Morgunblaðið - 29.04.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020 Samfylkingin er mjög einbeitt íþví að nýta kórónukreppuna til að hamra það inn að flokkurinn sé langt til vinstri og keppi hiklaust við villtasta vinstrið. Logi formaður hefur gert þetta með eftir- minnilegum hætti eins og hér var nefnt í gær, en Ágúst Ólaf- ur Ágústsson dregur ekki heldur af sér.    Þetta er umhugs-unarefni því að Ágúst Ólafur á að vera sá þingmaður flokksins sem helst ætti að hafa skilning og þekkingu á lög- málum efnahagslífs- ins, en slíkt má sín lítils þegar keyra þarf hart til vinstri í keppninni um fylgið.    Ágúst Ólafur nefnir í grein hér íblaðinu í gær að nú stefni í að „fjórða hvern Íslending vanti meiri vinnu“ og segir að þá hljóti „að vera skynsamlegt að fjölga opinberum störfum“. Líkt og formaðurinn telur hann þörfina fyrir hendi og nefnir ýmsar stéttir og stofnanir hins opin- bera sem gætu bætt við sig starfs- kröftum.    Auðvelt er að koma með hug-myndir að stofnunum sem geta bætt við sig fólki enda hefur aldrei verið til ríkisstofnun sem ekki hefur talið sig þurfa fleira starfsfólk. En hver á að greiða fyrir allt þetta starfsfólk? Ágúst Ólafur segir að opinberu starfsmennirnir greiði skatta, sem er út af fyrir sig rétt, en telur Samfylkingin að þeir skattar dugi til að greiða laun opinberu starfsmannanna?    Er þar fundinn lykillinn að eilífð-arvélinni í sæluríki sósíalism- ans? Ágúst Ólafur Ágústsson Eilífðarvél sósíalismans? STAKSTEINAR Logi Einarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ármúla 24 • S. 585 2800 Ekki er útlit fyrir að hrefnuveiðar verði stundaðar við landið í sumar frekar en á síðasta ári. Gunnar Berg- mann Jónsson, framkvæmdastjóri IP-dreifingar, segir að helstu miðum í Faxaflóa hafi verið lokað með reglugerð sjávarútvegsráðherra og fleira hafi verið gert til að gera hrefnuveiðimönnum erfitt fyrir. Verður þetta því annað árið í röð sem engar hvalveiðar verða við landið. Báturinn Hrafnreyður KÓ, núna Halla ÍS, stundaði hrefnuveiðar framan af sumri 2018 á vegum IP- dreifingar og veiddust þá sex dýr. Síðan hafa hrefnuveiðar ekki verið stundaðar og engin starfsemi er lengur á vegum fyrirtækisins í Hafn- arfirði þar sem hrefnan var unnin. ,,Ég sé það ekki gerast að við förum aftur á hrefnuveiðar, ætli þessum kafla sé ekki lokið,“ segir Gunnar. Lágt verð og kröfur Fram kom í Morgunblaðinu í síð- ustu viku að Hvalur hf. mun ekki veiða og verka hval í sumar. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., sagði þá að auk lágs verðs fyrir afurðirnar væru áfram endalausar kröfur um prufur og efnagreiningar á afurðum héðan, kröfur sem ekki séu gerðar til afurða frá útgerðum Japana sjálfra. aij@mbl.is Engar hrefnuveiðar áformaðar í ár  ,,Ætli þessum kafla sé ekki lokið“  Engar hvalveiðar tvö ár í röð Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Breyting Hrafnreyður KÓ var not- uð til hrefnuveiða í nokkur ár. Umhverfisstofnun hefur veitt Há- skóla Íslands leyfi til rannsókna í Melrakkaey á utanverðum Grund- arfirði í tíu daga í júní í ár og aft- ur á næsta ári að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu sjófuglaverk- efni, Seatrack. Þessi verkhluti snýr að því að kanna vetrar- stöðvar toppskarfs og hvítmáfs. Fuglarnir eru fangaðir með snör- um, merktir, sýni tekið og þeim sleppt aftur. Að hámarki fjórar manneskjur munu koma að verkefninu og verð- ur dvalið í eyjunni í einn til tvo sólarhringa á tímabilinu. Umhverf- isstofnun telur að verkefnið muni hafa óveruleg áhrif á verndargildi svæðisins enda aðeins um að ræða tímabundna truflun á fuglavarpi. Umhverfisstofnun hefur síðustu ár veitt leyfi fyrir sambærilegri rann- sókn í Melrakkaey, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Tengsl milli friðlýsingar og hnignunar fuglalífs? Í vetur var greint frá því í Morgunblaðinu að skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðar- bæjar hefði verið falið að skoða heimildir, gögn og rannsóknir sem til eru um þróun og stöðu lífríkis Melrakkaeyjar á Grundarfirði. Eyjan var friðlýst 1971 og var fuglalíf í eyjunni ein helsta ástæða friðlýsingar. Af og til á þessum tæplega 50 árum frá friðlýsingu hafa komið fram gagnrýnisraddir þess efnis að einmitt friðlýsingin hefði stuðl- að að hnignun fuglalífsins, að því er fram kom í blaðinu. aij@mbl.is Rannsaka skarfa og máfa í Melrakkaey  Hluti af alþjóðlegu sjófuglaverkefni Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Melrakkaey Eyjan var nefnd Prest- ey til forna, en einnig kölluð Skolli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.