Morgunblaðið - 21.04.2020, Side 32
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við ætlum bara að hafa gaman af
þessu. Meðan við höfum tíma höldum
við áfram,“ segir Guðný Lára Gunn-
arsdóttir, sem leitt hefur hóp net-
verja í tilraun til að hrekja burt kór-
ónuveiruna með söng. Íslensk útgáfa
Guðnýjar og fjölda annarra af laginu
Eye of the Tiger hefur vakið athygli
að undanförnu og nýtt lag er í bí-
gerð.
Guðný og eiginmaður hennar,
Stefán Örn Viðarsson, eru búsett á
Selfossi. Hún
segir að þau
hjónin sitji
sjaldnast auð-
um höndum,
eru til að
mynda virk í
Leikfélagi Sel-
foss, og því
tóku þau kór-
ónuveirufaraldrinum, með tilheyr-
andi innilokun og samkomubanni,
sérstaklega illa.
Bróðir Guðnýjar er Helgi Har-
aldsson á Seyðisfirði og hann stofn-
aði hópinn Syngjum veiruna í burtu á
Facebook. Hópurinn var stofnaður í
lok mars og á fyrstu 20 dögum hans
höfðu 20 þúsund manns skráð sig til
leiks og alls um tvö þúsund mynd-
bönd verið send inn.
„Við hjónin höfum verið heima-
vinnandi að mestu leyti síðan sam-
komubann var sett á. Allt hefur þetta
gengið mjög vel og hefur tónlistin
einna helst hjálpað okkur á heimilinu
mikið við að bíða faraldurinn af okk-
ur,“ segir Guðný en öll fjölskyldan
hefur vitaskuld tekið þátt í að syngja
veiruna burt á Facebook. Segir hún
að það hafi vissulega stytt stundirnar
en rétt fyrir páska hafi eirðarleysi og
hangs verið orðið allsráðandi á heim-
ilinu. Þá hafi þeim hjónum dottið í
hug að tína út nokkra söngfugla úr
facebookhópnum og „reyna að skapa
eitthvað stórkostlegt með þeim
heiman úr stofu“, eins og hún orðar
það. „Við vorum og erum hreinlega
agndofa yfir öllu þessu hugrakka
hæfileikaríka fólki á öllum aldri,“
segir hún en upptökum frá fjölda
söngvara var skeytt saman í mynd-
band sem finna má á Youtube.
Fyrir valinu varð lagið Eye of the
Tiger með nýjum íslenskum texta
þeirra hjóna. „Textinn fjallar um
innri og ytri baráttu okkar við að
kljást við þetta ástand sem nú ríkir í
heiminum, með slatta af húmor að
sjálfsögðu, því það er ekkert mik-
ilvægara en að halda í gleðina.“
Meira er á teikniborðinu hjá kór-
ónukórnum. Í gær var hafist handa
við upptökur á íslenskri útgáfu hins
kunna bítlalags All You Need Is
Love. „Er það ekki þannig að í dag
þurfum við bara knús?“ spyr Guðný
Lára að endingu.
Kórónukórinn snýr
sér nú að Bítlunum
Söngur Kórónukórinn reynir að hrekja veiruna á brott með söng.
Fyrst var það Eye of the Tiger en næst er All You Need Is Love
Atorkusöm Guðný Lára og Stefán Örn stýra öllu úr stofunni á Selfossi.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
DUCA model 2959
L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,-
L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,-
ESTRO model 3042
L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
GOLF model 2945
L 216 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,-
L 176 cm Leður ct. 10 Verð 339.000,-
KIPLING model 3088
L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,-
L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
JEREMY model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-
ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 112. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Ég verð vissulega án félags í sumar þegar samningur
minn rennur út en það er margt verra í gangi í heim-
inum í dag og ég ætla alls ekki að setja sjálfan mig í
eitthvert fórnarlambshlutverk. Ég hef mína heilsu og
fjölskyldunni minni líður vel og það er fyrir öllu. Það
sem kemur kemur og ef það kemur ekki þá er það bara
þannig. Það er ýmislegt annað til í lífinu en að elta
handbolta þótt ég sé búinn að gera það í þó nokkur ár,“
segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í hand-
bolta. »27
Margt verra í gangi í heiminum
Listamannaspjall um Oleanna
Ólafur Darri
Ólafsson og Vala
Kristín Eiríks-
dóttir taka þátt í
listamannaspjalli
í beinu streymi
Borgarleikhúss-
ins í dag kl. 12.
Þar ræða þau
leikritið Oleanna eftir David Mamet sem þau frumsýna í
byrjun næsta leikárs í leikstjórn Hilmis Snæs Guðna-
sonar. Streymið er aðgengilegt á vef og youtube-rás
leikhússins. Á morgun kl. 12 rifja leikarar Borgarleik-
hússins upp þjóðþekkt lög sem eiga uppruna sinn í ís-
lenskum leikverkum. Af öðrum viðburðum vikunnar má
nefna að á laugardag kl. 12 verður sagan „Þar sem
óhemjurnar eru“ lesin. Dagskrána í heild má nálgast á
borgarleikhus.is. Þess má geta að allt listamannaspjall-
ið sem sent hefur verið út í samkomubanni síðustu
vikna, sem og leiklestrar og upplestur á barnasögum,
er aðgengilegt í hlaðvarpi Borgarleikhússins á streym-
isveitunni Spotify.