Morgunblaðið - 29.04.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þær eru allar við fína heilsu og
lömbin líka – þetta braggast allt
vel,“ segir Haraldur Björnsson, frí-
stundafjárbóndi á Siglufirði.
Haraldur sótti á dögunum fjórar
ær og einn kollóttan lambhrút út í
Siglunes. Féð hafði gengið laust frá
því í fyrra þrátt fyrir mikla leit en
fannst þegar fimm áhafnarmeðlimir
á varðskipinu Þór fóru í hressingar-
göngu út í Siglunes fyrr í mán-
uðinum. Höfðu skipverjar á orði að
kindurnar virtust vel á sig komnar
enda væri nóg af sinu að bíta í Siglu-
nesi. Sú var raunin þegar féð var
sótt og síðan kindunum var komið á
hús hafa þrjár þeirra borið.
„Þetta var útigangur frá því í
fyrra en ein þeirra hefur reyndar áð-
ur verið þarna einn vetur. Hún veit
hvar á að fela sig,“ segir Haraldur
sem heldur 80 fjár ásamt nokkrum
öðrum. „Þetta er bara hobbí,“ segir
hann.
Féð var sótt á gúmmíbát og flutt
inn á Siglufjörð.
Gekk smölunin vel að sögn Hall-
dórs Hálfdánarsonar, eins leiðang-
ursmanna.
Hafa gengið lausar í tvö ár
Þó að Haraldur hafi endurheimt
ærnar fjórar og einn hrút saknar
hann þó enn fjár. „Okkur vantar enn
fimm í viðbót sem eiga að vera þarna
einhvers staðar út frá. Það hefur
sést til þriggja en þær hafa gengið
lausar í að verða tvö ár,“ segir fjár-
bóndinn og bendir á að veður hafi
verið mjög válynd á þessum tíma.
„Það sést illa til þeirra, þetta er bara
orðið villifé. Auðvitað þarf að ná
þessum greyjum einhvern tímann en
það er erfitt að smala þeim.“
Endurheimti fjórar ær og hrút
Skipverjar á varðskipinu Þór fundu lausagöngufé í Siglunesi Frístundabóndi á Siglufirði ánægður
með endurfundina en saknar enn fimm kinda Kindurnar vel haldnar og þrjár þeirra hafa þegar borið
Ljósmynd/Halldór Hálfdánarson
Frægðarför Rollurnar fjórar og hrúturinn voru sótt í Siglunes á dögunum
og flutt á gúmmíbáti til Siglufjarðar þar sem þeim var komið á hús.
Ljósmynd/Gestur Þór Guðmundsson
Ánægður Haraldur Björnsson, frístundafjárbóndi á Siglufirði, var ánægður
að endurheimta féð. Þrjár ánna hafa borið lömbum eftir heimkomuna.
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Nýja Mallorca línan
komin í sýningasal
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Ferðamálastofa
stefnir að því að
kaupa auglýsing-
ar hjá erlendum
samfélagsmiðlum
til þess að auglýsa
herferð sína í
sumar, sem miðar
að því að hvetja
Íslendinga til þess að ferðast um
landið vítt og breitt.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir ferðamálaráðherra telur það
ekki athugavert. Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra sagði að það
væri vandamál ef samskipti stjórn-
valda við borgara færðust alfarið yfir
á samfélagsmiðla og Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra sagði um-
ræðunnar vert að mótuð væri stefna í
þessum málaflokki.
Þórdís segir að í tilfelli Ferðamála-
stofu sé reynt að ná til sem flestra.
„Það er einfaldlega þannig að sam-
félagsmiðlar eru öflugt tæki til þess.
Ég geri enga athugasemd við að
Ferðamálastofa nýti þessar leiðir
eins og aðrar,“ segir hún og bendir á
að einnig verði auglýst í innlendum
miðlum.
Bjarni segir að samfélagsmiðlar
hafi reynst ódýr kostur til að koma
skilaboðum til margra, en hann megi
þó ekki taka yfir. „Það væri vanda-
mál ef við færum alfarið úr íslenskum
fjölmiðlaheimi yfir á samfélagsmiðla
með öll samskipti við borgara vegna
þess að það myndi grafa undan til-
veru fjölmiðla, sem væri skrítið að við
gerðum á sama tíma og við erum að
styðja þessa sömu miðla. En einhvers
konar blanda við nýtingu ólíkra boð-
leiða til fólks gæti komið til greina,“
segir hann. Bjarni bendir einnig á að
engin miðlæg ákvörðun hafi verið
tekin um tilhögun þessara mála. Það
þýðir að stofnanir geta hver fyrir sig
ákveðið hvernig þær hátta auglýs-
ingamálum og við þær ákvarðanir
geta þá gilt hagkvæmnissjónarmið
ein um útbreiðslu auglýsingarinnar, í
stað þess að leitast sé við að beina
þeim frekar til íslenskra fjölmiðla.
Engin samræmd ákvörðun
Katrín segir enga samræmda
ákvörðun hafa verið tekna um það í
ríkisstjórn hvernig auglýsingum hins
opinbera skuli háttað. „Það er engin
skýr samræmd stefna sem hefur ver-
ið mótuð en mér fyndist það allrar
umræðu vert, að taka þetta fyrir á
vettvangi ríkisstjórnar,“ segir Katr-
ín.
Til stendur að styðja fjölmiðla með
beinum hætti með endurgreiðslu úr
ríkissjóði á rekstrarkostnaði miðl-
anna, á sama tíma og opinberar
stofnanir skipta í auknum mæli við
erlend stórfyrirtæki í auglýsinga-
kaupum, sem greiða lítil ef nokkur
opinber gjöld á Íslandi. Tvísýnt hefur
verið um fjölmiðlafrumvarp mennta-
málaráðherra, sem átti að veita fjöl-
miðlum stuðning af ofangreindum
toga á ársgrundvelli. Tilkynnt var um
eingreiðslu úr ríkissjóði upp á 350
milljónir til fjölmiðla vegna veirunnar
og virðist fjármagnið fyrir hana hafa
verið sótt í fjármagn sem var ætlað
upprunalega frumvarpinu. Katrín
segir að sú staðreynd að fjármagnið
fyrir eingreiðslu til fjölmiðla hafi ver-
ið sótt í þá fjárheimild sem var ætluð
fjölmiðlaframvarpinu í stað þess að
eingreiðslan yrði tilefni til nýrrar af-
markaðrar heimildar í fjáraukalög-
um sé ekki ástæða til að ætla að ekki
verði af fjölmiðlafrumvarpinu, enda
hafi upprunalega fjármagnið hvort eð
er verið ætlað til lengri tíma en eins
árs. Enn standi til að taka frumvarpið
til meðferðar.
„Myndi grafa
undan tilveru
fjölmiðla“
Þórdís segir samfélagsmiðla öflugt tæki
Bjarni
Benediktsson
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
Katrín
Jakobsdóttir
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp um að heimilt
verði að stofna opinbert hlutafélag
um uppbyggingu samgönguinnviða á
höfuðborgarsvæðinu með Reykja-
víkurborg, Garðabæ, Hafnarfjarðar-
kaupstað, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ
og Seltjarnarnesbæ. Félagið á að
halda utan um fjárfestingu í sam-
gönguinnviðum til næstu 15 ára sem
þegar er búið að fjármagna að hluta.
Miðað er við að bein framlög frá ríki
og sveitarfélögum til verkefnisins
séu um 3 milljarðar kr. á ári.
Frumvarpið
byggist á sam-
göngusáttmál-
anum sem ríkið
og sveitarfélög-
in undirrituðu í
fyrra en tekið
er fram í grein-
argerð að vegna
aðstæðnanna
sem nú eru uppi sé mikilvægt að við-
halda fjárfestingarstigi hins opin-
bera og flýta framkvæmdum. Koma
þurfi félaginu á fót sem fyrst. Rík-
issjóður mun tryggja verkefninu 45
milljarða kr. með beinum framlög-
um, annars vegar 15 milljarða kr.
með þróun og sölu á Keldnalandinu
eða sambærilegu landi og hins vegar
30 milljarða kr. í gegnum samgöngu-
áætlun.
Bein framlög sveitarfélaganna eru
15 milljarðar kr. yfir tímabilið og
gert er ráð fyrir að 60 milljarðar kr.
verði fjármagnaðir með flýti- og um-
ferðargjöldum. Þá er sagt koma til
greina að ríkið fjármagni þennan
hluta uppbyggingarinnar með sér-
stökum framlögum vegna eignasölu,
t.d. með sölu á Íslandsbanka.
Flýta arðbærum verkefnum
Frumvarp komið fram um stofnun opinbers hlutafélags
um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu
Þétt borgarumferð.