Morgunblaðið - 21.04.2020, Side 26
HANDBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Handknattleikskonan Anna Úrsúla
Guðmundsdóttir tilkynnti í síðustu
viku að hún væri hætt. Flestir leggja
skóna á hilluna, en hjá Önnu fóru
skórnir beint í ruslið, eins og hún
orðaði það sjálf í tilkynningu á Face-
book. Anna er 34 ára og hefur verið
að glíma við erfið hnémeiðsli og
ákvað því að nú væri réttur tími til
að láta staðar numið.
„Ég er búin að vera mjög slæm í
hnénu síðustu fimm árin og fór í að-
gerð seinasta sumar og vissi þá að
það væru litlar líkur á að ég gæti
spilað mikið meira. Aðgerðin gekk
svo svakalega vel að ég leyfði mér að
eiga smá vonarglætu og ég mætti á
nokkrar æfingar. Ég fann það hins
vegar um áramótin að þetta væri
ekki að fara að gera sig og að það
væri komið gott,“ sagði Anna við
Morgunblaðið.
Anna Úrsúla er ein sigursælasta
handboltakona Íslands og því við
hæfi að hún hafi lyft Íslandsmeist-
arabikar eftir síðasta leik ferilsins.
Anna var lykilmaður í liði Vals sem
varð deildar-, bikar- og Íslands-
meistari síðasta vetur. Hún lék hins
vegar ekkert á þessu tímabili vegna
meiðslanna.
Grenjaði af sársauka
í klefanum eftir leikina
„Ég var mjög slæm þetta síðasta
ár og var mikið upp á spítala með
Jóa [Jóhanni Róbertssyni], sem sér
um landsliðið. Hann var voðalega
góður við mig og tók 200 millilítra
vökva úr hnénu á mér á um það bil
tveggja vikna fresti. Við spiluðum
tvo Evrópuleiki í Hollandi á tveimur
dögum og ég grenjaði af sársauka
inni í klefa eftir leik, svo þetta var
komið gott,“ sagði Anna, sem var
vissulega ánægð með að enda fer-
ilinn sem þrefaldur meistari. „Það
var frábært að enda á svona góðum
nótum. Það þarf að hlusta á líkam-
ann þegar þetta er orðið svona, en
maður er svo andskoti þrjóskur.“
Anna var ótrúlega sigursæl á sín-
um ferli og varð sjö sinnum Íslands-
meistari, fimm sinnum bikarmeist-
ari og sjö sinnum deildarmeistari.
Tvívegis varð hún Íslandsmeistari
með Gróttu, einu sinni deildarmeist-
ari og einu sinni bikarmeistari á ár-
unum 2015 og 2016. Aðra titla vann
hún með Val. Þá lék Anna meira en
100 landsleiki og fór á öll þrjú stór-
mótin sem íslenskt kvennalandslið
hefur komist á; EM 2010 í Dan-
mörku og Noregi, HM 2011 í Bras-
ilíu og EM 2012 í Serbíu.
Brasilía stendur upp úr
„Ég geng sátt frá þessum stóra
parti af lífinu og ég get ekki annað
en brosað út í eitt. Ég er ótrúlega
ánægð að hafa fengið að taka þátt í
svona stórum og mikilvægum leikj-
um með bæði Val og Gróttu. Ég spil-
aði með frábærum leikmönnum og
þjálfurum sem kenndu mér mikið.
Svo var frábært að fá að upplifa það
að fara á þrjú stórmót með landslið-
inu. Þar stendur Brasilía upp úr,
mér fannst það ótrúlega flott hjá
okkur og við getum verið rosalega
stoltar af þeim árangri,“ sagði Anna,
en Ísland vann bæði Þýskaland og
Svartfjallaland á HM í Brasilíu og
hafnaði að lokum í tólfta sæti.
Get ekki annað en stutt Finn
Anna er ekki búin að finna sér
áhugamál sem á að koma í staðinn
fyrir handboltann en hann verður
áfram hluti af lífinu þar sem hún er
gift Finni Inga Stefánssyni, leik-
manni Vals. „Ég þarf eiginlega að
finna út úr því hvað ég á að gera í
staðinn,“ sagði hún og hló. „Nei, nei.
Við eigum tvö börn og maðurinn
minn er áfram í handbolta hjá Val og
við verðum örugglega mikið á leikj-
um með honum og krakkarnir halda
áfram að fara á æfingar með honum.
Það breytist kannski ekkert voða-
lega mikið nema ég verð í aðeins lé-
legra formi. Eftir að hafa þolað mig,
mitt keppnisskap og allt vesenið á
bak við mig öll þessi ár þá get ég
ekki annað en stutt hann áfram og
brosað með honum,“ sagði hún létt.
Anna viðurkennir að keppnis-
skapið hafi ekki alltaf verið vinsælt
hjá mótherjum í gegnum tíðina, en
það hafi hjálpað til. „Ég vildi vera
erfiður mótherji og ég vildi fara í
taugarnar á þeim sem ég var að
keppa á móti. Ég vissi að það myndi
skila mér ákveðnum árangri,“ sagði
Anna, áður en hún viðurkenndi að
hún hefði stundum verið erfiður
samherji líka.
Sumt sem ég lét flakka
var ekki vinsælt
„Ég get líka ímyndað mér að það
hafi verið ansi erfitt að vera með
mér í liði. Stundum lét ég suma hluti
flakka sem voru ekki vinsælir en
mér fannst eiga rétt á sér. Það féll
ekki alltaf vel í kramið en meiningin
var alltaf sú að maður væri að benda
á eitthvað sem gæti nýst okkur og
eitthvað sem við gætum gert betur.
Það er ótrúlega mikið spennustig á
æfingum og leikjum og ég veit að
það var ekki alltaf dans á rósum með
mér,“ sagði Anna, en hún lenti aldrei
í stórum árekstri við samherja. „Nei,
ég tel að það sé enginn munur á kon-
um og körlum þegar kemur að
íþróttum. Það á að láta allt flakka í
leikjum og á æfingum og svo er það
bara búið. Hvort sem það tengist
mér, mótherja eða þjálfara, þá er
það partur af leiknum. Konur eru
íþróttamenn fram í fingurgóma,“
sagði Anna Úrsúla.
Get ekki ann-
að en brosað
út í eitt
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir vann
19 stóra titla á ferlinum og fór á öll
stórmót kvennalandsliðsins
Morgunblaðið/Golli
Landsliðsjaxl Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lék með íslenska landsliðinu á
þeim þremur stórmótum þar sem það hefur verið meðal þátttakenda.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 2020
21. apríl 1962
Þórólfur Beck leikur til úrslita í
skosku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu með St.
Mirren fyrir
framan 130 þús-
und áhorfendur
á Hampden Park
í Glasgow. St.
Mirren tapar fyr-
ir Rangers 2:0 í
úrslitaleiknum. Rangers hefur
góð tök á leiknum og í frásögn
Morgunblaðsins, sem var á
leiknum, segir að Þórólfur hafi
verið sá eini sem átti skottil-
raunir að marki Rangers.
Fjöldi Íslendinga flaug út til að
sjá leikinn en boðið var upp á
hópferð til Glasgow.
21. apríl 1976
Morgunblaðið fjallar um Norð-
urlandamótið í júdó sem fram
fór í Gautaborg um páskana en
þar varð Gísli Þorsteinsson
fyrstur Íslendinga til að vinna
til gullverðlauna í flokki full-
orðinna. Viðar Guðjohnsen,
sem ári áður varð Norður-
landameistari í unglingaflokki,
hreppir bronsverðlaun í sínum
þyngdarflokki á mótinu.
21. apríl 1984
KR-ingurinn Helga Halldórs-
dóttir setur nýtt Íslandsmet í
400 metra grindahlaupi
kvenna þegar hún sigrar í
greininni á frjálsíþróttamóti í
San José í Kaliforníu. Hún
hleypur á 60,74 sekúndum og
slær tveggja ára gamalt met
Sigurborgar Guðmundsdóttur.
21. apríl 1990
FH-ingar tryggja sér sinn fjór-
tánda Íslandsmeistaratitil í
handknattleik
karla og þann
fyrsta í fimm ár
með því að
sigra ÍR, 25:21,
í Breiðholtinu.
Óskar Ár-
mannsson
skorar átta mörk fyrir FH og
Héðinn Gilsson sjö en liðið hef-
ur fjögurra stiga forystu fyrir
lokaumferðina.
21. apríl 2001
Guðjón Valur Sigurðsson er
hetja KA-manna þegar þeir
leggja Aftureldingu eftir
bráðabana í undanúrslitum Ís-
landsmóts karla í handbolta,
29:28, á Akureyri. Guðjón skor-
ar 13 mörk í leiknum, m.a. um-
deilt jöfnunarmark úr auka-
kasti í lok fyrri framlengingar,
og skorar úr vítakastinu sem
ræður úrslitum í bráðaban-
anum.
21. apríl 2011
Íslenska kvennalandsliðið í
handknattleik sigrar Pólverja,
24:22, í vin-
áttulandsleik í
Antalya í Tyrk-
landi en þar
býr liðið sig
undir umspils-
leiki fyrir
heimsmeist-
aramótið 2012. Hrafnhildur
Skúladóttir skorar 8 mörk fyrir
Ísland og Rut Jónsdóttir 5.
21. apríl 2015
„Jón kom bara upp úr lauginni
og benti mótshöldurum á að
hann hefði sett heimsmet. Þá
áttuðu þeir sig, skoðuðu málið
betur og tilkynntu svo í kall-
kerfinu að nýtt heimsmet
hefði verið sett,“ segir Sverrir
Gíslason, faðir Jóns Margeirs
Sverrissonar, við Morgun-
blaðið eftir að Jón setur tvö
heimsmet á alþjóðlegu sund-
móti fatlaðra í Þýskalandi.
Á ÞESSUM DEGI
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir
Svavarsson, fyrrverandi landsliðs-
menn í handknattleik, eru hættir
eftir farsæla ferla. Léku þeir báðir
með Haukum í vetur eftir langa
veru sem atvinnumenn erlendis.
Ásgeir er 36 ára og lék 247
landsleiki og skoraði í þeim 414
mörk.
Hann var hluti af landsliðinu sem
vann silfur á Ólympíuleikunum í
Peking 2008 og brons á EM í
Austurríki tveimur árum síðar.
Tók hann alls þátt á sextán stór-
mótum. Ásgeir hóf ferilinn með
Haukum árið 2000 og vann tíu
stóra titla áður en hann fór til
Lemgo í Þýskalandi árið 2005. Þá
lék Ásgeir einnig með GOG og Faa-
borg í Danmörku áður en leiðin lá
til Hannover-Burgdorf og síðan
Frakklands þar sem hann lék með
stórliði PSG og síðar Nimes. Þá
varð hann Frakklands- og bikar-
meistari með PSG og vann EHF-
bikarinn með Lemgo.
Vignir er 39 ára og hóf einnig
ferilinn með Haukum árið 2000 og
var afar sigursæll hér á landi áður
en hann hélt til Skjern í Danmörku
árið 2005. Eins og Ásgeir Örn lék
Vignir einnig með Lemgo og Hann-
over-Burgdorf. Þá lék hann með
Minden í Þýskalandi og Midtjylland
og Holstebro í Danmörku. Línu-
maðurinn spilaði 234 landsleiki og
skoraði í þeim 261 mark og var í
bronsliðinu á EM 2010. Í atvinnu-
mennsku varð Vignir EHF-meistari
með Lemgo árið 2010 og tvívegis
danskur bikarmeistari; 2015 með
Midtjylland og 2017 með Hostebro.
Ásgeir Örn og Vignir hættir
Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Samherjar Ásgeir Örn og Vignir
Svavarsson léku ófáa leikina saman.
Belgíska knattspyrnufélagið Lok-
eren, sem fjölmargir Íslendingar
hafa leikið með á undanförnum
áratugum, hefur verið lýst gjald-
þrota í kjölfarið á fjárhags-
vandræðum vegna kórónuveir-
unnar.
Lokeren var lengi í hópi bestu
liða í Belgíu og lék nær samfleytt í
efstu deild frá 1974 til 2019. Blóma-
tíminn var um og upp úr 1980 þeg-
ar liðið, með Arnór Guðjohnsen
innanborðs, hafnaði í öðru sæti í
Belgíu og lék til úrslita um bikar-
inn, ásamt því að komast í átta liða
úrslit UEFA-bikarsins. Arnór lék
með liðinu í fimm
ár, frá 1978 til
1983, en hann
hóf að leika 17
ára gamall með
liðinu eftir að
hafa komið þang-
að frá Víkingi í
Reykjavík.
Þá varð félag-
ið bikarmeistari í
fyrsta skipti árið
2012 og aftur árið 2014 en það eru
einu stóru titlarnir í sögu félagsins,
sem lék samtals tólf tímabil í Evr-
ópukeppni frá 1976 til 2014.
Lokeren féll úr A-deildinni síð-
asta vor og sat á botni B-deildar-
innar þegar keppni var hætt í mars-
mánuði.
Félagið var úrskurðað gjaldþrota
í gærmorgun og formaðurinn Louis
de Vries sagði við Het Laaste
Nieuws að þeim úrskurði yrði ekki
áfrýjað. Félaginu hefði ekki tekist
að fá til sín nægilega marga
styrktaraðila í tæka tíð til að koma í
veg fyrir þessa niðurstöðu.
Rúnar Kristinsson var þjálfari
Lokeren á árunum 2016 og 2017 og
Arnar Þór Viðarsson aðstoðarþjálf-
ari á árunum 2015 til 2019. Báðir
léku þeir lengi með liðinu, Rúnar
frá 2000 til 2007 og Arnar frá 1997
til 2006 og Arnar var því lengst
allra Íslendinga í röðum félagsins.
Aðrir Íslendingar auk þeirra og
Arnórs sem hafa leikið með Lok-
eren eru Arnar Grétarsson (2000-
2006), Auðun Helgason (2000-2002),
Marel Baldvinsson (2003-2006),
Davíð Þór Viðarsson (2006), Alfreð
Finnbogason (2011-2012), Sverrir
Ingi Ingason (2015-2017) og Ari
Freyr Skúlason. Ari lék með Lok-
eren frá 2016 til 2019 en fór til
Oostende eftir að liðið féll úr A-
deildinni fyrir ári. vs@mbl.is
Lokeren lýst gjaldþrota eftir mikil fjárhagsvandræði
Arnór
Guðjohnsen