Morgunblaðið - 24.04.2020, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2020
Rithöfundurinn Óttar Norðfjörð
mælir með listaverkum sem njóta
má innan veggja heimilisins á tím-
um samkomubanns.
„Ég bý á Spáni, sem hefur verið í
hálfgerðri sóttkví í rúman mánuð,
svo list og menn-
ingarefni hefur
sjaldan verið eins
mikilvægt og ein-
mitt nú.
Ég ætla fyrst
að mæla með nýj-
asta smásagna-
safni Davids Sed-
aris, Calypso, en
ég ákvað að lesa
bara eina sögu á
dag þótt það væri
erfitt, enda frábærar. Eins og fyrri
verk hans fjalla þær um líf hans og
fjölskyldu, en um leið um okkur öll.
Sedaris er ótrúlegur penni sem hef-
ur lag á því að finna það fyndna í
furðulegustu aðstæðum.
Ég ætla að svindla aðeins næst og
mæla með framleiðslufyrirtækinu
Pixar sem hefur gert 22 tölvugerð-
ar teiknimyndir í fullri lengd,
hverja annarri betri. Ég á tæplega
tveggja ára gamlan son sem fær að
glápa meira á sjónvarpið en venju-
lega þessar vikurnar og ég horfi oft
á Pixar-myndir með honum, enda
fær maður í raun aldrei leiða á
þeim, því þær eru svo vel gerðar.
Fyndnar, hjartahlýjar og merki-
lega djúpar. Coco og Inside Out eru
í sérstöku uppáhaldi. Og ég ætla að
svindla aftur og loks mæla með
leikkonunni Reese Witherspoon
sem er hugsanlega mest spennandi
sjónvarpsleikkona og -framleiðandi
í Bandaríkjunum um þessar mund-
ir. Fyrst með seríunni Big Little
Lies, en í sóttkvínni hef ég verið að
horfa á tvær nýjustu seríur hennar.
Sú fyrri heitir The Morning Show
sem mér fannst bara nokkuð góð,
enda þrusuleikarar og áhugaverð
saga beint úr samtímanum. Seinni
serían heitir Little Fires Every-
where sem fjallar um stéttaskipt-
inguna í Bandaríkjunum, en á
ferskan og svo hófstilltan máta að
manni finnst aldrei eins og það sé
verið að predika yfir manni.
Mælt með í samkomubanni
AFP
Spennandi Reese Witherspoon er mögulega mest spennandi sjónvarpsleik-
kona og -framleiðandi í Bandaríkjunum um þessar mundir, að mati Óttars.
Saga á dag, Pixar
og Witherspoon
Tilfinningaverur Úr Inside Out.
Óttar
Norðfjörð
utan ör-örfáa, að lifa af því að skapa í
fullu starfi frumlega og metnaðar-
fulla list án stuðnings. Og framúr-
skarandi list skapar enginn í auka-
vinnu, eftir að mestri orkunni hefur
verið varið í annað. Því hefur verið
mótað hér vel lukkað og mikilvægt
stuðningskerfi hins opinbera, með
starfslaunum til listamanna og öðr-
um sjóðum sem styrkja fram-
kvæmdir í grasrótinni, sköpun verk-
anna sjálfra; framkvæmdina sem
allir hinir í keðjunni lifa á. Þessi
fjögur prósent.
Ein króna verður að níu
Listamenn hafa fylgst með „að-
gerðapökkunum“ sem ríkisstjórnin
hefur kynnt og eðlilega hefur hluti
þeirra snúist um þann hluta atvinnu-
lífsins sem menningin fellur undir.
Nú síðast var greint frá því að veita
ætti 250 milljónir í aukin lista-
mannalaun. Fyrir hafði 1.600 mán-
aðarlaunum verið úthlutað, kr. 407
þúsund á mánuði (í verktaka-
greiðslu). Það bætast því við um 600
mánuðir til úthlutunar. Þess má geta
að eftir bankahrunið 2008 var sett í
lög að starfslaunamánuðum lista-
manna myndi fjölga á næstu árum,
og sætti vitaskuld ekki mótmælum
enda höfðu þingmenn eflaust í hönd-
um nákvæmar upplýsingar um þau
margfeldisáhrif sem stuðningur við
listir og menningu hefur.
Í ítarlegu samtali við Katrínu Jak-
obsdóttur forsætisráðherra hér í
blaðinu á miðvikudag var hún spurð
út í þá fullyrðingu sína við kynningu
aðgerðanna að „listamannalaun skil-
uðu sér með margföldunaráhrifum
út í hagkerfið“. Hvort þau áhrif
væru meiri en í tilfelli annarra starfa
samfélagsins?
„Nei, en stundum er talað um að
listir leiði ekki af sér neina verð-
mætasköpun og að þetta séu bara
dúsur frá hinu opinbera. Það er ekki
rétt, og það var það sem ég vildi
leggja áherslu á í kynningunni,“
svaraði Katrín. „Þessi aðgerð er í
sama anda og árið 2009 þegar við
fjölguðum fólki á listamannalaunum.
Þessi stuðningur hefur skipt veru-
legu máli því fjárfesting í skapandi
greinum hefur stækkað þennan
geira og haft mikil afleidd áhrif, t.d. í
tengslum við ferðaþjónustuna.
Menningin skiptir máli rétt eins og
náttúran okkar. Listamannalaunin
eru ekki dýr en þau hafa margfeldis-
áhrif eins og mörg önnur störf og
þetta er í raun hluti af stuðningi við
þekkingargeirann.“
Óhætt er að taka undir þetta –
nema ég vil leiðrétta forsætisráð-
herra hvað eitt varðar og byggi þá á
rannsókn menningarráðuneytis
Evrópusambandsins sem gerð var
árið 2013, og þar á meðal á Norður-
löndunum. Þá var skorið niður í öllu
styrkjakerfi sambandsins nema til
menningar og gefið í þar, aukið um
heil níu prósent, eins og ég fékk að
kynnast þegar átakið var kynnt í
Frakklandi um árið. Og þar kom
fram, svart á hvítu, að margfeldis-
áhrif hverrar krónu sem varið er til
menningar eru meiri en í öðrum
geirum. Hver evra sem sett var í
menningargeirann varð að rúmum
níu. Næsta svið samfélagsins var há-
tækni- og símageirinn. Þar varð
hver evra að rúmlega fimm. Minna
annars staðar. En auðvitað þurfa all-
ir á stuðningi að halda.
Morgunblaðið/Eggert
Menningarneysla Listamennirnir
eru í senn höfundar og forverðir
sjálfsmyndar þjóðarinnar.
Um margföldunaráhrif
»… margfeldisáhrifhverrar krónu sem
varið er til menningar
eru meiri en í öðrum
geirum.
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Samkomubannið hefur komið íveg fyrir að fólk í ýmsumgreinum samfélagsins geti
sinnt störfum sínum, eða fær enga
viðskiptavini eins og raunin er í
ferðaþjónustunni. Meðal þeirra sem
hafa áhyggjur af afkomunni eru fjöl-
margir listamenn. Nánast hver sem
listgrein þeirra er, þá hefur harðnað
á dalnum af völdum veiruskrattans.
Enda flestir einyrkjar sem vinna
gjarnan hlutastörf með listsköpun
sinni til að ná endum saman.
Tónlistarfólk getur nánast hvergi
komið fram – margir skemmta okk-
ur samt á netinu og það oft án þess
að fá greitt fyrir; sýningar á mynd-
list fyrir fjöldann hafa lagst af; eng-
inn kemst á dans- eða leiksýningar.
Og áfram má telja.
Listamenn hafa horft til við-
bragða stjórnvalda í nágrannalönd-
um og bent til að mynda á sem
mögulega fyrirmynd sérstakar
launagreiðslur þýskra stjórnvalda
eftir að samfélagið lamaðist.
Við þurfum ekki að velkjast í vafa
um mikilvægi menningargeirans í
efnahagslífinu; heil fjögur prósent
samkvæmt ítarlegum rannsóknum
Ágústs Einarssonar um hagræn
áhrif menningarinnar. Það vinna
fleiri í menningunni en í landbúnaði
og stóriðjunni samanlagt. Og þá er
talað um listamennina og öll afleiddu
störfin: í bókasöfnum, menningar-
húsum, forlögum, við kvikmynda-
gerð, við innrömmun, hvers kyns
hönnun úr verkum, listinn er langur.
Á hátíðisstundum er oft talað með
upphöfnum hætti um mikilvægi
menningar og lista en það er óþarfi
að klæða þá staðreynd í spariföt: án
sköpunarkrafts öflugra og skapandi
listamanna, sem eru svo sannarlega
höfundar og forverðir sjálfsmyndar
þjóðarinnar, hvers virði væri lífið
hér þá? Svari hver fyrir sig, og hafi í
huga hvert þeir hafi leitað í afþrey-
ingu, huggun og skjól á síðustu vik-
um. Væntanlega í tónlist, lestur,
kvikmyndir … Allt hugverk lista-
manna. Og þar sem við búum í ör-
samfélagi með allt of litlum markaði
er engin leið fyrir listamenn, fyrir
Bókamerkið er heiti nýs bók-
menntaþáttar í beinu streymi frá
Bókasafni Garðabæjar. Í fyrsta
þætti, fyrir viku, var fjallað um ný-
leg íslensk skáldverk. Annar þáttur
verður sendur út í dag, föstudag,
kl. 13 á facebooksíðu bókasafnsins.
Í þáttunum munu, eins og segir í
kynningu, fróðir og skemmtilegir
viðmælendur ræða sín á milli um
bækur og ánægjuna við að lesa góð-
ar bækur en umræðuefni dagsins er
ljóðabækur. Saman koma Rebekka
Sif bókmenntafræðingur og gagn-
rýnandi hjá Lestrarklefanum, Ás-
dís Ingólfsdóttir ljóðskáld og Ásdís
Helga bókmenntafræðingur og
ræða um íslenskar ljóðabækur og
hughrifin við að lesa góð ljóð. Þætt-
irnir eru samvinnuverkefni Bóka-
safns Garðabæjar og Lestrarklef-
ans en þættirnir eru ætlaðir til að
stytta stundir í samkomubanni.
Ræða um ljóðabækur í Bókamerkinu
Morgunblaðið/Kristinn
Bókmenntir Að þessu sinni verður fjallað
um ljóðaútgáfuna hér á landi í streyminu.
Það að slaka eigi
á hörðum
sóttkvíarreglum
á Ítalíu þýðir að
hægt verður að
halda kvik-
myndahátíðina í
Feneyjum í sept-
ember, segir
Roberto Cicutto,
forseti stofnunar
sem stendur fyrir ýmsum fjölsótt-
um menningarhátíðum í borginni,
svo sem kvikmyndahátíðinni og
tvíæringunum í myndlist og arki-
tektúr. Cicutto ræddi við tíðinda-
mann Ansa-fréttaveitunnar og kom
fram eindreginn vilji hans til að
halda hátíðina en ferðamenn eru al-
veg horfnir frá Feneyjum vegna
kórónuveirunnar.
Hann sagði að mögulega yrði
hluti kvikmyndanna sýndur á net-
inu, samhliða sýningum í kvik-
myndahúsum.
Stungið hefur verið upp á mögu-
legu samstarfi hátíðanna í Fen-
eyjum og í Cannes, sem venjulega
er í maí en hefur verið blásin af.
Cicutto tekur fálega í þá hugmynd.
Vill halda kvikmyndahátíð í Feneyjum
Frá Feneyjum