Morgunblaðið - 21.04.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty
MATILDA
Brjóstahaldari 9.990,-
Buxur 4.650,-
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND ÚT APRÍL
FULL BÚÐ AF
FLOTTUM
VÖRUM
Mundu, þú gætir verið á skrá hjá okkur, þá er minna mál að panta.
SÉRSMÍÐI
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins.
Þú kemur með hugmyndina og við
látum hana verða að veruleika með
vandaðri sérsmíði og flottri hönnun.
Landsvirkjun og MýSilica hafa
undirritað samning um rannsóknir,
þróun og framleiðslu á kísilríkum
húð- og snyrtivörum úr jarðhita-
vatni virkjana á starfssvæði Lands-
virkjunar á Norðurlandi, einkum úr
Bjarnarflagi. Byggð verður upp að-
staða sem mun nýtast fyrir nýsköp-
un og fjölnýtingu og verður Mý-
Silica fyrsta sprotafyrirtækið til að
nýta aðstöðuna, segir í tilkynningu
frá Landsvirkjun.
Verkefnið gengur út á að vinna
steinefnaríkt, sér í lagi kísilríkt,
hráefni úr jarðhitavatni sem fellur
til við orkuvinnslu. Þetta hráefni
verður svo nýtt til þess að framleiða
náttúrulegar húðvörur.
Markmið samningsins er að auka
verðmætasköpun úr þeim efnum
sem verða til við orkuvinnslu
Landsvirkjunar og hafa hingað til
ekki verið nýtt sérstaklega. Verk-
efnið bætir þannig nýtingu.
MýSilica er nýsköpunarfyrirtæki
sem sérhæfir sig í þróun, fram-
leiðslu og markaðssetningu á húð-
vörum. Hjá MýSilica starfa sér-
fræðingar með mikla reynslu í
nýtingu auðlinda og framleiðslu á
verðmætum úr skiljuvatni jarð-
varmavirkjana.
Snyrtivörur þróaðar úr jarðhitavatni
Morgunblaðið/Baldur
Mývatn Vörur MýSilica eru meðal
annars unnar úr kísil úr Mývatni.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í ár verður 35 milljónum króna úr
framkvæmdasjóði ferðamannastaða
varið til framkvæmda við heim-
skautsgerði á Raufarhöfn, en greint
var frá 200 milljóna króna viðbótar-
úthlutun í gær. Stærstur hluti út-
hlutunarinnar, eða 43%, rennur til
verkefna á Norðurlandi eystra. Þá
renna 28% til verkefna á Suðurlandi.
Að sögn Jónasar Friðriks Guðna-
sonar, eins forystumanna um bygg-
ingu heimskautsgerðisins, hafa
framkvæmdir staðið yfir í um 15 ár.
Gerðið hefur vakið athygli og ferða-
menn sótt í að skoða mannvirkið.
Meira að segja undanfarið hafa sést
stöku bílar við Melrakkaás þar sem
gerðið stendur og tveir bílar með
fimm manns stoppuðu þar í gær.
Jónas Friðrik segir að verkefnin
séu ærin. Búið er að reisa hlið gerð-
isins, en eftir að klára topp miðsúlu,
skúlptúra innan gerðisins og fleira. Í
sumar er m.a. ráðgert að setja hand-
rið á göngustíg og jafnvel lýsingu
meðfram honum, en stígurinn nefn-
ist Bifröst. Bílastæði verður lagfært,
vatns- og rafmagnslagnir undir-
búnar og farið að vinna að salernis-
aðstöðu á svæðinu.
Heimskautsgerðið er byggt þann-
ig að sex metra há hlið vísa til höf-
uðáttanna og verða fjórir skúlptúrar
inni í gerðinu, hver með sínu sniði. Á
heimasíðu Samtaka um söguferða-
þjónustu segir meðal annars að
heimskautsgerðið muni virkja mið-
nætursólina við heimskautsbaug og
rísa utan um goðsögulegan hugar-
heim og dvergatal Völuspár. Það
verði 52 metrar í þvermál og innan
þess dvergastígur með nöfnum 72
dverga sem mynda árhring. Í miðj-
unni verði átta metra há súla með
toppi sem varpi geislum sólar um
gerðið.
Áningarstaður við ysta haf
Af úthlutuninni núna fara 30 millj-
ónir til Hafnarbakka á Bakkafirði
undir heitinu áningarstaður við ysta
haf. Þar er fyrirhugað að gera lag-
færingar á tanganum upp af gömlu
höfninni á Bakkafirði, þar sem gamla
verslunarhúið stendur. Um er að
ræða frágang á svæðinu, hellulagn-
ingu og gerð göngustíga, grjót-
hleðslu og þjónustuhúss á tanga-
sporðinum. Þaðan er fallegt útsýni út
á Bakkaflóann, yfir á Langanes-
ströndina.
21,5 milljónir fara til Akureyrar-
bæjar vegna stígagerðar og brúunar
á Glerárdal frá bifreiðastæði að
Lamba, skála ferðafélags Akur-
eyrar.
Af stórum verkefnum annars stað-
ar má nefna að Skógræktarfélag
Reykjavíkur fær 17 milljónir vegna
tengileiðar frá Mógilsá að Kolla-
fjarðará. Þá verður 16,2 milljónum
varið í minningarreit í Dalabyggð um
Sturlu Þórðarson sagnaritara. Þá
fara 19 milljónir í Þorláksleið, sem er
gönguleiðarverkefni frá Skálholti.
Ljósmynd/Jónas Friðrik
Raufarhöfn Heimskautsgerðið setur óneitanlega svip á umhverfið.
Ærin verk-
efni við heim-
skautsgerði
Viðbótarúthlutun til ferðamannastaða
„Ég er spennt fyrir komandi tímum
og full af eldmóði til að takast á við
þessa krefjandi tíma í hagsmuna-
baráttu stúdenta Erfið staða stúd-
enta á vinnumarkaði, fjármögnun
háskólastigsins, staða skrásetning-
argjalda í HÍ, lánasjóðsmál og
geðheilbrigðismál eru dæmi um
áskoranir sem ég hlakka til að tak-
ast á við,“ segir Isabel Alejandra
Díaz, nýr forseti Stúdentaráðs Há-
skóla Íslands.
Isabel var valin á kjörfundi í gær
ráðsins í gegnum fjarfundabúnað og
tekur formlega við embættinu í
næsta mánuði. Hún er fyrst allra af
erlendum uppruna til að gegna
stöðu forseta Stúdentaráðs, en hún
er frá El Salvador í Mið-Ameríku.
Lýkur BA-gráðu í stjórnmálafræði
og spænsku í júní næstkomandi en
jafnhliða námi hefur hún meðal
annars sinnt
tungumála-
kennslu. Isabel
brautskráðist frá
Menntaskólanum
á Ísafirði árið
2016 og hlaut
verðlaun fyrir
hæstu meðal-
einkunn í tungu-
málum á stúd-
entsprófi.
Isabel var í 1. sæti á framboðslista
Röskvu í kosningum meðal stúdenta
til háskólaráðs HÍ og hlaut hún kjör
með flest greidd atkvæði nú í mars
síðastliðnum. Hún mun því sitja í
háskólaráði samhliða störfum sínum
sem forseti Stúdentaráðs. Þá hefur
hún verið varafulltrúi í Stúdentaráði
og sviðsráðum síðastliðin tvö ár,
fyrir hug- og félagsvísindasvið.
Isabel nýr forseti
Stúdentaráðs HÍ
Ísfirðingur með rætur í El Salvador
Isabel Alejandra
Díaz