Morgunblaðið - 24.04.2020, Page 28

Morgunblaðið - 24.04.2020, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Í raun má segja að ég hafi byrjað að þýða Roald Dahl vegna þess að ég þurfti að finna mér verkefni í þýð- ingafræði,“ segir Sólveig Sif Hreið- arsdóttir, sem á og rekur Kver bóka- útgáfu sem síðustu fimm árin hefur gefið út sex skáldsögur Dahl í íslenskum þýðingum Sólveigar. Fyrsta bók Dahl sem Sólveig þýddi var Georg og magnaða mixtúran sem út kom 2015 og í framhaldinu hafa komið út BFG, Bergrisinn frómi góði árið 2016; Matthildur 2017; Norn- irnar 2018; Risastóri krókódíllinn 2019 og Tvistur og Basta 2019. „Ég kynntist bókum Roalds Dahl þegar við maðurinn minn bjuggum í Englandi með börnin okkar fjögur. Börnin voru mjög hrifin af bókum hans og stundum var ég hreinlega að þýða meðan ég var að lesa fyrir þau,“ segir Sólveig sem er bókmenntafræð- ingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaranámi í þýðingafræði við sama skóla haustið 2018. „Við bjugg- um samtals í um 15 ár úti, fyrst í Bandaríkjunum, síðan í Frankfurt og loks í London þar sem við vorum í næstum sex ár,“ rifjar Sólveig upp, en fjölskyldan flutti heim árið 2003. „Meðan við bjuggum úti lögðum við mikið á okkur til að passa upp á íslenskuna hjá börnunum,“ segir Sólveig, en elsti sonur hennar var níu ára þegar þau fluttu til London og sá yngsti fæddist í borginni með- an þau bjuggu þar. „Þess vegna passaði ég alltaf upp á að lesa fyrir þau á íslensku og oft á tíðum að þýða enskar bækur fyrir þau yfir á íslensku meðan ég las upphátt. Þeg- ar við fluttum heim voru þau tví- tyngd og ég þakka það því hversu mikið var lesið fyrir þau,“ segir Sól- veig sem einnig talaði bara íslensku við börnin sín inni á heimilinu. „Ég sagðist bara ekki skilja þau þegar þau reyndu að tala við mig á ensku, þannig að þau lærðu að það þýddi ekkert að tala við mig nema á íslensku,“ rifjar Sólveig kímin upp. „Ég hafði séð dæmi þess að krakkar sem ólust upp hjá íslenskum for- eldrum úti misstu íslenskuna og gátu þá ekki talað við ömmu og afa.“ Saup hveljur yfir risanum „Það tók langan tíma að fá sam- þykki höfundarrétthafa í Englandi fyrir því að ég mætti þýða verk Roalds á íslensku og gefa út hér- lendis. Ég þurfti að senda þeim dæmi um fyrri þýðingar, þar sem ég gat nýtt efni út náminu, auk þess sem ég þurfti að senda þeim meðmælabréf. Þegar þau samþykktu að leyfa mér að þýða Georg og mögnuðu mixtúruna settu þau það sem skilyrði að ég myndi líka þýða BFG þar sem kvik- mynd byggð á bókinni væri væntan- leg,“ segir Sólveig og viðurkennir að hún hafi sopið hveljur þar sem BFG sé sérlega erfið bók að þýða. „Risinn talar tilbúið tungumál sem nefnist gobblefunk,“ segir Sólveig og nefnir sem dæmi orðið „scrumdiddly- umptious“ sem risinn notar yfir eitt- hvað sem er frábært eða æðislega gott. „Þetta er orð sem er ekki til í ensku máli, hvað þá íslensku. Ég þurfti því að búa til mikinn fjölda orða,“ segir Sólveig og tekur fram að almennt sé að mörgu að hyggja við þýðingu á verkum Roalds Dahl, þar sem hann sé ekki auðveldur í þýð- ingu. Valdeflandi skilaboð „Þetta eru svo skemmtileg verk,“ segir Sólveig þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi ráðist í að þýða bækur Roalds Dahl, sem sé hreint ekkert áhlaupaverk. „Ég sit oft ein og hlæ upphátt þegar ég er að þýða vegna þess hversu skemmtilegar bækur hans eru,“ segir Sólveig og tekur fram að hún hafi einnig hrifist af því hversu uppbyggilegar bækur Dahl eru. „Í bókum hans felast alltaf valdeflandi skilaboð, sem er gott veganesti. Í verkum hans fá börn rödd og þar með eru lesendur hvattir til að nýta sína rödd. Hann hvetur börn til að láta ekki kúga sig og vera óhrædd. Þetta er mjög mikilvægur boðskapur,“ segir Sólveig sem um þessar mundir vinnur að þýðingu á bókinni Refurinn ráðsnjalli frá 1968. „Í þeirri bók fá dýrin rödd, sem er ekki síður mikilvægt. Í bókinni Risa- stóri krókódíllinn er samstaðan lykil- þema. Bækur hans eru því mannbæt- andi á sama tíma og þær eru skemmtilegar enda uppfullar af góð- um húmor,“ segir Sólveig og tekur fram að hún heillist einnig af hrynj- andinni í textum Dahl. „Hann notar stílbrögð eins og stuðlun og endur- tekningar þannig að textinn verður meira grípandi fyrir vikið. Það er mikil tónlist í textum hans,“ segir Sól- veig og viðurkennir að sér hafi hins vegar oft fallist hendur í glímu sinni við verk Dahl. „Það bregst ekki að ég byrja hvert þýðingarferli á að hugsa að ég geti þetta ekki. Eftir ákveðinn meðgöngu- tíma koma lausnirnar hins vegar til mín. Þannig er eins og það fari ein- hver bakvinnsla í gang í kollinum. Og nú orðið finnst mér frekar fyndið að fyrstu viðbrögð mín séu enn að ég geti ekki þýtt næstu bók sem ég set mér fyrir,“ segir Sólveig og tekur fram að vissulega hjálpi það sér í þýð- ingavinnunni að vinna með höfundar- verk sama manns. Prentaðar bækur bjóða upp á meiri nánd Samkvæmt vefnum roalddahl.com sendi Roald Dahl frá sér yfir 30 bæk- ur á ferlinum auk þess að skrifa leik- rit og kvikmyndahandrit. „Markmið mitt er að öll hans helstu verk verði aðgengileg á íslensku,“ segir Sólveig og viðurkennir að nokkurt verk sé því enn fyrir höndum. „En ég nýt þess að þýða verk hans,“ segir Sólveig og tek- ur fram að bókaútgáfan Kver sé vafa- lítið minnsta bókaútgáfa landsins. Aðspurð segir Sólveig viðtökur íslenskra lesenda við þýðingum henn- ar á bókum Roalds Dahl hafa verið mjög góðar. „Við erum búin að endur- prenta bæði BFG og Georg og mögn- uðu mixtúruna,“ segir Sólveig og tek- ur fram að enn sem komið er séu bækurnar aðeins gefnar út í prentuðu formi og ekki sem rafbækur. „Prent- aðar bækur bjóða upp á meiri nánd þegar lesið er upphátt fyrir yngri börn, auk þess sem myndirnar njóta sín betur í prentuðu formi,“ segir Sól- veig og bendir á að teikningar Quent- ins Blake bæti miklu við lestrar- upplifunina. „Myndirnar hans eru stórkostlega fallegar og skemmti- legar og ýta undir ímyndunaraflið í stað þess að mata lesendur,“ segir Sólveig. Forréttindi að koma góðum bókmenntum til ungra lesenda Innt eftir því hvort hún eigi sér sjálf uppáhaldsbók eftir Dahl segir Sólveig: „Sú bók sem ég er að þýða hverju sinni verður uppáhaldsbókin. Annars er mjög erfitt að gera upp á milli bóka hans,“ segir Sólveig og tek- ur fram að fyndnasta bókin sé að hennar mati Tvistur og Basta sem fjallar um samnefnd hjón. Spurð hvort ný þýðing sé væntanleg í ár svarar Sólveig því játandi. „Auk Refs- ins ráðsnjalla er ég sem stendur að þýða Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna frá 1964, sem verið hefur ófáanleg hérlendis um langt skeið,“ segir Sól- veig og tekur fram að hún stefni að því að þýða að jafnaði tvær bækur eft- ir Dahl á ári. „Að auki hef ég verið að þýða bæk- ur um hundinn Hnubba lubba og vini hans eftir nýsjálenska rithöfundinn og teiknarann Lynley Dodd,“ segir Sólveig, en á árinu 2018 komu út hjá Kveri bókaútgáfu Hnubbi lubbi frá Rjómabúi Stubba og Hnubbi lubbi, fótur og fit hjá dýralækninum. „Svo er ég komin langleiðina með þýðingu á bók fyrir ungmenni sem nefnist Where the World Ends eftir Gerald- ine McCaughrean. Mér finnst mjög gott að hafa fleiri en eitt verk í gangi í einu til að geta skipt á milli, hvílt hug- ann og farið í annan heim því þýð- ingar reyna alltaf mikið á,“ segir Sól- veig og tekur fram að bókmenntir og þýðingar hafi alltaf heillað hana frá því hún man eftir sér. „Mér finnst al- gjör forréttindi að hafa tækifæri til að koma þessum góðu bókmenntum til ungra lesenda á Íslandi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósmynd/Van Vechten Collection Rithöfundurinn Roald Dahl skrifar af miklum húmor og manngæsku. „Hvattir til að nýta sína rödd“  Sólveig Sif Hreiðarsdóttir á og rekur Kver bókaútgáfu sem síðustu fimm árin hefur gefið út sex skáldsögur eftir Roald Dahl  „Markmið mitt er að öll hans helstu verk verði aðgengileg á íslensku“ Skemmtilegur „Þetta eru svo skemmtileg verk,“ segir Sólveig Sif Hreiðarsdóttir um bækur Roalds Dahl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.