Morgunblaðið - 21.04.2020, Page 14

Morgunblaðið - 21.04.2020, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er furðualgengt ípólitískum deilum og jafnvel átökum innan ESB að deiluaðilar saki hver annan um að vera á hættulegri för úti á hinni hálu braut. Í framhaldinu gæti því skapast veruleg hætta á því að sambandið liðaðist í sundur! Vera má að slíkt sé ekki lengur frétt en fremur eins konar kækur. En eftir því er tekið þegar áhrifamaður innan flokks kanslara Þýskalands slengir „kæknum“ á forsætisráðherra Ítalíu, sem stundum er kallað stofn- og stórríki í ESB. Það er ekki um það deilt að ESB hefur staðið sig illa í öllum þeim efn- um sem snúa að kórónu- faraldrinum í álfunni. Heilagar reglur ESB voru þverbrotnar án þess að um það færi fram umræða og leitast væri við að halda andlitinu með veitingu undanþága pakkaðra inn í skens og umvandanir eins og tíðkast hefur til þessa. Enginn samræmdur atbeini kom frá ESB sem hefði getað hjálpað einstökum löndum þess veru- lega. Það fimbulfambaði og þagði til skiptis og það litla sem fært var fram gerði ekki annað en að fipa og tefja ríkin sem tóku loks eigin ákvarðanir allt of seint. Tjónið af því verður aðallega talið í mannslífum og skal þó ekki lítið gert úr fjárhags- tjóninu. Ítalía og Spánn eru á meðal þeirra sem verst hafa farið út úr klúðrinu. Eftir maraþon fundalotur þóttust búrókratar í Brussel vera búnir að ná fullri samstöðu um lánafyrirgreiðslu sem myndi ná að fleyta veik- ustu löndunum áfram næstu misserin. En þegar það rann upp fyrir Ítalíu að „hjálpin“ fólst í því að hneppa land og þjóð í sömu niðurlæging- arfjötrana og notaðir voru til þess að kenna Grikkjum að sleikja skósóla herraþjóðanna, á meðan þeir máttu svitna við að endurgreiða ábyrgðar- lausum þýskum og frönskum bönkum sem höfðu ekki kunn- að fótum sínum forráð í land- inu. Einn af leiðtogum CDU og sá sem er talinn líklegastur til að taka við af Merkel segir að forsætisráðherra Ítalíu sé aug- ljóslega ekki fjárþurfi fyrst hann hafni lánsboði ESB. Leið- togaefnið minnist ekki á skil- málana sem fylgja. Hann minn- ist þess kannski að Grikkir neituðu oft og með hávaða, en skriðu svo að borðinu og krot- uðu undir þar sem þeim var sagt. Mörg aðildarríki ESB virðast kenna vax- andi óbragðs vegna verunnar þar} Það andar köldu Lestur blaða ogvefmiðla hef- ur aukist mikið vegna kórónu- faraldursins. Um leið hafa auglýs- ingar dregist sam- an. Róðurinn hefur því þyngst í fjölmiðlarekstri þrátt fyrir aukinn áhuga og lestur á fréttum. Fjölmiðlar áttu þó í vanda fyrir vegna þverrandi auglýsingatekna, en það var ekki út af veiru heldur netrisunum Facebook og Google, sem eru stórtækir á auglýsingamarkaði og njóta góðs af vinnu fjölmiðla án þess að borga fyrir. Íslenskir fjölmiðlar hafa fengið smjörþefinn af þessari þróun og er sérstaklega súrt að sjá opinberar stofnanir og fyrirtæki verja peningum í auglýsingar hjá netrisunum. Nú hyggjast stjórnvöld í Ástralíu rétta hlut ástralskra fjölmiðla. Þau tilkynntu í gær að fyrirtækin Facebook og Google yrðu skylduð til þess að deila auglýsingatekjum sínum með áströlskum fjölmiðlum. Með öðrum orðum hyggjast þau láta tæknirisana borga fyrir notkun á fréttum og öðru efni. Þar í landi eru Facebook og Google með tvo þriðju af auglýs- ingatekjum á net- inu. Fimmtungur starfa á ástr- ölskum fréttamiðlum hefur orðið niðurskurði að bráð á undanförnum sex árum vegna samdráttar í tekjum. Ekki er ljóst hvernig Face- book og Google munu bregðast við, en vísbending liggur fyrir. Frakkar urðu í fyrra fyrsta landið til að taka upp reglugerð Evrópusambandsins um greiðslur fyrir að endurnýta fréttaefni. Google tók því fálega og neitaði að borga krónu, frek- ar myndi fyrirtækið hætta að nota franskar fréttir. Það verður fróðlegt að sjá niðurstöðuna í þessum slag. Ís- lenskir fjölmiðlar eiga einnig í höggi við þessa risa og búa við þá skekkju í samkeppninni að greiða í ofanálag virðisauka- skatt, sem hinir alþjóðlegu keppinautar þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Niðurstaðan skipt- ir því einnig máli fyrir Ísland. Ástralar ætla að láta Facebook og Google deila auglýsinga- tekjum með þar- lendum fjölmiðlum} Netrisar skoraðir á hólm V onandi hillir nú undir að við för- um að sigrast á kórónuveirunni hér heima. Sárafá ný smit grein- ast nú daglega og hefur fækkað óðum dag frá degi. Enn situr þó eftir hin gríðarlega efnahagslega óvissa af hennar völdum. Á meðan á öllu þessu hefur gengið hef ég hvern einasta dag hugsað með hlýhug til þeirra sem standa í fremstu víglínu við að halda uppi þeirri starfsemi sem þó hefur ver- ið hægt að sinna í samfélaginu. Ég vil nefna fólk í verslun, og sérstaklega þau sem hafa staðið vaktirnar við afgreiðslu á nauðsynja- vörum svo sem matvælum og lyfjum. Þau hafa sinnt störfum sínum af trúmennsku og æðruleysi. Þau hafa lagt sig í hættu. Hið sama má segja um aðra sem hafa staðið vaktina í þjónustugreinum og við umönnun, svo sem á sambýlum fatlaðra og á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Allt þetta góða fólk er í flestum tilvikum illa launað og gegnir jafnvel vanþakklátum störfum. Við stöndum í djúpri þakkarskuld við það allt. Vonandi lærum við að meta störf þess betur eftir þessa reynslu, skiljum að það gegnir lykilhlutverki í samfélag- inu. Ég beygi mig og í auðmýkt gagnvart heilbrigðis- starfsfólkinu okkar. Bæði þeim sem hafa staðið í návíg- inu við umönnun þeirra sem hafa sýkst af Covid-19 og einnig öllum hinum. Ég ber djúpa virðingu fyrir öllum þeirra störfum. Ef við ættum einhvern tímann að átta okkur á því hversu ómetanleg þau eru þá er það nú á slíkum örlagastundum. Þau eru hetjur sem vinna verk sín að vanda og leggja líf sitt í sölurnar fyrir okkur hin. Hafa stað- ist mikla þrekraun sem við getum aldrei full þakkað. Síðan er það sjálf þjóðin, almenningur í þessu landi. Við Íslendingar höfum svo sannarlega sýnt að við getum öll gengið í takt þegar á reynir. Sýnt samstöðu og sjálfs- aga. Ég veit að það reynir á þolrifin að lifa í sóttkví. Það er búið að vera aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig fólk hefur farið eft- ir ráðgjöf og fyrirmælum yfirvalda. Við er- um öll í sama báti. Ég hefði gjarnan viljað að við í stjórnarandstöðunni fengjum meiri að- komu að stefnumótun í þeirri vinnu sem fram undan er á tímum sem verða mjög krefjandi fyrir okkur öll sem þjóð. Nú er ekki tími fyrir pólitískt argaþras, við verð- um öll að róa í sömu átt. Góð og samhent frammistaða fólksins í landinu á eflaust stóran þátt í því að við erum búin að ná þeim árangri gegn veirunni sem raun ber vitni. Við þurfum þó að halda árvekni okkar, fara varlega og þrauka aðeins lengur. Sumarið er handan við hornið, vonandi sólríkt og hlýtt. Tökum því opnum örmum. Verndum hvert annað og gleymum því ekki að kær- leikurinn kostar ekkert. Inga Sæland Pistill Hvunndagshetjurnar okkar Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Netverslun víða um heimhefur blásið út í kór-ónuveirufaraldrinum.Seljendur eru á yf- irsnúningi og jafnvel stærstu net- verslanir anna ekki eftirspurninni að því er fram kemur í umfjöllun er- lendra fjölmiðla. Kaup á vörum og þjónustu á netinu hafa tekið stakka- skiptum og tölur um hvað eftirsótt er á netinu segja sína sögu um dag- legt líf milljóna íbúa, sem lokaðir eru inni á heimilum sínum á tímum far- aldursins. Vefsíðan Visual Capitalist hefur birt lista yfir vörur sem hafa ýmist rokið upp eða skroppið saman í net- versluninni að undanförnu og bygg- ist á rannsókn fyrirtækisins Stack- line á netkaupum Bandaríkjamanna í marsmánuði. Ekki þarf að koma á óvart að kaup á einnota hönskum á netinu eru í toppsætinu og hafa auk- ist um 670% frá sama tíma í fyrra en meiri athygli vekur að sala á brauð- vélum er í öðru sæti yfir mestu sölu- aukninguna yfir netið en sala þeirra jókst um 652%. Sala æfinga- og lík- amsræktartækja jókst um rúm 300% og netkaup á pappírsþurrkum og sápum jukust um 264%. Eftir- spurnin eftir ferðatöskum, sundfatn- aði og myndavélum hefur aftur á móti hrunið og vefverslun með brúð- arkjóla minnnkaði um 63% frá sama mánuði í fyrra svo dæmi séu tekin. Hér á landi jókst netverslunin um 111% í seinasta mánuði frá mars- mánuði í fyrra og búast má við enn meiri vexti í yfirstandandi mánuði. Rannsóknasetur verslunarinnar birti fyrr í þessum mánuði yfirlit yfir netverslunina hér á landi í mars og þar kom meðal annars fram að net- verslun með föt fór upp um 135% í mars sl. og netverslun með heimilis- búnað jókst um 177%. Lesa má út úr talnagrunni rann- sóknasetursins að miklar breytingar hafa orðið á netverslun með ýmsar fleiri vörur og þjónustu. Þannig nær tífölduðust kaup á bókum, blöðum og tónlist á netinu í seinasta mánuði. Netkaup úr lyfja-, heilsu- og snyrti- vöruverslunum jukust milli ára um 166% og netverslun með bygging- arvörur jókst í mars um 219%. Miða- kaup á tónleika og aðra viðburði á netinu minnkuðu á hinn bóginn um 59% yfir allan mánuðinn en hafa ber í huga að samkomubannið var sett á um miðjan marsmánuð. Í umfjöllun fréttamiðla um net- verslun með vörur og þjónustu er það samdóma álit margra að búast megi við að aukin netverslun muni festa sig í sessi að einhverju marki þegar faraldurinn er yfirstaðinn. Kaup á netinu hafa farið hraðvax- andi á seinustu árum og hafa Íslend- ingar ekki verið eftirbátar annarra í því. Samkvæmt nýlegum tölum Hag- stofu Íslands höfðu nærri átta af hverjum tíu Íslendingum sem spurð- ir voru í fyrra verslað eitthvað á net- inu á undanförnum tólf mánuðum. Nýjar tölur Eurostat, Hagstofu Evr- ópusambandsins, staðsetja Ísland í hópi efstu þjóða þegar skoðuð er út- breiðsla netverslunar. Aðeins þrjár Evrópuþjóðir, Bretland, Svíþjóð og Noregur, eru lítið eitt fyrir ofan Ís- lendinga þegar mælikvarði er lagður á hversu stór hluti mannfjöldans verslaði á netinu á tólf mánaða tíma- bili. Misjafnt er eftir fyrirtækjum hversu algengt er að þau bjóði vörur og þjónustu til sölu yfir netið en þeim fer þó fjölgandi. Eurostat birti í gær frétt þar sem fram kemur að 17% fyrirtækja í Evrópusambandinu með fleiri en tíu starfsmenn seldu viðskiptavinum sínum vörur eða þjónustu yfir netið sem nam meira en einu prósenti af veltu þeirra. Fleiri fyrirtæki eru að taka við sér og sjá tækifæri í vefverslun þótt meirihluti þeirra haldi sig enn við hefðbundnari leiðir á markaðnum. Netverslun á skyndi- legum yfirsnúningi Netverslun á Íslandi í mars 2019 og 2020 Breyting á netverslun frá mars fyrir ári Dæmi um breytingu á netverslun í Bandaríkjunum frá mars 2019 -59% 177% 90% Bækur, blöð og hljómplötur Bygginga- vörur Heimils- búnaður FatnaðurMat- og dagvörur Hótelgisting 998% -38% 219% 135% -63% 159%Ferða- töskur Brúðar- kjólar Drónar Golf- kylfur Verkja- lyf Hunda- matur Salernis- pappír Súpur Hósta- saft Brauð- vélar Einnota hanskar 397% 652% -50% -33% 190% 99% 635% 670% -77% H ei m ild : V is ua l c ap ita lis t Heimild: Rannsóknasetur verslunarinnar Miðar á tónleika og aðra viðburði PARIS I IR ELAN D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.