Morgunblaðið - 29.04.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 100. tölublað 108. árgangur
ÁTAKANLEGIR
HEIMILDAR-
ÞÆTTIR
SVIGRÚMIÐ
ORÐIÐ AÐ
SPENNITREYJU
LÁGSTEMMD
RÖDD ÍSLENSKR-
AR TUNGU
VIÐSKIPTAMOGGIN LJÓÐ Í SJÓNVARPINU 11MÆLT MEÐ Í BANNI 29
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir að hópuppsagnir fyrirtækja í
ferðaþjónustu og fleiri greinum nú um mán-
aðamótin og þau næstu nái til þúsunda starfs-
fólks, jafnvel á annan tug þúsunda. Stærsta ein-
staka uppsögnin er hjá Icelandair þar sem
rúmlega 2.000 starfsmenn fá uppsagnarbréf
fyrir mánaðamót. Er það meirihluti starfsfólks
fyrirtækisins því eftir eru 1.300 starfsmenn.
Ríkisstjórnin kynnti í gær þriðja aðgerða-
pakka sinn vegna afleiðinga kórónuveirunnar. Í
honum felst meðal annars að svokölluð hluta-
starfaleið er framlengd í breyttri mynd út
ágúst. Þar gefst fyrirtækjum tækifæri til að
lækka starfshlutfall starfsfólks og ríkið greiðir
atvinnuleysisbætur á móti. Í aðgerðunum er
einnig kveðið á um að fyrirtæki sem orðið hafa
fyrir miklu tekjufalli geti sótt um að ríkið greiði
laun starfsfólks á uppsagnarfresti að ákveðnu
marki. Áætlað er að aðgerðirnar kosti ríkið 40-
60 milljarða.
Lítill hluti starfsmanna eftir
Báðar leiðirnar gagnast ferðaþjónustunni og
sú síðarnefnda getur losað fyrirtækin úr ákveð-
inni klípu og hjálpað þeim að leggjast í dvala og
fara í fjárhagslega endurskipulagningu.
Um 3.400 starfsmenn eru nú hjá Icelandair,
eftir að 240 var sagt upp fyrir mánuði, og fá
rúmlega 2.000 þeirra uppsagnarbréf nú fyrir
mánaðamótin. Þeir rúmlega 1.300 starfsmenn
sem áfram starfa hjá félaginu eru langflestir í
skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með
skert laun. Fari fram sem horfir að lítið flug
verði í sumar má sjá að samdrátturinn í starfs-
mannahaldi er mun meiri en þessar tölur segja
til um því að á síðasta ári voru að meðaltali
4.715 starfsmenn hjá Icelandair. Munurinn
kemur til af því að starfsmönnum hefur fjölgað
mjög á sumrin.
Uppsagnirnar hjá Icelandair ná til allra hópa
en hafa þó mest áhrif á störf beintengd fram-
leiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og
starfsfólk í flug- og farþegaþjónustu. Áætla má
að laun á uppsagnarfresti þessa eina félags
kosti ríkið hátt í 4 milljarða.
Óumflýjanleg aðgerð
„Það er stórt skarð höggvið í starfsmanna-
hópinn en við vonum að þetta vari stutt og við
fáum allt fólkið okkar aftur inn,“ segir Vala Ólöf
Kristinsdóttir, varaformaður Staff, félags
starfsmanna hjá Icelandair.
„Ég tel að staðan sé sú að þau fyrirtæki sem
orðið hafa fyrir þeim mikla tekjusamdrætti sem
við setjum mörkin við séu á þeim stað að óraun-
sætt sé að halda að hlutastarfaleiðin ein og sér
myndi nýtast fyrirtækjum sem enga starfsemi
hafa,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags-
málaráðherra þegar hann er spurður hvort sú
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða laun á
uppsagnarfresti stuðli ekki að meiri uppsögn-
um en ella hefði orðið.
Hann segir að ýmis skilyrði verði sett fyrir
þessari leið, meðal annars um að endurgreiðsla
á þessum fjármunum verði forgangskrafa ef illa
fer í rekstri fyrirtækis. „Ég tel að þetta hafi
verið óumflýjanlegt, til að tryggja stöðu laun-
þega og hjálpa fyrirtækjunum að leggjast í híði.
Ef fyrirtækin hefðu orðið gjaldþrota hefði
kostnaðurinn hvort sem er fallið á ábyrgðarsjóð
launa,“ segir Ásmundur.
Þúsundir missa vinnuna
Icelandair segir upp rúmlega 2.000 af 4.300 starfsmönnum sínum Ríkið greiðir 4 milljarða króna
Ríkisstjórnin framlengir hlutastarfaleið og greiðir laun tekjulítilla fyrirtækja á uppsagnarfresti
Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa uppsagnir þúsunda starfsmanna og stefna að því að leggjast í híði
M Uppsagnir »4,6
Ljósmynd/Emil Georgsson
Aðgerðalausar við flugstöðina Sáralítil verkefni eru fyrir flugflota Icelandair þessa mánuðina. Félagið á tugi þotna og stóð hluti þeirra á þessu svæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hópuppsögnin hjá Icelandair er lík-
lega sú stærsta í sögu landsins, að
sögn Karls Sigurðssonar, sérfræðings
hjá Vinnumálastofnun.
Um tvö þúsund manns misstu vinn-
una hjá flugfélaginu í gær.
Sá fjöldi jafnast á við fjölda upp-
sagna í mannvirkjagerð haustið 2008
en þá hrundi eftirspurn í íslenskum
byggingariðnaði eftir mikil vaxtarár.
Á það má benda að Icelandair er
ekki láglaunafyrirtæki og mun niður-
skurðurinn án efa hafa mikil áhrif á
innkomu fjölda heimila. Það hefur aft-
ur óbein efnahagsáhrif.
Stórt í sögulegu samhengi
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumálastofnun náðu alls 11 hóp-
uppsagnir til fleiri en 100 starfsmanna
á Íslandi árin 2009-2019. Alls var þá
sagt upp um 1.660 starfsmönnum.
Uppsögnin hjá Icelandair nær ein
og sér til töluvert fleiri starfsmanna.
Þá má nefna til samanburðar að
samtals um 640 manns var sagt upp
hjá Landsbankanum, Kaupþingi og
Glitni árið 2008. Þrefalt fleiri var sagt
upp hjá Icelandair í gær.
Kjartan Már Kjartansson, bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar, segir upp-
sagnirnar „rosalegt högg“.
Við fyrstu sýn megi áætla að nokk-
ur hundruð af þessum tvö þúsund
starfsmönnum búi í Reykjanesbæ.
Hann bindi vonir við að góður hluti
þeirra muni fái vinnu aftur á næstu
mánuðum, þegar alþjóðaflugið byrjar
smám saman að aukast á ný. Höggið á
bæjarsjóð komi þegar uppsagnar-
fresti og rétti til atvinnuleysisbóta lýk-
ur. »6
Langstærsta hópuppsögnin
Sérfræðingur telur hópuppsagnir hjá Icelandair þær umfangsmestu í sögunni
Um þrefalt fleiri misstu vinnuna en hjá stóru bönkunum í efnahagshruninu
1.657
manns
sagt upp
2.000
manns
sagt upp
Fjöldi starfsmanna
í hópuppsögnum
Hópuppsagnir
2009-2019 samtals
Icelandair
í apríl 2020
Þar sem 100 eða fleiri er sagt upp
Heimild: VMST