Morgunblaðið - 24.04.2020, Page 27

Morgunblaðið - 24.04.2020, Page 27
SÖGUSTUND Kristján Jónsson kris@mbl.is Hlauparinn með stóra brosið, Mo Farah, uppskar verðskuldaða að- dáun þegar honum tókst að sigra bæði í 5 og 10 þúsund metra hlaupi á tvennum Ólympíuleikum í röð. Náði hann því 2012 og 2016. En hver var fyrstur að afreka slíkt? Finninn Lasse Virén náði því fyrstur, en Finnar eiga glæsilega hefð á hlaupabrautinni. Íþrótta- deildin fékk hvatningu um að dusta rykið af Virén í Sögustundinni og er sjálfsagt að gera það, en Virén hélt merki Finna hátt á lofti á átt- unda áratugnum. Finnar áttu mikla afreksmenn í hlaupum á þriðja áratugnum. Hannes Koleh- mainen, Ville Ritola og Paavo Nurmi unnu allir til margra verð- launa á Ólympíuleikum en sá síðastnefndi er þeirra frægastur og var kallaður Finninn fljúgandi. Um hálfri öld síðar tók Virén við kefl- inu. Lasse Virén sigraði í 5 þúsund og 10 þúsund metra hlaupi á hin- um frægu Ólympíuleikum í München árið 1972. Eflaust kom árangurinn mörgum á óvart því Vi- rén var ekki mjög þekktur. Árið áður hafði hann hafnað í 7. og 17. sæti í þessum greinum á EM á heimavelli í Helsinki. Eftir EM hafði hann hins vegar áttað sig á að betur mætti ef duga skyldi og fór til Keníu í æfingabúðir áður en hann gerði atlögu að ólympíu- lágmarkinu fyrir leikana 1972. Í 5 þúsund metrunum í München sigr- aði hann á tímanum 13:26,42 mín- útum og í 10 þúsund metrunum á 27:38,35 mínútum. Stutt dvöl í Utah Virén fæddist 22. júlí árið 1949 og heitir fullu nafni Lasse Artturi Virén. Hann fæddist í Myrskylä, norðaustur af Helsinki, en þar búa innan við tvö þúsund manns. Eftir að hafa keppt fyrst og fremst í Finnlandi hélt hann til Bandaríkj- anna og nam við Brigham Young- háskólann í Utah. Hann hætti hins vegar í námi eftir eitt ár og var þá 19 ára gamall. Hóf hann æfingar undir handleiðslu Rolf Haikkola í heimalandinu og gegndi einnig herþjónustu. Tveimur árum síðar keppti hann á EM eins og áður segir. Virén varð auðvitað mjög þekkt- ur eftir afrek sín í München. Hann var fjórði maðurinn til að ná að vinna báðar greinarnar á sömu Ól- ympíuleikunum. Á þessum tíma þurftu menn að fara í undanrásir í 10 þúsund metra hlaupinu og hlaupa þá vegalengd þar af leið- andi tvisvar. 5 þúsund metra hlaupið var eftir það og æfingarnar í Kenía skiluðu sér greinilega. Furðumeiðsli á milli leikanna Tímabilið eftir München var ekki gott hjá Virén. Hann lagði ekki eins hart að sér við æfingar og hann var vanur að gera en sinnti á hinn bóg- inn ýmsum verkefnum sem tengd- ust þeirri frægð sem hann hafði öðlast. Veturinn 1973-1974 æfði hann aftur af krafti en hann varð fyrir furðulegum meiðslum sumarið 1974. Rak þá lærið í borð þegar hann spratt á fætur til að svara símanum. Þessi óvenjulegu meiðsli áttu eft- ir að draga dilk á eftir sér og Virén fór í aðgerð vegna þeirra snemma árs 1975 þegar ljóst var að hann myndi ekki lagast án inngrips. Svo heppilega vildi til að ekki voru nein stórmót á dagskrá um sumarið sem Virén þurfti að velta fyrir sér. Hann hafði því nægan tíma til að jafna sig og byggja sig upp á ný fyrir leikana í Montréal 1976. Gerði hann það samviskusamlega. Ýmsar kenningar á lofti Þetta tímabil á milli Ólympíu- leikanna 1972 og 1976 var því mjög dauft fyrir jafn mikinn afreksmann og Virén. Hefur þetta rennt stoðum undir kenningar um að hann hafi fyrst og fremst verið vel gíraður þegar kom að Ólympíuleikum. Lær- meiðslin hafa stundum týnst í sögu- skýringum og ef til vill lítið gert úr því hvernig hann eyddi tímanum fyrsta árið eftir leikana 1972. En ljóst er að þá sinnti hann ekki æf- ingum eins og hann var vanur. Meira að segja er til viðtal við föð- ur hans frá árinu 1973 þar sem hann hefur áhyggjur af því hvernig frægð sonarins hafi truflandi áhrif æfingar og einbeitinguna. Einnig hafa lengi verið sögusagn- ir um að Virén hafi stundað blóð- skipti þegar mikið lá við til að hjálpa sér í keppni. Hann hefur ávallt neitað því og hefði kannski ekki verið stórmál fyrir hann að játa slíkt því það varð ekki ólöglegt í íþróttakeppnum fyrr en áratug síðar. Virén mætti vel undirbúinn til Montréal árið 1976 og tókst að endurtaka leikinn. Hann hljóp 10 þúsund metrana á 27:40,4 og hafði minnst fyrir þeim gullverðlaunum af þeim fjórum sem hann vann á Ólympíuleikum. Samkeppnin í 5 þúsund metra hlaupinu var miklu meiri, en þar tók Virén forystuna þegar 600 metrar voru eftir og hélt henni. Allt var það samkvæmt dag- skipun þjálfarans, en Virén bjó yfir miklum andlegum styrk og gekk vel að framfylgja áætlunum þegar allt var undir. Hljóp á 27:40,38. Daginn eftir skellti Finninn sér í maraþonkeppni leikanna eins og menn gera. Náði meira að segja mjög góðum tíma og hljóp á 2:13:00 klukkustundum. Keppti á þriðju leikunum Virén er þrefaldur ólympíufari því hann keppti í Moskvu árið 1980 áður en hann hætti keppni í hlaupum. Hafnaði hann í 5. sæti í 10 þúsund metra hlaupinu í Moskvu. Þegar upp er staðið er úrslitahlaupið í 10 þúsund metra hlaupinu á leikunum í München 1972 frægasta hlaup hans. Þegar hlaupið var tæplega hálfnað féllu þrír keppendur, þar á meðal Virén, eftir að hafa rekist saman á braut- inni. Virén tapaði þar um fimm sek- úndum en var fljótur að vinna þær upp og tókst að sigra. Er það mikið afrek því í hlaupum sem þessum er takturinn mikilvægur fyrir hlaup- arana. Ef þeir verða fyrir því að detta geta þeir jafnframt fengið hálfgert áfall. Þetta beit hins vegar ekki á Virén. Merkilegt er hvernig íþróttasagan getur endurtekið sig því Mo Farah sigraði í 10 þúsund metra hlaupinu í Ríó 2016 eftir að hafa dottið í hlaupinu. Virén starfaði um tíma á yngri árum sem lögregluþjónn. Síðar á lífsleiðinni, árið 1999, fannst honum ekki nóg að hafa framfylgt lögunum heldur vildi hann einnig koma að lagasetningunni sjálfri. Gaf hann kost á sér í þingkosningum og komst inn. Sat hann á finnska þinginu frá 1999 til 2007 og aftur frá 2010 til 2011 en þá lét hann gott heita. Hann hljóp inn á þing  Lasse Virén tók við keflinu af Finnanum fljúgandi og varð sá fyrsti sem vann bæði 5 og 10 þúsund metra hlaup á tvennum Ólympíuleikunum í röð  Furðuleg meiðsli höfðu áhrif AP Montréal Lasse Virén kemur fyrstur í mark í 5.000 m hlaupinu á Ólympíu- leikunum 1976. Dick Quax frá Nýja-Sjálandi (691) varð annar og Klaus Hildenbrand frá Vestur-Þýskalandi náði bronsinu með því að kasta sér fram. Sögustund » Áður hefur verið fjallað um: John Daly, Wayne Gretzky, Mike Powell, Mark Spitz, Nadiu Comaneci, Hermann Maier, Önu Fideliu Quirot, Ben John- son, Charles Austin, Alberto Juantorena, Helmuth Ducka- dam, Matti Nykänen, Jack Nicklaus, Heysel-harmleikinn, Ben Crenshaw, David Beck- ham, Milfred „Babe“ Didrik- son, knattspyrnulandslið N- Kóreu 1966 og Alsírs 1982, Eddie Eagan, Roberto Cle- mente, Larisu Latininu, Tórínó-flugslysið, Jarmilu Kra- tochvílóvá, Martinu Navratil- ovu, Wilt Chamberlain og Kat- arinu Witt. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020  Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur aðvarað fjóra leikmenn sína fyrir að brjóta reglur bresku ríkisstjórnar- innar um útivistarbann. Nicolas Pépé sást í fótbolta með vinum sínum í norðurhluta London, Granit Xhaka og David Luiz voru gómaðir við sömu iðju í almenningsgarði í Southgate og Alexandre Lacazette var í samræðum við bílaþvottamann í innkeyrslunni hjá sér.  Jan Vertonghen, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Totten- ham, mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út. Vertonghen er orðinn 32 ára gamall og hefur belgíski landsliðs- maðurinn ekki viljað framlengja samn- ing sinn í London þrátt fyrir að félagið hafi lagt mikið kapp á að halda honum. „Ég vil spila áfram í Evrópu og læra nýtt tungumál. Bæði Spánn og Ítalía koma til greina. Það skiptir líka máli fyrir mig hversu langur samningur er í boði fyrir mig,“ sagði hann við belg- íska fjölmiðla.  Brasilíski knattspyrnumaðurinn Willian gæti gengið í raðir Liverpool fyrir næstu leiktíð á frjálsri sölu frá Chelsea. Sport á Spáni greindi frá. Illa hefur gengið hjá Chelsea og Willian að semja á ný, þar sem leikmaðurinn vill þriggja ára samning en félagið er að- eins tilbúið að bjóða honum tveggja ára framlengingu.  Enska knattspyrnufélagið Arsenal á í viðræðum við spænska félagið Atlé- tico Madrid um kaup á miðjumann- inum Thomas Partey. Partey hefur verið lykilmaður hjá Atlético Madrid á tímabilinu og skorað tvö mörk í 21 byrjunarliðsleik.  Þýski markvörðurinn Loris Karius er ósáttur við tyrkneska félagið Besik- tas þar sem hann hefur verið að láni frá Liverpool í tæp tvö ár. Hefur Karius ekki fengið greitt frá félaginu síðan tímabilið í Tyrklandi fór í frí vegna kórónuveirunnar og vill hann rifta samningi sínum, sem á að gilda út leiktíðina.  Enski knattspyrnumaðurinn Ashley Young hefur samþykkt eins árs fram- lengingu á samningi sínum við ítalska félagið Inter Mílanó. Young gekk í raðir félagsins frá Manchester United í jan- úar og gerði þá sex mánaða samning. Young spilaði sjö leiki fyrir Inter áður en tímabilinu var frestað, en hann heillaði forráðamenn og þjálfarateymi liðsins og hefur verið verðlaunaður með nýjum samningi.  Timo Werner, framherji þýska knattspyrnufélagsins Leipzig, mun að öllum líkindum ganga til liðs við Liver- pool í sumar þegar félagaskiptaglugg- inn verður opnaður. Jürgen Klopp, knattspyrnu- stjóri Liverpool, er mikill aðdá- andi Werner og hefur mikið verið rætt og ritað um fund þeirra félaga sem mun að öll- um líkindum eiga sér stað á næstu vikum. Werner hefur skorað 21 mark í 24 byrjunarliðs- leikjum í þýsku 1. deildinni á tíma- bilinu. Eitt ogannað Eric Dier hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyr- ir hegðun sína eftir leik Tottenham og Norwich í enska bikarnum í síð- asta mánuði. Dier stökk yfir auglýs- ingaskilti og fór upp í stúku eftir leikinn þar sem hann virtist stefna á einn tiltekinn áhorfenda, án þess þó að ná til hans þar sem aðrir áhorfendur komu í veg fyrir það. Er áhorfandinn sagður hafa beint niðrandi ummælum til yngri bróður Dier. Leikmaðurinn hefur til 8. maí til að svara kærunni, en hann gæti átt yfir höfði sér sekt og/eða bann. Kærður og fer mögulega í bann AFP Reiður Eric Dier var bálreiður í leikslok og óð upp í stúku. Þjóðverjar vonast til þess að geta hafið leik í efstu tveimur knatt- spyrnudeildum sínum í karlaflokki snemma í maí. Ljóst er að gjaldþrot blasir við mörgum félaganna í efstu deildunum ef ekki tekst að klára tímabilið. Byrji deildirnar í maí mega ekki vera fleiri en 203 áhorf- endur á leikjum og ekki fleiri en 109 starfsmenn. Allir leikmenn verða prófaðir daginn fyrir leikdag og ef leikmaður greinist með veir- una verður liðið hans ekki sett í sóttkví heldur verða allir sem koma að leiknum hitamældir á leikdegi. Þjóðverjar vilja byrja í maí AFP Þýskaland Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg í Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.