Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.04.2020, Qupperneq 19
stundum ráðskast með litlu systur en þannig leið mér aldrei enda bar „afskiptasemin“ aðeins vott um ást og umhyggju. Auð- vitað vorum við ekki alltaf sam- mála og tókumst á eins og geng- ur en systrakærleikurinn var aldrei langt undan og fann ávallt sinn farveg á ný. Þóra giftist Gísla sínum og börnin þeirra þrjú voru mér afar kær. Þegar ég síðar eignaðist mína fjölskyldu stóð ekki á elsku frá hjartastóru systur minni sem tók strákunum mínum opnum örmum og gaf þeim ást sína. Margar af sínum bestu minning- um eiga þeir úr Furuhjallanum eða úr ferðum með Þóru frænku. Hún uppfræddi þá og kenndi nauðsynlega færni þegar foreldr- ana skorti þolinmæði til. Þannig var Þóra – alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd og láta sér annt um aðra. Hún var næm á þarfir og líðan annarra og vissi hvað þurfti til að gleðja. Sælla er að gefa en þiggja átti svo sannar- lega við um hana. Þóra var mikið náttúrubarn, engum hef ég kynnst sem hefur fagnað undrum náttúrunnar eins einlægt og hún gerði. Lítill fugl á grein, steinvala í fjöru, titrandi gleym-mér-ei á holti – allt fang- aði augu hennar og vakti með henni hrifningu. Hún gerði gleði og jákvæðni að sínu lífsviðhorfi og var það henni ekki erfitt því hún var lífs- glöð að eðlisfari og leitaði eftir að hafa birtu og bros í kringum sig. Stóra systir mín sem mér hef- ur alltaf verið svo kær og hefur verið mikilvægur partur af mínu lífi svo lengi, lengi. Ég leiddi aldrei hugann að öðru en að þannig yrði það. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt hjartað mitt. Svo segir bros þitt, besta systir mín. Nú beinist aftur kveðja mín til þín, og brennheitt höfuð hneigi ég í tárum, mín hjartans vina frá svo mörgum árum. Um regni grátnar grundir sig grúfir nóttin hljóð, með grárri skímu bráðum fer að morgna. Mér finnst ég vera að syngja mitt seinasta ljóð og sálar minnar lindir vera að þorna. Ég veit, þú hefðir sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem best til að gera vilja þinn. Ég geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma samvist þinni. Ég vildi ég gæti fléttað þér fagran minniskrans. En fyrir augun skyggja heitu tárin. Svo vertu sæl, mín systir! Í faðmi fannklædds lands. Þú frið nú átt. Við minninguna og sárin. (Hannes Hafstein) Elsku Gísli, Georg, Olla, Rúrik, tengdabörn og barnabörn – mikill er missir ykkar en minn- ingin um yndislega konu lifir áfram í hjörtum okkar allra. Ragnheiður Elín Ragnarsdóttir. Ég kem siglandi á bátnum. Hún stendur frammi á brúninni neðan við húsið og bíður þess að báturinn lendi í fjörunni, horfir út á sjóinn, yfir vindinn. Hnar- reist, stóra systir mín, klettur- inn. Það var þeirra háttur, Gísla og Þóru, að fara á undan út í eyj- ar, þar hafði Þóra undirbúið hús- ið, séð til þess að allt væri tilbúið fyrir vorverkin. Þar, eins og ann- ars staðar, hlúði hún að öllum, börnum og fullorðnum og líka fuglunum, sá til þess að öllum liði vel og að allt gengi vel. Ég geng með henni að húsinu og við göng- um í bæinn. Ilmurinn af rabar- baragrautnum liðast um eldhús- ið, kaffið er að renna í könnuna. Í ár verður siglingin önnur, mót- tökurnar aðrar, lífið verður tóm- legra og húsið hljóðara. Enginn að stjórnast með mann, því mið- ur. Hún var kölluð frá okkur eftir stutt en erfið veikindi sem hún tókst á við af sínu einstaka æðru- leysi, einn dag í einu. Hafðu hjartans þökk fyrir tíma okkar saman, elsku stóra systir mín. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Sigríður Hörn Lárusdóttir) Elsku Gísli, Olla, Georg og Rúrik og fjölskyldur, minning hennar mun lifa í hjörtum okkar allra. Jón Georg. Þóra frænka setti sannarlega svip sinn á lífið og tilveruna. Í mínu lífi skipaði hún stóran sess. Þóra var dóttir Gunnu í Borg- arnesi, ömmusystur minnar og eitt af mínum fjölmörgu lánum í lífinu var að ferðir í Borgarnes voru mjög tíðar þegar ég var yngri og samskipti við fjölskyld- una þar því mjög mikil. Enda- lausar berjaferðir og ferðir um fjöll og firnindi. Amma að keyra Hvalfjörðinn heim að kvöldi sunnudags eftir helgardvöl i Borgarnesi er líklega algengasta minningin mín frá því ég var lítil. Þóra bjó hjá afa og ömmu í Bakkagerðinu þegar hún kom suður í menntaskóla og Þóra og Gísli byrjuðu svo að búa, eins og fjölmargir aðrir, uppi á lofti hjá afa og ömmu. Þóra var ótrúlegur karakter. Hún var sjálfstæð og sterk. Hún var skemmtileg og sérfræðingur í að safna fólki saman og hafa gaman. Hún var greiðvikin og gjafmild. Þóra sagði hlutina hreint út. Man alltaf þegar hún lét mig rekja upp pottaleppana mína í handavinnu og gera þá al- veg upp á nýtt. Ég gæti gert bet- ur en þetta. Til gamans má geta þess að ég á enn þessa 46 ára gömlu pottaleppa í minninga- kassanum mínum. Fyrst og síðast var Þóra góð og traust. Maður gat treyst því fyrir allan peninginn að hún myndi ekki skilja mann eftir hjálparlausan neins staðar. Hún var ömmu minni ómetanlegur stuðningur og félagsskapur og fyrir það langar mig að þakka henni sérstaklega. Við áttum dásamlegar stundir saman ásamt okkar nánustu þegar amma lá sína banalegu fyrir nokkrum ár- um. Breyttum sjúkra herberginu hennar í kaffihús. Settum þar inn góða kaffikönnu og Þóra mætti á hverjum morgni með bakkelsi og við buðum hjúkrunarfólki í góðan kaffisopa. Þarna áttum við frá- bærar stundir. Svo góðar að við höfðum á orði að við myndum endurtaka leikinn hvor við ann- arrar dánarbeð þegar þar að kæmi. Svo varð þó ekki raunin. Að- stæður nú buðu ekki upp á það en ég veit að Þóra frænka á eftir að undirbúa komu mína upp og taka þar á móti mér með góðum kaffibolla og pönnukökum ásamt afa og ömmu og Gunnu í Borgar- nesi. Björg Árnadóttir. Það er erfitt að kveðja elsku Þóru frænku okkar en hún skilur eftir sig svo margar góðar minn- ingar sem við munum ætíð geyma í hjörtum okkar. Hún kenndi okkur marga góða hluti eins og að hjóla og reima skóna, hún var frábær kennari. Hún var elskuleg í alla staði og reyndi ávallt að hjálpa öllum í kringum sig. Það var svo gaman að fara í heimsókn til hennar því hún var alltaf svo góð við mann og skemmtileg. Hún sýndi áhuga á því sem maður var að gera og var eins og mamman í fjölskyldunni. Takk fyrir allt, hvíl í friði elsku frænka. Þínir frændur, Björn Ólafur, Benedikt Árni og Ragnar Friðrik. Ég reyni að klára þau verkefni sem bíða mín í skólanum en aldr- ei áður hef ég verið jafn lengi að koma niður orðum. Það er tóma- rúm innra með mér og heilinn starfar ekki eins og venjulega. Mér finnst ég vera fjarri raun- veruleikanum að vera í þeirri stöðu að skrifa minningargrein um eins mikilvæga og yndislega konu og Þóru mína. Ég held áfram að reyna að sinna mínum skyldum í lífinu án hennar og þarf að reyna að átta mig á því að Þóra sé búin að kveðja. Elsku Þóra gegndi mörgum lykilhlutverkum í mínu lífi. Hún var hálfgerð mamma mín þar sem ég bar virðingu fyrir henni og fór eftir hennar ráðleggingum þegar ég leitaði til hennar. Frá unga aldri hef ég alltaf verið að gera hina ótrúlegustu hluti með henni. Þóra var algjör náttúru- unnandi eins og ég. Á meðan mamma var að skoða nýja skó og nýjustu tískuna með Ollu sinni fórum við Þóra að þurrka blóm og safna þeim í bækur og læra fuglategundir utanbókar. Ferða- lögin hafa verið mörg með Þóru minni og ég hugsa að það sé varla til vegur innanlands sem ég hef ekki keyrt með henni, í alvöru talað. Sumarið 2017 hringdi ég í mömmu og pabba þar sem þau voru stödd á ferðalagi um landið með Þóru og Gísla. Þau voru stödd í Fellabæ á tjaldsvæðinu ásamt Ollu og börnunum. Ég var í raun ekkert á faraldsfæti þegar ég heyrði í þeim en stuðið var svo yfirgnæfandi á „facetime“ að ég var mætt til þeirra átta klukku- stundum síðar í fjörið. Ég sé sko alls ekki eftir því að hafa skropp- ið alla leið austur og skapað dýr- mætar minningar. Það var aldrei neitt stórmál í lífi Þóru og hún vildi alltaf rétta hjálparhönd. Síðasta sumar var ég á kvöld- vakt þegar Þóra hringir í mig. Hún var að fara að fljúga út til Rúriks næsta morgun og var orð- in svo spennt að flytja mig og fjölskylduna mína út af heimili foreldra minna til að ég gæti far- ið að búa með Ómari og gefið Adrían Loga eigið herbergi. Eftir kvöldvaktina fékk ég skila- boð frá Þóru um að ég ætti sko alls ekki að mæta á Sæbólsbraut- ina heldur á Borgarholtsbraut- ina. Á svipstundu var ég flutt út af heimili foreldra minna og auð- vitað var það Þóru að þakka. Ég er ekki svo fjölhæf að gera ljóð eins og Þóra var gjörn á að gera, en það huggar mig að tala um sambandið sem við áttum. Ég er svo stolt að hafa átt Þóru í lífi mínu. Hún er og verður alltaf fyrirmyndin mín í svo mörgu. Ég sakna hennar óendanlega mikið, en á sama tíma er ég svo þakklát fyrir allar minningarnar og sér- staklega að hafa fengið að kveðja hana og þakka henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig í líf- inu. Minning hennar lifir með mér um ókomna tíð. Hugur minn er hjá fólkinu hennar sem hún elskaði svo heitt. Elsku Gísli minn, Georg minn, Olla mín, Rúrik minn, yndislegu tengdabörnin hennar og dá- semdarbarnabörn. Ég sendi ykk- ur mínar innilegustu samúðar- kveðjur og Guð geymi ykkur öll. Hennar skádóttir og kær vin- kona, Laufey Rún.  Fleiri minningargreinar um Þóru Ragnarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 ✝ RagnheiðurGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 1. september 1933. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk 13. apríl 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Ólafsson, húsgagnasmiður og næturlæknabíl- stjóri, og Ragnheið- ur Bogadóttir frá Búðardal, húsfreyja og tannsmiður. Foreldrar Gunnars voru hjón- in Ólafur kaupmaður í Keflavík og síðar í Reykjavík Ásbjarn- arson, bónda í Innri-Njarðvík Ólafssonar, og Vigdís Ketils- dóttir, hreppstjóra og danne- brogsmanns í Kotvogi í Höfnum Ketilssonar. Foreldrar Ragnheiðar Boga- dóttur voru hjónin Bogi kaup- maður í Búðardal Sigurðsson og Ragnheiður Sigurðardóttir kaupmanns Johnsen í Flatey á Breiðafirði og Sigríðar Brynj- ólfsdóttur Bogasonar, fræði- manns á Staðarfelli Benedikts- sonar, ættföður Staðarfells- ættar. Systkini Ragnheiðar Gunn- arsdóttur: 1) Jóhanna, fram- kvæmdastjóri Heildverslunar Hannes skipstjóri og síðar for- stjóri Hampiðjunnar Pálsson og Ásdís Þorsteinsdóttir. Hannes var sonur hjónanna Páls Haf- liðasonar skipstjóra í Reykjavík, og seinni konu hans, Guðlaugar Ágústu Lúðvíksdóttur. Ásdís var dóttir Þorsteins á Sól- mundarhöfða á Akranesi Ólafs- sonar á Stóru-Fellsöxl Jóns- sonar í Leirárgörðum Halldórs- sonar, og konu hans, Kristínar Eyjólfsdóttur. Dætur Ragnheiðar og Braga: 1) Ragnheiður, prófessor í lög- um við Háskóla Íslands, gift Bjarna Kristjánssyni viðskipta- fræðingi, þau eiga dæturnar Ragnheiði og Unni. 2) Ásdís, textíl- og jógakennari, gift Grét- ari Halldórssyni, byggingar- verkfræðingi, börn þeirra eru Kristín og Halldór. 3) Bryndís, píanókennari, gift Ólafi Hall- grímssyni, skipstjóra og leið- sögumanni; börn Bryndísar af fyrra hjónabandi eru Hannes og Halldóra. Sambýlismaður Hall- dóru er Heiðar Kristinn Rúnars- son. Barnabarnabörn Ragnheiðar og Braga eru Katla Nessa, Heið- dís Lára og Hinrik Rúnar. Ragnheiður lauk prófum frá Kvennaskólanum og Hús- mæðraskólanum í Reykjavík 1948-1953. Hún starfaði við bréfritun í Útvegsbanka Íslands 1953-1958. Útför Ragnheiðar verður gerð í dag, 24. apríl 2020, og fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásbjarnar Ólafs- sonar, átti Gunnar Guðmundsson full- trúa í Útvegsbanka Íslands; 2) Ingi- björg hárgreiðslu- meistari, átti Björn Rósenkranz Ein- arsson hljómsveit- arstjóra; 3) Elísabet snyrtifræðingur, átti Júlíus Petersen Guðjónsson stór- kaupmann og 4) Ólafur rithöf- undur, kvæntur Elsu Benja- mínsdóttur kennara. Hálfsystir Ragnheiðar að föðurnum fyrir hjónaband var 5) Hulda Gunn- arsdóttir, verslunarstjóri hjá Ásbirni Ólafssyni. Móðir Huldu var Guðbjörg Kristófersdóttir ökumanns í Reykjavík frá Litla- Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi Bárðarsonar og konu hans, Ástríðar Jónsdóttur frá Upp- sölum í Hálsasveit í Borgarfirði. Hulda varð fyrst til þess, ís- lenskra kvenna, að hafa atvinnu af bifreiðarakstri. Hinn 10. mars 1956 gekk Ragnheiður að eiga Braga Hannesson, lögfræðing, síðar borgarfulltrúa í Reykjavík, bankastjóra Iðnaðarbankans og forstjóra Iðnlánasjóðs. For- eldrar Braga voru hjónin Þegar við hugsum um ömmu fyllumst við ást og þakklæti. Hún var stór og yndislegur hluti af lífi okkar allt fram á síðasta dag. Amma hafði mikla unun af að lesa og þegar við vorum lítil sátum við oft lengi með henni og lásum saman. Amma lét flest eftir okkur og lék við okkur í öllu því sem okkur langaði að gera. Hún fór með okkur í búðarleik í barna- herberginu niðri í Bakkavör með gamla íslenska aura, spil- aði við okkur, sat með okkur þegar hún var að prjóna og hlustaði á allt sem við höfðum að segja, sama hvað það var. Hún gaf okkur maltbrauð með smjöri og osti, skorið í litla bita, og leyfði okkur að dýfa sykurmola í kaffið sitt og stinga upp í okkur. Hún hugsaði alltaf svo vel um okkur. Þegar við vorum í fjölskyldu- ferðum í Skugga var eitt af því skemmtilegasta sem við gerð- um að koma til ömmu og sjá hvaða góðgæti hún var með í kexdallinum sínum. Í sveitinni hjá ömmu og afa í Lækjar- brekku sat amma oft úti á palli, hún naut þess að sitja í sólinni, horfa á náttúruna og hlusta á fuglasönginn. Við sátum oft með henni á pallinum eða inni í sólstofunni, þegar sólin lét ekki sjá sig, og spjölluðum eða nut- um bara augnabliksins án þess að segja neitt. Það var svo huggulegt að sitja með henni. Þegar öll fjölskyldan kom sam- an, á jólum, áramótum, afmæl- um og öðrum boðum, tók hún sjaldan þátt í mestu umræðun- um, en sat og fylgdist með öll- um hinum. Hún hafði mikla ánægju af að fylgjast með sínu fólki, sjá fólkið sitt saman og hafa gaman saman. Amma vildi aldrei vera miðpunktur athyglinnar, heldur fannst henni skemmtilegra að njóta samverunnar með þeim sem henni þótti vænst um. Þeg- ar barnabarnabörnin fóru að bætast í hópinn fannst henni líka svo gaman að fylgjast með þeim að uppgötva heiminn. Amma var alltaf smekkleg, vel tilhöfð og glæsileg, með hárið uppsett og fínar neglur, í klassískum fötum sem fóru henni svo vel. Okkur fannst hún vera eins og hefðarkona eða prinsessa. Hún var góð og blíð og alltaf ánægð með allt sem við gerð- um. Það þurfti lítið til að gleðja hana. Hún naut þess að gera handavinnu, sérstaklega að prjóna, og líta í góða bók og gladdist alltaf svo mikið þegar við sýndum eða gáfum henni eitthvað sem við höfðum sjálf búið til, eða spjölluðum við hana um bækurnar sem hún var að lesa. Við minnumst þess sem við gerðum með ömmu og allra gleðistundanna sem við áttum saman, en helst minnumst við þess hve amma var góðhjörtuð. Hún hafði svo góða nærveru og okkur leið alltaf svo vel hjá henni. Amma var ein yndisleg- asta manneskja sem við höfum kynnst og við erum óendanlega þakklát fyrir að hafa átt hana sem ömmu. Barnabörnin, Ragnheiður, Unnur, Kristín, Halldór, Hannes og Halldóra. Systurnar Ragnheiður og El- ísabet voru samrýndar og lifðu gleðilega daga og spiluðu á grammófón í stofunni á Frakkastíg og eitt lagið hét „Seven lonely days“. Þær spiluðu á gítar og sungu og það sagði frá því að þær komu í Kaldársel og hresstust vel af því að drekka kaffi, síðan var sest að snæðingi og var sögn að Gunna einhver hefði etið mest. Þær komu sér upp þeim plagsið að þérast; þéruðu hvor aðra undantekningarlaust og vissu menn ekki til að nokkru sinni hefði verið brugðið út af því – eða að öðrum kosti að þær ræddust við í þriðju persónu: „Má ég biðja yður að rétta mér rönduna“ eða þá „það mætti víst ekki bjóða frúnni þeyttan rjóma út á súkkulaðikökuna?“ Á sumrin dvaldist fjölskyld- an í bústað fyrir ofan Hólms- árbrú í Mosfellssveit. Húsið stóð inni í Dal, sem kallað er, steinsnar frá bústað Soffíu og Egils Jakobsens. Var það síðar flutt nær Geit- hálsi í vesturátt, á þann stað, þaðan sem Vífilsfellið verður fegurst. Amma góðursetti rifs- berjatré og afi hafði kartöflu- garð og á kvöldin sátum við í kringum útvarpstækið og hlust- uðum á Bjössa á mjólkurbílnum og hrærðum okkur eggjasnafs og það var yndisleg og töfr- umslungin tíð. Rigningarsumarið 1955 dvaldist frændi Ragnheiðar „í sveit“ hjá góðu fólki í Búðardal. Einn dag var kallað á hann í hús uppi á Barði, sem þá hét – og mun svo enn, – þar áttu heima Magnús vegaverkstjóri Rögnvaldsson og kona hans, Kristjana Ágústsdóttir; Magn- ús sonur Alvildu Bogadóttur. Hér var þá komin í vinakynni Ingibjörg Sigurðardóttir, kennslukona frá Kjalarlandi í Vindhælishreppi, síðar póst- meistari og símstöðvarstjóri í Búðardal, náfrænka og seinni kona Boga Sigurðssonar. Ingi- björg heyrði til þeim flokki Ís- lendinga, sem við erum vanir að kalla höfðingja, af því við metum höfðingsskap út frá manngildi; og var það greini- legt hverjum sem kynntist henni. Drengnum var vísað inn í herbergi til gömlu konunnar, sem sat þar svo fyrirmannleg, búin peysufötum, eins og henn- ar var vandi. Með gleðibragði sagði hún frá því, að Ragnheið- ur Gunnarsdóttir hefði kynnst bráðlaglegum efnismanni, sem væri að lesa lög við Háskólann, Braga Hannessyni, og væru þau nú trúlofuð. Ragnheiður var fríðleikskona og hefðarkona í fasi og fram- komu. Hún bjóst mjög vel uppá. Svo sem hún átti kyn til var hún prýðilegum gáfum gædd og hárfínni spauggreind; hláturmild og bjó yfir næmu fegurðarskyni. Hún var hann- yrðakona og bókhneigð; vissi, að þann sem les bækur skortir aldrei viðfangsefni, sér í raun- inni ekki út yfir það, sem hann hefur að gera. Og ekki gaf Ólaf- ur bróðir hennar svo út skáld- sögu, að hún læsi hana ekki volga og ilmandi úr prentsmiðj- unni. Ragnheiði var mjög annt um fjölskyldu sína og eftirminnileg eru gestaboðin á heimili þeirra Braga. Seinna, þegar þau höfðu eignast Lækjarbrekku, hélt hún áfram að dást að fegurð himinsins og náttúrunnar þar, kenna börnunum að þekkja blómin og fuglana og virða fyrir sér vaxa og dafna skóginn, sem þau gróðursettu af stórhug. Ástvinum samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ragnheið- ar Gunnarsdóttur. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Ragnheiður Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.