Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020
Ágúst Ólafur Ágústsson og BjarniBenediktsson áttu orðaskipti á
Alþingi í fyrradag. Ágúst var ekki
allt of sáttur við nýkynntar aðgerðir
ríkisstjórnarinnar til að bregðast við
kórónuveirufaraldrinum og sagði
„afskaplega lítið í þessum pakka
sem stuðlar til
dæmis að því að búa
til ný störf. Af hverju
ekki að fjölga opin-
berum störfum?“
Hann bætti við að
fjölgun opinberra
starfa væri í senn
þörf og skynsamleg.
Bjarni brást viðmeð þessum
orðum: „Þetta er
einhver versta hug-
mynd sem ég heyrt,
að nú sé ástæða til að
fara að stórfjölga
opinberum störfum.
Ég held að það sé ekki verkefnið.
Við þurfum að gera okkur grein fyr-
ir því hvert vandamálið er. Vanda-
málið er störfin í einkageiranum
sem eru að hverfa. Það er rót vand-
ans eins og ég fór yfir áðan. Ef við
vinnum ekki bug á því ástandi mun-
um við ekki hafa efni á samneysl-
unni eins og við höfum stillt út-
gjaldastigið af á undanförnum
árum. Við munum einfaldlega ekki
hafa tekjur til ríkissjóðs til að greiða
bætur almannatrygginga, reka
menntakerfið, reka heilbrigðisþjón-
ustuna, félagsþjónustuna, standa
undir samgöngukerfinu og svo
framvegis. Það er hættan sem við
stöndum frammi fyrir þannig að að-
gerðir okkar hljóta að eiga miðast
við að örva að nýju starfasköpun í
samfélaginu.“
Hugmyndin um fjölgun opin-berra starfa til að koma okkur
út úr þessu ástandi er vissulega ein-
hver sú versta sem fram hefur
komið. Það er ekki síst vegna þess
að opinber störf eru orðin allt of
mörg. Þeim verður að fækka til að
veita atvinnulífinu og þar með verð-
mætasköpuninni eðlilegt svigrúm.
Ágúst Ólafur
Ágústsson
Afleit hugmynd
STAKSTEINAR
Bjarni
Benediktsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur
og teiknari, var valin bæjarlistamaður Hafnar-
fjarðar fyrir árið 2020 og hlaut 1,5 milljónir í viður-
kenningarskyni, til að vinna áfram að list sinni.
Kallað var eftir tillögum bæjarbúa við val á bæjar-
listamanni Hafnarfjarðar.
Bergrún hefur getið sér gott orð fyrir bækur
sínar bæði hérlendis og erlendis.
Fyrsta bók hennar, Vinur minn, vindurinn, kom
út árið 2014 og naut strax mikillar athygli. Hlaut
hún tilnefningar bæði til Fjöruverðlauna og
Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs.
Bergrún er fædd árið 1985 og lauk prófi í list-
fræði frá Háskóla Íslands og síðar námi í teikn-
ingu frá Myndlistarskólanum í Reykjavík.
Ákvað Bergrún að þakka fyrir sig með bókagjöf
á allar deildir leikskóla Hafnarfjarðar. Gaf hún
tvær bækur, bókina Næturdýrin og bókina Ró.
Næturdýrunum fylgir ljúf tónlist eftir Ragnheiði
Gröndal en Ró eftir Evru Rún Þorgeirsdóttur er
myndskreytt með vatnslitamyndum eftir Berg-
rúnu.
Bergrún valin bæjarlistamaður
Kallað var eftir til-
lögum frá bæjarbúum
Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjörður Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
segir Bergrúnu vel að viðurkenningunni komna.
Nýja pítsustaðnum Spaðanum bár-
ust yfir 600 umsóknir þegar auglýst
var eftir tveimur starfsmönnum.
Fjöldi fólks er á atvinnuleysisskrá
vegna kórónufaraldursins og því
mikill áhugi á lausum störfum. Stað-
urinn mun einungis notast við raf-
rænar greiðslur og verður opnaður
nú í kringum mánaðamót á Dalvegi
32b í Kópavogi í miðjum faraldr-
inum.
Spaðinn er ólíkur öðrum mat-
sölustöðum á Íslandi, þar sem allt
söluferlið er rafrænt og því ekki
tekið við peningum. Sjálfs-
afgreiðslukassar verða á pítsu-
staðnum, svipaðir þeim sem sjást
víða erlendis, og þar getur við-
skiptavinurinn pantað pítsu og síð-
an sótt. Ekki verður boðið upp á
heimsendingu.
„Sérstaða Spaðans er sú að það er
pantað í appi og sótt í sjálfs-
afgreiðslustöðvar. Allt er rafrænt
og greitt fyrir fram. Staðurinn verð-
ur opinn alla daga frá 11 til 11 og
engin tilboð, svo þú gengur alltaf að
þessu vísu, “ sagði Þórarinn Ævars-
son, stofnandi og framkvæmdastjóri
Spaðans. veronika@mbl.is
Yfir 600 umsóknir bár-
ust um tvö laus störf
Ljósmynd/Stefán Einar Stefánsson
Spaðinn Lögð er rík áhersla á rafrænt ferli á nýja pítsustaðnum.