Morgunblaðið - 21.04.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla
Hagnaður Marels á fyrsta fjórðungi
þessa árs nam 13,4 milljónum evra,
samanborið við 32,2 milljónir evra yf-
ir sama tímabil í fyrra. Tekjur félags-
ins drógust saman um 23 milljónir
evra milli ára.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kem-
ur fram að það hafi orðið fyrir áhrif-
um af völdum kórónuveirunnar og að
starfsfólk hafi þurft að laga sig að
nýjum veruleika, sýna útsjónarsemi
og nýta tæknilausnir í enn meiri mæli
en áður.
Þrátt fyrir hökt á heimshagkerfinu
hefur Marel tekið á móti miklu magni
nýrra pantana og hafa þær aldrei
verið meiri að umfangi en á nýliðnum
fjórðungi, eða fyrir jafnvirði 352
milljónir evra. Dreifast þær á milli
stærri verkefna, staðlaðra lausna úr
vörulínum fyrirtækisins og vara-
hlutapantana. Bendir fyrirtækið á að
kjúklingaiðnaðurinn, sem er stærsta
og arðbærasta rekstrareining fyrir-
tækisins hafi byrjað árið með lága
pantanabók en að viðsnúningur hafi
orðið í þeim efnum. Eignir Marel í lok
fyrsta ársfjórðungs námu rúmum 2,2
milljörðum evra og jukust um 384,4
milljónir evra frá áramótum. Skuldir
félagsins jukust um 437,8 milljónir
evra og stóðu í rúmum 1,3 milljörðum
evra í lok fjórðungsins. Eigið fé fé-
lagsins nam 902,4 milljónum evra og
hafði lækkað um 53,4 milljónir evra
frá áramótum. Félagið bendir á að
þrátt fyrir útbreiðslu kórónuveir-
unnar búi það að góðri dreifingu
tekna milli markaða og iðnaða í gegn-
um sölu- og þjónustunet sitt. Ekki sé
vitað hver fjárhagsleg veirunnar
muni verða á Marel en að félagið
standi við vaxtarmarkmið sín til
meðallangs og langs tíma.
Hagnaðurinn
snarminnkar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Marel Er stærst í Kauphöll Íslands.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þegar lífskjarasamningarnir voru
undirritaðir í byrjun apríl í fyrra var
óvissa í efnahagslífinu enda aðeins
vika liðin frá gjaldþroti WOW air.
Þrátt fyrir bakslagið voru vænt-
ingar um hægan bata í hagkerfinu.
Það gekk ekki eftir. Óvissan hefur
sjaldan eða aldrei verið meiri.
Því er spurning hvort þessi bratta
niðursveifla muni hafa áhrif á þriðju
launahækkunina sem áformuð er
næstu áramót (sjá grafið).
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir mikilvægt að launafólk fái
umsamdar hækkanir næstu áramót.
„Lífskjarasamningarnir halda
þangað til annað kemur í ljós en við
getum ekki átt við samninginn í
sjálfu sér fyrr en í september. Þá er
endurskoðun beggja aðila. En mark-
miðið, eins og sakir standa, er að
verja samninginn með öllum tiltæk-
um ráðum og sömuleiðis að reyna að
varðveita kaupmáttinn.“
Meiri líkur á hækkunum
Ragnar Þór telur aðspurður meiri
líkur en minni á að umsamdar launa-
hækkanir nái fram að ganga.
„Við munum ekki afsala okkur
þessum launahækkunum heldur
frekar reyna að ná þríhliða sam-
komulagi til að verja samninginn
milli stjórnvalda, atvinnulífsins og
verkalýðshreyfingarinnar. Það má
fara aðrar leiðir til þess að koma til
móts við fyrirtækin ef þess þarf. En
við munum ekki gefa hækkanirnar
sem slíkar eftir. Almenningur þarf
lífsnauðsynlega á þessum hækkun-
um að halda,“ segir Ragnar Þór.
Haldi aftur af hækkunum
Spurður hvaða leiðir séu færar í
þessu efni segir Ragnar að lífeyris-
leiðin – að lækka tímabundið afborg-
anir í lífeyrissjóð – hafi verið slegin
út af borðinu. Nú sé horft til þess að
lækka tryggingagjald tímabundið
sem mótvægisaðgerð við niðursveifl-
una. Jafnframt þurfi samningsaðilar
að sammælast um að halda aftur af
verðlagshækkunum. Meðal annars
séu nánast allir leigusamningar hjá
einstaklingum og fyrirtækjum vísi-
tölutryggðir en á því þurfi að taka.
Gengi krónu hefur gefið eftir að
undanförnu. Til dæmis var miðgengi
evru um 140 krónur í lok febrúar en
er nú um 158 krónur. Því er hætt við
að innfluttar vörur hækki í verði.
Uppgjör fram undan
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir
ákveðið uppgjör fram undan í kjara-
málum í september en þá virkjast
opnunarákvæði kjarasamninganna.
Það sé of snemmt að meta að-
stæður þegar fyrirhuguð launahækk-
un á að taka gildi 1. janúar 2021.
„Ég reikna með að mjög fáir séu
farnir að horfa til áramótanna heldur
erum við aðallega að undirbúa okkur
og reyna að gera okkur grein fyrir
hvernig staðan verður í september,
eftir sumarið. Það er því ekki tíma-
bært að ræða þetta,“ segir Drífa.
Þannig sé ómögulegt að sjá langt
fram í tímann við þessar aðstæður.
„Ég hef hins vegar unnið út frá því
að lífskjarasamningarnir haldi og að
samningsaðilar reyni að róa öllum ár-
um að því að svo verði.“
Óraunhæfar hækkanir
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins (SA), segir atvinnulífið „full-
komlega vanbúið“ að takast á við um-
samda launahækkun 1. janúar nk.
Hann vísar í því efni til bréfs SA til
Alþýðusambands Íslands í aðdrag-
anda launahækkana 1. apríl sl. sem
komi til greiðslu 1. maí nk. Sá mál-
flutningur SA hafi styrkst vegna ný-
liðinna atburða enda sé atvinnulífið
lamað vegna kórónuveirunnar.
„Allt sem þar stendur á líka við um
næstu launahækkun. Það segir sig
sjálft að launahækkun ofan í þessar
hamfarir er eins og að hella olíu á
eld. Hún væri til þess fallin að auka
atvinnuleysi og hægja enn frekar á
viðspyrnu atvinnulífsins,“ segir
Halldór Benjamín.
Með hliðsjón af versnandi efna-
hagsástandi sé launahækkun um
næstu áramót óraunhæf en hann tjá-
ir sig ekki um viðbragð SA í framtíð,
þær viðræður eigi eftir að fara fram.
Spurður hvað beri að gera þegar
hægt verður að opna samninginn í
september kveðst Halldór Benjamín
ekki vilja tjá sig um það. Margir
áfangar séu fram undan áður en
endurskoðunarákvæðin virkjast.
Spurður hvort til greina komi að
grípa til mótvægisaðgerða, til dæmis
með milligöngu ríkisvaldsins, til að
greiða fyrir launahækkunum segir
hann að ein leiðin væri að draga úr
öðrum launatengdum kostnaði.
Þannig mætti jafna út launahækk-
unina. Núverandi launakostnaður sé
ósjálfbær við nýjar og breyttar að-
stæður og það sé kjarni máls.
Óviðunandi atvinnuleysi
„Við hljótum sem samfélag að
geta komist að sameiginlegum skiln-
ingi á því að það sé óviðunandi að 50
þúsund starfsmenn, eða jafnvel
fleiri, séu án atvinnu. Við hljótum að
gera allt sem í okkar valdi stendur til
að koma starfsfólki í vinnu en ekki að
hækka laun þeirra sem þó halda
vinnunni. Það er sama hvert horft er
í heiminum. Það er engin þjóð að
hækka laun í þessu ástandi enda er
það skaðlegt og eykur atvinnuleysi,“
segir Halldór Benjamín.
Rætt um mótvægisaðgerðir
vegna meiri launahækkana
Þriðja launahækkun lífskjarasamninganna er fyrirhuguð um næstu áramót
Lífskjarasamningurinn – launahækkanir
Umsamdar krónutöluhækkanir 2019-2022*
1. 4. 2019 1.4. 2020 1. 1. 2021 1. 1. 2022
Taxtahækkun
1. 4. 2019 1.4. 2020 1. 1. 2021 1. 1. 2022
Almenn hækkun
17.000
26.00026.000
17.000
24.00018.000
24.000
15.750
25.000
17.250
*Við þetta bætist hugsan-
legur hagvaxtarauki
Orlofsuppbót 2.5. 2019,
greiðist einu sinni
Orlofsuppbót 2.5. 2019,
greiðist einu sinni
Almenn hækkun
alls 68.000 kr.
Taxtahækkun
Alls 90.000 kr.
Ekki þarf lengur að gera lýsingu
vegna hlutafjárútboðs undir átta
milljónum evra, eða 1,3 milljörðum
íslenskra króna, eftir að ný lög tóku
gildi hér á landi í byrjun mánaðarins.
Að sögn Baldurs Thorlacius, fram-
kvæmdastjóra sölu- og viðskipta-
tengsla hjá Nasdaq, eiga lögin að
virka sem hvatning til fyrirtækja að
sækja sér fé á markað og skrá sig í
kauphöll án þess að kostnaðurinn
verði of mikilll. Hann segir að kostn-
aður af útboðslýsingu geti þurrkað
út ábatann af útgáfunni ef útboðin
eru mjög lítil.
Lögin taka mið af nýlegri Evrópu-
löggjöf sem miðar að því að hvetja
lítil og meðalstór fyrirtæki til skrán-
ingar í kauphöll. 90% íslenskra fyrir-
tækja teljast lítil eða meðalstór.
Baldur segir að það sé ánægjulegt
að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að
fara alla leið og nýta sér rammann til
fulls sem Evrópulöggjöfin býður upp
á. „Það sýnir að þeim er alvara með
að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki
og hjálpa þeim að fara þessa leið.“
Baldur vonast til að löggjöfin geti
hjálpað einhverjum, ekki síst nú þeg-
ar mörg fyrirtæki vanti fé inn í
reksturinn vegna kórónuveiru-
faraldursins. „Við erum byrjuð að
tala fyrir því að fyrirtæki afli sér
hlutafjár á þessum tímum í staðinn
fyrir að þau fleyti sér áfram á aukn-
um lánveitingum. Þarna gætu legið
talsverðir möguleikar fyrir fyrir-
tæki. Við sjáum það í nágrannalönd-
unum að þar eru fyrirtæki ekkert
endilega að hætta við sínar fyrirætl-
anir um hlutafjárútboð og skráningu
á markað. Það er uppörvandi að sjá.“
Fjármagn Gerð útboðslýsingar
getur verið flókið og dýrt ferli.
Lýsing óþörf undir
1,3 milljörðum
Á að virka sem
hvatning til að
sækja fé á markað