð á Langanesi og heiðum og ströndum þar suður af. Ammoníak sem skipaeldsneyti Hafsteinn Helgason, byggingar- verkfræðingur hjá Eflu verkfræði- stofu, hefur unnið að Finnafjarðar- verkefninu. „Hugmyndin felst í því að framleiða raforku með þessum vindorkuverum og veita henni inn í Finnafjörð. Þar yrði fyrst framleitt vetni og súrefni með rafgreiningu á vatni og vetninu síðan breytt í amm- oníak með því að nota köfnunarefni úr andrúmsloftinu með ákveðnu ferli. Fljótandi ammoníak verði síð- an flutt með tankskipum á markað þar sem þörf er fyrir grænt amm- oníak. Þar verður það notað sem eldsneyti á skip,“ segir Hafsteinn. Hann segir að litið sé til amm- oníaks sem framtíðareldsneytis fyrir skipaflotann. Margir af stærstu framleiðendum stórra skipavéla séu með slíkar vélar í lokaprófunum. Telur hann að sala á ammoníaki sem eldsneyti geti hafist eftir um það bil tíu ár. Súrefnið sem verður til við raf- greiningu verður notað við fiskeldi sem byggt verður upp á landi. Hafsteinn segir ekki ljóst hver muni framkvæma þessi áform. Það gætu orðið fleiri en einn aðili. Einn með raforkuframleiðsluna, annar með vetnis- og ammoníaks- framleiðsluna og sá þriðji með fisk- eldið. Þessi áform eru í takt við áform Þróunarfélags Finnafjarðar um að þróa svæðið sem miðstöð fyrirtækja sem sinna nýrri og vaxandi starf- semi sem byggist á hugsun hring- rásarhagkerfis og sjálfbærni. Hann tekur fram að verkefnið sé enn í frumskoðun valkosta og margt geti breyst fram að framkvæmd. Hann bendir einnig á að þetta séu stór verkefni, með fjárfestingar upp á milljarða evra eða hundruð milljarða króna, og þau taki tíma og komist ekki áfram nema öflug fyrirtæki komi að þeim. Nota vindorku til að framleiða eldsneyti  Hugmyndir um ammoníaksframleiðslu í Finnafirði Tölvumynd/Efla Langanes Tillaga að vindorkugarði á Brekknaheiði, upp af Þórshöfn. Í fjarska sést glitta í Finnafjörð. Eftir er að rann- saka nánar möguleika þess- ara vindorkuvera og áhrif þeirra á umhverfið, eins og Jónas Egils- son, sveitarstjóri Langanesbyggð- ar, bendir á. Þá þurfi að vera markaður fyrir orkuna. Jónas var nýlega ráðinn sveitarstjóri Langanesbyggðar en hann starfaði áður sem skrif- stofustjóri sveitarfélagsins. Jónas segir að ekki sé nægilegt framboð af raforku í Langanesbyggð. Ein flutningslína sé til Þórshafnar og hún uppfylli aðeins þriðjung raf- orkuþarfar íbúa og fyrirtækja. Af- hendingaröryggi raforku sé lítið og oft þurfi að keyra varaafl. Fiski- mjölsverksmiðjan á Þórshöfn sé knúin með olíu þar sem rafmagn fáist ekki. „Ef fram heldur sem horfir verða afurðir verksmiðj- unnar ekki samkeppnishæfar, hvorki í verði né ímynd á markaði. Þetta hefur því ýmis áhrif á sam- félagið hér.“ Ekki nægt framboð af raforku SVEITARSTJÓRINN Á ÞÓRSHÖFN Jónas Egilsson Víðast hvar hefur veiðst vel á grá- sleppuvertíðinni til þessa og afli á hvern bát er um 30% meiri nú en í fyrra. Besta veiðin hefur verið sunn- an Langaness, en yfirleitt góð við Norðurland og Norðausturland, samkvæmt upplýsingum frá Lands- sambandi smábátaeigenda. Afla- hæsti báturinn í ár er kominn með rúmlega 50 tonn en í fyrra var sá aflahæsti með um 40 tonn. Um fjórðungi færri bátar voru hins vegar á grásleppuveiðum um miðjan mánuðinn en á sama tíma í fyrra, 107 bátar í ár en 143 í fyrra. Heildaraflinn í ár er um 5% minni en á síðasta ári. Verð fyrir heila grásleppu á fisk- mörkuðum hefur verið talsvert lægra í ár en á síðasta ári. Þannig hafa fengist 226 krónur að meðaltali fyrir kílóið en verðið var 289 krónur á sama tíma í fyrra. aij@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vor í lofti Blankalogn var og fallegt veður þegar unnið var að löndun úr grásleppubátunum Ásdísi og Sigrúnu Hrönn á Húsavík í gær. Góður grásleppu- afli en færri bátar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.