Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 Háskóli Íslands er í sæti 201-300 yfir þá háskóla í heiminum sem hafa mest samfélagsleg og efnahagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt lista tímarits- ins Times Higher Education sem er nú birtur í annað sinn. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna eru 17 að tölu og gilda fyrir árin 2015-2030, en þeim er ætlað að leiða þjóðir heims í átt að sjálfbærari lifn- aðarháttum. Markmiðin snerta m.a. fátækt, fæðuöryggi og hungur, heilsu og vellíðan, jafnrétti kynjanna, að- gengi að vatni og orku, sjálfbæra neyslu og framleiðslu, aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, verndun úthaf- anna og sjálfbæra nýtingu vistkerfa. Úttekt Times Higher Education í ár nær til 857 háskólastofnana í 89 ríkjum, en 766 þeirra eru teknar inn í heildarröðun tímaritsins. Þeirra á meðal er Háskóli Íslands, sem er eins og áður sagði í sæti 201-300. Heildar- röðun háskólanna byggist á frammi- stöðu þeirra á sviði þriggja sjálf- bærnimarkmiða þar sem hver háskóli stendur sterkastur að vígi auk frammistöðu á markmiði 17, Samvinnu um markmiðin. Háskóli Íslands er talinn standa fremst í markmiðum sem snerta sjálfbæra orku (40. sæti), aðgerðir í loftslags- málum (48. sæti) og líf í vatni (76. sæti). „Þetta er bæði mikilvæg og glæsi- leg niðurstaða fyrir Háskóla Íslands. Henni ber að fagna. Það er afar mikilvægt að starf háskóla byggist á því að bæta heiminn. Heimsmark- miðin taka á öllum grundvallarþátt- um sem þarf að breyta til að bæta lífsskilyrði á jörðinni og þar með líf okkar allra,“ segir Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands, m.a. í tilkynningu frá skólanum. Háskóli Íslands í 201. til 300. sæti  Háskólalisti Times Higher Education birtur í annað sinn Morgunblaðið/Ómar Háskólinn Stendur sig býsna vel í alþjóðlegum samanburði. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð Full búð af nýjum og fallegum vörum Sendum frítt um allt land Pantanir í síma 588 4499 Tökum líka pantanir á FB St. 38-54 7.990 kr. Regnjakkar fóðraðir Kylfingar á Akureyri fylgjast grannt með því hvernig golfvöllur þeirra að Jaðri kemur undan vetri. Snjórinn hörfar með hverjum deg- inum og skilur eftir sig vel blautar brautir, eins og þessi loftmynd sýnir vel, en hún var tekin í vikunni. Mesta bleytan var á 10. brautinni en snjó- skaflar voru enn víða yfir vellinum. Á meðan snjóa leysir æfa kylfingar í Golfklúbbi Akureyrar sig heima í samkomubanninu en hafa m.a. getað stuðst við góða æfingasíðu sem golf- kennarar klúbbsins, þau Heiðar Davíð Bragason og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, settu upp. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Jaðars- völlur vel vorblautur Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Dæmi er um að útgreiðsla leiðréttra réttinda dánarbús ellilífeyrisþega sé allt niður í 48 krónur. Endurgreiðslan kallar á að einkaskipti verði opnuð, sem felur í sér töluverða vinnu um- sjónarmanns dánarbúsins við að koma upphæðinni til erfingjanna, og borga skatta og gjöld. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu fyrr í vikunni hefur Trygg- ingastofnun (TR) nú afgreitt þessi réttindi, en um er að ræða 3.100 dánarbú þar sem réttindi auk vaxta nema alls um 450 milljónum króna. Eins og fram kemur í bréfi til dánarbúsins sem vitnað er til hér að ofan, og Morgunblaðið hefur undir höndum, er forsaga málsins sú að við útreikning á tekjutengdum réttind- um hins látna í janúar og febrúar árið 2017 var miðað við að greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum líf- eyrissjóðum hefðu áhrif á réttindi til lækkunar. Samkvæmt niðurstöðu dóms lands- réttar í máli nr. 466/2018 var ekki heimilt að láta þær tekjur hafa áhrif á útreikning ellilífeyris samkvæmt lög- um um almannatryggingar nr. 100/ 2007 það tímabil. Furðar sig á upphæðinni Í bréfinu segir að réttindi hins látna fyrir umrætt tímabil hafi því verið endurreiknuð og leiðrétt. Leið- réttingin í þessu dæmi nemur í heild 76 krónum, en eftir að búið er að taka af staðgreiðslu skatta er upphæðin 48 krónur, eins og kemur fram hér á undan. Umboðsmaður dánarbúsins sem hér er vísað til furðar sig á því í sam- tali við Morgunblaðið að ekki sé lág- mark á endurgreiðslum sem þessum. Augljóst sé í þessu dæmi að umtals- verð vinna, og mörg handtök, fari í það hjá TR og umboðsmanni að koma þessari lágu fjárhæð til skila og skipta henni á milli allra erfingja. M.a. þarf að skila tilheyrandi eyðu- blöðum og afla uppáskrifta frá erf- ingjum og vottum. „Ég var búinn að senda inn skýrslu og borga erfðafjárskatt af eignunum. Nú kemur í ljós að dánarbúið á 48 krónum meira, og þá þarf ég að opna einkaskiptin og greiða viðbótar- skattinn,“ segir umboðsmaðurinn og undrar sig á virkni kerfisins. Engin tölfræði Morgunblaðinu lék forvitni á að vita hve mörg dánarbú fengju leið- réttingu undir tíu þúsund krónum. Sigrún Jónsdóttir, verkefnastýra á skrifstofu forstjóra TR, segir í skrif- legu svari að tölfræðileg greining liggi ekki fyrir. Fékk 48 kr. leiðréttingu  Umsjónarmaður dánarbús furðar sig á að ekki sé lágmark á greiðslum  Mikil vinna hjá TR við endurgreiðslurnar Leiðrétting Umtalsverð vinna fer í að koma endurgreiðslunni til skila. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nettó hefur tekið í notkun 2.000 fer- metra miðstöð fyrir netverslun sína. Þar eru afgreiddar allar pantanir netverslunar sem sendar eru til við- skiptavina en áfram er hægt að sækja pantanir í verslanir. Sú mikla aukning sem varð í netverslun með matvörur virðist halda sér nokkurn veginn þótt fólk sé meira á stjái en var um tíma. „Ekkert hefur dregið úr net- versluninni. Ég sagði það alltaf að þetta yrði breyting á kauphegðun til framtíðar og er enn á þeirri skoðun,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa sem reka Nettó og fleiri verslanir. Hann segir að þegar við- skiptavinur hafi keypt inn þrisvar til fimm sinnum á netinu sé hann orðinn fastur viðskiptavinur. „Við sáum þetta gerast um allt land þótt við- skiptin séu mest á höfuðborgar- svæðinu. Þá koma Selfoss, Borgar- nes, Akureyri og Suðurnesin sterk inn. Verslun með matvörur margfald- aðist hjá netverslun Heimakaupa í kórónuveirufaraldrinum. Guð- mundur Magnason framkvæmda- stjóri segir að aðeins hafi slaknað á eftir páska. „Við ákváðum þá að minna aðeins á okkur og sáum að neytendur eru miklu opnari fyrir þessu en áður því verslunin tók aftur kipp. Það er greinilegt að stór hluti af aukningunni í samkomubanninu mun haldast,“ segir Guðmundur. Heimkaup eru með sérhæft vöru- hús til að þjóna netversluninni. Þaðan eru afgreiddar um 20 þúsund vörur á dag en voru tæplega fimm þúsund áður en veiran fór að herja á landsmenn. Allt afgreitt samdægurs Heimkaup ná að senda allar pant- anir heim til fólks samdægurs. Guð- mundur segir að smá biðtími hafi verið um tíma þegar aukningin var sem mest en fyrirtækið hafi náð að bæta úr því. Tveggja til þriggja daga biðtími var eftir vörum frá Nettó þegar aukningin var sem mest en Gunnar Egill segir að nú náist að afgreiða pantanir samdægurs. Morgunblaðið/Eggert Útsending Miklar annir hafa verið hjá starfsfólki netverslana með mat- vörur. Taka þarf til pantanir og senda heim til fólks, helst samdægurs. Netverslunin hefur haldist  Nettó opnar miðstöð netverslunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.