Morgunblaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fiskifræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun er bjartsýnn á laxagöngur í
sumar og að veiði taki vel við sér, að
minnsta kosti á Vesturlandi. Enn
liggur ekkert fyrir um það hvaða
reglur munu gilda um komur er-
lendra ferðamanna til landsins í
sumar vegna kórónuveirunnar og
þar með veiðimanna sem standa
undir stórum hluta tekna veiðirétt-
areigenda og veiðileyfasala. For-
maður Stangaveiðifélags Reykja-
víkur segir að þegar staðan skýrist
verði unnið út frá henni í samvinnu
við landeigendur og viðskiptavini.
Félagið hafi alls ekki lagt árar í bát.
„Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir
sumarið,“ segir Sigurður Már
Einarsson, fiskifræðingur á starfs-
stöð Hafrannsóknastofnunar á
Hvanneyri. Hann rifjar upp að allar
vísbendingar fyrir síðasta sumar
hafi verið neikvæðar sem svo hafi
orðið raunin í lélegu veiðisumri. „Út
af tíðarfarinu í vetur eigum við von á
mun betra vatnafari í ánum. Við
eigum von á sterkari klakárgöngum
og seiðin gengu í fyrra út í mun
hlýrri sjó en árið áður. Hvað Vest-
urland varðar á ég von á að göngur
og veiði taki vel við sér,“ segir Sig-
urður Már.
Unnið með landeigendum
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
(SVFR) er með fjölda veiðisvæða á
leigu. Sumar árnar eru eingöngu
leigðar félagsmönnum en leyfi í aðr-
ar eru seld erlendum veiðimönnum á
dýrasta tímanum. Langá á Mýrum
er þar á meðal.
Jón Þór Ólason, formaður SVFR,
segir að mjög lítið sé um afpantanir
á veiðileyfum erlendra veiðimanna,
enn sem komið er. Menn vilji komast
í veiðina. Óvissa með ytri aðstæður
geti vissulega breytt því. „Það er
verkefni sem við vinnum með land-
eigendum. Við höfum átt gott samtal
við þá og munum gera það besta úr
stöðunni sem hægt er. En það er
engin uppgjöf í okkur. Við bíðum og
sjáum hvað verður,“ segir Jón Þór,
þegar hann er spurður um afleið-
ingar þess ef erlendu veiðimennirnir
komast ekki til landsins. Nánar
spurður að því hvort veiðiréttareig-
endur muni taka hluta af tjóninu
segir hann að málið sé enn ekki kom-
ið á það stig. Þó sé ljóst að slíkt
ástand sé ekki hægt að leggja á
leigutaka eina.
Ýmsar hugmyndir eru til umræðu
á vettvangi félagsins um það hvernig
hægt verði að bregðast við, til dæmis
ef kröfur verða gerðar um að erlend-
ir ferðamenn fari í sóttkví. Hægt sé
að gera ýmsar ráðstafanir, meðal
annars í veiðihúsunum. „Það eru
ekki til betri staðir til að vera á í
svona ástandi en úti í náttúrunni og
auðvelt að virða tveggja metra regl-
una við veiðar. Við munum fara eftir
þeim reglum sem gilda hverju sinni,
fylgja því sem stjórnvöld gefa út,“
segir formaðurinn.
Engar brunaútsölur
Sumir erlendir kaupendur veiði-
leyfa greiða allt veiðileyfið við pönt-
un en aðrir skipta greiðslum og eru
fæstir búnir að greiða seinni
greiðslu. Spurður um rétt þeirra til
endurgreiðslu segir Jón Þór að meta
þurfi aðstæður í hverju tilviki, í sam-
vinnu við viðskiptavininn. Bendir
hann á að sumir viðskiptavinir hafi
fært veiðileyfi sín yfir á næsta ár.
Þá segir Jón Þór að enginn sé far-
inn að afskrifa sumarið og ekki verði
neinar brunaútsölur á veiðileyfum.
Það komi ekki til greina.
Niðurstöður rannsókna fiskifræð-
inga á lífríki Langár á Mýrum
benda til að veiðistjórnun hafi ver-
ið í góðu horfi hin síðari ár og laxa-
stofn árinnar að öllu jöfnu sjálf-
bær. Þær breytingar sem gerðar
hafi verið á veiðifyrirkomulagi í
ánni, þar sem nú eru eingöngu
leyfðar veiðar á flugu, og aukin
áhersla á sleppingar veiddra laxa,
hafi haft jákvæð áhrif á stærð
hrygningarstofnsins og aukið fisk-
gengd í ána. „Ég var hræddur um
lélegan árgang. Nú lítur þetta bara
þokkalega út enda var tiltölulega
lítið veitt af þeim fiski sem gekk í
ána í fyrra. Veiðihlutfall lækkaði og
miklu var sleppt,“ segir Sigurður
Már Einarsson, verkefnisstjóri
skýrslu Hafró um Langá.
Veiðistjórnun í góðu horfi
RANNSÓKNIR Á LANGÁ Á MÝRUM
Fiskifræðingar eru bjart-
sýnir á gott laxveiðisumar
Tekjur tapast ef erlendir laxveiðimenn fá ekki að koma til landsins í sumar
Morgunblaðið/Einar Falur
Við Langá Hópur veiðimanna reynir sig við laxinn í Langá, sem er ein af betri laxveiðám Vesturlands.
Jón Þór
Ólason
Sigurður Már
Einarsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vanrækslugjald vegna ökutækja
sem ekki eru skoðuð á réttum tíma
mun hækka verulega taki reglugerð-
ardrög, sem nýlega voru kynnt, gildi
óbreytt. Reglugerðin var kynnt í
samráðsgátt stjórnvalda og barst
m.a. athugasemd frá embætti sýslu-
mannsins á Vestfjörðum en það hef-
ur annast álagningu og innheimtu
vanrækslugjaldsins frá því að álagn-
ing þess hófst árið 2009.
Gæti reynst þungur biti
Fram kemur í umsögninni að á
hverju ári séu 35-40 þúsund álagn-
ingar vanrækslugjalds og tekjur af
því 300-400 milljónir. Þá bendir
embættið á að í reglugerðardrög-
unum sé gert ráð fyrir að grunngjald
vanrækslugjalds hækki úr 15 þús-
und krónum í 20 þúsund á öll öku-
tæki en í 40 þúsund á hóp- og vöru-
bifreiðar.
Þá er það nýmæli í reglugerðar-
drögunum að sé vanrækslugjald
ekki greitt við skoðun innan tveggja
mánaða frá því að það var lagt á
skuli það hækka um 100%. Þannig
muni almenna gjaldið hækka í 40
þúsund krónur og með skoðunar-
gjaldi kosti þá skoðunin samtals yfir
50 þúsund krónur.
„Er hætt við þetta eigi eftir að
reynast mörgum þungur biti og leiði
jafnvel til að ökutæki verði ekki færð
til skoðunar þegar svona er komið
hjá eiganda. Í ljósi efnahagsþreng-
inga sem búast má við í kjölfar kór-
óna- eða COVID-19 veirunnar er
spurning hvort ekki sé rétt að seinka
gildistöku þessa ákvæðis eða lækka
prósentuna úr 100% í 50% a.m.k. af
almennum ökutækjum,“ segir m.a. í
umsögn sýslumanns.
Boða veru-
lega hækkun
Morgunblaðið/Ernir
Skoðun Betra er að láta skoða bíl-
ana og halda þeim í standi.
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Einhvern tíma hefði það þótt ótrúleg
saga að stórhveli væri komið í Kolla-
víkurvatn við Þistilfjörð í stað sil-
ungs en sú er raunin. Hræ af stórum
hval, líkleg búrhval, sást fyrst í vatn-
inu núna í byrjun apríl.
Kollavíkurvatn var áður gjöfult
silungsveiðivatn en óveðrið sem
gekk yfir landið um miðjan desem-
ber hefur nú gjörbreytt vatninu í
brimsalt sjávarlón. Morgunblaðið
greindi frá því 16. janúar sl. að í
þessu óveðri rauf brimið skarð í
malarkambinn sem aðskildi vatnið
og hafið og hæpið er að það skarð
lokist aftur, að sögn Kollavíkur-
bænda. Hefur þessi renna væntan-
lega verið leið hvalsins inn í vatnið.
Góður silungur hefur í gegnum
tíðina veiðst í Kollavíkurvatninu en
spurning er hvort lífríki vatnsins
hefur breyst það mikið að ekki séu
skilyrði þar lengur fyrir silunginn.
Kollavíkurbændur lögðu net í vatnið
fyrir skömmu en ekki fékkst branda
í það enda er það ekki lengur stillt
stöðuvatn. Mikil ókyrrð og öldu-
hreyfingar eru í vatninu en þar gæt-
ir einnig sjávarfalla.
Hvalshræið marar enn í hálfu kafi
í vatninu skammt frá bænum Kolla-
vík og þykir bændunum það ekki
góð sending.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Kollavíkurvatn Hvalhræið marar í hálfu kafi. Viðarfjall í bakgrunni.
Búrhvalshræ í
Kollavíkurvatni