Morgunblaðið - 29.04.2020, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Ljóðið er alltaf heima er yfirskrift
Ljóðakaffis sem verður í streymi á
facebooksíðu Borgarbókasafnsins í
kvöld kl. 20. Þar lesa ljóð og ræða
skáldskapinn skáldin Halla Margrét
Jóhannesdóttir og Soffía Bjarnadóttir.
„Borgarbókasafnið færir ykkur
ljóðið heim í stofu. Notaleg kvöldstund
þar sem áhorfendur geta notið upp-
lesturs og hugleiðinga um ljóð og
skáldskap,“ segir í fréttatilkynningu
frá safninu.
Ljóðið er alltaf heima hjá Ljóðakaffi
Halla Margrét
Jóhannesdóttir
Soffía
Bjarnadóttir
Mun algengara er að konur í Sví-
þjóð lesi upphátt fyrir börn en karl-
ar. Þetta sýnir ný lestrarkönnun
sem Sveriges Radio lét nýverið
gera fyrir sig. Nærri helmingur
þeirra kvenna sem svöruðu, eða
47%, sagðist lesa upphátt fyrir að
minnsta kosti eitt barn meðan hlut-
fallið var aðeins 28% hjá körlum.
„Margar alþjóðleglegar rann-
sóknir sýna að lesskilningur
stúlkna er almennt betri en
drengja. Þegar þær eru orðnar full-
orðnar og eignast eigin börn er
skiljanlegt að þær langi að vekja
áhuga barnanna á lestri og besta
leiðin til að gera það er með upp-
lestri,“ segir Karin Taube, prófess-
or emerita í uppeldisfræðum við
Háskólann í Umeå. Segir hún mikil-
vægt að fleiri karlmenn lesi upp-
hátt fyrir drengi til að auka lestrar-
áhuga þeirra og lesskilning.
Sama rannsókn leiðir einnig í ljós
að fagurbókmenntir eru vinsæl-
astar hjá Svíum, en 75% svarenda
velja sér lesefni úr þeirri grein.
Nokkur munur er þó á kynjum, því
meðan 82% kvenna kjósa helst að
lesa fagurbókmenntir er hlutfallið
aðeins 66% hjá körlum. Þegar horft
er til fræðibóka snýst hlutfallið hins
vegar við, því 51% karla kýs að lesa
fræðibækur en hlutfallið er 29% hjá
konum.
Ástsæl Guðrún Helgadóttir les bókina
Ástarsögu úr fjöllunum fyrir leikskólabörn.
Algengara að konur lesi fyrir börn
Skipuleggjendur meira en 20 kvik-
myndahátíða á heimsvísu hafa
skipulagt ókeypis streymi í tíu daga
sem hefst á YouTube 29. maí undir
yfirskriftinni „We Are One“. Meðal
þeirra sem standa að viðburðinum
eru kvikmyndahátíðirnar í Berlín,
Cannes, Sundance, Toronto, Tri-
beca í New York, Feneyjum, Tókýó,
Sydney og Sarajevo.
Samkvæmt frétt The Guardian
um málið er um að ræða viðbragð
við kórónuveirufaraldrinum sem
sett hefur venjulegt skipulag hátíð-
anna úr skorðum. Nánari dagskrá
streymisins liggur ekki fyrir, en
reikna má með að sýndar verði
kvikmyndir, heimildarmyndir og
listamannaspjall. Ólíklegt er hins
vegar að sýndar verði umfangs-
miklar nýjar kvikmyndir sem van-
inn er að frumsýna á alþjóðlegum
kvikmyndahátíðum.
Vegna faraldursins er þegar búið
að aflýsa kvikmyndahátíðinni í
Cannes þetta árið sem halda átti í
maí og óljóst er hvort hátíðirnar í
Toronto og Feneyjum, sem venju-
lega fara fram í september, verði
haldnar í ár. Þetta dregur úr tæki-
færum kvikmyndagerðarfólks og
framleiðenda til að kynna nýjar
myndir sínar. Streymið verður
ókeypis, en áhorfendur eru hvattir
til að styrkja Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunina (WHO).
Kvikmyndahátíðir bjóða upp á streymi
Sendiráð Sví-
þjóðar á Íslandi
býður upp á
fyrirlestur í
streymi á face-
booksíðu sinni í
dag kl. 18.30 þar
sem þeirri
spurningu verð-
ur varpað fram
hvernig Lína
langsokkur
myndi takast á við kórónuveiruna
sem veldur Covid-19.
Fyrirlesturinn flytur
Sigþrúður Gunnars-
dóttir, ritstjóri hjá For-
laginu og eldheitur
aðdáandi Línu, en
Forlagið gefur út
bækurnar um þessa
sterkustu stelpu í heimi.
„Það eru 75 ár liðin frá því
fyrsta bókin kom út í Sví-
þjóð og Svíar eru mikið að
fagna því með alls konar hætti.
Þetta er framtak sendiráðsins,
að vera með þetta streymi á
Facebook,“ segir Sigþrúður
en sendiráðið hefur staðið
fyrir ýmsum streym-
isviðburðum í
samkomubanninu.
Sigþrúður segist ekki muna
hvenær hún hafi fyrst kynnst
Línu, þær hafi verið vinkonur eins
lengi og hún muni eftir sér. „Hún
hefur alltaf verið hluti af lífi mínu
og gaman að pæla í því að hún er
líka partur af lífi mömmu sem er
77 ára, hún man eftir henni frá
frumbernsku sinni. Manni finnst
Lína næstum vera afrakstur
hippakynslóðarinnar með alla sína
uppreisn en það er svo magnað
hvað hún er gömul,“ segir Sig-
þrúður. Hún muni í fyrir-
lestri sínum velta því
fyrir sér fyrir hvað
Lína standi og
hvernig hún myndi
hjálpa okkur að komast í
gegnum Covid-19-far-
aldurinn. „Og um leið
er ég að pæla í hvaða
boðskap Lína hefur haft
í öll þessi ár,“ segir Sig-
þrúður, „sem er náttúr-
lega að gera hlutina á sinn
hátt, hugsa sjálfstætt og
vera frumlegur.“
Fyrirlesturinn er
ætlaður full-
orðnum og
mun fara fram
á ensku.
Hvernig tækist Lína
á við Covid-19?
Lína með apann sinn Níels.
Streymi hjá sendiráði Svíþjóðar
Sigþrúður
Gunnarsdóttir
Kvikmyndasafn Íslands hefur
opnað nýjan vef undir yfirskrift-
inni Ísland á filmu og er tilgangur
hans að opna almenningi sýn inn í
fágætan safnkost safnsins, eins og
fram kemur í tilkynningu.
Á vefnum má finna fróðleik um
verklag í landbúnaði og sjávar-
háttum auk myndskeiða frá ein-
hverjum merkustu atburðum
Íslandssögunnar, segir í tilkynn-
ingunni en slóðin á vefinn er
islandafilmu.is og er myndefnið
allt frá árinu 1906.
Hægt er að nálgast hátt í 300
myndir og myndskeið víðs vegar
að á landinu og verður efni bætt
við eftir því sem stafvæðingu þess
vindur fram. Stutt lýsing fylgir
hverju myndbroti en notendum
gefst tækifæri til að setja inn at-
hugasemdir eða ábendingar þann-
ig að þekking almennings hvað
varðar staði, fólk eða annað nýtist
safninu til frekari efnisgreiningar
sem vert er að varðveita og miðla.
Notendum gefst líka kostur á
að deila myndunum á samfélags-
miðlum, s.s. Facebook.
Slökkviliðsæfing sú elsta
„Þær myndir sem birtast nú í
fyrsta sinn á vefnum eru af ýmsu
tagi. Uppistaðan er heimilda-
myndir sem gerðar vorum um
miðbik 20. aldar af frumkvöðlum
kvikmyndagerðar á Íslandi og má
þar nefna Ósvald Knudsen, Óskar
Gíslason, Ásgeir Long, Sigurð
Guðmundsson ljósmyndara og
fleiri. Þarna má finna ómetanlega
gullmola sem hingað til hafa ein-
göngu verið til á filmu en efnið
hefur nú verið stafvætt til að opna
almenningi aðgengi að vefnum.
Elsta myndin, Slökkviliðsæfing,
er frá árinu 1906 og er líklega
elsta myndin sem hefur verið tek-
in upp hér á landi. Það var Þóra
Höberg Petersen, tengdadóttir
Bíópetersens gamla, sem fann
frummyndina í Kaupmannahöfn
og var hún var afhent Kvik-
myndasafni Íslands árið 1982.
Nýjasta myndefnið á vefnum eru
myndir Hrafnhildar Gunnars-
dóttur, frá gosinu í Eyja-
fjallajökli, árið 2010,“ segir í til-
kynningunni.
Samstarfsverkefni
Íslendinga og Dana
Vefurinn er samstarfsverkefni
Kvikmyndasafns Íslands og Kvik-
myndamiðstöðvar Danmerkur
(Dansk Filminstitut/Filmcentra-
len), sem heldur úti vefnum Dan-
mark på film en þar er að finna
myndefni er tengist sögu og
menningu Danaveldis.
Kvikmyndasafn Íslands hefur
unnið að vefnum undanfarna mán-
uði og segir í tilkynningu að vonir
standi til að opnun þessa glugga
inn í Kvikmyndasafn Íslands muni
gleðja þjóðina og stytta henni
stundir á óvenjulegum tímum sem
nú og til framtíðar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Opnun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði vefinn nýja í húsnæði safnsins í gær.
Ómetanlegir gullmolar
Almenningi veitt sýn inn í safnkost Kvikmyndasafns
Íslands með nýjum vef Myndefni allt frá árinu 1906